Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 8
8 VtSXR Laugardagur 14. nóvember 1981 utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siöumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli /kfgreiðsla: Stakkholti 2—4,sími86611. Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85á mánuði innanlands j ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. utlitsteiknun: Magnús Ölafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Allt er hev i harðindum //Friðarsinnarnir” í Alþýðu- bandalaginu urðu fyrir meiri- háttar áfalli, þegar upp komst um kjarnorkuvopnabúnað sovéska kafbátsins í Skerjagarð- inum við Karlskrona. Ekki var það minna áfall þegar lagsbróðir þeirra í Danmörku, alkunnur „friðarsinni" var handtekinn fyrir njósnir í þágu Sovétríkj- anna. Nú voru góð ráð dýr. Þjóð- viljinn reitti hár sitt í ergelsi og f lokksbroddarnir gerðu örvænt- ingarfullar tilraunir til að leggja þessa atburði út á þann veg, að stórveldin væru jafn vond. Þetta er gamalkunnug aðferð hjá sósíalistum, þegar Rússar fremja einhver axarsköft að skamma þá bæði stórveldin í einu. Þeir sjá aldrei neinn mun á einræðinu í austri og lýðræðinu í vestri, blessaðir. Nú í vikunni fóru fram umræð- ur á alþingi um þessa atburði. Þar flutti Guðrún Helgadóttir ræðu, og hneykslaðist aðallega á því, að Islendingar skyldu halda uppi vörnum. Var helst að skilja að kjarnorkusprengjan í sovéska kafbátnum sannaði nauðsyn þess að landið verði gert varnarlaust. Að endingu dró Guðrún þá álykt- un, að úr því að Rússar væru með kjarnorkuviðbúnað á Eystra- salti, þá hlytu Bandaríkjamenn örugglega að hafa samskonar út- búnað á Keflavíkurflugvelli. Sem sagt ennþá sama gamla kenningin — báðir jafnvondir. Ekki þótti formanni Alþýðu- bandalagsins, Svavari Gestssyni þessi ræða Guðrúnar þó nægilega góð. Hann vildi spila út stóra trompinu sínu, Olafi Ragnari, sem hefur á undanförnum mán- uðum orðið heimsþekktur fyrir framlag sitt til friðarins. Ólafur mun hafa verið erlendis þegar umræðan fór fram, sjálfsagt til að bjarga heimsfriðnum. Þess vegna bað Svavar um að umræð- unni yrði frestað, þar til Ólafur kæmi heim. Og Ólafur bregst ekki for- manninum og málstaðnum frek- ar en fyrri daginn. í fyrradag mætti hann í ræðustól alþingis. Ekki til að fordæma njósnastarf friðarsinnans í Danmörku, ekki til að taka undir hneykslan ann- arra um kjarnorkuviðbúnað Sovétríkjanna. Erindi Ólafs var annað. Hann veifaði framan i þingheim skýrslu frá Menning- arstofnun Bandaríkjanna, sem helst var að skilja að innihéldi meiri háttar upplýsingar um vafasama starfshætti Banda- ríkjamanna hér á landi. Þegar betur var að gáð, reynd- ist leyniplaggið ógurlega vera leiðbeiningarrit Menningarstofn- unarinnar til nýrra starfsmanna á hennar vegum, almennar upp- lýsingar um verksvið stofnunar- innar og samskipti hennar við is- lendinga. Leiðbeiningar þessar munu liggja á glámbekk í bóka- safni Menningarstofnunar, þar sem menn eins og Olaf ur Ragnar venja komur sínar. En allt er hey í harðindum. Al- þýðubandalagið varð að rétta hlut Sovétríkjanna, hvað sem það kostaði. úr því að íhaldið hafði uppgötvað kjarnorkusprengju í farangri kafbátsinsog handtekið danskan friðarsinna fyrir njósn- ir, þá var nauðsynlegt að koma höggi á Bandaríkin samkvæmt kenningunni um jafnvonsku stór- veldanna. Þetta er göfugt hlutverk hjá Alþýðubandalaginu og ekki er að efa að Lúðvík Jósefsson hefur úthúðað Rússum þegar hann hélt hátíðarræðuna hjá Mi'R á bylt- ,ingardaginn. Og nú er jafnræðinu náð á nýj- an leik. Svefnpláss um borð í flugmóðurskipi í eina nótt er jafnþungt lóð á vogarskálina á móti kjarnorkusprengum í kaf- bátum og njósnum danskra „friðarsinna". Kenningu Al- þýðubandalagsins er bjargað. Kaninn er engu betri en Rússarn- ir, áfram með hlutleysið og ein- hliða afvopnun, húrra! BESfÍÞÁTfÚRÍNN ! _ Kunningi minn, einn herjans 1 mikill bolsi, var hér á dögunum | aö útlista ástand þjóðmála fyrir . mér. I „Verkfall núna væri bara út i | hött”, sagöi hann. „Þaö þýöir ekkert að vera meö heimtu- I frekju á meðan þeir eru að ná ■ verðbólgunni niöur. Svo er ástand undirstöðuatvinnuveg- | anna ekkert alltof gott og engin ■ loöna i sjónum. Ég tel aö niöur- talningarleiðin hafi á ýmsan | hátt sannaö gildi sitt — viö m Alþýöubandalagsmenn höfum I aö visu margar miklu betri hug- | myndir, alla vega er hún betri , en leiftursókn ihaldsins.” „En I ' hvaö meö þá lægst launuðu?” ■ spuröi ég vesældarlega. Þurfa þeir enga kauphækkun núna? „Elsku vinur, viö veröum aö ■ taka ábyrga afstööu og kjara- bætur þurfa ekki endilega aö I felast I beinum launahækk- Iunum. Þaö er miklu betra að fá góöan félagsmálapakka. Eins ■ og þú manst kom fæöingarorlof 1 karla upp úr félagsmálapakka | svo eitthvaö sé nefnt. Viö eigum ■ aö setja okkur þaö mark aö 1 veröa þróuö þjóö i félagslegu til- | liti engu siöur en Sviar já og _ Danir. Á þeim bæjum leyfist mönnum aö vera atvinnulausir | áriö um kring á nálega fullum launum, og þannig geta þeir sinnt sinum hugöarefnum og fariö i leiklistarskóla eöa á tölvuforskriftarnámskeiö”. I Kunningi minn var örlitiö and- stuttur en engu aö siöur sann- færandi eins og mannætutrú- boöi. „En hver borgar ef allir ■ vilja læra leiklist á atvinnuleys- isbótum?”. Ég fann sjálfur að I spurninginvareitthvaöfánaleg. „Þaö er ekki minn höfuöverk- ur”, svaraöi kunningi minn snöggur upp á lagiö. Satt aö segja varö ég dauöfeginn þegar hann fór út i þessa slðastnefndu sálma, þvi ég þekkti hreinlega ekki þennan mann svona bólg- inn af ábyrgöartilfinningu og þungt haldinn af áhyggjum vegna lélegrar afkomu Is- lenskra atvinnuvega. A hinn bóginn fannst mér ég ná áttun- um þegar hann mælti sin siðustu orö. Fjötur vanans er sterkur, hræöilega sterkur og viö sem erum i þvi tjóörinu þolum einna verst þegar eitthvaö i fari kunn- ingja okkar tekur mjög stórum breytingum I einni sjónhending. f kunningjahópi sinum geta allir talið fjölmiölana þvi þeir eru inni á gafli hjá hverjum manni. Fátt tökum viö jafn nærri okkar og breytingar á dagskrá þeirra. Sumir þeir vanaföstustu hafa allt til þessa dags ekki viljað skilja, aö Jón Múli er löngu hættur meö morgunútvarpiö og að hljóövarpsdagskráin er ná- lega öll sigmarineruö nú oröiö. Þess er skemmst aö minnast hve lifiö var hroöalega erfitt fyrstu árin eftir aö Vilhjálmur Þorn hætti ab segja I Guös friöi um áramótin. Upp frá þvi komu nánast engin áramót. Þaö eru föstu liðirnir sem styrkja til- verugrundvöllinn og veita öryggistilfinningu. Þeir eru nokkurs konar vöröur á vegin- um um þennan Kaldadal sem viö nefnum lif. Tökum sem dæmi lestur Passiusálmanna á föstunni. Þessi lestur meö til- heyrandi forspili og eftirspili fyllir sál áheyrandans kyrrlát- um friöi og vekur meö honum á íaugardegi hátiöarstemmningu sem lengi varir. Úr dagskrá fjölmiöla um þessar mundir sakna ég óum- ræðilega mikiö eins liöar sem hefur veriö jafn árviss viöburö- ur og lestur Hallgrimssálm- anna. Sjálfsagt rennir margur grun i aö hér er átt viö þáttinn hans Gvendar Jaka. Einu sinni á ári er fariö i leik sem heitir kjarasamningagerö. Þar horf- ast I augu blástakkar Vinnu- veitendasambandsins og mis- jafnlega rauögallaöir hags- munahópar. Kröfur og klögu- mál ganga á vixl og vopn eru skekin. En mitt I orrahriðinni efna fjölmiölar yfirleitt til um- ræðuþátta um verkalýðsmálin. Þessir þættir hafa hingaö til lýst sem leiftur um nótt svo góöir hafa þeir verið. Menn byrja venjulega á þvi aö fá sér i nefiö. Einnig segja þeir brandara, en ræöa stööu mála aöeins undir rós. En þaö er bara logniö á undan storminum, fyrirboöi þess sem á eftir kemur. Og skyndilega færist fjör i leikinn. Einhver úr verkalýðsarminum nefnir prósentutölu þá sem kaup á almennum vinnumarkaöi veröur aö hækka um til þess aö kaupmáttur launa megi hafa i fullu tré við veröbólgudrauginn. Aö sjálfsögöu er hækkunarkraf- an i þaö minnsta fjórum sinnum hærri en nokkur grundvöllur er fyrir. Þá fer einn skúrkur frá Vinnuveitendasambandinu aö blása og tafsar eitthvað um aö atvinnuvegirnir risi ekki undir þessu meö nokkru lifandi móti. Og einmitt á þessu andartaki er okkar maöur vanur aö taka til máls. „Atvinnuvegirnir risa ekki undir nauöþurftarkröfum fá- tæklingsins”. Hefur nokkur heyrt þessa lummu áöur? Strákarnir minir, ég get sko sagt ykkur aö þetta er nákvæmlega sami söngurinn og sunginn hefur veriö frá þvi ég hóf störf i verkalýðshreyf- ingunni. Fjandsamleg rikis- stjórn vill skammta skit úr hnefa. Það hefur sko aldrei ver- ið grundvöllur fyrir kjarabótum og laun hins almenna verka- manns hafa alltaf veriö talin nægilega góö. En eru þau þaö? Ég segi sko nei, og aftur nei. Gangiö út á meöal fólksins og spyrjiö það hvernig þvi gangi aö láta endana ná saman. Heilsiö upp á fátæka verkamannafjöl- skyldu sem ekkert hefur haft að borða nema jaröepli allt siöast- liöiö ár. Nei, sannlega sannlega segi ég yður það mun verða bar- ist hart.” Þaö er ekki bara innihald þessa ræðustúfs sem hefur hrif- iö mig i gegnum árin heldur túlkunarmáti Guömundar. Hann var vanur aö tala eins og sá sem valdiö hefur. Röddin djúp og hljómmikil bjó yfir ein- hverjum ógnarmætti sem bann- söng andstæöinginn og leiddi réttlætiö til öndvegis. Ég hef ný- „ lega lært aö svona dramatik heitir tragik.omedia. Chaplin notaði þetta form gjarna meö þeim árangri að fólk vissi ekki hvort þaö átti heldur aö hlæja eða gráta. Túlkun Guömundar var yfirleitt ekki lakari enda sátu menn undir þrumuræöunni og geröu ýmist aö kreppa hnef- ana i máttvana reiöi yfir fjand- samlegu rikisvaldi ellegar þerruöu tár af kinn þegar dramatisk tilþrif risu i sigur- hæöir. Hafi þáttur þessi verið þurrk- aöur út af dagskránni er illa far- iö og má einu gilda hvaö veldur. Þennan leikþátt ber aö varö- veita á snældu svo landsmenn megi á hann hlýða hvenær sem deilt um kaup og kjör. Oft var þörf en nú er nauösyn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.