Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 40

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 40
Laugardagur 14. nóvember 1981 síminneröóóll Veðurspá J Horfur eru á suðlægri og suðvestlægri átt og hætt er við að viðast verði talsvert vinda- samt. Væta um sunnan og suð- „ vestan vert landið skúrir eða j j slydduél. Norðaustanlands verður þurrt að mestu. Hiti verður yfirleitt yfir írost-gj marki. ■ Veðrið hér ! og par J Veðrið kiukkan 18 i gær: Akureyri snjókoma 1, Bergen ® skýjað 6, Helsinki rigning 2, ■ Kaupmannahiifn skýjaö 3, ■ Oslóskýjað2, Reykjavik rign- ing 6, Stokkliólinur alskyjaö 0, Þórshöfn skýjað 1. Berlin rigning 5, Feneyjar {xikumóða 6, Frankfurt rign- ing 7, London skýjað 5, I.uxemboi g skýjað 4, Malaga i: alskýjað 19, Maiiorca skýjað 12, Nuuk snjókoma á siðustu klukkustund-s2, Parisskýjað 8, Kóm þokumóða 8, Vinrign- §§ ing á siðustu klukkustund 7. i segir; Ætli ég óski lesendum ekki gleðilegra jóla — svona til vonar og vara. _____________________________I Engir samningar við Rússa um fjöida sendíráðsmanna: „Þelta er einsdæmi" - segir Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri ,,Það er engin regla til um það hvað sendiráðin mega hafa marga starfsmenn á sinum snær- um. Venjulega byggist þetta á gagnkvæmis grundvelli, það eru gerðir tvihliða samningar um starfsmannafjöldann, en það eru engir slikir samningar til á milli íslands og Sovétrikjanna”, sagöi Hörður Helgason ráöuneytisstjóri i Utanrikisráðuneytinu, en umfang erlendra sendiráöa hér- lendis hefur mjög verið til um- fjöllunar i sölum alþingis siðustu daga og viðar. „Þaö hefur aldrei komið til tals aðslikur samningur verði gerður, þó að hér sé um einsdæmi að ræða hvað sendiráð snertir. Þetta er pólitisk spurning sem erfitt er fyrir mig að svara”, sagði Hörður, þegar hann var spurður hversvegna slikur samn- ingur væri ekki gerður. „Alla- vega hefurslikur samningur ekki verið talinn nauðsynlegur. I sjálfu sér getum við i ráðu- neytinu alltaf gert athugasemdir við starfsmannafjölda sendiráð- anna og ef með þarf, neitað að gefa vissum mönnum vegabréfs- áritanir. Spurningin er hvaö þarf stór- veldi að hafa marga starfsmenn til að reka sendiráð hérlendis. 1 sovéska sendiráðinu starfa 15 stjórnarerindrekar, 24 þjónustu- starfsmenn, auk barna og maka, en i heild eru hér á landi 88 sovéskir rikisborgarar á vegum sendiráðsins”. sagði Hörður. —SER Flugieiðir: Breiðpotu- kaup of áhættusðm A stjórnarfundi Flugleiöa, sem haldinn var á fimmtudag varð stjórnin sammála um að breið- þoturekstur á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni gæti hugsanlega bætt rekstrarafkomu Flugleiöa verulega. Að mati stjórnarinnar er fjár- hagsstaða Flugleiða hins vegar svo veik, að félagið treystir sér ekki til aö taka alfariö á sig þá áhættu, sem samfara er breið- þoturekstri, nema að til komi veruleg aðstoö stjórnvalda. DC-8 flugvélar verða þvi áfram notaðar á N-Atlantshafsflugleiö- inni að sinni. —ATA Festi fótinn í drifskafti Alvarlegt slys varð við bæinn Eystra-Súlunes um hádegisleytið i gær. Maður festi annan fótinn i drifskafti á dráttarvél og slasaðist alvarlega. Klukkan var um hálf eitt þegar lögreglan á Akranesi var beðinn um að sækja slasaðan mann að Eystra-Súlunesi og flytja hann á sjúkrahúsið á Akranesi, en bær- inn er miðja vegu á milli Akra- ness og Borgarness. Ekki eru tildrög slyssins með öllu ljós enda maðurinn illa hald- inn og óttast er að hann missi fót- inn. Hann liggur nú á sjúkrahús- inu á Akranesi. —ATA Risaferjan: Málið ð lokasiigi ,,Viö áttum viðræður við fulltrúa færeysku landsstjórnar- innar og færeysku skipafélag- anna um samvinnu Færeyinga, Eimskips og Hafskips um rekstur risaferju. Við erum nú meö málið til athugunar og ákvörðunar er að vænta á næstu dögum”, sagði Ragnar Kjartansson, forstjóri Hafskips I samtali við Visi.- Eins og Visir hefur skýrt frá, snýst málið um sameiginlegan rekstur risaferju, sem kæmi i stað Smyrils, og myndi ferjan hafa viðkomu i Reykjavik i staö Seyðisfjarðar. „Þaö eina sem ég get sagt um málið að sinni, er að það er á lokastigi”, sagði Ragnar Kjart- ansson. Auk Ragnars tók Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, og Agúst Agústsson, rekstrarráð- gjafi, þátt i viöræðum i Færeyj- A félagsfundi prentara i gærdag samþykkti meirihluti fundarmanna að láta boðað verkfall koma tii framkvæmda og hófst það á miðnætti sfðastliðna nótt. (Visism. ÞL) verkfaii prentara hafiO: „Það gæti staðið fram yfir áramót” - segir formaður Félags islenska prentiðnaðarins „Það þarf aö gerast kraftaverk til þess að þessu verkíalli verði frestað — atvinnurekendur hafa ekkert gert til að koma til móts við okkur”, sagði Ómar Harðar- son hjá Félagi bókagerðarmanna i samtali við Visi að loknum félagsfundi i Félagi bókageröar- manna i gærkvöldi. ,,Á fundinum var alger einhug- ur og menn stöppuðu stálinu hver i annan. Félagsfundur þessi var haldinn til að skýra stöðuna fyrir félagsmönnum, rétt eins og tiðkast hefur um árabil fyrir verkföll i félögum prentara”. „Útlitið er mjög dökkt og langt bil er á milli samningsaðilanna” sagði Haraldur Sveinsson for- maður Félags islenska prent- iðnaðarins. „Staðan er erfið og mikið þarf að gerast til að saman gangi. Það er hætt við að ef verkfall á annað borö skellur á, þá verði þaö lang- vinnt. Við minnumst verkfallsins 1974, en það stóð i sjö vikur. Við getum eins búist viö aö þetta verkfall standi fram yfir ára- mót”. Sáttafundur i deilunni hófst klukkan fjórtán i gær hjá sátta- semjara en gert var hlé á honum meðan á félagsfundi prentara stóð. Sáttafundi var svo fram- haldið klukkan hálf niu i gær- kvöldi. —ATA Flugleiðir slörauka vörullutninga: Fiskur í sérgámi - til Lunemborgar og New vork Flugleiðir bjóöa nú þeim sem flytja vörur milli landa mjög auk- iö rými i flugvélum sinum. A leiðinni New York — Keflavik — Luxemburg og til baka mun i vetur fljúga DC-8 flugvél með skiptu farþegarými til farþega- og vöruflutninga. Þannig hefur verið komið fyrir þremur vöru- pöllum i fremri hluta farþega- rýmis, en þar fyrir aftan eru sæti fyrir 208 farþega. Frakt, sem flutt er fra^ íslandi er mestmegnis iðnaðarvörur, svo og ferskur fiskur. Flugleiðir hafa nú i smiðum sérstaka vörugáma til fiskflutninga milli landa. Auk farþega og farangurs þeirra getur þessi flugvél flutt allt að 17 lestum af vörum i ferð. Þá er Boeing 727-100 flugvél Flugleiða búin sams konar vöru- pöllum. Sú flugvél tekur tvö vöru- palla og 79 farþega i ferð. Þá eru sértök fraktflug milli Islands og Kaupmannahafnar á miðviku- dögum, og eru allt að 18 lestir af vörum fluttar i þessum ferðum. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.