Vísir - 13.11.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 13.11.1981, Blaðsíða 19
vtsm Föstudagur 13. nóvember 1981 «5S SUt'!'* i tyritl*'5 E«»‘ „•Ueisdóttir. r nur o6 SfcisS °S Geirþrúöur IMar í ..Argus>. *,* . ;V :. .. , tisKusýnin^u Hluti gesta U, j&St '■ r' laRlg f ’f' ' p| |f 1 1 1 „Rokkabillý og ska” á tveim nyjum plötum frá SPOR Hljómplötufyrirtækið SPOR, sem er einskonar dótturfyrir- tæki Steina h.f., hefur nú sett á markaðinn tvær erlendar hljómplötur, — „Flying Col- ours” með hljóm sveitinni Matchboxog „Gosh It’s...” með hijómsveitinni Bad Manners. Bad Manners er 9 manna hljómsveit sem skipuð er ung- um og hressum köppum frá norður London. Þeir leika tón- listsem alla jafna gengur undir nafninu ,,ska”. Hljóðfæraskip- aniner bassi, trommur, gitar og hljómborðsem annast hið hefð- bundna takthlutverk. Auk þess- ara hljóðfæra notast Bad Mann- ers við ýmiss konar blásturs- hljóðfæri og helst má telja saxó- , fóna, trompeta, flautur og munnhörpu. Hljóðfæraleikar- arnir eru 8 talsins en 9. maður-1 inn og jafnframt sá fyrirferðar- mesti, er söngvarinn, hinn þrek- vaxni og sköllótti Buster Blood- vessel. Hann vekur mesta at- hygli á sviði enda óvenjulegt að ungur maður, rétt yfir tvitugt hafi slikan likamsvöxt og sé að auki vita hárlaus. Þetta kemur þó ekki niður á söngnum þvi söngrödd hefur Buster feiki nóga. Bad Manners eru likt og aðrar breskar „ska” hljómsveitir, ólátabelgir hinir mestu, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ef hlustað er á texta hljómsveitar- innar kemur það geinilega i* 1 jós aö Bad Manners hafa eitt og annað til málanna að leggja. Landar þeirra Bretar, hafa kunnað vel að meta tónlist hljómsveitarinnar. Rokkabillý er tónlistarstefna sem er jafngömul að árum og rokkið. Þetta er músik fyrir- brigði sem hlaut nafn sitt ann- arsvegar frá Rock and Roll og hinsvegar frá Hillbilly tónlist við samruna þessara tveggja stefna um miðjan sjötta áratug- inn. Elvis Presley er liklega þekktasti fulltrúi rokkabillýs- insfrá þessum árum ásamt Bill Haley, Cad Perkins, Jerry Lee Lewis, Johhny Cash, Gene Vin- cent og Burnett bræðrunum svo einhverjir séu nefndir. Upp úr 1960 dró úr vinsældum þessa músikforms og önnur afbrigði rokksins urðu ofan á. Nú seinni ár hefur rokkabillý tónlistinni vaxið fiskur um hrygg og eru nöfn Shakin’ Stevens og Stray Cats all vel þekkt hér á landi. IBretlandi nýtur hljómsveitin Matchbox einna mestrar virð- ingar sem rokkabillý band af bestu gerö. Meðlimir Matchbox hafa starfað saman um langt skeið og núverandi liðskipan hefur haldistf rá árinu 1977.Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 1979 og með laginu Rockabilly Rebel að þeir ööluðust vinsæld- ir. Siðan hefur hvert lagið fylgt öðru og þrjár breiðskifúr sem komið hafa út á Magnet merk- inu breska. Sú siöasta kom út i Bretlandi nú i september og heitir „Flying Colours”. Matchbox er skipuð 6 mönn- um sem allir eru góðum tónlist- arhæfileikum gæddir. Þeir leika allir á fleiri en eitt hljóðfæri og eru auk þess ágætis lagasmiöir. Tónlist Matchbox er að mestu tekin Ur tónsmiðju Steve Bloom- field, gitar og munnhörpuleik- ara hljómsveitarinnar. Steve hefur sérstakt lag á aö semja lög sem eru ákaflega gripandi. Sum þessara laga eru svo m jög i hinum góða gamla rokkabillý stil aö varla veröur á milli greint hvort á feröinni eru gam lar þdcktar dægurflugur eða glænýjar tónsmiðar. Þessi hæfileiki Steve og pottþéttur flutningur Matchbox á þessum lögum er lykillinn að vinsældum og virðingu hljómsveitarinnar. Flying Colours er fyrsta plata Matchbox sem framleidd er hér á landi. Meðlimir Matchbox eru: Graham Fenton— söngur, Steve Bloomfield—gitar, stál- gitar, mandolin, munnharpa, söngur, Gordon Scott — gitar, banjó, söngur, Fred Poke — bassi, kontrabassi, söngur, Jim Redhead — trommur, söngur, Dick Callan— gitarsax, söngur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.