Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. nóvember 1981 VÍSIR 17 hefur sagt, að ræða hans á Varðarfundinum hafi verið hans besta ræða fyrr og siðar. Þá reis hann sem ótviræður foringi. Bandaríki stéttanna Kveldúlfsmáliö, staða Ólafs og eign i þvi fyrirtæki, minnir á þá staðreynd að Ólafur Thors var atvinnurekandi, og i nánum tengslum við vinnuveitendavald- ið i landinu. Það fór ekki á milli mála. Engu að siður náði Ólafur betur en flestir aðrir að vinna hug og hjörtu þúsunda launþega. Það var hans verk, fyrst og siðast, að gera Sjálfstæðisflokk- inn að fjöldahreyfingu, sem naut fylgis kjósenda úr öllum stéttum, ekki sist úr verkalýðsstétt. Þetta kann að sýnast þversögn, en er staðreynd engu að siður. Sumir vilja þakka það persónuleika Ólafs, sem vissulega var áhrifa- mikil, „persóna, hans höfðaði til fjöldans”, segir á einum stað i bókinni. En persónuleikinn einn flytur ekki fjöll, þar þarf meira til að koma. ólafur sýndi margsinnis góðan hug sinn til launþegahreyfingar- innar, til allra stétta, hárra sem lágra. ,,Eg á sjö börn á landi og sjö börn i sjó”, sagði hann eitt sinn. „Hans var að halda saman þessu mikla bandariki ste'ttanna Sjálfstæðisflokknum ”, segir á einum stað, „sætta byggð og borg, launamenn og vinnuveit- endur og ungt fólk og eldri kyn- slóð. Þetta var mikil list, sem honum var lagin. Hann var ákaf- lega óortodox i skoðunum, sum- um fannst það stundum jaðra við hentistefnu”. Stærsta átak ólafs En hentistefna var það ekki, heldur var sáttarstarf Olafs milli stétta, sprottið af lifsskoðun hans, trúnni á einstaklinginn og framtak hans. „Hann reyndi að sætta sósialista við þann megin kjarna sjálfstæðisstefnunnar að framtak einstaklingsins óskir hans og athafnasemi gætu drepið þjóðlifið úr dróma, um leið og tekið væri tillit til félagslegra um- bóta og unnið að viðtækum al- mannatryggingum. Þannig var reynt að koma á trúnaðartrausti milli striðandi afla og var ný- sköpuninni fullnægt með þeim hætti, að flestir gátu vel við unað”. 1 þessum anda hélt hann Sjálf- stæðisflokknum saman, „og slikt var ekki heiglum hent”, sagði Einar Olgeirsson. 1 þessum anda gekk hann i að mynda nýsköp- unarstjórnina, sem að margra mati, „var eitt stærsta afrek Ólafs”. Ólafi þótti ekki sist vænt um ný- sköpunarstjórnina, þvi þá gafst honum ákjósanlegt tækifæri til að taka þátt i þeirri lifskjara- byltingu, sem islenska þjóðin býr enn að . Alþýðleg framkoma ólafs Thors var eitt af aðalmerkjum hans. „Þótt hann væri oft hlé- drægur maður, kunni hann öðrum stjórnmálamönnum betur að um- gangast fólk, ekki sist alþýðufólk, sem dróst að honum eins og stál að segli”. Fram kemur i siðari hluta bókarinnar, að annað tveggja af þvi, sem Ólafur sá mest eftir úr stjórnmálabaráttu sinni, var and- staðan gegn vökulögunum. Það segir vel til um hug hans til verkafólks og sjómanna. Hann var laus við tildur og hé- góma, en einu „heiðursmerki tók þó Ólafur viðmeðgleðienþað var æðsta heiðursmerki Sjómanna- dagsins úr gulli, sem hann var sæmdur”. Vinátta við sósialista 1 bókinni er sagt frá stjórnar- myndunum bæði hans og annarra. Það er mikil lexia að fylgjast með þvi hvernig Ólafur skákar mönnum og málefnum til og frá i valdataflinu, sér við brögðum og beitir klækjum, hugsar marga leiki fram i tim- ann, og stendur oftast uppi sem sigurvegari að leikslokum. Enda þótt Ólafur hafi fimm sinnum myndað stjórnir og setið i enn fleiri sem „óbreyttur ráðherra”, hefur hann einnig sin áhrif þegar hann er utan stjórnar og beinlinis hefur lif og dauða rikistjórna i hendi sinni. I ljósi nýjustu atburða við stjórnarmyndanir á Islandi, er einnig fróðlegt að lesa um það mikla samningaþóf sem nær oftast átti sér stað eftir kosningar, jafnvel svo vikum og mánuðum skipti, án þess að nokkrum þætti heiður alþingis i hættu. Það merkilega er, að sú stjórn sem hvað mestum deilum olli, og tvimælis orkaði i sögunni, nýsköpunarstjórnin, var mynduð að þvi er virðist greiðlegar en margan hefur grunað. Erfið- leikarnir voru bundnir við Alþýðuflokkinn, en ekki við sósia- lista. Það reyndist styttra i gott samband við þá Brynjólf Bjarna- son og Einar Olgeirsson, heldur en krata, enda bast með þeim Ólafi vinátta og tengsl, sem engar pólitiskar væringar gátu eytt. Jafnvel þegar hvað mest gekk á varðandi kröfur Bandarikja- manna um herverndarsamninga og herstöðvarleigu, ræddust þeir Ólafur og Brynjólfur við um gáng mála af trúnaði. t bókinni eru birt dagbókarbrot, minnisblöö og frásagnir Ólafs af atburðum þessa mikla hitamáls, en „það hefði þótt saga til næsta bæjar, ef hátt hefði farið, að Ólaf- ur Thors ræddi við Brynjólf Bjarnason um framtið þjóðar- innar og örlög á þessari stund og með þeim hætti sem raun ber vitni”. En ólafur átti trúnaðartraust og virðingu sinna pólitisku and- stæðinga. Eflaust er skýringin fólgin i ummælum Gylfa Þ. Gisla- sonar, áður óbirtum, sem enda með þessum orðum: „Ænánari kynni af Ólafi Thors sem forsætisráðherra i rikis- stjórn færðu mér heim sanninn um, að hann væri ekki aðeins sá töluglöggi og athuguli alvöru- maður, sem ég hafði kynnst, er verið var að undirbúa nýja og gerbreytta stjórnarstefnu. Hann var jafnframt afburða sanngjarn maður. Ég komst að raunum.að kannske var það helsta aðals- merki hans, hversu gott hjarta sló i brjósti hans. Það var þess vegna, semrmér fór smám saman að þykja vænt um hann, mjög vænt um hann...”. ,, La ndráða maðurinn ’ ’ Sá kafli bókarinnar sem fjallar um viðskipti ólafs við fulltrúa Bandarikjastjórnar, þegar farið var fram á að Islendingar gerðu samning við Bandarikin um her- vernd til langs tima, er afar itar- legur. Höfundur leggur greinilega mikla áherslu á, að hreinsa Ólaf af þeim áburði, sem and- stæðingar hafa mjög haldið á lofti, að Ólafur hafi viljað „selja landið”. Fyrir uppvaxandi kyn- slóð og yngra fólk er eflaust erfitt að setja sig inn i þær riku til- finningar og hatrömmu átök, sem áttusér staðum þessimál. 1 nafni þjóðfrelsis og sjálfstæðis Islands voru haturslogar kynntir, og mögnuð fram gifurleg heift i garð Ólafs Thors. Hann var landráða- maðurinn, svikarinn, sem öll spjót beindust aö. Með greina- góðum hætti, tekst höfundi að sýna ljóslega fram á hver vilji Ólafs var i þessu mikla hitamáli, sem skipti þjóðinni upp i striðandi fylkingar. Óafur vildi i lengstu lög fresta'þvi að til á- rekstra kæmi, vildi halda lifinu i nýsköpunarstjórninni, og ekki er annað að sjá en foringjar só- sialista hafi verið sama sinnis. Merkar heimildir þvi til sönnunar eru birtar i bókinni. ólafur vildi hafa vinsamleg samskipti við Bandarikjamenn, en þeim gekk aftur á móti illa að skilja hlutverk Ólafs á viðkvæmum tima og geröu honum upp rangar skoðan- ir og afbökuðu mál hans i skýrsl- um sinum vestur um haf. Ólafur Thors var mikill tslendingur. Hann unni landi sinu og þjóð af hjartans einiægni. Allur hans stjórnmálaferill ber þess óræk merki. Jafnt i viðræð- um sinum við Bandarikjamenn vegna herstöðvarmálsins, stofn- un lýðveldis, baráttunni fyrir landhelginni, já i öllu hans starfi, var sjálfstæði Islands honum i blóð borið. Samherjar hans þurftu engra vitna við, þurftu ekki á sönnunargöngum að halda i þessum efnum. Sagan hefur fyrir löngu sannað réttmæti stefnu ólafs Thors, og að þvi leyti færir bókin samherj- um hans engar nýjar upp- lýsingar. En hún er öðrum holl lesning, kvittun gegn þeim róg- burði, sem stundum er reynt að sverta nafn Ólafs með. Engum likur Hér eru ekki tök á þvi, að rekja itarlega afskipti ólafs af stofnun Sjálfstæðisflokksins, lýðveldis- stofnuninni, forsetakosningunum 1952, nýsköpuninni, aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu, land- helgisbaráttunni, viðreisnar- stjórninni eða stjórn hans á Sjálf- stæðisflokknum. Bókin er yfirfull af nýjum upplýsingum, stór- merkum heimildum, krydduðum persónulegri afstöðu Ólafs sjálfs i öllum þessum örlagariku málum. Höfundur hefur týnt saman ó- grynnin öll af skemmtilegum frá- sögnum, Ólafs sjálfs, sem og annarra, af hnyttnum tilsvörum, óvæntum atvikum eða heillandi frásögnum af þessum einstæða manni. Þetta hefur þvi aðeins verið mögulegt, að ólafur var engum likur. Orð hans og tilsvör urðu fleyg um land allt á örskammri stundu og lifa enn með þjóöinni. Ollum þótti svo mikið til hans koma, að litil kynni, einstakar athugasemdir, eða hverdagsleg munnmæli greyptust i minninguna. Sögurnar af Ólafi Thors eru ótæmandi. I bókir.ni um Ólaf hefur fjöl- margt verið týnt til af smekkvisi, til að skýra myndina af söguper- sónunni. Margt af þvi lýsir galsa og léttúð, jafnvel galgopaskap en er ekki verra fyrir það, einfald- lega vegna þess, að það var ein hliðin á Ólafi, hin létta lund, hispursleysi^gamansemin. Fyrir það verður hann stærri og mann- legri. Bókin tekur afstöðu með Ólafi, hún er að nokkru leyti lofgjörð höfundar um foringjann sem hann tignar. En getur einhver á- sakað höfundinn, eða aðra sjálf- stæðismenn, þótt þeir sjái Ólaf Thors, i þvi ljósi? Matthias Jó- hannessen segir: „Myndina af Ólafi Thors þarf ekki að fegra. Það hefði hann ekki heldur sjálfur viljað og sist af öllu til að ná sér niðri á samtimamönnum hans i þvi skyni að hefja hann sjálfan til skýjanna”. Enniðurstða höfundar ersú, að „Olafur Thors þolir mikla ná- lægð”. Það eru gleðilegustu tið- indi þessarar bókar. Ólafur Thors er ekki aðeins þjóðsagnapersóna sveipuð dýrðarljóma, hann var einnig sannur og heilsteyptur maður - EllertB.Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.