Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 É G HEF aldrei reykt, nema óbeint. Þó hef ég lengi verið heillaður af heimi sígarettunnar, ekki síst eins og hann birtist í auglýsingum í er- lendum fjölmiðlum. Kveikjan að þessum pistli er nýleg Marlboro- auglýsing á baksíðu tímaritsins Newsweek. Marlboro-auglýsingarnar eiga sér langa sögu. Þeim má líkja við lífseigan framhaldsþátt þar sem atburðarásin er það hæg að ekki kemur að sök þótt maður missi af nokkrum þáttum en þó nægjanlega hröð til að viðhalda áhuganum. Að vísu hefur söguþráðurinn verið slitróttur í gegn- um tíðina og persónusköpunin fremur takmörk- uð. Lengst kom aðeins ein aðalpersóna við sögu, hinn goðsagnakenndi Marlboro-maður. Hann var síðasti ósvikni kúrekinn. Hann fékkst við tamn- ingar og smölun, við sólarlag sveiflaði hann hnakknum upp á efsta riðið í hestaréttinni. Stöku sinnum birtist hann í nærmynd með sígarettu milli sólbakaðra fingra, en æ sjaldnar í seinni tíð, enda fólst starf hans ekki bara í því að selja sígar- ettur heldur ákveðinn lífsstíl. Marlboro-maðurinn hefur frá upphafi verið táknmynd karlmennsku, útivistar og frelsis. Vestanhafs tengist hann goðsögninni um banda- rískt þjóðareðli þar sem orð á borð við landnám, víðátta og sjálfstæði koma við sögu. Hlutverk hans var að ljá vörumerkinu Marlboro jákvæða merkingu þessara hugtaka. Markhópur auglýs- inganna voru neytendur sem dreymdi um að telj- ast karlar í krapinu. Það var þessum hópi nokkuð áfall þegar frétt- ist að kappinn sem lék Marlboro-manninn um langt árabil hefði dáið úr krabbameini. Heilbrigð- isyfirvöld víða um heim gripu fréttina á lofti og þóttust hrósa sigri í áróðursstríðinu við tóbaks- framleiðendur. En Philip Morris, framleiðandi Marlboro, var ekki af baki dottinn. Í stað þess að beina sjónum að Marlboro-manninum leggur fyr- irtækið meiri og meiri áherslu á heimaslóðir hans. Á baksíðu Newsweek blasti nýlega við tilkomu- mikil litljósmynd af grænum árbakka og greni- skógi, í forgrunni er hestastóð á hlaupum, í bak- sýn gnæfir snæviþakinn fjallstindur og djúpblár himinn. Marlboro-maðurinn er hvergi sjáanleg- ur. Ef ekki kæmi til lögboðin viðvörun um skað- semi reykinga neðarlega á myndinni mætti draga þá ályktun að þetta væri auglýsing frá ferðaskrif- stofu. Tvíræður auglýsingatextinn ýtir undir þann skilning: „Marlboro Country. Come to where the flavor is.“ Hér hefur tóbaksauglýsingin náð fullkomnun sinni. Myndin birtir með afdráttarlausum hætti endanlegt táknmið allra sígildra Marlboro-aug- lýsinga. Hún gefur Marlboro merkinguna hreint og tært andrúmsloft. FJÖLMIÐLAR FULLKOMIN TÓBAKSAUGLÝSING Ein áhrifamesta hug- myndastefna í hugvísindum síðari ára er án efa póstmód- ernisminn. Í stuttu máli boðar hann að allt sé skrök og ekkert viðfangsefni sé merkilegra en annað. Þetta hefur skiljanlega fallið í kramið hjá bókmennta- fræðingum, heimspekingum og mannfræðingum þar sem við- fangsefni þeirra eru hvort sem er skrök og hugarburður. Með póstmódernismann að vopni geta því latir fræðimenn uppá- staðið að Andrés Önd og „Spæderman“ séu síst ómerk- ari bókmenntir en Fornald- arsögur Norðurlanda og því réttlætt það að flatmaga dag- inn út og inn að lesa skrípablöð og kallað það fræðimennsku. Stefán Pálsson Múrinn, www.murinn.is Átti að ritskoða Laxness? Vandi Weimar-lýðveldisins var ekki of mikið tjáning- arfrelsi. Hitler sagði hvað hann ætlaði að gera, lesið bara Mein Kampf; það tók bara enginn mark á því, ekki einu sinni eftir að hann var kominn til valda. Stalín gaf varla neitt upp um fyrirætlanir sínar, hann þóttist vera velviljaður lands- faðir í fyrirmyndarríki. Svo murkaði hann lífið úr tugmillj- ónum Sovétborgara. Samt held ég að flestum þyki það fásinna enn í dag að rétt hefði verið að beita fylgismenn hans ritskoðun – eða hefðu menn viljað rit- skoða Halldór Laxness, Þór- berg Þórðarson og Jóhannes úr Kötlum? Egill Helgason Silfur Egils, www.strik.is. Höfundurinn að Djöflaeyjunni? Í heildina tekið virðist skyld- leikinn ekki mikill milli f́rásagna Agga á spólunum og skáld- sagnanna þegar ákveðnum aðalþræði sleppir. Persónur, aðrar en aðalpersónur bók- anna, eru ekki auðþekkj- anlegar á spólunum því þær hefur Einar mótað mun meira, slegið saman nokkrum í eina og bætt við öðrum sem hann þurfti á að halda. Í fljótu bragði virðist til dæmis mun meiri skyldleiki milli dagbóka Magn- úsar Hjaltasonar og bóka Hall- dórs Laxness um Ólaf Kárason Ljósvíking þótt einnig þar taki skáldskapurinn völdin og hefji efnið upp í listrænar hæðir. Silja Aðalsteinsdóttir DVMorgunblaðið/RaxSjómaður í verkfalli í Grindavíkurhöfn. LATIR FRÆÐIMENN Sjálfsmynd norska listmálarans Odds Nerd- rums, sem prýðir veggspjöld, boðskort og annað kynningarefni sýningar hans sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag, vekur óneitanlega athygli. Málverkið, sem er tilvísun í sjálfsmyndir Rem- brandts, sýnir Nerdrum í miklum serk sem hann lyftir upp á bringu til þess að bera lim sinn í fullri reisn. Undan kyrtlinum skagar líka víðáttumikil vömb Nerdrums sem ögrar staðlaðri fegurðar- ímynd samtímans, þar sem sléttur og stæltur lík- amsræktaður magi er frumþáttur. Á sumu kynningarefni sýningarinnar, svo sem auglýsingaspjöldum á strætisvögnum, hefur verið settur svartur borði yfir neðsta hluta mynd- arinnar vegna fjölda áskorana sem bárust lista- safninu. Málverkið, sem er lýsandi fyrir glæsilegt handverk Nerdrums, olli sömuleiðis usla í Stokk- hólmi þar sem listamaðurinn hélt sýningu fyrir skömmu. Verkið særði blygðunarkennd sænsku borgaranna sem einnig vildu borðaleggja það. Viðbrögðin við nekt Nerdrums vekja hnýsi- legar spurningar. Til dæmis þá hvers vegna hún sé leyfileg innan veggja opinberrar listastofn- unar, sem er opin öllum almenningi, ef hún er bönnuð utan hennar? Nerdrum kallar sig kitsmálara og á þá við að myndir sínar séu yfirborðskennd túlkun á viðteknum hugmyndum og ímyndum. Eins og Milan Kundera bendir á í List skáldsögunnar tal- aði þýski rithöfundurinn Hermann Broch um þörf kitsmannsins: „Þörfin fyrir að skoða sig í fegrandi lygaspegli og kannast þar hrifinn og ánægður við sjálfan sig.“ Kitsið er útlitsmenning samtímans í algleymi. Sjálfsmynd Nerdrums er fallegur við- snúningur á henni. Austurstrætið er nú sundurgrafið frá Póst- hússtræti til Ingólfstorgs, flakandi sár í hjartastað borgarinnar. Endurnýja á götuna og endurhanna útlit hennar. Reykjavík á óþægilegar minningar um slíkar framkvæmdir. Laugaveg- urinn hefur kannski oftast verið skorinn upp með þessum hætti. Árangurinn hefur verið misjafn og götumyndin iðulega margvísleg þar til nú að heild- arsvipur hefur komist á hana. Bugðurnar og ljós- pollarnir og hríslurnar setja hins vegar óþarflega tilgerðarlegan blæ á Laugaveginn, þessa fornfrægu götu sem gæti haft látlaust klassískt yfirbragð. Hið sama á við um austurhluta Austur- strætis, – hliðið við enda þess er hámark smekkleysunnar og vafalítið aumasta borgarhlið Evrópu og þótt víðar væri leitað. En vonir standa til að annað verði upp á teningnum í vesturend- anum. Þar vinna Kjartan Mogensen landslags- arkitekt og Kristinn E. Hrafnsson myndlist- armaður að hönnun á nýrri götumynd. Kristinn hefur áður tekið þátt í slíku hönnunarsamstarfi við arkitekta en hann vann með Steve Christer arki- tekt hjá Studio Granda og Steinþóri Kára Kára- syni arkitekt að hönnun nýs útisvæðis og bíla- geymslu við viðbyggingu Kringlunnar. Það samstarf var nýjung í íslenskum arkitektúr og tókst mjög vel. Hingað til hefur tilhögun slíks samstarfs verið sú að listamaðurinn kemur ekki að verkinu fyrr en hönnunarvinnu og jafnvel framkvæmdum er lokið. Bætir hann þá listaverki sínu við þá mynd sem arkitektinn hefur hannað. Útkoman hefur oft verið ærið sundurleit, skort hefur á samhengi og samræðu milli listaverksins og umhverfisins, verk- ið hefur frekar verið eins og aðskotahlutur í mann- virkinu. Með samstarfi arkitektsins og listamanns- ins við hönnunina er hins vegar miðað að því að gera listaverkið hluta af mannvirkinu. Forvitnilegt verður að sjá hvað úr verður í Austurstrætinu. NEÐANMÁLS NÝ SKÁLDSAGA, Fury (Heift), eftir Salman Rushdie kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum í september en hún hefur þegar verið gefin út í hollenskri þýð- ingu. Samkvæmt The Sunday Ti- mes er að finna nokkur tengsl við ævi höfund- arins í skáldsög- unni, en þar segir frá miðaldra gáfumanni, fæddum á Indlandi, sem skilur við eiginkonu sína og flytur til New York, þar sem hann fellur fyrir ungri fegurðardís. Þess má geta að Rushdie, sem sagð- ur er eiga í skilnaði, flutti ný- lega til New York, en samband hans við hina þrítugu Padma Lakshmi hefur vakið nokkuð umtal. Að sögn útgefenda hjá Random House er fyrst og fremst um skáldskap að ræða, þar sem höfundur fléttar saman frásögn af götulífi í New York og samkvæmislífi fyrirfólks borgarinnar. Rushdie er þekktastur fyrir skáldsögu sína Söngvar Satans, en þrjú ár eru síðan samfélag múslimskra bókstafstrúar- manna aflétti dauðadómi sínum yfir höfundinum vegna bók- arinnar. King ekki af baki dottinn SAGNAMEISTARINN Stephen King hefur sent frá sér nýja skáldsögu, sem jafnframt er sú fyrsta sem rit- höfundurinn skrifar eftir að hann varð fyrir alvarlegu slysi fyrir tveimur árum. Bókin ber titilinn Dream- catcher og segir frá hópi vina sem heldur í veiðiferð á af- skekktan stað, og kemst í kast við óhugnanlegar verur. Bókin hefur hlotið lofsam- lega dóma og hafa gagnrýn- endur, sem og dyggir lesendur Kings, líkt bókinni við sígildar hrollvekjur höfundarins á borð við It og The Stand, jafnframt því sem höfundurinn þykir sýna á sér nýjar og óvæntar hliðar í snjöllum efnistökum á sígildu viðfangsefni hryllings- bókmenntanna. Gróteskar smásögur Joyce Carol Oates ÚT ER komið smásagna- safnið Faithless: Tales of Transgressions eftir banda- ríska rithöfundinn Joyce Carol Oates. Í bókinni er að finna 24 smásögur, en höfundurinn hef- ur áður gefið út á áttunda tug skáldsagna, smásagnasafna, ljóðasafna og fræðiverka. Að sögn gagnrýnenda er höfund- urinn á áþekkum slóðum og í fyrri skáldskap sínum hvað við- fangsefni sagnanna varðar, en þar eru dregnar upp snarpar myndir af skuggahliðum mann- legrar sjálfsvitundar þar sem hversdagsleikinn tekur oftar en ekki á sig gróteska mynd. Dálkurinn menning, listir næstu viku er á blaðsíðu 19. Salman Rushdie Stephen King Ný skáld- saga eftir Rushdie í haust ERLENDAR BÆKUR Ef ekki kæmi til lögboðin viðvörun um skaðsemi reykinga neðarlega á myndinni mætti draga þá ályktun að þetta væri aug- lýsing frá ferðaskrifstofu J Ó N K A R L H E L G A S O N II I III IV V VI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.