Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 28
VÍSIR Fjölskyldan: Guörún og Haraldur meö börnin sln, þau Nonna og Þör- unni. Tvær ungar leikkonur, Sæunn og Valgeröur skiptast á um aö leika dótturina. Konan er aö koma heim af fæöingadeildinni, eiginmaöurinn er búinn aö fá fri úr vinnunni til að taka vel á móti henni. En þarf ekki tengdamamma endilega að fara aö skipta sér aö hlutunum! Aldrei er friður Laugardagur 14. nóvember 1981 Picasso vid Grensásveg Sér stök ástæða er til að minna fólk á sýninguna sem nú stendur yfir i Listasafni alþýðu við Grensásveg, heimildasýninguna um „Guernica”, hiö mikla lista- verk eftir Pablo Picasso. Á sýningunni er ljósprentun af þvi verki i fullri stærð auk ljós- mynda af skissum listamannsins, ljósmyndum af framvindu við gerð þess og ýmsu öðru efni sem tengist „Guernica”. „Guernica” hefur verið mikið i fréttum að undanförnu, bæði vegna þess að verkið hefur nú verið afhent Prado-safninu i Madrid — það var samkvæmt ósk Picassos varðveitt i New York þangað til lýðræðisstjórn komst á á Spáni — einnig vegna þess að nú eru 100 ár liðin frá fæðingu Picassos. Sýningin i Listasafni Alþýðuhefur þegar verið sýnd á þremur stöðum i Danmörku og héðan fer hún til Sviþjóðar. Hún varir til 29. nóvember og er opin daglega frá kl. 14-22.. Ms Kópavogsleikhúsið frum- sýnir nýtt islenskt leikrit Nýtt islensk leikrit fyrir alla fjölskylduna verður frumsýnt i Kópa- vogi i kvöld. Leikritið heitir aldrei er friður” og höfundur er Andrés Indriðason sem jafn- framt er leikstjóri. Aldrei er friður er annað leik- verk Andrésar leikrit hans „Köttur úti i mýri” var sýnt i Þjóöleikhúsinu árið 1974. Andrés heíur lika skrilað fyrir útvarp og sjónvarp og kvikmyndin Veiði- ferðin var eftir hans handriti. An- drés fékk barnabókaverðlaun Máls og menningar fyrir söguna Lyklabarn i fyrra og önnur bók hans, Palli er ekkert blávatn, hefur komið út á þessu hausti. Þótt Andrés sé alla iafna kallaður höfundur efnis l'yrir börn, er þó viðs fjarri að hann liti þeim aug- um sjálfur á verk sin — þau eru ætluö öllum aldurshópum, segir Andrés, ogskirskota jafnt til full- orðinna sem barna. Aldrei er friður Nýja leikritið fjallar um fjöi- skyldu i gamansömum tón. Þar er eiginlega flett i fjölskyldu- albúminu og numið staðar við stórviðburði, eins og t.d. þegar Guðrún og Haraldur flytja i nýja húsið með börnunum sinum tveimur, þegar Guðrún er að koma heim af fæðingardeildinni með þriöja barnið og þegar skírnarveisla barnsins fer fram þremur mánuðum seinna. Auk foreldra og barna eru á myndunum tengdamamma og tengdapabbi, konan i næsta húsi prestur sem er KR-ingur o.fl. Hlutverkin eru skipuð einvala- liði Leikfélags Kópavogs að sögn Andrésar. Með helstu hlutverk fara Jóhanna Harðardóttir, Gunnar Magnússon, Stefán Ei- riksson, Sæunn Þórisdóttir og Valgerður Schopka — en þær skipta með sér hlutverki stelp- unnar á heimilinu, Sólrún Yngva- dóttir og Guðbrandur Valdimars- son. Gunnar Bjarnason er leik- myndasmiður, en Gunnar vann lengi viö Þjóðleikhúsiö en hefur siðustu ár snúið sér að leik- myndagerð annars staðar. Þess má geta hér, aö Gunnar sér um leikmyndina i fyrstu uppfærslu islensku óperunnar i Gamla biói i Andrés — höfundur og leikstjóri. vetur. Leikmynd Gunnars við „Aldrei er friður verður sjötta verkefni hans fyrir Kópavogs- leikhúsið. Lýsingu annast Og- mundur Jóhannesson. „Aldrei er friður” verður frum- sýnt i kvöld kl. 20.30. Leikritið verður sýnt á laugardögum og fimmtudögum á þeim tima og einnigá sunnudögum kl. 3.a.m.k. fram i miðjan desember. Og eins og áður sagði þetta er leikrit fyrir alla fjölskylduna að sjá saman. Ms Málverk, grafik og teikningar á sýningu i Djúpinu Æfa heima hjá hvert öðru Áttunda starfsár Kammersveitarinnar að hefjast Kammersveit Reykjavikur hefur vetrarstarf sitt meö tón- leikum á Kjarvalsstöðum sunnu- daginn 22. nóv. Verða þar flutt fimm verk eftir islenska höfunda, en þaö eru viöfangsefni þau, sem Kammersveitin mun flytja á tón- leikum sinum i Stokkhólmi 29. þ.m. Verkin eru eftir Jón Asgeirs- son, Fjölni Stefánsson, Hjálmar Ragnars, Atla Heimi Sveinsson og Pál P. Pálsson, en Páll samdi það verk serstaklega fyrir þann hóp, sem fer til Sviþjóðar. Þá verður einnig ilutt verk eftir Jan Carlstedt á fyrstu tónleikunum. Kammersveitinni var einnig boðið til Noregs, og þar héldu þau tónleika i Þrándheimi og Osló, og vöktu mikla athygli, og fengu mjög góða dóma. 1 umsögnum blaða var m.a. sagt, að tónverk og flutningur Kammersveitar- innar væri á mjög háum'stand- ard.*' Aösókn að tónieikum i Reykjavik er talin vera með þvi mesta, sem gerist I heiminum, miðað við hina klassisku höfða- tölu. Þetta er áttunda starfsár Kammersveitarinnar, og á blaða- mannafundi, sem boöað var til, kom fram að skortur á tónleika- húsi er til mikilla vandræða. Kammersveitin hefur fast form á prógrammskerfi sinu, þar sem blandað er saman nýrri og gamalli tónlist, og islensk verk eru alltaf flutt. Sú hefð hefur skapast hjá Kammersveitinni, aö desember- tónleikarnir eru alltaf hafðir i Bústaðakirkju, og að þessu sinni verða þeir haldnir 13. desember. Þar verður flutt tóniist eftir Telemann, i tilefni þess, að nú eru liðin 300 ár frá fæðingu hans. Allir meðlimir Kammer- sveitarinnar eru launalausir, og stendur hún þó rétt undir sér, þvi þeir peningar sem inn koma fara i húsaleigu, nótnakaup, prentun á prógrömmum o.fl. Fastir áskrif- endur eru nú um 150. Kammersveitin hefur ekkert fast húsnæði til aö æfa i, og hafa þau fengiö inni i Tónlistar- skólanum.en þessá milliæfa þau heima hjá hvort öðru. Tónleikar Kammersveitar- innar verða alls fjórir i vetur, alltaf á sunnudögum kl. 17, en ekki er enn ákveðið hvar siðari tónleikarnir tveir verða haldnir, en þeir verða 14. febrúar og 28. marz. A tónleikunum 14. febr. verður flutt tónlist eftir Stra- vinsky, en árið 1982 er afmælisár hans, og á hann aldarafmæli 17. júni. Á siðustu tónleikunum veröur flutt verk eftir Debussy, Barber og Beethoven. Askrift að tónleikum kostar kr. 50.- Börnum og skólanemendum verður veittur afsláttur, þannig að þau greiða kr. 100.- fyrir áskrift og kr. 30.- fyrir einstaka miða. Félagar i Kammersveit Reykjavikur eru 16, þar af ellefu af þeim 12 sem stofnuöu sveitina. —AKM. Um siöustu helgi opnaði Sigurð- ur Eyþórsson þriöju einkasýn- ingu sina i Galleri Djúpið, að Hafnarstræti 15 i Reykjavik. Þar sýnir Sigurður málverk, teikning- ar og grafik-myndir, rúmlega 20 aðtölu. Sigurður mun mála mynd i oliu og egg tempera meðan á sýningunni stendur, sem siðan verður til sölu að sýningunni lok- inni, en hún verður til 3. desem- ber. Flestar myndirnar eru til sölu. Sigurður lauk námi frá Myndlista- og handiðaskóla Is- lands árið 1971, og stundaði siðan nám við Konunglegu listaaka- demiuna i Stokkhólmi á árunum 1974 - 1976. Þá var hann einnig á myndlistarnámskeiði i Austurriki árið 1976. Siguröur hélt siðast sýningu i Galleri SOM árið 1978. Aðgangur að sýningunni i Djúpin er ókeypis. Svart og hvítt i Gallerí Langbrók Ragna Róbertsdóttir, vefari og tauþrykkjari og ein Langbrókar- kvenna, hefur nú hengt verk sin upp til kynningar i Galleri Lang- brók við Amtmannsstig. Þar kynnir hún ný mynstur i tauþrykki, þrykktar lengjur, púða, handklæði og fleira, en allt er þetta i svörtu og hvitu. Kynningar á nýjustu verkum einstakra félaga sem þessi, eru nýjung i starfssemi Langbrók- anna og munu fleiri fylgja á eftir, auk þess sem ýmislegt annað er á döfinni. Meðal annars munu þær allar standa saman að jólasýn- ingu innan skamms, þar sem allt verður til sölu. Kynning Rögnu er opin á sama tima og Galleriiö eöa daglega klukkan 12 - 18. — JB Ragna Róbertsdóttir meðal verka sinna. (Vlsism.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.