Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 15 BORGARSTJÓRINN Rudolph W. Giuliani hefur tilkynnt um skipan 20 manna nefndar sem hafa skuli eftirlit með því hvaða verk fái inni á sýningum í söfn- um sem þiggja styrki frá borg- inni. Hefur Giuliani með þessu efnt loforð sem hann gaf eftir annað fjölmiðlafár sem verk á sýningu í Brooklyn-safninu olli í febrúar sl. Á fundi með fjölmiðlum í vik- unni var til þess tekið að borg- arstjóri hafði látið af fyrra orðalagi sínu um nefnd sem gætti „velsæmis“ í listum. Sagði Giuliani hlutverk nýskipaðrar nefndar að meta „hvort aðrar reglur skuli gilda þegar sýn- ingar á söfnum borgarinnar eru kostaðar af almannafé en ekki einkastyrkjum“. Nefndin verður starfrækt sem undirnefnd menningar- málanefndar borgarinnar sem raunar hefur verið óvirk á síð- ustu árum. Formaður hennar er Leonard Garment, fyrrver- andi embættismaður Hvíta hússins í stjórnartíð Nixons, sem síðar leiddi nefnd á vegum þingsins þar sem teknar voru til endurskoðunar reglur um op- inbera styrki til listamanna. 3 lítt þekktir listamenn eiga sæti í nefndinni. Flest söfn í New York eru styrkt af borginni á einn eða annan hátt, þeirra á meðal er Metropolitan-safnið. Stórtónleikar Suzuki ÞESSI fríði flokkur barna star- ir hér andaktugur á hljómsveit- arstjórann og bíður næstu skip- unar hans. En börnin tóku á dögunum þátt í stórtónleikum sem byggjast á Suzuki- kennsluaðferðinni og haldnir eru ár hvert í Tókyó. Alls tóku um 3.000 börn þátt í tónleikunum sem haldnir voru í fjórða sinn. ERLENT Eftirlits- nefnd með listasöfnum í New York Rudolph Giuliani New York. Morgunblaðið. OPNAÐAR verða í dag sýningar á verk-um Önnu Hallin og Olgu Bergmann íListasafni ASÍ, Freyjugötu 41.Sænska listakonan Anna Hallin sýnir málverk og teikningar í Gryfju safnsins og heitir sýning hennar „Soft Plumbing“. Anna sæk- ir myndefni sitt einkum í heim örvera og annarra frumstæðra lífsforma og bregður á leik með ófyr- irsjáanlegt hegðunarmynstur þeirra. Olga Bergmann sýnir í Ásmundarsal safn verka sem unnin eru með blandaðri tækni og hún kallar Rannsóknarstofu doktor Bergmanns, en þar er rýnt í furðumöguleika erfðaverkfræði og klónunar, þar sem raunveruleikinn og ævintýrið geta skipst á hlutverkum. Öll verkin á báðum þessum sýningum eru unn- in í Worpswede í Þýskalandi þar sem Olga og Anna hafa dvalið undanfarna sex mánuði á styrk frá Künstlerhäuser Worpswede og jafnframt haldið sýningu á þeim verkum sem nú getur að líta í Listasafni ASÍ. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánu- daga klukkan 14–18. Sýningin stendur til 29. apr- íl. Málverk og blönduð tækni í ASÍ Olga Bergmann: Hirsla doktor Bergmanns, 2001.Anna Hallin: Óþekkt upphaf, akrýl á tré, 2001. „För – með ósk um góða ferð“ eftir Mist Þorkels- dóttur (1960). Það var veganesti Mistar fyrir Ein- ar í ferð hans til Belgíu fyrir nærri tveimur árum. „Lítið veganesti,“ segir tónskáldið, „sem nokk- TVÍLEIKSTÓNLEIKAR Einars Jóhannes-sonar og Arnar Magnússonar á klarínettog píanó hringast og liðast um glettur, tálog og munúð. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan átta annað kvöld, á pálmasunnudegi. Þeir eru í röð Salarins, Tíbrá og það heiti á ágætlega við. Einar segir efnisskrána eilítið dularfulla eða öllu heldur verkin á henni, ekki síst það sem Karólína Eiríksdóttir (1951) samdi fyrir þá félaga og frumflutt verður á morg- un. Það verk heitir „Capriccio“ eða „Glettur“ og virðist, að sögn Einars, af öðrum heimi en okkar hinna dauðlegu og jarðbundnu. Fyrsta verk kvöldsins eru dansar Pólverjans Witolds Lutoslawski (1913–94), samdir í minn- ingu þjóðlagsins skömmu áður en tónskáldið slapp frá flokkslínunni og hellti sér út í bylting- arkennda tilraunastarfsemi um miðjan sjötta áratuginn. Næst frumflytja Örn og Einar á Íslandi verkið urn veginn inniheldur ferðalag upp tvær átt- undir fimmundar- hringsins.“ Þá tengir draumkennd raps- ódía Claudes De- bussy (1862–1918) verk Mistar við Capr- iccio Karólínu, en tón- leikunum lýkur á són- ötu eftir Francis Poulenc (1899–1963), skrifaðri fyrir Benny Goodman. Laglínu- meistarinn Poulenc sagðist vera sérlega fær hugmyndaþjófur en bætti við að svipað gilti um ýmsa góða og gengna starfsfélaga. Poulenc vildi ekki frekar en Karólína að verk sín væru krufin, hann hvatti fólk að- eins til að elska þau. Löngu áður sagði Debussy nokkuð á sömu nót- um, að sköpun fagurs listaverks yrði ætíð leynd- ardómur. Hann óskaði þess að sá óútskýranlegi galdur yrði ætíð einkenni tónlistarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Örn Magnússon og Einar Jóhannesson ásamt dóttur Arnar, Ástu Sigríði. Glettna munúð UM ÞESSAR mundirstanda yfir æfingarhjá Leikfélagi Reykja-víkur á leikritinu Píkusögur eftir Eve Ensler. Leikritið heitir á frummálinu The Vagina Monologues og hef- ur það vakið mikla athygli beggja vegna Atlantshafsins, en þar er m.a. fjallað um viðhorf kvenna til eigin kynferðis. Verkið var skrifað árið 1996 og ferðaðist höfundur í fjögur ár um Bandaríkin og Evrópu og flutti það. Leikritið fór fljótlega að vekja mikla athygli og hefur það nú verið tekið til sýninga í New York og víðar í leikgerð fyrir fleiri en eina leikkonu, auk þess sem æfingar standa yfir á verkinu í Lundúnum. Í fram- haldi af því að skrifa verkið hef- ur höfundurinn stofnað samtök sem berjast gegn ofbeldi á kon- um. Samtökin hafa beitt sér víða um heim, m.a. innan Bandaríkjanna, Asíu og í Afríku, þar sem þær hafa m.a. vakið athygli á því ofbeldi sem felst í umskurði á konum. Viðtöl við fjölda kvenna Sigrún Edda Björnsdóttir leikstýrir upp- færslu verksins hér á landi en það verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu hinn 29. apríl næstkom- legt verk sem Píkusögur er. „Leikritið byggir Ensler á við- tölum við yfir 200 konur á ólík- um aldri, úr ólíkum stéttum og frá ýmsum þjóðlöndum. Ein sagan er t.d. um fullorðna konu sem hefur aldrei verið með karl- manni, en önnur segir frá konu sem lenti í nauðgunarbúðunum í Bosníu.“ Þannig bendir Sigrún á að leikritið fjalli um margs konar líf og upplifanir, sumar sögurnar séu mjög átakamiklar, en í öðrum er tekinn mjög húm- orískur póll í hæðina. „Ensler vinnur leikritið í raun á vísinda- legan hátt og gerir það mjög vel. Verkið er langt frá því að virka sem eitthvert klám, því höfundurinn vinnur með efnið á ákaflega hlýjan og einlægan hátt. Þó svo að hún byggi sög- urnar á áðurnefndum samtölum gefur hún sér einnig listrænt frelsi.“ Sigrún bendir á að víst megi telja að leikritið hafi ekki síst vakið athygli vegna þess að þar er talað um það sem ekki er almennt rætt í sam- félaginu. „Hér er í raun verið að fjalla um kyn- vitund kvenna út frá ýmsum sjónarhornum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Gefin er innsýn í þann hugarheim og því tel ég að leikritið sé áhugavert fyrir karlmenn, ekki síður en konur.“ Kynvitund kvenna hjá LR Frá æfingu á leikritinu Píkusögur í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Ásdís andi. Ingunn Ásdísardóttir þýddi verkið en flytjendur eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. „Tvær þær síðastnefndu koma fram á mynd- bandsupptöku í verkinu,“ bendir Sigrún Edda á. Um er að ræða fyrsta leikstjórnarverkefni Sig- rúnar Eddu í Borgarleikhúsinu og segir hún það ánægjulegt að fást við svo áhugavert og óvenju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.