Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 12
Miövikudagur 11. nóvember 1981 12 VlSIR SNVRTING - fræðsla: Linumar lagðar fyrir veturinn 1 byrjun vetrar ár hvert er að ýmsu að huga. Linurnar fyrir veturinn eru lagðar á ýmsum sviðum til dæmis aliar tiskulinur. Vetrarfatnaður, hárgreiðsla og snyrting eru hlutir sem breyti- legir eru frá ári til árs og þvi keppast viðkomandi aðilar, er vilja kynna nýjungar á sinu sviði, við að koma nýjungum fyrir sjón- ir almennings. Nýlega héldu snyrtifræðingar sitt árlega fræðslu- og skemmti- kvöldá HótelSöguað viðstöddum fjölda gesta. Þar fór fram kynning á nýjum snyrtilinum og ellefu snyrtivörufyrirtæki kynntu vörur sinar, i sérstökum kynningarbásum. Einnig sýndu snyrtifræðingarhæfnisina á fleiri i en einu sviði, þvi auk þess sem þeir snyrtu og fegruðu, sýndu þeir lika skemmtilegan fatnað frá Elónni, en sá fatnaður tilheyröi eldri linunni. —ÞG. Tiskufatnaðurinn sem snyrtifræðingar sýndu var af eldri gerðinni — og vakti mikla hrifningu. Sigriður Guöjónsdóttir snyrtifræðingur sýnir viðstöddum iistafagurt „Fantasiu make-up” á modeli sinu Heiðar Jónsson kynnir í baksýn. Þau stððust prðfið Fyrir rúmum mánuði Utskrif- uðust 10 manns i sýningar- og fyr- irsætustörfum frá Karon-skólan- um. Þetta unga sýningarfólk sem á myndinni er ásamt skólastjóra og aðalkennara skólans Hönnu Frimannsdóttur, stóðst prófið með glæsibrag. Aður en til prófs kom hafði unga íólkið sótt nám- skeið f skólanum og þeir sem komast á slik námskeiö þurfa að hafa fleira til aö bera en fallegt útlit. Annaö verður lika að vera með i myndinni svo sem persónu- leiki, hreyfingar og myndhæfni. Auk fimm manna dómnefndar voru margir gestir viðstaddir prófraun þessa hóps, verðandi sýningarfólks, en frumraun þeirra lofar góðu. Við þetta tæki-', færi lét Hanna Frfmarmsdóttir skólastjóri þess getið að framtið- arstefna Karonsamtakanna, sem eru samtök sýningarfólks, væri að halda fáar en sérstæðar og vandaðar tiskusýningar. Tilgang- urinn væri að gera tiskusýningar að sérstökum viðburði i stað skemmtiatriðis á almennum dansleikjum vinveitingahiisanna. í kynningarbásnum var margt sem vakti forvitni gestanna íeldhúsinu Um siðustu helgi hélt klúbbur Matreiðslumeistara kynningu á islenskum og erlendum matvæl- um i B’élagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi. Er þetta i fyrsta skipti sem klúbburinn stendur fyrir sýningu af þessu tagi, en mun siður sem þessi tiðkast hjá matreiðslumeisturum viða erlendis. Markmið klúbbsins er að stefna að aukinni fræðslu i matargerðarlist og auknum gæðakröfum neytenda á islenskum landbúnaðar- og sjávarafurðum. Ekki var annað að sjá á sýningunni um helgina en að bæði innlendir framleið- endur og innflytjendur, sem kynntu fullunnar matvörur og hráefni til matargerðar með bragðprufum, væru á sömu braut og matreiðslumeistararn- ir. Á blaðamannafundi sem hald- inn var rétt fyrir opnun sýningarinnar, kom fram i máli Jóns Sigurðssonar formanns klúbbs Matreiðslumeistara, að ýmislegt mætti betur fara varðandi islenskt hráefni, bæði kjöt og fisk. Vafalaust má taka undir þau orð formannsins, en sýningin um helgina var sannarlega rétt spor i áttina og i anda klúbbsins til að auka fræðslu varðandi mat og matar- gerðarlistina og einnig til að stuðla að auknum gæðakröfum neytenda. Matreiðslumeistararnir höfðu á boðstólum girnilegar krásir, gerðar af meistara höndum. Sýnendur, innflytjendur mat- væla og innlendir framleiðendur höfðu einnig ýmislegt gott i munn að gefa gestum sýningar- innar. Einn innlendra framleið- enda var fyrirtækið Islenskir sjávarréttir, sem kynnti ótal sildarrétti. Uppskriftirnar samdi Þórunn I. Jónatansdóttir, sem eitt sinn var einmitt eldhúsmeistari Visis. Látum við eina af sildaruppskriftum hennar á eldhúsborðið i dag. Sænskt sildarsalat Uppskrift fyrir 6-8 B’ljótlagað, en biðtimi 3 klst. Salat 6 kryddsildarflök 3 soðnar kartöflur 220 g sýrðar rauðrófur 200 g sýrðar agúrkusneiðar 1 stórt epli Skerið sildarflök og kartöflur i litla teninga, ca. 1 cm á kant. Grófsaxið rauðrófur, epli og agúrkusneiðar. Blandið öllu varlega saman. Salatsósa 40 g smjörliki 2 msk hveiti 4 msk sýrður rjómi 1 msk sterkt sinnep 2 1/2 dl kjötsoð Hitið smjörlikið i potti og hrærið hveitinu saman við. Þynnið með kjötsoðinu. Látið sósuna sjóða i ca. 5 minútur og kælið. Hrærið saman rjóma, rauðrófu- legi, eggjarauðu og blandið þvi út i sósuna. Bragðbætið með sinnepi og pipar. Hellið sósunni yfir salatið. Látið það biða i kæliskáp ca. 3 klukkustundir fyrir framreiðslu. Skraut 2 harðsoðin egg sýrðar agúrkusneiðar Skreytið með eggjabátum og agúrkubitum. Berið salatið fram með grófu brauði. Rét fyrir opnun sýningarinnar Matur ’81 I Féiagsheimiiinu á Sei- tjarnarnesi um heigina, voru smiðshöggin rekin, bæöi i básum og i eldhúsi. Visism./ÞL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.