Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 16
vism Laugardagur 14. nóvember 1981 „PERSONA HANS HÖFÐAÐi TIL FJÖLDANS' Hugleiöing um Olaf Thors og bók Matthíasar Johannessen um þann mikla stjórnmálaforingja Á vegum Almenna bókafélagsins kemur út i þessari viku, bók Matthiasar Jóhannessen um Ólaf Thors. Þessarar bókar hefur lengi verið beðið. Það hefur tekið Matthías á annan áratug að skrá hana og kemur ekki á óvart. Hitt er meira undrunarefni, hvernig einn maður samhliða ritstjórn á stærsta blaði landsins, getur komið sliku i verk. Bókin er 887 siður að stærð, hún er hafsjór af fróðleik: sagn- fræði, ævisaga, stjórnmálaannáll, allt i senn. Satt að segja er það með hreinum ólikindum, hve höf- undi hefur tekist að safna saman heimildum, sem tengja ævistarf Ólafs Thors við stjórnmálasöguna og öfugt, þannig að lesandinn fær yfirsýn yfir at- burðarásina.ánþess að nokkurn tima slitni þráður- inn. Um þetta segir höfundur bókarinnar: Ég hef leitað heim- ilda i samtiðinni, meðan sagan var að gerast og allt var á hreyf- ingu i kringum höfuðpersónu þessa rits, en þó einnig i siðari tima heimildir. Þær eru samt ein- attharla varasamar, svo að ekki sé meira sagt. Þegar stjórnmála- menn horfa um öxl, hættir þeim til að segja söguna eins og þeir vilja, að hún hafi verið, en ekki eins og hún var. Asklok verður himinn. Auk þess þykir hverjum sinn fugl fagur. Af þeim sökum hef ég heldur reynt að forðast að láta menn lýsa sinum „fugli”. Smákóngaheimildir geta verið varhugaverðar, ekki sist löngu eftir aðatburðir gerast. En þó hef ég einatt leitaö fanga i frásagnir samtimamanna Ólafs Thors, eins og fram kemur jafnóöum i sögu þessari”. í fararbroddi Islandssaga tuttugustu aldar- innar er frásögn af ævi litillar þjóðar, sem breytist úr fátæku bændaþjóðfélagi i nútimavel- ferðarriki. Hún er saga stjórn- málaumbrota, sem færa íslendingum heimastjórn, full- veldi, lýðveldi og 200 milna land- helgi. Hún hefur að geyma at- burðarás, sem er ævintýrum lik- ust, þegar yfir heildina er litið, en timi áfalla, átaka og umbrota þegar gægst er i saumana. Þeir eru margir bautasteinarnir sem varða veginn þegar skyggnst er á bak við tjöldin. örlög ein- staklinga, stjórnmálaflokka og framtiðar þjóðarinnar hafa ráðist af mörgum samofnum atburðum, sem hver um sig er kaíli i þykkar bækur. Þeir menn, sem staðið hafa i eldlinu stjórnmála- og þjóðmála- baráttunnar, skoðanir þeirra á- kvarðanir og athafnir hafa mark- að brautina, og sett óafmáan- legan svip sinn á islenskt sam- félag, lagt grunninn að þvi Islandi, sem ókomnar kynslóðir búa við. Ólafur Thors var sá máður, sem lengst allra stóð i farar- broddi i gegnum þetta umbrota- timabil. Hann hóf afskipti af stjórnmálum, á fullveldistimabil- inu, og hafði örlagarik áhrif á lýð- veldisstofnunina, utanrikisstefn- una, landhelgisútfærsluna og lifs- kjarabyltinguna i landinu. Hann stjórnaði stærsta stjórnmáia- flokki landsins i tæp þrjátiu ár, varð fimm sinnum forsætisráð- herra og stóð i eldlinu hinnar pólitisku baráttu lengur en flestir aðrir. Saga hans er samofin íslandssögunni, vaidatimi hans spannar nær halfa öld, og áhrif hans voru svo viðtæk, að það er á einskis manns færi, að endurtaka slikt. Ómetanleg frásögn íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki verið iðnir við að skrá endur- minningar sinar. Langt er frá þvi, að þeim eða sögu helstu stjórn- málaforingja tuttugustu aldar- innar hafi verið gerð nægileg skil. Einkum á þó þetta við um for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins. Þess hefur verið saknað. „Við eigum að skrifa söguna sjálfir” er haft eftir Bjarna Benediktssyni, vegna tortryggnihans um að and- stæðingar borgarastéttarinnar gætu ekki skrifað án fordóma eða öfga. Bókin um ólaf Thors er mikils- vertframlag, ómetanleg frásögn, fyrir alla þá sem áhuga hafa á sögu hinna lýðræðislegu afla, sögu Sjálfstæðisflokksins og þeirra þjóðfélagsafla, sem að honum hafa staðið. „Ég hef skrifað um Ólaf Thors, eins og ég hef kynnst honum, eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Þó hef ég eftir bestu getu og sam- visku reynt að sjá hann með aug- um þess, sem hefur fremur áhuga á veruleika en draumi, sannfræði en óskhyggju. Og þó! Kannske hef ég umfram allt gert mér far um að sjá umhverfi hans og sam- timaviðburði með hans eigin aug- um, enda skiptir þaö mestu máli, þegar haft er i huga markmið sliks rits sem þessa.” Með þessu hugarfari hefur Matthias Johannesen lagt út i hið mikla verk, að skrá sögu Ólafs Thors. Sjálfstæðisflokkurinn holdi klæddur Saga Ólafs Thors er mikil og merk. ólafur var orðinn þjóðsagnarpersóna löngu áður en hann var allur. Hann var stór- brotinn st jórnm álam aður, dýrkaður af samherjum, atyrtur af andstæðingum. Sérstæður per- sónuleiki hans, viðtæk völd.gáfur og vinnuþrek, vörpuðu ljóma á manninn, lyftu honum i hæðir i augum almennings, og sköpuðu honum imynd hins óskeikula for- ingja. Og vissulega var ólafur mikill foringi. Hann var Sjálf- stæðisflokkurinn holdi klæddur, hrundi árásum, aflaði fylgis, og naut slikra vinsælda að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk að jafnaði 40% atkvæða kjósenda i hverri orrahriðinni á fætur annarri. Þó er langt þvi frá, að stjórn- málaferill Ólafs hafi verið sam- felldur dans á rósum. Hann varð fyrir aðkasti frá mótherjum, og mætti gagnrýni samherja. Hann var sakaður um að bera ábyrgð á Gúttóslagnum 1932, veldi hans riðaði til falls i átökunum um Kveldulf á sama áratugnum. Hann var persónugervingur „landráðamannanna” i barátt- unni um Atlantshafsbandalagið og varnarmálin, og hann stóð frammi fyrir þvi að Sjálfstæðis- flokkurinn klofnaði við myndun nýsköpunarstjórnarinnar 1946. I þvi sambandi er fróðlegt að lesa eftirfarandi setningar i bréfi Ólafs til Thors bróður sins, sem hann viðhafði i ræðu á Varðar- fundi um þá stjórnarmyndun. Þá var Ólafur að lýsa skoðunum sin- um á þeirri ákvörðun fimm þing- manna Sjálfstæðisflokksins að þeir gætu ekki stutt nýsköpunar- stjórnina: „Ég held ekki, að úr þessu verði neinn klofningur, en lýsti þvi annars yfir i minum flokki, að um það yrði að skeika að sköpuðu, ég teldi það enga mission að eyða ævi minni i það að halda saman stærsta flokki þjóðarinnar, ef með þvi ynnist ekkert annað en það að aldrei yrði neitt gert”. Siðar I sama bréfi, segir hann: „Það liggur i hlutarins eðli, að þegar þingmaður ris gegn flokki sinum, þá vinnur hvorki þing- maðurinn né flokkurinn, heldur andstæðingurinn, sem er á móti báðum”. Þessi visdómsorð hefðu ýmsir mátt hafa i huga, þegar gengið var til stjórnarmyndunarinnar i febrúar 1980, en þá var heldur enginn Ólafur Thors, til að koma vitinu fyrir þá menn, sem risu gegn flokki sinum, til að gera andstæðingnum gagn. Annars er fróðlegt, að lesa einkabréf Ólafs til bróður sins Thors, en þau eru jafnbestu og skemmtilegustu heimildir bókar- innar um hugrenningar Ólafs á hinum ýmsu timum og varpa ó- metanlegu ljósi á hugarfar og pólitik sögupersónunnar. Bréf þessi mun Ólafur hafa lesið inn á skifur, sem áreiðanlega hefur veriðsjaldgæftiþá daga, oghægt er að ráða i, að þau séu samin og send einmitt til gagnasöfnunar siðar meir. Um það er þó auð- vitað ómögulegt að segja með ,,Ég hengdi þá” I fyrra bindi bókarinnar er itar- lega rakin tengsl ólafs við Kveldúlf, fyrirtæki þeirra Thors- feðga, sem lengi var stórveldi i útgerðar og fiskvinnslumálum á Islandi. Stjórnmálaandstæðingar Ólafs gerðu harða hrið að Kveld- úlfi, þegar kreppa og fiskileysi sköpuðu gifurlega erfiðleika i rekstri fyrirtækisins. Borin var fram tillaga á alþingi um að Kveldúlfur yrði gerður upp, og átti það einnig að vera pólitiskt gjaldþrot Ólafs. Efnt var til tveggja minni- stæðrafunda um Kveldúlfsmálið i Reykjavik á árunum 1936 og 1937. Sá fyrri var útifundur, boðaður af pólitiskum and- stæðingum ólafs, sá siðari á veg- um Varðarfélagsins. Ólafur fór með frægan sigur af báðum þess- um fundum. I frásögninni kemur glöggt fram hversu vigfimi Ólafs og ræðisnilld nýtur sin vel á þess- um fundum, og hann getur heldur ekki leynt gleði sinni yfir gengi sinu og árangri. Þar snéri hann vörn i sókn, snéri andstæðinga sinaniður og fylkti sinu eigin liði þétt að baki sér. I bréfi til dóttur sinnar segir hann um fyrri fundinn: Þeir héldu að þeir hefðu mig i snöru. Ég hengdi þá. Ég hefi engann slikan sigur unnið. Ég tók af þeim fundinn, og fólkið ætlaði að éta mig á eftir — lika á fund- inum. Daginn eftir gat ég ekki gengið um götuna fyrir hamingjuóskum og oflofi. Þann dag hefði ég getað tekið einræði i Reykjavik”. Sú barnslega gleði og sigur- vissa sem skin út úr þessum orð- um, segir margt um Ólaf Thors. Hann var viðkvæmur og til- finninganæmur eins og góðra stjórnmálamanna er kostur. Hann naut sigursins, ekki aðeins vegna þess að æra hans sjálfs og pólitisk framtið var að veði, heldur mannorð fjölskyldunnar, og þess fyrirtækis, sem var stolt hans og styrkur. ólafi var þvi meiraniðrifyrir en ella,og sagan

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.