Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 3 S AMKEPPNISRÁÐ varpaði sprengju í vikunni þegar það birti ásakanir á hendur þremur fyrirtækjum um verðsamráð og samsæri gegn neytendum. Þessu fylgdi tilkynning um hærri sektir en höfundur þessa pistils minnist að hafa áður heyrt um. Já, ljótt er ef satt er, sagði ráðherra landbún- aðarins við tíðindin. Það eru orð að sönnu. Fróðlegt verður fyrir íslenska neytendur að fylgjast með framvindu málsins. Tilvera og uppruni minnisblaðanna sem birt hafa verið virðast ekki véfengd. Hér er mikið í húfi á margan veg. Trú- verðugleiki samkeppnisráðs er í húfi. Reynist þessar alvarlegu ásakanir ekki á rökum reistar verður ráðinu seint trúað að nýju. Hinsvegar er hér um svo alvarlegt mál að ræða frá sjónarhóli samfélagsins að samkeppnisráð hlýtur að hafa gengið ræki- lega úr skugga um að fullyrðingar þess yrðu ekki hraktar áður en sprengjunni var varpað og þjóðinni greint frá. Sannast sagna eru þær upplýsingar sem fram koma í skýrslu samkeppnisráðs svo reyfarakenndar að með ólíkindum er. Orð- réttar tilvitnanir gera mann höggdofa og neytendur fá innsýn í veröld þar sem ríkir ævintýraleg ósvífni og einskis er svifist. Það vekur líka furðu hvað forystumenn fyr- irtækjanna hafa verið öruggir með sig að láta skjöl af því tagi sem vitnað er til í skýrslunni liggja á glámbekk (Skyldi pappírstætarasala hafa tekið kipp eftir tíðindin?). Kannski hafa forstjór- arnir staðið í þeirri trú að allt væru þetta eðlilegir viðskiptahættir. Þá hefur það örugglega einnig vakið furðu margra, þeg- ar lögmaður tveggja af þeim þremur fyr- irtækjum sem hér um ræðir sagði efnislega í sjónvarpsþætti kveldið sem þessi ósköp urðu lýðum ljós, að hér væri eiginlega verið að tala um sagnfræði. Ef eitthvað hefði gerst á gráu svæði hefði það gerst fyrir margt löngu og nú væri búið að færa mál til betri vegar. Er það ekki sambærilegt við að segja að nóg sé að benda á þjófinn, hann megi halda þýfinu og sleppa við refsingu? Það er ekki ofmælt, þótt sagt sé að fregnin um samráðsmakkið hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, eða kannski ætti maður að segja „eins og þjófur úr heiðskíru lofti“ svo vitnað sé í frægt mismæli. Ís- lenskir neytendur eru ýmsu vanir en þetta tekur út yfir allan þjófabálk. Er hugsanlegt að svipað samráð sé viðhaft á fleiri sviðum? „Auðvitað tala menn saman,“ sagði lög- fræðingurinn í sjónvarpinu. Neytendur velta því ef til vill fyrir sér þegar tilkynnt er verðhækkun á bensíni og olíum hvort ol- íufélögin eigi jafnmiklar birgðir og því verði verðbreytingin á sömu mínútunni hjá öllum þremur. Er það kannski líka í kjölfar þess að „menn hafa talað saman“ þegar ol- íufélögin þrjú koma sér saman um að reka eina bensín- og olíusölu í tilteknu kauptúni í stað þess að keppa um hylli viðskiptavina? Eitthvað þurfa menn væntanlega að tala saman um hvernig hagnaðinum af slíkum bróðernisrekstri er skipt. „Auðvitað tala menn saman.“ Vafalaust mætti spyrja svip- aðra spurninga á fleiri sviðum. Hvað með tryggingarfélögin? Gæti verið að menn töl- uðu eitthvað saman um iðgjöldin? Þau eru hærri hér á ýmsum sviðum en í grann- löndum okkar. Gætu það verið samantekin ráð að meta ekki til iðgjaldalækkunar ýms- ar varúðarráðstafanir viðskiptavinanna? Til dæmis hjá þeim sem setja upp þjófa- varnarkerfi í húsum og bílum eða geyma bíl í læstum bílskúr. Slíkar ráðstafanir minnka áhættu tryggingarfélaganna, en hafa kostnað í för með sér fyrir viðskiptavininn. Eða taka tillit til þess hvort bifreið er ekið 10 þúsund kílómetra eða 40 þúsund kíló- metra á ári. Þetta meta mörg erlend trygg- ingarfélög til iðgjaldalækkunar. Þegar spurst er fyrir um þetta hjá íslenskum tryggingarfélögum fást þau svör að þessi mál séu í athugun. Þannig er auðvelt að drepa málinu á dreif. En aftur að grænmet- inu. Sjálfsagt þykir ýmsum sem sektirnar sem fyrirtækjunum þremur er gert að greiða séu býsna háar. Svo má vera.Við ákvörðun þeirra hefur væntanlega verið höfð hliðsjón af því hve háar fjárhæðir fyr- irtækin hafa haft af almenningi. Óhætt er þó að fullyrða að miðað við sektir fyrir svip- uð brot í öðrum löndum eru þetta smápen- ingar. Höfundur þessa Rabbs minnist þess er hann fyrir fjörutíu árum og rúmlega það kom fyrst til útlanda og las um það í banda- rískum blöðum að forstjórum stórfyr- irtækja á borð við Westinghouse og gott ef ekki General Electric líka hefði verið stungið í steininn fyrir ólöglegt verðsamráð gagnvart útboðum hins opinbera. Örugg- lega er ekki vægar tekið á slíkum málum þar vestra í dag eða á EES-svæðinu og inn- an Evrópusambandsins. Fyrir 40 árum var þetta flestum Íslendingum framandi. Þess er að vænta að yfirvöld bregðist nú snöf- urmannlega við, lofi bót og betrun og standi við það. Auðvitað ætti að gefa inn- flutning á grænmeti og ávöxtum frjálsan allan ársins hring svo að almenningur eigi kost á hollustuvörum á hagstæðu verði í skjóli frjálsrar samkeppni. En það er sjálf- sagt borin von. Íslenskir neytendur hafa árum saman búið við okurverð á ávöxtum og grænmeti. Nú er hluti skýringarinnar að koma í ljós. Því skal skotið hér inn í að þegar höfundur þessara lína átti leið um Strikið í Kaupmannahöfn í fyrri viku voru útisalar að viðra vörur sínar, blóm og grænmeti. Í fljótu bragði virtist verð á jarðarberjum og páskaliljum vera þriðj- ungur þess sem við greiðum. Ekki segja okkur að munurinn felist í flutningskostn- aði. Því trúir enginn. Í stað þess „að hysja upp verðin“ (sic!) ættu forvígismenn þess- ara fyrirtækja nú að hysja upp um sig og biðja íslenskan almenning afsökunar þótt framferði þeirra sé í rauninni óafsakanlegt. GRÆNMETIS- REYFARINN RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N EINAR BENEDIKTSSON HEKLUSÝN DJÖFLADANS Vér berum hinn hlakkandi harm án hjarta með friðlausan barm. Vér, ginnungagapsins raumar, glottum óséðir af andanum. Vér erum þeir öfugu straumar, úrkastsins helmerktu draumar, sem reiðum haturs og uppreisnar arm mót öllu, sem til er, oss sjálfum og fjandanum. Vér sveiflumst á sjóðandi reist, sviðnir frá grön nið’r í leist. En köld er vor hyggja sem klaki. Nú kyrjum. En hver tekur forsönginn? Svik séu að brjósti og baki og böl undir sérhverju þaki. Öll andskotans völd séu á Íslandi leyst. Þú ert einvalinn, Kolbrími. Hefðu upp vorsönginn. Vér, kvalarans þýkjörna þing, stöndum þétt, sláum hring, sláum hring. Vort Lögberg er glóðanna gígur. Verum gleiðir, unz rofar af sólinni. Nei, Húmbjörn, sjá hvernig þú stígur. – Það helvíti, er mærir þig, lýgur. Og Skjáörn, ó, saurperla á skarnsins bing, því skárum við lík þitt niður úr ólinni. Einar Benediktsson (1864–1940) birti ljóðabálkinn Heklusýn í Hrönnum árið 1913. Íslenskan enskan og atvinnulífið, nefnist grein Birnu Arnbjörnsdóttur um harðnandi samkeppn- isstöðu íslenskunnar á tungumálamark- aðnum. „Við styrkjum íslenskuna með því að hún haldi áfram að vera lifandi mál og að málhafar sjái hana sem sína eign sem gagnist þeim sem tæki til tjáskipta á öllum sviðum íslensks mannlífs,“ segir Birna. Íslenzkur aðall er skáldævisaga, segir Soffía Auður Birg- isdóttir í grein um bók Þórbergs Þórð- arsonar sem hún nefnir Sannleikurinn hafinn í æðra veldi. Hún heldur því fram að skáld- ævisagan fæðist fullþroskuð í verkum Þór- bergs og hún hafi síðan lifað og dafnað í jaðri íslenskra bókmennta þar til Guðbergur Bergsson fann henni nafn. FORSÍÐUMYNDIN Sjálfsmynd sem barn eftir Odd Nerdrum, 2000. Í einkaeigu. Ljósm. Jan Ung. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Yayoy Kusömu mætti kalla ömmu japanskrar nútíma- listar. Ásdís Ólafsdóttir fjallar um dopp- óttan veruleika hennar og nýjar inn- setningar sem hún sýnir nú í París. Odd Nerdrum er staddur hér á landi en í dag kl. 16 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á mál- verkum eftir þennan norska listamann sem mörgum er kunnur fyrir óvenjulega mynd- list sína sem segja má að sé einhvers konar blanda af nútímalist og málverkum barokk- tímans. Odd hefur margoft áður lagt leið sína hingað til lands og mörg íslensk kenni- leiti ber fyrir augu í myndum hans, en þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir verk sín hér á landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.