Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 2

Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MILLJARÐASAMNINGUR Vegna flutnings raforku til stækk- aðs álvers Norðuráls á Grundartanga þarf Landsvirkjun að ráðast í 6,6 milljarða króna fjárfestingu í flutn- ingskerfi. Skrifað verður undir samn- ing við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja í dag um flutn- ing orkunnar. Í raun mun Lands- virkjun útvega raforkuna til Norður- áls en hin fyrirtækin koma með samsvarandi orku inn á flutningskerfi Landsvirkjunar. Umsátri aflétt Bandaríkjaher hefur náð sam- komulagi við heimamenn í borginni Fallujah í Írak sem felur í sér að um- sátri um borgina verður aflétt. Meira en sjö hundruð manns, þar af rúm- lega sex hundruð Írakar, féllu í átök- um í Fallujah í síðustu viku en við- ræður höfðu staðið yfir um nokkurra daga skeið um hvernig stilla mætti til friðar í borginni. Forval vegna tónlistarhúss Ríkiskaup hafa auglýst forval á EES-svæðinu vegna byggingar, reksturs og hönnunar tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Afhenda á verkefnalýsingu í ágúst nk. og vitað er af áhuga fleiri en eins aðila. Dýrt eftirlit Heildarkostnaður samfélagsins vegna opinberra eftirlitsreglna er að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands allt að 12 milljarðar króna á ári. Þar af er kostnaður fyrirtækja rúmir sjö milljarðar. Talsmenn atvinnulífs- ins og verkalýðshreyfingarinnar telja mikilvægt að samhæfa og einfalda þetta eftirlit. Maradona veikur Diego Armando Maradona, einn þekktasti knattspyrnumaður sam- tímans, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, en Maradona fékk alvar- legt hjartaáfall í fyrrinótt. Líðan Maradona var í gærkvöldi sögð betri en hann var þó enn í öndunarvél. Flugvallargjaldi skipt upp Samkvæmt frumvarpi samgöngu- ráðherra verður flugvallargjaldi skipt upp í flugvallarskatt og þjónustu- gjald. Skatturinn leggst mismunandi á farþega, allt eftir því hvort þeir ferðast innanlands eða til útlanda. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Úr verinu 14 Viðhorf 32 Viðskipti 15 Minningar 33/39 Erlent 16/17 Brids 40 Minn staður 18 Bréf 42 Höfuðborgin 19 Myndasögur 42 Akureyri 20 Skák 43 Suðurnes 21 Dagbók 44/45 Austurland 22 Íþróttir 46/49 Landið 23 Leikhús 50 Daglegt líf 24 Fólk 50/53 Listir 25/26 Bíó 50/53 Umræðan 27/32 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UPPBYGGING á svonefndum flugvallarskatti breytist og verður í tvennu lagi, mismunandi á flugfarþega eftir því hvort þeir ferðast innanlands eða til útlanda, nái frumvarp samgönguráðherra um breytingar á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu verður gjaldinu skipt upp í tvennt. Annars vegar er um flugvallarskatt að ræða sem allir flugfarþegar greiða sem ferðast milli flugvalla hér á landi eða til útlanda og verður hann 382 kr. á hvern farþega. Jafnframt verður tekið upp þjónustugjald, svonefnt varaflugvallar- gjald að upphæð 598 kr. fyrir hvern farþega sem ferðast með flugvél héðan til annarra landa og er miðað við að sú gjaldtaka standi undir þeirri þjón- ustu sem veitt er. Samtals greiða því farþegar til útlanda 980 kr. og farþegar innanlands 382 kr. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar dóms EFTA- dómstólsins frá því í desember í fyrra þess efnis að óheimilt sé að hafa mismunandi farþegaskatta inn- anlands og milli landa. Var leitað álits Davíðs Þórs Björgvinssonar lagaprófessors af því tilefni og komst hann að þeirri niðurstöðu að því er fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu að heimilt sé að leggja á farþega gjöld hvort heldur er í innanlandsflugi eða millilandaflugi til að mæta sérstökum kostnaði sem leiði af veitingu þjónustu sem þeir njóti sem flugfarþegar. Skilyrði sé að gjaldið sé lagt á þá sem njóta þjónustunnar og samhengi sé milli kostnaðar við þjónustuna og fjárhæðar gjaldsins. Einnig sé heimilt að hafa gjöldin mismunandi há eftir því hvort um innanlandsflug eða millilanda- flug sé að ræða, enda sé samsvörun milli mismun- andi gjalda og mismunandi þjónustu sem þeir njóti sem gjaldið greiði og mismunurinn sé hóflegur og í samræmi við muninn á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þjónustuna. „Það er mat samgönguráðuneytisins að vara- flugvallakerfið sé nauðsynlegt til þess að haldið verði upp áreiðanlegu og öruggu millilandaflugi og kerfið sé þannig nauðsynlegur þáttur í þjónustu við þá sem ferðast í millilandaflugi. Á hinn bóginn er ljóst að fjárfesting, þjónusta og afgreiðslutími varaflugvallanna er langt umfram þörf innanlands- flugsins og miðast við varaflugvallarhlutverk þeirra fyrir stórar flugvélar,“ segir ennfremur í at- hugasemdum með frumvarpinu. Flugvallargjaldi skipt upp í flugvallarskatt og þjónustugjald Farþegar út greiða 980 kr. en innanlands 382 krónur JÓN í Belg fór á vatn á sunnudags- morgun til dorgveiða. Það var logn og ládeyða er hann ýtti úr vör vest- an undir Stekkjarnesi og hélt út að ísskörinni sem komin var upp undir Þorbjargarhólma. Þar keyrði hann bátinn fastan upp í skörina og sat lengi að dorginni, án þess að verða var, frekar en verið hefur svo oft í vetur. Alls engin tekja á dorg og sáralítil í net. Það tók að hvessa af suðvestri svo sem oft ber við og vatnið varð úfið og alda gerðist kröpp. Jón mátti hafa verulega fyrir því að koma bátnum aftur í vörina og binda hann þar. Hér hefur hann lokið við að binda bátinn. Hafn- armannvirki eru ekki merkileg á Stekkjarnesi, en þau hafa lengi dugað Belgjarbónda. Skarð er inn í hraunkambinn passandi fyrir stefni bátsins, en ísabroddur rekinn í jörð er landfestan. Enginn stundar vatnið fastar hér um slóðir en Jón Aðalsteinsson 78 ára gamall. Þótt afrakstur sé lítill er ekki gefið eftir í lífsbaráttunni. Vinnusemi og sjálfsbjargarviðleitni halda honum ungum í anda. Morgunblaðið/BFH Jón er sínum hnútum kunnugastur Mývatnssveit. Morgunblaðið. FJÖGUR þeirra fimm skotvopna sem stolið var úr heimahúsi í Grinda- vík þriðjudaginn 13. apríl fundust á sunnudag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík sem rann- sakar málið. „Við erum himinlifandi og auðvitað afskaplega ánægðir með þetta,“ segir Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi í Keflavík. Vopnin fundust á Reykjavíkur- svæðinu og standa vonir til að fimmta byssan komi einnig í leitirn- ar. Ekki er vitað hvort skotið hafi verið af byssunum, en rannsókninni miðar vel áfram. Ekki er hægt að upplýsa að svo stöddu um það hverj- ir tóku byssurnar, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Grindavík. „Við munum hefja aðgerðir í að skoða vörslu vopna hér á Suðurnesj- um 15. maí og fram að því gefst mönnum kostur á að koma sínum málum í lag. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð á þessar aðgerðir,“ Sem dæmi nefnir Ásgeir að byssu- sali nokkur sem hann hringdi í á dög- unum hafi vart mátt vera að því tala við hann vegna annríkis við að selja byssuskápa. Auk skotvopnanna fjög- urra hafðist einnig uppi á skotvopni á höfuðborgarsvæðinu sem stolið var úr heimahúsi í Keflavík í desember 2003, en úr því máli voru tvö skot- vopn notuð til ráns sem framið var í verslun Bónuss í Kópavogi í desem- ber. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins sem miðar vel og hefur notið aðstoðar lögreglunnar í Reykjavík við rannsóknina Lögregla finnur skotvopn úr innbrotum í Grindavík og Keflavík Himinlifandi með skotvopnafundinn FRÁ því Hitaveita Reykjavíkur tók til starfa og fram til loka ársins 2002 hefur hún sparað viðskipta- vinum sínum um 580 milljarða króna að núvirði miðað við 4% ávöxtun og að þeir hefðu að öðrum kosti hit- að hús sín með gasolíu. Þetta kom fram í er- indi sem Jó- hannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri, flutti á aðalfundi Jarðhitafélags Íslands á dögunum. Jóhannes rakti þróunarsögu borholudælna Hitaveitu Reykja- víkur í erindi sínu og sagði virkjun jarðhitans hafa bætt hag þeirra sem hefðu getað nýtt sér þá auð- lind og hefur Jóhannes lagt mat á þennan sparnað. Frá því Hitaveita Reykjavíkur hefði tekið til starfa og fram til loka ársins 2002 hefði beinn sparnaður viðskiptavina numið 270 milljörðum króna miðað við að þeir hefðu hitað hús sín með gasolíu. Núvirði þessa sparnaðar miðað við aðeins 4% ávöxtun næmi því um 580 milljörðum króna. Þá sagði Jóhannes að beinn sparn- aður hitaveitunotenda í Reykjavík og nágrenni hefði numið um fimm- tán milljörðum króna á ári síðast- liðin þrjú ár. Fram kom í erindi Jóhannesar að gengið væri út frá því að Hita- veita Reykjavíkur hefði tekið til starfa 1. desember árið 1943 þegar fyrsta húsið, Hnitbjörg Einars Jónssonar myndhöggvara, hefði verið tengt veitunni. Sjálfur var Jóhannes hitaveitu- stjóri í Reykjavík frá árinu 1962 til ársins 1987 eða í aldarfjórðung. Hitaveitan hefur sparað 580 milljarða Jóhannes Zoëga ELDUR kviknaði í barnaherbergi í íbúð við Írabakka á níunda tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðið fór á stað- inn og gekk greiðlega að slökkva eld- inn. Tveir voru fluttir á sjúkrahús, kona á sjötugsaldri og sjö ára dreng- ur, til eftirlits. Eldurinn var bundinn við barnaherbergið og var reykkaf- ari sendur inn til að slökkva hann og gekk það mjög vel, en herbergið er mikið skemmt. Talið er að eldurinn hafi kviknað við fikt barna með kveikjara og að neisti hafi fyrst kom- ist í dótakassa. Eldur í barnaherbergi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.