Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. nóvember 1981 vísm ja Deir um kafbátinn, mburnar 09 njósnarann? Þorsteínn Eggertsson lögfræðingur: „Opinberar hræsni og tvö- feidni Sovétstjórnarinnar” „Mér finnst þessi atburður i Sviþjóð varðandi sovéska kafbát- inn og kjarnorkuvopn þar innan- borðs einfaldlega lýsa hræsni og tvöfeldni Sovétstjórnarinnar hvað varðar friðartal hennar og afhjúpi hvað hún meinar i raun og veru. Þetta afhjúpar einnig hald- leysi þess að einstakar þjóðir eða þjóðarhópar gefi út einhliða yfir- lýsingar og afvopnun og frið- lýsingu jafnvel”, sagði Þorsteinn Éggertsson lögfræðingur, for- maður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu. ,,Þá sýnir þetta einstaka mál i Danmörku hverjir hafa töglin og hagldirnar i friðarhreyfingunum, þótt það sé sjálfsagt töluvert af fólki sem starfar i þeim i góðri trú. Munurinn á hinni opinberu friðarbaráttu Sovétmanna sem þeir kalla svo á vegum Heims- friðarráðsins og ýmsum friðar- hreyfingum öðrum er i meginat- riðum sá, að annars vegar starfa Sovétmenn yfir borðið og hins vegar undir borðið. Ég segi ekki að allar friðarhreyfingar séu undir sömu sökina seldar en viðleitni Sovétmanna til þess að ná tökum á þeim er mjög greini- leg, þegar leynimakkiö flýtur upp á yfirborðið og þeir nota eða öllu heldur misnota friðarhreyfing- mm K23 mm wm mm mm mm mm mm mi arnar eins og þeir framast geta i sina þágu. Það er min skoðun að Heims- friðarráðið sé fyrst og fremst til þess að villa um fyrir almenningi og láta hann halda að aðrar friðarhreyfingar séu þar með óháðar Sovétrikjunum”. ,,Um þær hugmyndir sem bandarisku ráðherrarnir hafa viðrað er ég ekki tilbúinn að tjá mig á þessari stundu enda sýnist mér að stefna Bandarikjastjórn- ar i þvi máli hafi alls ekki verið skýrð þannig i fjölmiðlum ennþá að hægt sé að taka afstöðu til hennar. Hins vegar tek ég undir það að allar hugmyndir um að FriðriK Sophússon alDingismaöur: „Hámark hræsni og vfirdreps- skapar” ,,Mér finnst leiðari Þjóðviljans á 64. degi afmæli rússnesku byltingarinnar segja það sem þarf að yfirlýsingar Sovétmanna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum sé hámark hræsni og yfirdrepsskapar þegar þeir á sama tima sigla i strand þessum kafbáti”, sagði Friðrik Sophusson alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins þegar hann var beðinn að gefa álit sitt á strandi sovéska kafbátsins. „Þetta sannar það að einhliða Friðrik Sophusson sendarar Sovétrikjanna hafa fyrr og siðar, leynt og ljóst, reynt að notfæra sér hin opnu vestrænu þjóðfélög. Ég tel að besta fáanlega frið- lýsingin eins og mál standa i dag sé aðild að Atlantshafsbandalag- inu sem er besta tryggingin fyrir okkur og jafnframt sá vettvangur þar sem hægt er að samræma sjónarmið um gagnkvæma samninga milli austurs og vesturs. Það er alveg ljóst að sá friöur sem hefur rikt frá siðari heims- styrjöldinni hefur rikt vegna af- stöðu Bandarikjanna og það er ekkert óeðlilegt að þau sem rik- asta þjóð vesturlanda séu burðar- ásin i þessu varnarsamstarfi. Um yfirlýsingar Haigs vil ég það eitt segja að yfirlýsingar ráðamanna vestra og siðan þegar þær hafa verið dregnar til baka geta ekki lalist traustvekjandi yfirlýsingar. En ég vil undirstrika það að öll þessi mál er varða vigbúnaðar- kapphlaupið og stöðu fslands i viðsjárverðum heimi hljóta að gera þær kröfur til okkar að við höfum aðstöðu til þess hér heima að geta skoðað varnarþörf og varnarmöguleika okkar og i þvi skyni er nauösynlegt að hér á landi sé ráðunautur sem hafi her- fræðilega kunnáttu og geti ráðlagt okkur i þessum efnum”. —SER Jóhann Eínvarðsson albingismaður: „Grundvöllur friöar- hreyfingar brostinn” yfirlýsingar um kjarnorkuvopna- laus svæði eru einskis virði. Hvað f riðarhreyfinguna snertir, þá efast ég ekki um að það fólk sem tekið hefur þátt i þessum aðgerðum er að breyta rétt samkvæmt sinni samvisku og telur sig vera að vinna að friði en það er ljóst að slik hreyfing hefur litla þýðingu þegar þess er gætt að almenningur austan járntjalds hefur engin áhrif á vigbúnað sinna þjóða. Þaö er ljóst að út- „Sovétmenn hafa verið grunaðir um njósnir i höfunum hér í kringum okkur i áraraðir og þetta mál sem skýtur upp kollin- um nú, verður að teljast staðfest- ing á þeim grun”, sagði Jóhann Einvarðsson alþingismaður þeg- ar hann var spurður um afstööu Þorsteinn Eggertsson beita kjarnorkuvopnum eru vitanlega hinar hrikalegustu”. HERB ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra: „Vil ekkert tfá mig um málið” „Ég vil i sjálfu sér ekkert segja um þessi mál. Ég veit litið annað um þetta mál en komið hefur fram i fréttum undanfarna daga. 1 sjálfu sér held ég að þurfi ekki að spyrja mig um afstöðu mina i þessu máli. Ég vil ekkert tjá mig um málið, ekkert”. — SER Ólafur Jóhannesson... sina til strands sovéska kafbáts- ins i sænska skerjagarðinum. „Þetta er mjög alvarlegt mál og knýr stórveldin frekar en áður til að setjast niður við samninga- borðið til að koma á raunhæfri al- hliða afvopnun. Það er hverjum heilvita manni ljóst að þetta vopnabrölt gengur ekki lengur. Ef friðarhreyfingin er skoðuð i ljósi þessa og njósna danska rit- höfundarins, þá er þetta eölilega mjög mikið áfall fyrir hana. Þeg- ar ljóst er að friðarhreyfingin er misnotuð af austurblokkinni, þá tel ég grundvöll hennar brostinn. Ég hafði og hef raunar enn trú á hvers konar friðarhreyfingum, svo fremi þær starfi sem þriðja afliði afvopnunarviðræðum, en ef svo er ekki þá er ég ekki lengur hlynntur þeim. Sú staða sem komin er upp núna hlýtur að auka efa manna um árangur væntanlegra af- vopnunarviðræðna stórveldanna. Um tal Haigs utanrikis- ráðherra Bandarikjanna um að senda einhverjar aðvörunar- sprengjur á Sovétrikin vil ég ekki segja annað en að það verður að teljast mjög alvarlegt i ljósi þess að afvopnunarviðræður eru innan seilingar. Það má i rauninni telja það barnslega fifldirfsku”. —SER Baldur óskarsson... Baldur óskarsson, framkvæmdastióri AiDýöubandalagsíns: „Órótt- lætanlegur yfirgangur” „Mér finnst strand sovéska kafbátsins i sænska skerjagarðin- um alveg óréttlætanlegt og ég fordæmi harðlega þann yfirgang sem Sovétmenn hafa sýnt með þessu”, sagði Baldur óskarsson framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. „Um njósnir danska rithöf- undarins veit ég hvorki mikið né hvað á hann hefur sannast en auðvitað getur það alltaf verið i samtökum sem telja mörg hundruð þúsund manns að þar séu einhverjir menn af annarleg- um ástæðum. Ég hygg þó að öll þessi fjölmörgu félagasamtök um alla Vestur-Evrópu sem hafa sameinast undir þessu íriðar- merki séu á engan hátt útsendar- ar Sovétrikjanna. Ég held að það detti engum heilvita manni i hug að þetta fólk sé yíir höfuð eitt- hvert leiguþý austurveldanna. Min afstaða til friðar- hreyfingarinnar hefur ekkert breyst, þó að það sannist á einn mann að hann hafi verið njósnari Sovétrikjanna. Ég tel þvert á móti að það sé þannig að menn i Vestur-Evrópu hafi gert grein fyrir hvað það hafi i för með sér að hlaða niður kjarnorkuvopnum i þessum löndum eins og verið er að gera. Það er ljóst að her- stöðvar eru skotmark, komi til striðs og af þessu hefur fólk áhyggjur. Menn i Vestur-Evrópu vilja einfaldlega ekki láta tengja sig við kjarnorkuárásakerfi Bandarikjanna meö þeim hætti sem verið er að gera. En ég vil einnig taka það fram, að alveg á sama hátt hefur þessi hreyfing tekið harða afstöðu til þeirrar þróunar i vigbúnaðar- málum sem er að gerast i Austur- Evrópu. Afstaða min til ummæla Haigs um þessar svokölluðu aðvörunar- sprengjur er sú að mér finnst þau fáránleg og þau sýna i raun og veru hvað það getur verið hættu- legt að eiga allt sitt undir risa- veldum og mönnum af þessu tagi”. —SER Jóhann Einvarösson...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.