Vísir - 13.11.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 13.11.1981, Blaðsíða 4
4 vísm Föstudagur 13. nóvember 1981 Anker Jörgensen viö kjör- kassann, en hann hefur boöaö nýjar þingkosningar 8. desember. Anker Jörgensen, forsætirráð- herra Dana, tilkynnti i gær, að minnihlutastjórn sósialdemó- krata hefði sagt af sér og að nýjar þingkosningar yrðu 8. desember. Þessi yfirlýsing fylgdi i kjölfar þess að þingið felldi stjórnar- frumvarp sem gerði ráð fyrir að skylda lifeyrissjóði, tryggingar- félög og banka til að verja 15 mill- jiörðum danskra króna af tekjum sinum til landbúnaðarins, iðnað- arins og ibúðarmála. Miðdemókratar, róttækir vinstrimenn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn, sem varið hafa rikis- stjórnina faili frá þvi að hún kom til valda eftir kosningarnar i október 1979, létu af stuðningi sinum að undangengnum mis- heppnuðum samningaviðræðum. Sættu þeir sig ekki við ráðagerðir stjórnarinnar til úrbóta i atvinnu- leysisvanda Dana. Byggðust þær ráöstafanir á skyldudreifingu hagnaðar og nýjum sköttum á neysluvörum, sem færa skyldi rikissjóði 1,4 milljarða d. króna. Samþykkti þingið vantraust á stjórnina i gær með 78 atkvæðum gegn 74. Anker Jörgensen mun til bráðabirgða gegna forsætisráð- herraembættinu áfram, en hann hefur verið i forsæti þriggja rikis- stjórna siðan 1975. Skoðanakannamr þykja benda til þess að sósialdemókratar hans muni tapa allt upp i tiu þingsæt- um (af 69 sem flokkurinn hefur núna) ef kosningar færu fram i dag. En liklegt þykir, að þau dreifist á hægri flokkana. Tiu stjórnmálaflokkar eru i Dan- mörku og er ekki séð fyrir, að neinn fái afgerandi meirihluta, svo að stjórnarmyndunartil- raunir geta reynst erfiðar. varðandi eldsneyti hennar, og var þá ákveðið að stytta ferð hennar niður i tvo daga. Atti hún sam- kvæmt þvi að lenda aftur á laugardag eftir 54 klukkustunda flug. En yfirmaður þessarar flug- ferðar, Neil Hutchinsoon i stjórnstöðinni á Kanaveralhöfða, sagði fréttamönnum i gærkvöldi, að möguleiki væri á þvi, að skutl- unni yrði haldið lengur á lofti og jafnvel alla fimm dagana, sem upphaflega hefði verið gert ráö fyrir. Unnt væri aö binda endi á flug hennar, hvenær sem mönn- um byöi svo viö aö horfa. Það yröi ákveöiö eftir aöstæðum. Frá Kólómbiu er það að frétta, aö ferðin hefur gengiö aö óskum, og geimförunum, Joe Eagle og Richard Truly, liður vel. Þeir fengu sinn átta stunda svefn i nótt. Aöalverkefni þeirra i dag er að gera tilraunir með kanadiskan griparm, sem skutlan er útbúin með. Getur hann teygt sig út úr skutlunni og gripið hluti, sem svifa i geimnum. þann veg i útliti, að hann gæti verið frá Austurlöndum nær. Haig utanrikisráðherra sagði i þingi 1 gær, að engar upplýsingar aðrar lægju fyrir um tilræðið eða tilræöismanninn. — „En viö höf- um itrekaðar fréttir af þvi, aö Gaddafi (leiðtogi Libýu) fjár- magni, þjálfi og geri út hryðju- verkamenn og hópa til höfuðs bandariskum diplómötum og stofnunum”, sagði ráðherrann. Hin opinbera fréttastofa Libýu kallaöi þessi orð Haigs „hin hrokafyllstu” og ásakanir i garð Libýu „barnalega imyndun”. En Bandarikjamenn standa á þvi fastar en fótunum, að Libýu- menn ali á hefndarráðum, siðan bandariskar herþotur skutu niður tvær herþotur Libýumanna yfir Miöjaröarhafinu i ágúst, eftir að þær siöarnefndu gerðu sig likleg- ar til þess að ráðast á þær banda- risku. — T.d. var sendiherra USA i Róm kallaður heim, eftir að italska lögreglan taldi sig hafa orðið þess áskynja, að libýskir flugumenn leyndust i Róm og sætu um llf hans. Vaknað hafa vonir geim- visindamanna i Bandarikjunum um, að geimskutlan „Kólombia” geti haldið sinni upphaflegu áætlun um fimm daga geimflug, þrátt fyrir naumt eldsneyti. Þegar skutlunni var skotið á loft i gær, kom upp vandamál Grðusdgur á mála hjá Fullyröing dálkahöfundarins, Jack Anderson, um að Willy Brandt, fyrrum kanslari V-- Þýskalands, hafi veriö á mála hjá CIA, leyniþjónustu USA, og jafn- vel einnig hjá KGB, leyniþjónustu Sovétmanna hefur vakiö mikla athygli. Utanrikisráðuneytið I Washing- ton visaði þessum skrifum I gær- kvöldi á bug og kallaöi þau „gróu- sögur og tilbúning”. um Brandt Clfl og KGB Andarson fullyrðir, að Eleanor Dulles, þýskusérfræðingur CIA (og systir þáverandi forstöðu- manns leyniþjónustunnar, Allen Dulles), hafi hvatt leyniþjónust- una til þess að ráöa Brandt i þjón- ustu slna. Svipuö skrif hafa áður birst i vesturþýskum blöðum, en banda- riska utanríkisráðuneytið visar þeim á bug og segir, að i öllum til- vikum hafi þessi áburöur verið hrakinn og afsannaöur, enda hreinn tilbúningur. Haft er eftir Eleanor Dulles, að Brandt hafi aldrei staðið i neinum tengslum við bandarisku njósnastofnunina. Willy Brandt — Njósnaði hann fyrir CIA og KGB? Fegurðardrottning heims Stúdina frá Venezuela, Pilin Leon að nafni, var kjörin fegurðardrottning heims i London i gærkvöldi. — önnur varð Nini Gonzales frá Kólómbiu og þriðja Sanda Cunningham frá Jamaika. Hin nýja „Ungfrú Heimur” leggur stund á stærðfræði og tölvufræði og segir sig dreyma um háskólagráðu i stærðfræði, en býst við að slaka á i náminu þetta ár i drottningarhásætinu. Þetta var i fyrsta sinn, sem veittar voru viðurkenningar full- trúum hverrrar álfu. Ungfrú Zimbabwe var kjörin fegurst Afrikudisa. Ungfrú Japan frá Asiu, Ungfrú Venezuela frá Ameriku, Ungfrú Astralia frá sinum heimshluta og Ungfrú Bretland frá Evrópu. Libýa hefur visað á bug sem „barnalegri imyndun” ásökur. Bandarikjamanna um, að Libýa hafi staðiö að baki tilræðinu, sem sendiráösritara Bandarikjaanna 1 Paris var sýnt i gær. Christian Chapman sem gegnir embætti sendiherrans þessa dag- ana, kastaði sér niður að baki kyrrstæðrar bifreiðar, þegar ó- kunnur maöur hóf skothrið á hann fyrir utan heimili hans i Paris, og slapp þannig ósár. Leist honum tilræðismaðurinn Gaddafi offursti varð æfur, þegar bandariskar herþotur grönduðu tveim libýskum MIG- þotum.og er talinn luma á hefndarráðum. Líbýa ber af sér sakir - eftir tilræöið við sendiherra usfl í Paris í gær Stjórn flnkers Jörgensens fallin Ehkoii hættir í Líbýu Exxon, stærsta oliufélag heims, tilkynnti I gærkvöldi, að baö ætl- aði að hætta allri starfsemi i Li- býu. — Mun Gaddafi, leiötoga Li- býu, hafa verið kunngerö þessi á- kvörðun 4. nóvember siöasta. Exxon, sem um tima fram- leiddi 100 þús. föt af oliu á dag i Libýu, hefur ekki keypt hráoliu frá Libýu siöustu mánuöina. Seg- ir fyrirtækiö, aö það sé gagn- kvæmur vilji félagsins og Libýu að ljúka viöskiptunum meö vin- samlegum hætti, en viðræður standi yfir um, hverng botninn skuli sleginn i þau. Ekki kemur fram I tilkynningu oliufélagsins, hvort eöa hvernig það fái eignir sinar i Libýu bætt- ar, en það var 49% eignaraðili aö jarðgaslindum. Það er taliö að oliulindir Exxon I Libýu hafi skil- að af sér 135 þúsund oliufötum á dag. Ferð Kóiombíu hugsan- lega framiengd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.