Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 5
þegar Guðbergur Bergsson af innsæi sínu
nefndi þessa tegund skáldskapar sínu rétta
nafni: „Skáldævisaga“.
Í skáldævisögunni falla saman skáldsagan og
ævisagan, þættir frá báðum þessum bók-
menntategundum eru ofnir saman í eina ný-
stárlega heild. Ef við veltum fyrir okkur skil-
greiningum á skáldsögunni annars vegar og
ævisögunni hins vegar – og því hvað það sé sem
helst aðgreinir þessar tvær bókmenntategund-
ir – þá held ég að það sé óhætt að fullyrða að af-
staðan til sannleikans hljóti að vera miðlæg og
einnig má nefna þætti eins og afstöðuna til
minnisins og eðli þess, til tíma og rúms, til frá-
sagnarháttar og til sjálfsins, þ.e.a.s. hvernig
sjálfið er endurskapað í texta.
Ég tel óhætt að fullyrða að þeir sem skrifa
ævisögu sína telji sig flestir vera að bera sann-
leikanum vitni, að segja sögu sína á eins sannan
og réttastan máta og þeim er mögulega unnt.
Lesendur gera einnig kröfu um að rétt sé með
farið og að krafa Ara fróða um að „hafa skuli
það sem sannara reynist“ sé höfð að leiðarljósi
við slík skrif. Þeir sem skrifa skáldsögu vita á
hinn bóginn að þeir geta leyft sér að búa hvað-
eina til í textanum sem þeim sýnist og lesendur
gera enga sannleikskröfu til iðju þeirra. Þeir
geta því leyft sér að „hafa það sem skemmti-
legra reynist“ ef þeim sýnist svo.
Hitt er svo að sjálfsögðu annað mál hvort
nokkurn tíma sé mögulegt að endurskapa
sannleikann eða veruleikann eins og hann var í
frásögn. Enginn gerði sér betur grein fyrir því
en Þórbergur Þórðarson. Ef við minnumst orða
hans sem vitnað er í hér að ofan, um að bækur
hans séu „yfirleitt sannar frásagnir, hafnar dá-
lítið upp í æðra veldi“ sjáum við að Þórbergur
vill greinilega að verk sín séu fremur skilgreind
sem skáldskapur en eitthvað annað („En Ís-
lendingar eru svo þunnir…“). Hann setur sög-
ur sínar í samhengi við önnur skáldverk (Gunn-
arshólma) og reynir að sýna fram á að lítill eða
enginn eðlismunur sé á aðferð skáldsagnahöf-
unda – þeir „taka persónur, sem þeir hafa
þekkt í lífinu eða haft sagnir af, og hnoða upp
úr þeim bókmanneskjur“ – og hans eigin að-
ferð. Hið „æðra veldi“ sem Þórbergur vísar hér
til er að sjálfsögðu veldi skáldskaparins með
öllum sínum fagurfræðilegu kröfum.
Í skáldævisögunni ríkir fagurfræðin ofar
sannleikanum. Hið skáldlega ríkir ofar stað-
reyndinni. Eða eins og Guðbergur orðaði það
svo skemmtilega: Í stað þess að skapa sagn-
fræðilega rétt verk er sköpuð hliðstæða við líf-
ið. Sá sem skrifar hefðbundna ævisögu eða
sjálfsævisögu myndi vart hafa slíkt yfirlýst
markmið að leiðarljósi, þ.e.a.s. að láta hið
skáldlega ríkja yfir staðreyndinni, ef verkið á
að standa undir nafni og væntingum lesanda.
Þórbergur Þórðarson hefur skrifað margt
athyglisvert um ævisögur, sjálfsævisögur,
skáldskap og sannleika. Það er til dæmis mjög
athyglisvert að hann skilgreinir Ævisögu Árna
Þórarinssonar sem sjálfsævisögu. Þórbergur
lætur að því liggja að Árni sé sjálfur höfundur
ævisögunnar og gerir lítið úr eigin hlutverki
sem skrásetjara frásagnarinnar. Þegar verkið
er hins vegar greint kemur glögglega í ljós
handbragð Þórbergs í stíl, frásagnarmáta og
uppbyggingu textans. Í minningarorðum sem
Þórbergur skrifaði um séra Árna og birti í
Þjóðviljanum 13. febrúar 1948 er að finna eft-
irfarandi klausu sem segja má að lýsi í hnot-
skurn fagurfræðilegu viðmiði Þórbergs Þórð-
arsonar. Þessi orð eru svar Þórbergs við þeirri
fyndni sem varð landlæg og hljómar þannig:
„Hún verður víst nokkuð nýstárleg þessi ævi-
saga, sem þeir eru að malla saman, hann séra
Árni og hann Þórbergur, þar sem lygnasti
maður landsins segir frá og sá trúgjarnasti
færir í letur.“ Þórbergur skrifar:
Höfundi fyndninnar hefur sézt þarna yfir
mikilvægan punkt: Í frásagnarsnilli er aðeins
einn erfiðleiki. Það er að gera staðleysur að
staðreyndum, sem áheyrandinn trúir. Þess
vegna kemur snillingurinn fram fyrir hlustend-
ur sína saklaus í framan eins og nýfæddur kálf-
ur. Þetta er upphaf og endir hinnar sönnu list-
ar. (Sjá eftirmála við Ævisögu Árna
Þórarinssonar, 3. bindi, Mál og menning 1977,
405)
Vera kann að þessi orð eigi við um frásagn-
arsnilli séra Árna – og
víst er að þau eiga við um
frásagnarsnilli Meistara
Þórbergs og eru reyndar
besta lýsingin á hans eig-
in aðferð sem ég hef les-
ið. Þórbergur ítrekar
þetta síðar í minningar-
greininni þegar hann
segir:
En öllum skáldmenn-
um er sú list í brjóst lag-
in að kunna að mikla þau
atriði í frásögn, sem eiga
að vekja sérstaka eftir-
tekt. Og stundum virðist
næmi þeirra svo mikið,
að atvikin, sem mæta
þeim í lífinu, verða mik-
ilfenglegri og lífrænni
fyrir þeirra skynjun en
athygli annarra manna.
Það er ein af náðargáfum
snillingsins að trúa því,
sem hann veit, að er lygi.
(407)
Er Íslenzkur aðall
skopstæling
á rómantískri
ástarsögu?
Hér að ofan vitnaði ég
í orð Þórbergs um að
hann hefði hugsað með
sér að sennilega mætti
nú gera bók um ævintýri
þeirra skáldbræðranna á
Akureyri og Siglufirði
árið 1912. En „í henni
varð svo elskan mín aðal-
uppistaðan“ segir hann
síðan. Með öðrum orð-
um: bókin er ekki „um
þetta“, þ.e.a.s. líf skáld-
bræðranna, nema að
hluta, aðaluppistaðan er
önnur. Af því má draga
þá ályktun að Þórbergur
hafi gert sér grein fyrir
því að lýsingin á lífi
skáldbræðranna hafi
ekki verið efni í heil-
steypta sögu þótt hún sé vissulega efni í stór-
skemmtilega frásögn. Það sem hann gerir síð-
an er að hann notar þessa frásögn sem
bakgrunn fyrir aðra sögu sem honum liggur á
hjarta að segja: Söguna af elskendunum sem
aldrei náðu saman. En honum liggur hreint
ekkert á hjarta að segja þá sögu í þeim róm-
antíska anda sem hún hefur verið sögð ótal
sinnum áður um alla veröld.
Þótt lögð hafi verið áhersla á það í allri um-
fjöllun um verk Þórbergs hversu ólík þau séu
innbyrðis að frásagnarhætti og efnistökum þá
er engu að síður eitt sem þau eiga öll sameig-
inlegt og það er skopið og háðið. Höfundurinn
er eitt mesta meinhorn íslenskra bókmennta og
það sem hann hafði mesta unun af að skopstæla
voru verk „rómantískra jarmara og lýriskra
vælukjóa“ samtíma síns, eins og hann kemst að
orði í skýringunum við eigið kvæði „Til hypo-
thetista“ í Eddu sinni (kvæðið birtist fyrst í
Hálfum skósólum, ljóðabókinni sem var fyrsta
skáldverkið sem Þórbergur sendi frá sér árið
1915 og er ein allsherjar skopstæling á kvæða-
hefð tímans). Þórbergur lýsir þessu kvæði sínu
og tilurð þess þannig:
Orðið hypothetisti er myndað af höfundi
kvæðisins og er einskonar samnefnari, sem all-
ir rómantískir jarmarar og lýriskir vælukjóar
gengu upp í. Það er hugsað þannig, að hypo-
thetistinn sé persóna, sem lifi líkog í hypothes-
um í stað þess að mæta lífinu með opnum aug-
um sannreyndanna. Kvæðið er knúð fram af
viðbjóðslegri klígu og velgju við öllum þeirrar
tíðar Huldum, huldumeyjum og Sólveigum,
ljósenglum, gígjum og prinsessum, krýningum
og konungaslotum, krystallshöllum og smala-
kofum, kotbæjum, marmarasúlum, kvöldroð-
um, birkilautum, smálækjarsprænum o. s. frv.
o. s. frv. Þessi velgjulegi, impótenti tilgerðar-
jarmur í íslenzkri ljóðasmíð orsakaði á þessum
árum króniskan nábít og viðbjóð í höfundinum.
Til hypothetista er víðáttumikil náttúru-
stemning, þar sem allt hið væmna og hátíðlega
er gert afkáralegt og hlægilegt. Þar eru rottur
látnar kvaka um ástir á greinum trjánna í stað
þess að láta saklausa fugla syngja töfrandi ljúf-
lingslög um ódauðleika hinnar einu sönnu ást-
ar. Huldumeyjan húkir bakvið fossinn, þegar
hinir láta hana slá hreimfagra gígju, sem seiðir
og dregur elskhugann inní bergið. Og kvenna-
djásnið krafar yfirum hálsinn á höfundinum á
sama tíma og önnur skáld eru vafin svanhvítum
örmum óflekkaðra meyja. Þannig er allt kvæð-
ið saman sett.
Geta má þess að í kvæðinu lýsir Þórbergur
sólarlaginu sem „gulleitri aftanmóðu“ (þ.e.a.s.
niðurgangi) og er það ágætt dæmi um það grót-
eska niðurrif sem svo víða má finna í verkum
hans. Það er sama hvar borið er niður í verkum
Þórbergs – alls staðar ríkir skopstælingin á
rómantíkinni ofar hverri kröfu. Það ætti að
nægja að minna á fræga senu í Bréfi til Láru
þar sem sögumaður sest niður á hækjur sér og
skítur eftir að hafa rómað náttúrufegurðina
sem mætir honum á gönguferðinni úr Ísafjarð-
ardjúpi suður að Breiðafirði.
Haft er fyrir satt að þegar Þórbergur Þórð-
arson hleypti heimdraganum frá Hala í Suð-
ursveit 18 ára gamall árið 1906 hafi hann kunn-
að utanbókar öll kvæði Jónasar Hallgríms-
sonar og Bjarna Thorarenssen og lungann af
kveðskap Gríms Thomsen. Síðar heillaðist
hann að kveðskap Einars Benediktssonar þótt
hann hafi „losast á einni nóttu […] undan þeim
póetiska svindlara“ eins og hann kemst að orði í
Endurfæðingakróníku sinni (Sjá Stefán Ein-
arsson. Þórbergur Þórðarsson fimmtugur,
1939). Líklega hafa fáir verið eins ötulir les-
endur bókmennta – innlendra sem erlendra –
og Þórbergur á fyrstu áratugum tuttugustu
aldarinnar. Það er því óhætt að slá því föstu að
hann hafi verið afar vel að sér í rómantíkinni og
nýrómantíkinni sem var við völd í kveðskapn-
um á þeim tíma sem hann er að hefja sinn
skáldferil. Það er því með öðrum orðum hinn
mikil áhrifavaldur hans í æsku og á unglings-
árum, rómantíkin, sem hann ræðst gegn með
skopið og háðið að vopni þegar hann byrjar að
skrifa.
Hinn íslenski Don Kíkóti?
Matthías Johannessen segir að Þórbergur
hafi „gert elskuna sína að ástargyðju íslenzkra
bókmennta“ (Í kompaníi við Þórberg, 1985,
361) En er þessi „ástargyðja“ ekki dálítið í ætt
við Dúlsíneu hans Don Kíkóta? Getur verið að
Þórbergur hafi ætlað sér að ganga af hinni
rómantísku ástarsögu dauðri með Íslenzkum
aðli, á líkan hátt og Cervantes gekk af riddara-
sögunni dauðri með Don Kíkóta?
Í kaflanum „Til Siglufjarðar“ í Íslenzkum
aðli má jafnvel sjá beina tilvísun til hins vit-
skerta Don Kíkóta sem hélt hann væri glæstur
riddari sem ætti ást stórkostlegrar hefðar-
meyjar, sem reyndar var bara hálfsubbuleg
sveitapía sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið
þegar riddarinn sjónumhryggi sýndi henni ást-
leitni. Í eftirfarandi klausu úr Íslenzkum aðli
má sjá mann sem minnir ekki svo lítið á Don
Kíkóta sem heldur ríðandi á baki gamla húð-
arjálksins – sem hann taldi sér trú um að væri
glæsimeri – á fund elskunnar sinnar, Dúlsineu.
Riddarinn hér er sögumaður Íslenzks aðals
sem hugsar til elskunnar sinnar í Hrútafirði:
Þegar sólin stóð beint yfir litla bænum, þar
sem augun hennar litu ljós þessa heims í fysta
sinn, reið ég úr hlaði á Þóroddsstöðum á skáld-
aðri jálktruntu, gamalli og latri, blóðlötustu
skepnu, sem ég hef nokkurntíma komið á bak.
(Íslenskur aðall, Mál og menning 1981, 35)
Ferðinni er heitið norður á Hvammstanga til
að ná í skip til Siglufjarðar, en á leiðinni verður
sögumanni hugsað til „elskunnar“ og hann ger-
ir sér í hugarlund hvernig hún myndi taka á
móti honum ef hann snéri við til baka á Bæ í
Hrútafirði:
En hvað það væri gaman! Og koma svo gang-
andi niður fjallið. Hún situr inni í yndislega litla
herberginu sínu. Og það er ekki aflæst. Hún er
að hekla lýsudúk, kannski á náttborð í svefn-
herbergi. En hvað hendur hennar eru hvítar!
Fingur hennar kitlandi! Neglurnar á þumal-
fingri og heiðinmána tælandi!
Allt í einu er eins og hvíslað sé að henni:
Líttu út um gluggann! Hún lítur út um
gluggann, en sér engan. Hver var að hvísla:
Líttu út um gluggann? Þá er eins og sagt sé við
hana: Sjáðu manninn, sem er að koma þarna
niður fjallið! Hún horfir upp í fjallið og sér
manninn vera að koma. Hver getur nú þetta
verið? Hann færist nær og nær. Nú er hann
kominn niður undir túnið. Nei, hvort er sem
mér sýnist! Hún hendir lýsudúknum og heklu-
nálinni á kommóðuna og þýtur niður stigann og
hrópar, án þess að taka minnstu vitund eftir,
hvort nokkur heyri til hennar:
– Nei, haldið ekki hann Þórbergur sé að
koma!
Svo kemur hún hlaupandi á móti mér upp
túnið eins og langþráðum ástvini, sem dvalist
hefur tíu löng og döpur ár á hvalveiðistöð í ann-
arri heimsálfu. Og við mætumst ofan til á
túninu. Og það er í hvarfi við bæinn. Og nú
stendur enginn bak við augun og segir: Nú
verður það að ríða af, þegar þið komið inn í her-
bergið. –
En hvað ég er fegin, að þú skulir nú vera
kominn hingað aftur, elsku hjartans bezti vinur
minn! Nú skiljum við aldrei framar, aldrei,
aldrei.
Skiljum aldrei framar! Ég sté riddaralega
upp á jálkinn og sneri baki að fjallinu. Svo byrj-
aði nuddið til fyrirheitna landsins. (36–37)
Greinin er byggð á erindi sem flutt var á
skáldsagnaþingi Bókmenntafræðistofnunar
Háskóla Íslands 24. mars en ýtarlegri gerð
hennar verður gefin út á bók í haust ásamt öðr-
um erindum á þinginu.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þórbergur Þórðarson
Þótt lögð hafi verið
áhersla á það í allri
umfjöllun um verk
Þórbergs hversu ólík
þau séu innbyrðis að
frásagnarhætti og
efnistökum þá er
engu að síður eitt sem
þau eiga öll sameig-
inlegt og það er
skopið og háðið