Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagur 11. nóvember 1981 vism NORRÆNA KVIKMYNDA- HÁTÍDIN ER NÚ HÁLFNUÐ Norræna kvikmyndahátiðin hefurnú runnið skeið sitt til hálfs. Aðsókn hefur verið mjög góð að norsku barnamyndinni Atta börn ogamma þeirra í skóginum. Hún verður þvl sýnd áfram i A-sal Regnbogans, kl. 3, 5 og 7. Þá verður sýnd finnska teikni- myndin Bræðurnir sjö i C-sal kl. 3.10 og 5.10. Þessi mynd er gerð eftir skáldsögu hins fræga rithöf- undar Finna Alexis Kivi, sem hefur svipaða stöðu i finnskum bókmenntum og Jón Thoroddsen hjá okkur. Myndin gerist um miðja 19. öld og eru söguhetjurnar sjö bræður þrjóskir og sérvitrir, sem rata i ýmis ævintýri. Skipt hefur verið um ungiinga- mynd og er nú sýnd norska kvik- myndin Hættið þessu! At dere tör! heitirhún á norsku og fjallar um sannsögulega atburði, er ungur bilþjófur verður fyrir voða- skoti lögreglumanns. Rekur myndin viðbrögð félaga unga mannsins og réttarhöld er leiddu til sýknunar lögregluþjónsins. Myndin er mjög athyglisverð og á erindi til ungra og fullorðinna. Þessi mynd er sýnd kl. 7.10, 9.10 og 11.10 þessa viku. 1 Norræna húsinu eru sýndar þrjár barnamyndir á fimmtudög um og sunnudögum kl. 5 báða dagana. Tvær myndanna eru sænskar og nefnist önnur þeirra Hver á að hugga Knutta? Það er teiknimynd um Múminálfana, sem eru svo alkunnir úr sögum Tove Jansson. Hin sænska myndin heitir Siðan deyr maður og fjallar um Nikka litla, sem á gamla ömmu á bana- beði. Hugarheimi barnsins i sam- bandi við dauða ömmunnar er þarna listavel lýst. Þriðja myndin, sem sýnd er i Norræna húsinu er finnsk teikni- mynd sem heitir Galdrakarlinn Kuikka-Koponen. Hann er töfra- læknir og furðufugl og drifur ýmislegt skemmtilegt á daga hans. B'ull ástæða er til að hvetja fólk — bæði börn, unglinga og fullorðna — að sjá eittvhað af þeim myndum, sem i boði eru. Það er mjög lofsvert framtak hjá Samtökum vinafélaga Norður- landa að standa fyrir þessari kvikmyndahátið, og auka þannig fjölbreytnina i kvikmyndasýning- um fyrir börn og unglinga. —jsj. Hættið þessu! — norsk unglingamynd, sem byggð er á sönnum atburð- um. Efnisrik og spennandi. Cr kvikmyndinni Atta börn og amma þeirra I skóginum, sem sýnd er I Regnboganum á Norrænu kvikmyndahátiðinni, og gerð eftir sögu Anne-Cath Vestly. Ný (slensk jazzplata komln á markaðlnn Um þessar mundir sendir Jazz- vakning frá sér plötu sem hljóð- rituð var fyrir rúmu ári siðan á HótelSögu —þarleika bandariski bassaleikarinn Bob Magnússon, Guðmundur Ingólfsson, Viðar Al- freðsson, RUnar Georgsson og Guðmundur Steingrimsson. Á plötunni eru fimm verk: tvö þeirra eru islensk þjóðlög i út- setningu Gunnars Reynis Sveins- sonar tónskálds — Móðirmin ikvi kvi og siðan samanbræddir Þrir húsgangar. Síðan er hinn gamai- kunni jazzópus Guðmundar Ingólfssonar Seven Special og tvö erlend lög — You’d be so nice to come home to og I’m getting sentimental over you hin platan nefnist Jazzvaka. Tilefni þessarar hljóðritunar var fimm ára afmæli Jazz- vakningar. Þá var ákveðið að fá bandarfska bassaleikarann Bob Magnússon hingað til lands (hann er reyndar af islenskum ættum) til leiks með íslenskum jazzleikurum. Þrjár jazzvökur voru siðan haldnar, tvær á Loft- leiðum og ein á Hótel Sögu og þar var hljóðritað. Bob Magnússon hefur á skömmum tima dcipað sér i sveit með bestu bassaleikurum Banda- rikjanna. Hann hefur stundað tónlist frá blautu barnsbeini og byrjaði að leika á kontrabassa tæplega tvitugur. Hann hefur leikið með ýmsum þekktum lista- mönnum, s.s. Söru Vaughan, Art Pepper, Buddy Rich og Joe Farr- ell. Hann hefur gefið út tvær plötur undir eigin nafni — Reve- lation og Road Work Ahead. Guðmundur Ingólfsson pianó- leikari er flestum kunnur. Fáir hafa útbreitt fagnaðarerindi jazz- ins af meiri dugnaði hérlendis siðustu fjögur ár og margir hafa snúist til sveiflunnar fyrir hans tilverknað. Guðmundur hefur plægt akur synkópunnar á þriðja áratug og hefur sjaldan verið betri en á þessari plötu. Guðmundur Steingrimsson er gamall I jazzhettunni og hefur löngum þanið húðir undir islensk- um og erlendum meisturum. Guðmundur lék einnig á fyrstu plötu Jazzvakningar, Samstæð- um sem kom út 1978. Viðar Alfreðsson er löngu þekktur fyrir jazzblástur- á trompet flygilhorn, franskt hom, túbu og fleiri blásturshljóðfæri. S.l. vor kom út fyrsta sólóplata hans, Viðar Alfreðsson spiiar og spilar. Rúnar Georgsson hefur blásið i tenórsaxófón i tæpa tvo áratugi. Hann hlaut sina jazzskirn á árun- um 1965-68 þegar jazzinn blóm- straði i Tjarnarbúð og lék þar með fjölmörgum erlendum sóló- istum. A þessari piötu lætur hann gamminn geisa, kraftmikill og hugmyndarikur. I | útvarp i I Miðvikudagur J 11. nóvember | 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- ■ kynningar. j 12.20 Fréttir. 12.45 | Veðurfregnir. Tilkynningar. ■ Miðvikudagssyrpa —Ásta ■ Ragnheiður Jóhannesdóttir. ! 15.10 „örninn er sestur” eftir j Jack lliggins Öiafur Ölafs- J son þýddi. Jónina H. Jóns- • dóttir les (23). I 15.40 Tilkynningar. Tónleíkar. 116.00 Fréttir. Dagskrá. 16. 15 Veöurfregnír. I 16.20 Útvarpssaga barnanna: | „Niður um strompinn” eftir j Armann Kr. Einarsson Höf- | undur les (9). j 16.40 Litli barnatíminn j Dómhiidur Siguröardóttir | stjórnar barnatima á Akur- ■ eyri. |. 17.00 Tónlist eftir Askel Más- • son a. „Lagasafn” fyrir • /lautu og vibrafón, Manuela J Wiesler og Reynir Sigurös- J son leika. b. „Itys”, tónverk J fyrir einleiksflautu, J Manueia Wiesier leikur. I 17.15 Djassþáttur I 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá I kvöldsins. I 19.00 Fréttir. Tilkynningar. I 19.35 A vettvangi I 20.00 Nútimatónlist Þorkell j Sigurbjörnsson kynnir. j 20.40 Boila-bolla Sólveig j Halldórsdóttir og Eðvarð J Ingólfsson stjórna þætti J meö léttblönduðu efni I fyrir ungt fólk. I 21.15 Kachmaninoff: Trió I g- I moll fyrir fiölu, selló og I pianó, Borodin-trióið ieíkur. | (Hijóöritun frá tónlistar- | háliöinni i Björgvin i vor). j 21.30 Útvarpssagan: j „Marina” eftir séra Jón j Thorarensen Hjörtur Páls- j son les (11). ■ 2?.00 Rió-trió syngur og leikur. ■ 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. J Dagskrá morgundagsins. J Orö kvöldsins 22.35 iþróttaþáttur Hermanns J Gunnarssonar. J 22.55 Kvöldtónleikar a. » Sinfónia i c-moll nr. 95 eftir I Joseph Haydn. b. Sinfónia I nr. 9 i Es-dúr op. 70 eftir I Sjostakovitsj. Hljómsveitin I „Phiiharmonia Hungarica” I leikur, UriSegalslj. (Hljóð- j ritanir frá útvarpsstöðvun- j um i Frankfurt og Vinar- j borg). j 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. j sjónvarp j 18.00 Barbapabbi. Endur- { sýndur þáttur. Þýðandi: J Ragna Ragnars. Sögu- | maöur: Guðni Koibeinsson. ! 18.05 Húsiðbak við birkilund- J inn.B’innskteíknimynd fyrir J börn. Þýðnadi Trausti Júl- J iusson. (Nordvision — » Finnska sjónvarpið.) í 18.15 Marsvinið Dönsk teikni- I mynd fyrir börn. Þýðandi: I Veturliði Guðnason. j (Nordvision — Danska sjón- | varpið.) ■ 18.25 Fóik að leik Sjöundi | þáttur. Skotland. Þýöandi: I Ólöf Pétursdóttir. Þuiur: i Guðni Kolbeinsson. ■ 18.55 Hlé | 19.45 Fréttaágrip á táknmáli J 20.00 Fréttir og veður J 20.25 Auglýsingar og dagskrá J 20.25 Nýjasta tækni og visindi J Umsjón: Sigurður H. J Richter. » 21.05 Dallas Tuttugasti og I fyrsti þáttur. Þýðandi. I Kristmann Eiðsson. J 21.55 Þingsjá Er fjárlaga- J frum varpið staöfesting J styrkrar efnahagsstefnu eða J steinulaust plagg á brauð- J fótum? Þessari spurningu * verður beint tii Ragnars I Arnalds, fjármálaráðherra, I Kjartans Jóhannssonar, I formanns Alþýðuflokksins I og Matthiasar Á. Mathie- I sens, fyrrverandi fjármála- j ráðherra. Umsjónarmaður: j Ingvi Hrafn Jónsson. j 22.35 Dagskráriok j Sjónvarp kl. 21.55: ...eða stefnulaust piagg á hrauðfótum Þingsjá, i umsjón Ingva Hrafns Jónssonar, er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 21.55.1 þættin- um verður eftirfarandi spumingu beint: „Er f jármálafrumarpið staðfesting styrkrar efnahags- stefnu eða stefnulaust plagg á brauðfótum?” Þessari spumingu verður beint til Ragnars Amalds, fjármálaráðherra, Kjartans Jó- hannssonar, formanns Alþýðu- flokksins og Matthiasar A. Mathiesens, fyrrverandi fjár- málaráðherra. Þátturinn er 40 mfnútna langur. •m-------► Ingvi Hrafn Jónsson er um- sjónarmaður Þingsjár ísjónvarp- inu i kvöid. Sjónvarp ki. 20.35: Rreskar iræðslumyndlr I þættinum „Nýjasta tækni og visindi”, sem er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 20.35 verða sýndar sjö myndir, allar breskar. Þrjár fyrstu myndirnar fjalla um varðveislu sögulegra minja. I fyrstu myndinni er sagt frá varð- veislu gamalla höggmynda, en i Bretlandi eru margar kirkjur, sem eru prýddar höggmyndum að utan. Vegna aukinnar meng- unar verður rigningin súrari, og þetta súra regn eyðileggur högg- myndirnar, og byggingarnar liggja undir skemmdum. Nú er verið að gera tilraunir með nýtt efni, sem hægt er að úða á steina, og steinamir drekka i sig, og vinnur þá ekkert á þeim. Þá er sagt frá nýrri tækni við aðfægja silfur, og þá einkum forngripi, sem stillter út, þvi silfur slitnar þegar fægt er, og mynstur og myndir hverfa. Ástæðan fyrir þvi að það fellur á silfur eru efna- breytingar milli silfursins og loft- tegunda, en nú hefur verið fundin upp tækni sem getur snúiö þess- um efnabreytingum við. Sagt verður fra"'skipi, sem hét Mary Rose, og var stolt breska flotans, en Frakkar skutu það niður á 16. öid. Nú er verið að bjarga þessu skipi úrdjúpinu, og á að gera það upp og hafa til sýnis. Sagt verður frá þeirri vinnu og nýrri aðferð við að ná klór úr járni. Þá verður sagt frá nýju tæki, sem getur látið vita hvenær bolti er innan eða ut- an linu i tenniskeppni, sagt er frá uppskeru á vætukarsa, sem er vinsæl matjurt erlaidis, mynd verðurum tækjabúnaðtil að leita uppi málmþreytu í flugvélum, sem sparar mikla vinnu, og greint verður frá músarannsókn- um. Þær fjalla um það, að músa- ungar gefa frá sér hátiðnihljóð, sem mannseyrað nemur ekki, en nú hefur verið útbúið tæki með samskonar hljóði, sem ætlað er tii músaveiða. Umsjónarmaður, þulur og þýðandi er Sigurður H. Richter. —AKM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.