Vísir - 11.11.1981, Blaðsíða 16
16
Bygginga-
vörur
m m m m
i urvalt
Byggingavöruverzlun
Byggingaþjónustan Bolungarvík
Símar: 7351 - 7353 - 7350
I
I
I
I
I
I
I
I
:
Varahlutir
ibílvélar
Stimplar,
slífar og hrlngir
Pakknlngar
Vélalagur
Ventlar
Ventllstýringar
Ventllgormar
Undlrlyftur
Knastásar
Tímahjól og kefljur
Olfudasiur
Rokkerarmar
I
I
I
I
I
I
I
I
I
ÞJONSSON&CO
Skeifan 1 7 s 84515 — 84516
r ^
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri Reykjavik
TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9
S. 21715 23515 S. 31615 B6915
Mesta úrvalið, besta þjónustan.
Við utvegum yður afslátt
á bilaleigubilum erlendis.
Mi&vikudagur 11. nóvember 1981
Dýr pokaræfill með
frönskum kartöflum
Sigurður Marinósson
hringdi:
Nú er ég i fyrsta sinn á ævinni
rei&ur útaf okurmáli. Ég bauö
börnunum minum til mín i mat á
sunnudagskvöldiö og vantaöi
franskar kartöflur. Ég baö einn
strákanna minna aö kaupa þær
fyrir m ig á leiöinni. Hann kom við
iHHöagrilli i Suðurveri og kemur
heim meö poka af frönskum
kartöflum, sem kostaöi 92 krónur..
Niu þúsund og tvö hundruð
gamlar krónur fyrir svona poka-
ræfil, þetta voru um 750 grömm.
124 krónur fyrir kilóið af frönsk-
um kartöflum, sem þeir kaupa á
14 krónur, dýfa ofan i mataroliu
og rétta yfir boröiö.
í Kentucky fried chicken í
Hafnarfiröi kostar svona
skammtur 32 krónur. Ég talaði
við fuiltrúa verölagsstjóra útaf
þessu og hann sagöi aö þaö væri
frjáls álagning á þessu, en þetta
væri samt ansi mikiö.
„Stemmir ekki”, segir forstjðrinn
Sverrir Þorsteinsson
forstjóri i Hlíðagrilli
svarar:
Þetta getur Siguröur ekki sagt,
þvi þaö stemmir ekki. Viö seljum
eina stærö af pokum með frönsk-
um kartöflum Ut. Pokinn tekur
400 grömm og kostar 39 krónur.
Hver maöur getur auövitaö keypt
eins marga poka og honum
sýnist.
Á afgreiösluboröinu hjá okkur
stendur sýnishorn af þessum
pokum, þar sem viöskiptavinir
geta auöveldlega séð þaö og á þvi
stendur hvaö innihaldiö er mikiö
og hvað það kostar.
Ég held aðþetta sém jög áþekkt
verð og gerist almennt á þeim
stöðum, sem selja franskar
kartöflur á þennan hátt, en ég
skal auövitað ekki fullyrða um
hvort einstakir staðir kunna að
hafa lægra verð. Og ég vil taka
fram að þetta er fyrsta kvörtunin
af þessu tagi, sem ég fæ.
Eftir að iesendasiðan hafði
samband við forstjóra Hliða-
grills, fyllti hann einn poka af
frönskum kartöflum, fór með
hann i næstu búð, Hamrakjör, og
fékk hann veginn þar. Vigtarmiöi
frá Hamrakjöri var limdur á pok-
ann og hann var siðan færöur
okkur á Vísi. Á miðanum stendur
aö þyngdin sé 415 grömm.
Hver borgar
ferölr forseians?
Forseti tslands heilsar yngsta aödáanda sfnum i Uppsölum.
Sigurborg ólafsdóttir
hringdi:
Tilefni þess aö Sigurborg
hringdi var bréf Markúsar V.
Þorgeirssonar, hér á siöunni ný-
lega, þar sem hann ber sig upp
undan aö ekki var sagt frá
heimkomu Vigdisar Finnboga-
dóttur, forseta Islands, úr opin-
berri heimsókn hennar til
Norðurlanda. Sigurborg sagöi:
Mér finnstnú komið nóg af frá-
sögnum af þeirri ferö, en mig
langar til aö gera fyrirspurn i
sambandi viö hana. Hver borg-
ar allar þessar ferðir, sem
Vigdis er búin aö fara á árinu?
Eru þaö viö, sem höfum 4000
krónur ikaup á mánuði? Erþaö
Ríkissióður.
Halldór Reynisson for-
setaritari svarar:
1. Opinberarheimsóknir forseta
Islands eru að sjálfsögðu
greiddar Ur rikissjóði. Úr þeim
sjóði eru yfirleitt greiddar
ferðir allra þeirra embættis-
manna, sem þurfa að ferðast
innanlands sem utan i opin-
berum erindageröum. Aftur á
móti greiðir forseti allar feröir
sem hún fer á eigin vegum.
satt að hún haldi veislur fyrir
fólk sem er að læra úti, sem er
að minum dómi þar mikið til á
okkar kostnað lika? Hver
borgar? Ég óska eftir skýrum
svörum.
Með þessum fyrirspurnum er
ég ekki að dæma Vigdisi Finn-
bogadóttur, hún er yndisleg og
glæsileg kona. En þar sem ég
vinn, i fiskvinnu, er mikið rætt
um þetta og þar eru margar -
ágiskanir og kenningar á lofti.
NU óska ég eftir að fá aö vita um
þetta. Ég óska lika eftir að fá að
vita hvað þessar ferðir kosta.
Feröirnar eru nú orðnar a.m.k.
fjórar á árinu, innanlands og
utan og mig langar til að vita
hvað þær kosta og hver borgar.
að siálfsögðu
2. Það hefur tiðkast i opinberum
heimsóknum forseta íslands, að
bjóöa Islendingum i viðkomandi
landi til stuttrar móttöku.
NUverandi forseti, Vigdis Finn
bogadóttir, hefur og framfylgt
þeim sið. Þessar móttökur eru
jafnt fyrir þá Islendinga, sem
dvalið hafa langdvölum erlendis
og hina sem dvelja þar í
skamman tima við nám eða
störf. Engar sérstakar mót-
tökur hafa verið haldnar fyrir
islenska námsmenn erlendis
fyrir tiikostnað islenska ríkis-
ins.
3. Ekki liggja enn fyrir endan-
legar tölur um kostnað við
ferðir forseta og fylgdarliðs á
þessu ári. Þó er auðvitað að
ferðir þessar hafa kostað nokk-
urt fé. Hjá því verður hinsvegar
ekki komist, ef tslendingar ætla
sér sem fullvalda þjóö að eiga
samskipti við aðrar þjóöir.
Þvimá heldur ekki gleyma að
slikarferðir sem forseti Islands
hefurfarið áþessuári, hafahaft
jákvætt gildi fyrir Islenskar
vörur og verið auglýsing á öllu
því sem íslenskt er. Um það
vitna ummæli margra framá-
manna i islenskum feröa- og út-
flutningsiðnaði.
„Víst er hægt að fá fúlk í biðraðir”
„Óhress Hallargestur”
hringdi:
, ,Ég vil taka undir gagnrýni
sem fram kom i bréfi frá „H”
vegna lélegrar þjónustu i
Laugardalshöllinni. Um leiö
finnst mér réttað bendaá mátt-
laus svör þeirra sem leitað var
til eftir svörum. Þeir hljóta að
misskilja sitt hlutverk.
Ekki ætla ég að blanda mér
mikið i þetta mál að ööru leyti
enþvisem ég hef þegarsagt, en
vil þó vekja athygli á ummælum
Gunnars Guðmannssonar um
biðraðaómenningu Islendinga.
Hann segir að biöraðir myndist
sjálfkrarfa þar sem fólk kaupir
veitingar á iþróttaleikjum er-
lendis, en mér skilst á honum að
slíkt sé óhugsandi hér. Þetta tel
ég mestu firru. Gunnar gæti
áreiðanlega fengið gesti sina i
biðraðir ef hann beitti sér bara
fyrir þvi, hann gæti málað af-
greiðsluvegi að söluborð-
unum og jafnvel afgirt þá I
fyrstu, og kynnt afgreiðslu-
reglur, þegar hann er búinn að
láta Utbúa almennilega sölu-
staði i Höllinni sinni.”
Eru stjórnendur Laugardalsltallarinnar staðnaðír?
,,H” skrifar i annað
sinn um Laugardals-
höllina og Laugardals-
völlinn:
„Ég get ekki á mér setiö aö
leggja aftur orð i belg um
sjoppuþjónustu Laugardalshall-
arinnar hér i höfuðborginni og
sem eiga þá einnig við Laugar-
dalsvöllinn, Iframhaldi af bréfi
minu I siðustu viku og svörum
þeirra Gunnars Guömanssonar
framkvæmdastjóra Hallarinnar
og Stefáns Kristjánssonar
iþróttafulltrúa.
1 svörum þeirra kemur fram,
að ekki hafi.verið gert ráö fyrir
þessari þjónustu á þeim staö i
Höllinni þar sem hún er þó rekin
við frumstæðar aðstæður, og
eins að ekki sé von á úrbótum.
Segir Gunnar meðal annars að
ekki þýði að tala um sölu á
kældu gosiog öli þar sem engir
kælaranni þvimikla magni sem
seljist jafnan á skömmum tima.
NU efast ég ekki um að
sjoppuþjónusta þyki jafn sjálf-
sögð á þessum stað og til dæmis
i kvikmyndahúsum. Og
einhvern veginn tekst þeim að
bjóða þessa þjónustu með sóma,
þótt til dæmis gos- og ölkæling
verði að vera jafnvel enn örari,
þegar frá eru talin atvik i' H(81-
inni eins og stórlandsleikir, sem
heyra til örfárra undan-
tekninga.
Ég sé ekki betur en svör
þeirra Gunnars og Stefáns beri
vitni um að þeir séu staönaöir i
hugsunarhætti og hættir að
hugsa um viðskiptavinina, sem
slika. Gæti skýringin verið sú,
að þeir þurfa ekki að óttast
samkeppnina?
Viðbrögðum þeirra mótmæli
ég eindregið sem uppgjöf og
hreinni leti, og ekki sist virðing-
arleysi við þá sem sækja á
iþróttakeppnir inni og úti, þvi
sjá má i hendi sér að i Laugar-
dalshöll og á Laugar
dalsvelli er fullkomlega nóg
svigrúm til þess að reka góða
sjoppuþjónustu. HUsrýmiernóg
(t.d. i anddyri Hallarinnar) og
fyrirmyndir að sjoppum með
vöruframboð, góða afkomu og
kæla eru nægar til á öðrum stór-
um samkomustöðum. Gestirnir
vilja heldur borga ögn meira, ef
þjónustan er eftir þvi. Og ef þeir
Gunnar og Stefán eru þreyttir,
mætti áreiðanlega finna hæfa
menn til þess aö taka þessi mál
að sér með Utboði.”