Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 11. nóvember 1981 yísm 'ÆnaSiir [Otgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gísli Afgreiösla: Stakkholti 2—4, simi 86611. ( Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O, Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 8,50 mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés^on. _ - og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvöröur: Eiríkur.Jónsson. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Fleiri krofugöngur Áður fyrr bar það til meiri háttar tíðinda, þegar kröfugöng- ur fóru um bæinn, klyfjaðar kröfuspjöldum um bætt kjör og minni vinnu. Göngumenn steyttu hnefa og stigu fast til jarðar og fylgdu kröfum sínum eftir af harðfylgi þeirra einna sem heyja lífsbaráttu í sveita síns andlits. Seinna komust annarskonar göngur í tísku, þar sem menn lögðu land undir fót frá Miðnes- heiði að Lækjartorgi, báru rauða fána í hendi til heiðurs fóstur- jörðinni og iofsungu Sovét-island í nafni friðar og frelsis. Þeir voru mestir íslendingarnir, sem lengst gengu og síðan hef ur þjóð- ernið verið mælt í vegalengdum. Ekki dugði minna en Hval- fjarðarganga fyrir þá sem ekki vildu láta ættjarðarást sína fara milli mála. En nú er öldin önnur. Verka- lýður hefur lagt niður kröfu- göngur nema til málamynda á verkalýðsdaginn og friðargöngu- menn hyggjast skipuleggja píla- grímsferðir til Karlskrona, enda fengi ættjarðarástin sjálfsagt nýja vídd á þeirri gönguleið. Á meðan eru hinsvegar farnar nýstárlegri kröfugöngur í mið- bænum. Menntskælingjar hópast þúsundum saman niður í bæ og heimta betri einkunnir. Laug- vetningar fara í bæjarferð til að halda upp á þingmennsku Baldurs Óskarssonar og litlu börnin í Grænuborg eru leidd til mótmælagöngu til að lýsa andúð sínni á rottugangi. Skiptir nú orð- ið minna máli hvort kröfugöngu- fólk viti hvers sé kraf ist, hvað þá að það sé búið að læra til lestrar eða skrifta. Aðalat- riðið er að fara í kröfugöngu, enda geta viðstaddir átt von á því að þeim verði boðið í heitt kaffi og kökur af vinsamlegum þing- mönnum þegar búið er að sjón- varpa uppákomunni og alvöru- svipnum. Þetta eru sem sagt hinar hugg j legustu kröfugöngur og setja svip sinn á bæinn fyrir sakir f jöl- breytni og hugmyndaf lugs. Fleiri mættu fylgja í fótsporin. Næst geta leikarar mótmælt því að þurfa að leika bæði fyrir og eftir hlé: það þyngir vinnu- skylduna. Knattspyrnumenn geta heimtað aukinn útflutning á sjálfum sér, útvegsbankinn og Albert Guðmundsson geta mót- mælt lánskjörum Seðlabankans og Seðlabankinn getur mótmælt lánum til atvinnuveganna og síðan geta allir í kór krafist auk- inna erlendra lána. Það gefur börnunum i Grænuborg tækifæri til að fara í aðra kröfugöngu til að mótmæla af borgununum, sem lenda vitaskuld á þeim einhvern- tímann eftir aldamótin. Þá gæti síðasta loðnutorfan farið í kröfugöngu og krafist verndar og fiskifræðingarnir kvartað á móti undan því að loðnan sé í feluleik um miðjan vetur. Guðrún Helgadóttir gæti borið Gunnari Thoroddsen kröfuspjald um að hann leysti danskan koll- ega hennar úr haldi, með hótun um að hætta að styðja ríkis- stjórnina ella. Pálmi Jónsson gæti mótmælt því hvað Geir f ékk mörg atkvæði á landsf undi og svo gæti Guðmundur J. Guðmunds- son og verkalýðsrekendur innan Alþýðubandalagsins farið í myndarlega kröfugöngu til að mótmæla þeirri frekju launþega að heimta óhóflegar kjarabætur. Þeir hafa jú fundið það út upp á síðkastið að hjöðnun verðbólg- unnar væri mesta kjarabótin og því þurfi að stilla kaupkröfum í hóf. Kröf uspjöldin gætu þá verið eitthvað á þessa leið: „Stillum kröfum í hóf” eða „Lítil kaup- hækkun — meiri kjarabót". Þetta yrði hin elskulegasta kröfuganga og sjálfsagt mundi ríkisstjórnin halda henni kaffi- samsæti í þakklætisskyni og verða við kröfum hennar aldrei þessu vant. Allt verður þetta til upp- lyftingar og heilsubótar í skammdeginu. Um hitt spyr eng- inn, hvort eitthvert vit sé í kröf- unum. Runninn er út framboðsfrest- ur til prófkjörs sjálfstæðis- manna i Reykjavlk vegna borg- arstjórnarkosninganna. Hinn endanlegi framboöslisti er þó ekki fullskipaður, því aö kjör- nefnd hefur leyfi til þess að bjóða sjálf fram menn og konur. Þeir einir hafa kosningarétt I prófkjöri þessu, sem eru flokks- bundir sjálfstæðismenn. Er það veruleg framför og ætti að verða óflokksbundnum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins hvatning til þess að ganga I flokkinn. Prófkjör þetta er mjög mikil- vægt fyrir stöðu flokksins i upp- hafi kosningabaráttunnar, ekki sist vegna þess, að þetta er i fyrsta, og vonandi eina skiptið, sem sjálfstæöismenn eru i minnihluta i Reykjavik. Davíð er borgarstjóra- efnið Davið Oddsson var kjörinn talsmaður sjálfstæöismanna I borgarstjórn vorið 1980, eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson haföi ákveðið að leita ekki eftir end- urkjöri sem borgarstjóri. Davið var kjörinn til þessa starfa með öllum atkvæðum aðal- og vara- borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Kjör Davlðs var i samræmi við fyrri leiðtoga- skipti i borgarstjórn, en þeir dr. Gunnar Thoroddsen, Geir Hall- grimsson og Birgir Isleifur Gunnarsson höfðu allir tekið við borgarstjórastarfi á miðju kjör- timabili, m.a. til þess að undir- búa þá undir næstu borgar- stjórnarkosningar og þá ekki siöur til þess að borgarbuar fengju að kynnast þeim I starfi áður en þeir leiddu flokkinn I kosningum. Reynslan hefur sýnt, að Daviö var þessa trausts veröur, og hann hefur leitt flokkinn, örugg- lega Tryggjum Davið góða kosningu Landsfundi Sjálfstæðisflokks- Mikilvægt prófkjðr ins, er nýlokiö. A þeim fundi lýstu forustumenn flokksins, hvort heldur I stjórn eöa stjórn- arandstöðu yfir einhuga vilja til þess að flokkurinn gengi sam- einaður til borgarstjórnarkosn- inganna Og endurheimti Reykjavik úr höndum vinstri manna. Til þess að þetta megi takast verða sjálfstæðismenn að tryggja borgarstjóraefni sinu góða kosningu, sýna, að hann sé hafinn yfir dægurkritur. 1 þessu efni er rétt að minnast þess, að þá hefur Sjálfstæðis- flokknum gengið best, þegar menn hafa þjappast saman að baki forustumönnum sinum og gengið til kosninga einhuga. Andstæðingar flokksins hafa að undanförnu reynt að koma þeim kvitt á kreik, að ekki sé einhugur meðal sjálfstæðis- manna um Davlð Oddsson sem borgarstjóra, Sjálfstæðismenn eru orönir vanir sllkum fregnum. Þetta hafa andstæðingar flokksins reynt árum saman við forustu- menn flokksins. En sá er mun- urinn á sjálfstæðismönnum og Alþýðuflokksmönnum, að Alþýöuflokksmenn trúa rógs- mönnunum, og hafa þannig fellt hvern formann sinn á fætur öðr- um, en sjálfstæðismenn verða þeim mun hollari forustumönn- um sinum sem rógurinn er grimmari. Og tryggja áhrif kvenna En jafnframt þvi að tryggja Davið Oddssyni góða kosningu i prófkjöri, verða sjálfstæðis- menn að tryggja það, að konur séú i efstu sætum listans. Eftir siðustu borgarstjórn- ar- og Alþingiskosningar varð það i fyrsta skipti i sögu Sjálf- stæðisflokksins að engin kona var meðal fulltrúa sjálfstæðis- manna I borgarstjórn eða á Alþingi. Þetta var verulegt áfall fyrir ' Sjálfstæðisflokkinn og má ekki henda aftur. Það er mikið talað um sjálf- stæö kvennaframboð. Talsmenn slikra framboða hafa fyrst og fremst og nær eingöngu verið konur úr öðrum stjórnmála- flokkum og sýnir það gjörla við hvaða hlut konar telja sig búa á þeim bæjum. Enn sem komið er hafa sjálf- stæöiskonur verið andsnúnar þessum hugmyndum og ég á ekki von á þvi, að þær skipti um skoðun i þvi efni. Margar færar konur i framboði Margar ágætar sjálfstæðis- konur hafa boðið sig fram til prófkjörsins. Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra i þessum pistli. Ég vil hins vegar leggja á þaö áherslu, að kjósendur, i prófkjörinu geri sér grein fyrir þvi, að heildarsvipmót fram- boðslistans veröur að verulegu leyti mótaö i þessu prófkjöri. Reynslan sýnir, að menn hafa ekki viljað hnika listanum mikið Haraldur Blöndal lög- fræðingur skrifar um væntanlegt prófkjör sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar og leggur áherslu á mikil- vægi þess. Um leið fer hann lofsamlegum orðum um Davíð Oddsson, sem hann telur efni i góðan borgarstjóra. Haraldur leggur jafnframt mjög upp úr því/ að konur séu studdar í efstu sæti list- ans. til frá þvi sem hann varð i próf- kjörinu. Og heildarsvipmót listans skiptir ekki siður máli en efsti maður hans. Þvi er það mikil- vægt, að kjósendur sjái til þess að margar konur verði i efstu sætum listans. Konur hafa siður en svo reynst Sjálfstæðisflokkn- um ódrýgri en karlar. Og nú verður að vera valinn maður i hverju rúmi. Haraldur Blöndal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.