Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 10

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 14. nóvember 1981 Snjó- korn ad norðan Þaö er meö eindæmum hvaö til eru margir Hafnarfjaröar- brandarar, sem allir eiga þaö sammerkt, aö sýna einfeldni gaflara. Nú er þaö hald manna, aö ekki sé það allt sannleikan- um samkvæmt, sem á gaflara er logiö i þessum bröndurum. Er á það bent f þessu sambandi, aö flestir þessir brandarar séu komnir frá Reykvikingum, sem séu haldnir stöðugum ötta viö Hafnarfjörð og þá sem þar búa. Óttast Reykvikingar sem sé, aö Hafnarf jörður geti vaxiö Reykjavik yfir höfuð. Þess vegna vilji þeir kasta rýrð á gaflara, þannig aö þjóöin standi i þeirri trú, að hver Reykvik- ingur sé á viö tvo gaflara. Likt fyrir norðan Löngum hafa Húsvikingar og Akureyringar eldaö grátt silfur saman á svipaöan hátL Þaö þótti til aö mynda ekki viturlegt af Akureyringi aöfara á fjörurn- ar viö stúlku frá Húsavik á böll- unum i Vaglaskógi i gamla daga. Það varð að vera ást i leynum, þvi Húsvikingar höföu vaska sveit sveina, sem oftast geröi slíkan samdrátt ómögu- legan á almannafæri. Stafa þessar erjur bæjanna sennilega af einhverskonar afbrigði af- brýðisemi. Nýjasta herbragö Akureyringa er aö snúa Hafnar- fjaröarbröndurum upp á HUs- vikinga. /\f ávöxtunum skuluð þið þekkja þá Ég var til að mynda spuröur um daginn, hvort ég vissi hvað væri li'kt meö Húsvikingi og banana. t fljótu bragði gat ég ekki séð hvað það var og gat ekki annaö en viðurkennt fávisi mlna. Það er eitthvað bogiö við þá báða var svarið. En ég fékk annan sjens, þvi sami maður spuröi mig hvortég vissi hvað væri ólikt með ban- ana og Húsvikingi? Ekki vissi ég þaö heldur. Bananinn þrosk- ast.en ekki Húsvikingurinn, var svarið. Ekki tók þá betra við Þessi Akureyringur hélt áfram að hella yfir mig spurningum. „Veistu hvaö stendur á miðunum sem limdir eru á botninn á öllum þeim gos- drykkjaflöskum sem fara til Hafnarfjarðar?”, spuröi hann næst. Nei, þaö vissi ég ekki. „Opnast i hinn endann”, var svarið. ,,En veistu þá hvað stendur á töppunum?” Nú var ég hættur aðsvara, þvi'maöurinn sá aö ég var alveg grænn í þessu og svaraöi sér þvi sjálfur og svariö við þessari spurningu var ,,Sjá leiöbeiningar á botni”. Svona hélt Akureyringurinn áfram og þótti mér illa látið viö vini mfna á Húsavik. Hann taldi meöal annars, aö Húsvikingar heföu stiga meö sér i verslunar- leiöangra af þvi þeim þætti veröið svo hátt. Og talandi um stiga spurði Akureyringurinn mig að siöustu hvort ég vissi hvað Húsvikingur i stiga væri? Ætli þaö sé ekki maöur a upp- leið sagði ég og þóttist nú al- deilis góður aö vita svariö. „Nei, vinur, aldeilis ekki, þaö er sko skitur á priki”, sagöi þá Akureyringurinn og skundaöi á braut, greinilega uppgefinn á fáfræði minni um einfeldni Hús- vikinga. En hvaö segja Húsvik- ingar um Akureyringa? Von- andi fáum viö aö heyra eitthvaö af þvI i næsta helgarblaöi. Hús- vikingar, síminn er 21986. VlSIR Krakkarnir kunnu vel að meta góðgerðirnar. Methafinn sporðrenndi ÍO pyísum — Frá uppskeruhátíð blaðburðarbarna á Akureyri Visir efndi til heljarmikillar uppskeruhátiðar fyrir blaö- buröabörn Visis f tilefni af út- komu Akureyrarblaösins um siöustu helgi. Auk þess að bera blaöiö til áskrifenda gengu börnin á fund þeirra sem enn eru ekki áskrifendur og buöu blaöið til sölu. Gekk salan svo vel aö öll börnin seldu upp þau blöö sem þau fengu. Þaö var því ástæöa til aö halda þeim veislu. Einnig komu blaðburðarbörn Vísis á Dalvik og i Ólafsfirði til veislunnar, enda halda þau merki blaðsins háttá lofti I sin- um heimabæ. Veislan var haldin i skemmti- staönum HlOOsemnýtur mikilla vinsælda á Akureyri. Er H100 eini skemmtistaöurinn þar nyröra sem hefur opiö á hverju kvöldi. Gafst krökkunum kostur á aö dansa fjöruga diskódansa og þegar hungur og þorsti fór aö segja til sin var boöiö upp á pylsur og gosdrykki frá Sana. Kunnu krakkarnir vel aö meta góögeröirnar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Visis mun sá sem átti metiö hafa sporörennt 10 pylsum og þeim skolaði hann niöur meö 10 glös- um af Pepsi. Margir voru nærri þvi aö slá þetta met og gerðu strákarnir mun haröari atlögu aö pylsunum en stelpurnar. Áttu því margir þeirra erfitt með danshreyfingarnar þegar liöa fór á balliö. GS/Akureyri Málin rædd i rólegheitum: Frá vinstri: Sigrún Björnsdóttir, umboösmaöur YIsis á Dalvik, Hildur og Jóhann Helgason umboðsmaöur á Akureyri og Dorothea Eyland umboösmaöur á Akureyri ásamt barnabarni sinu. Svo var stiginn dans. ■ 99Smiíe and pay — Þegar GIsli Jónsson tók bæjarráðið á beinið 99 Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveöiö aö timabært sé aö undirbúa stofnun útibús frá Amtsbókasafninu i Glerár- hverfi. Var þetta gert aö tillögu Gisla Jónssonar, bæjarfulltrúa Sjálf stæðisflokksins og stjórnarformanns Amtsbóka- safnsnefndar. Stjórn Amtsbókasafnsins gaf boltann upp i sumar meðþvfaö beina þeirri fyrirspurn til bæjarráös, hvort ekki væri tlmabært að hefja undirbúning að stofnun útibús Amtsbóka- safnsins i’ Glerárhverfi. Þessi hugmynd mun vera gömul i hugum stjómenda bókasafns- ins, en hún fékk byr undir báða vængi þegar niöurstööur Sig- riöarSiguröardóttur um aösókn i safnið lágu fyrir. Þær sýndu svo ekki var um aö villast, að ibúar i Glerárhverfi sóttu safniö aö jafnaöi helmingi minna en ibúar í öörum bæjarhlutum. Fyrirspurnin lá óafgreidd i marga mánuöi hjá bæjarráöi. Enþarkom aö bæjarráðsmönn- um mun hafa verið farin aö leiðast eftirgangssemi bóka- safnsmanna. Gáfu þeir þá eftir- farandi umsögn: „Bæjarráö tel- ur ekki timabært aö stofna til útibús frá Amtsbókasafni i Glerárhverfi”. Var þetta gert án samráös viö stjórn eöa starfsmenn Amtsbókasafnsins sem þó höföu boöiö samvinnu. Þegar þessi bókun bæjarráös kom til afgreiöslu i bæjarstjórn lýsti Gisli Jónsson yfir von- brigöum sinum vegna afstööu bæjarráðs. Sagöi hann að þama væri ekki verið aö tala um stóra stofnun, heldur litiö notalegt húsnæði, þar sem ibúar Glerár- hverfis gætu komið, sest niöur, litið i blöö og fengið lánaðar bækur. Voru ibúarnir spurðir? Var haft samráö viö einhvern stjórnarmanna safnsins eða safnvörö eöa bókafulltrúa rikis- ins: Það er lágmark a-ö haft sé samráö viö þessa aöila, áöur en svona afstaöa er tekin, sagði Gisli og vildi aö bæjarráð endurskoöaði afstööu sina. Helgi Guömundsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins lýsti yfir stuöningi við hug- myndir Gisla. Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og bæjarráðs- maður sagði slikt útibú æski- legt, ef peningar væru fyrir hendi. Taldi Siguröur afstöðu bæjarráðs byggjast á fjárhags- atriði. Þaö væru næg verkefni framundan sem þættu brýnni en útibú frá bókasafni. Sagöi Siguröur Óli aö það mætti svo sem visa þessu til bæjarráös aftur, ef erindiö mætti liggja þar óafgreitt, þar til peningar yröu fyrir hendi. Soffia Guömundsdóttir tók i sama streng. Einnig bætti hún þvi viö, aö þaö heföi vantað all- ar tillögur frá bókasafnsnefnd um fyrirkomulag á umræddu útibúi. Talaði GIsli nú aftur og var greinilegt aö kappanum var far- iö að leiðast þófið. Fór hann á kostum i ræöu sinni, enda „heitur” eftir nýafstaðinn landsfund Sjálfstæöisflokksins. Var ekki ofsögum sagt, aö Gisli tæki bæjarráö á beiniö. Benti Gisli meöal annars á þaö i ræöu sinni aö stjómendur Amtsbókasafnsins heföu alla tið kappkostað aö halda sig innan ramma fjárhagsáætlunar hverju sinni. Þaö væri ekki þakkað. Hins vegar væru þeir verölaunaöir sem færu langt fram úr f járhagsáætlun. Nefndi Gisli sem dæmi byggingu áhaldageymslu f Hliöarfjalli, byggingu áhaldageymslu viö iþróttavöllinn, byggingu Glerárskóla og siðast byggingu dagvistar í Glerárhverfi. Við þær framkvæmdir hefði veriö fjárfest langt fram yfir það sem fjárveitingar leyföu. Þegar það væri búiö og. gert, þegar búiö væri aö stofna til skuldarinnar, þá væri bæjarstjórn spurö.hvort þaö væri leyfilegt. Viö þær að- stæöur væru aö sjálfsögðu ekki annað hægt fyrir bæjarstjórn en samþykkja oröinn hlut og borga. „Smile and pay”, sagöi Gisli, og bætti þvi viö að þetta væru vinnubrögð. sem virtust duga. „Viö i bókasafnsnefnd töldum vænlegra að fara aöra leið. Við erum ekki aö biöja um neina peninga aö svo stöddu viö erum aöeins aö biöja um vilja yfir- lýsingu frá bæjarstjórn: hvort hún telji tímabært aö undirbúa stofnun útibús frá Amtsbóka- safninu i Glerárhverfi. Annaö var það nú ekki”, sagöi Gisli. 1 lok ræöu sinnar bar Gisli upp tillögu, sem fól i sér aö kannað yröi hvort timabært sé aö stofna útibú frá Amtsbókasafninu i Glerárhverfi. 1 lok ræðunnar bar Gisli fram tillögu sem studd var af Helga Guðmundssyni. Kvaö hún á um, aö timabært væri aö hefja undirbúning aö stofnun útibús Amtsbókasafnsins i Glerár- hverfi. Eftir snöfurlega ræöu Gisla sáu bæjarfulltrúar sér ekki annað fært en samþykkja tillöguna samhljóöa. GS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.