Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 11

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 11
BÓKAÞING – 2004 Iðnó Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 13.00 Þingsetning Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. 13.05 Þýðinguna eða lífið? Rúnar Helgi Vignisson 13.30 Bókin á skjánum Sigurður Valgeirsson Pallborð: Sigurður Valgeirsson og fulltrúar fjölmiðla. 14.40 Hefur spennusagan engin landamæri? Niccolò Ammaniti og Katrín Jakobsdóttir skiptast á skoðunum. 15.10 Hnignar bóklestri? Þorbjörn Broddason gerir grein fyrir niðurstöðum á könnun á fjölmiðla- og frístundavenjum íslenskra ungmenna. Pallborð: Þorbjörg Broddason og fleiri. 16.00 Þingslit Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands Íslands. Þingforseti: Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI Kl. 16.00 – 18.00 Upplestur 9. bekkinga. BÓKASAFN GRINDAVÍKUR Kvenfélagshúsinu Grindavík Kl. 17.00 Þórarinn Eldjárn rithöfundur les úr eigin verkum. Barnakórinn og nokkrir nemendur úr Grunnskólanum og Tónlistarskólanum skemmta með upplestri, tónlist og söng. EDDA ÚTGÁFA Hótel Borg Kl. 20.00 - 23.00 Skáldamessa Eddu á Hótel Borg. Allir helstu rithöfundar landsins koma fram og lesa úr verkum sínum. Vika bókarinnar 20. - 26. apríl Alla vikuna Bókasafn Bolungarvíkur „Létti spurningaleikurinn“ verður vikuna 20. - 26. apríl. Leikurinn verður þannig að safngestir fá spurningar úr íslenskum barnabókum eða um þær, svörin sett í kassa og svo verður dregið úr réttum svörum og bókarverðlaun veitt. Bókasafn Grindavíkur Bókavikuna verða sérstök bókamerki afhent með öllum útlánum og þeir sem komnir eru fram yfir skiladag þessa viku fá ekki sekt. Þá verður vakin athygli á íslenskum sakamálasögum, bæði gömlum og nýjum. Gleðilega bókaviku! Bókasafn Reykjanesbæjar Haldið verður upp á Viku bókarinnar í ár með því að setja sögubrot úr íslenskum skáldsögum í heitu pottana við sundlaugar bæjarins. Einnig verður sett upp sýning á íslenskum skáldverkum í safninu. Að lokum fá öll 2ja ára börn í bænum afhenta íslenska bók að gjöf frá EDDU - útgáfu en gjöfin er hluti af lestrarmenningarverkefni sem er í gangi í bænum. Bókaútgefendur Síðustu ár hafa bókaútgefendur í vaxandi mæli gefið út nýjar bækur í Viku bókarinnar og einnig endurútgefið nýjar eða nýlegar bækur í kiljum. Bókaunnendur hafa tekið þessari úgáfu vel og góð stemmning hefur myndast í kringum þessa vorbókaútgáfu. Í ár munu einnig koma út fjölmargar nýjar bækur bæði þýddar og íslenskar sem án efa verða áberandi í bókaverslunum í Viku bókarinnar. Bókaverslanir Bókin Tuttugasti og þriðji apríl sem kemur út í tilefni Viku bókarinnar 2004 er gefin viðskiptavinum sem kaupa bækur fyrir 1500 krónur eða meira þessa viku. Margvísleg tilboð verða á barna- og unglingabókum og íslenskum skáldsögum í bókabúðum. Í bókabúðum Máls og menningar og Pennanum - Eymundsson verður glæpasögumarkaður með íslenskum og erlendum glæpasögum. Myndskreytingar úr bókum Sigrúnar Eldjárn verða sýndar á Laugavegi, í Austurstræti, Kringlunni og Smáralind. Einnig verða tilboð á íslenskum skáldsögum, glæpasögum og bókum Sigrúnar Eldjárn. Dagskrá Borgarbókasafns Reykjavíkur í Viku bókarinnar Íslenskar skáldsögur verða í brennidepli í öllum söfnum Borgarbókasafns í Viku bókarinnar og verður mismunandi áhersla milli safna. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf um val á lesefni fyrir börn í öllum söfnunum út vikuna. Aðalsafn, Tryggvagötu 15: Hvað les ungt fólk? Unglingar velja uppáhaldsbækurnar sínar. Gestum á öllum aldri verður einnig boðið að stilla út uppáhaldssögum sínum frá bernsku- og unglingsárunum. Ársafn, Hraunbæ 119: Vakin er athygli á fjölhæfum kvenrithöfundum sem skrifað hafa ljóð, leikrit, barnabækur, skáldsögur og fleira. Borgarbókasafnið í Gerðubergi: Hróður íslensku skáldsögunnar! Íslenskar skáldsögur hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar í gegnum tíðina, bæði hér heima og erlendis. Höfundum þeirra og verðlaunabókum er sérstakur sómi sýndur þessa vikuna. Foldasafn í Grafarvogskirkju: Skáldsögur höfunda sem fæddir eru fyrir lýðveldisstofnun. Útstillingar verða á bókum ásamt kynningum á völdum höfundum. Boðið verður upp á „blint útlán“ á skáldsögum höfunda þessarar kynslóðar. Kringlusafn: Svipast um í hverfinu. Fuglaverkefni frá leikskólanum Hamraborg verður til sýnis og börn þaðan, sem eru fastagestir á safninu, koma í heimsókn miðvikudaginn 21. apríl kl. 10 og skemmta gestum með fuglasöngvum. Farfuglar í formi bóka verða til sýnis, þ.e. brot af þýddum skáldsögum tveggja rithöfunda úr hverfinu, þeirra Einars Kárasonar og Vigdísar Grímsdóttur. Sólheimasafn, Sólheimum 27: Sjónum er beint að íslenskum skáldsögum sem hafa verið kvikmyndaðar. Einnig gefst gestum kostur á að velja þá íslensku skáldsögu sem þeir vildu helst sjá kvikmyndaða. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Glæpaverk: Skyggnst inn í glæpaveröld Arnaldar Indriðasonar á sýningu í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík. Sýning um bækur Arnaldar sem og yfirlit yfir ævi hans og störf. Bækur hans fá líf með ljósmyndum og sýndir verða munir sem koma fyrir í bókunum. Litið verður á umfjallanir um bækurnar, verðlaun sem Arnaldur hefur hlotið og hægt verður að hlusta á sögurnar á hljóðsnældu. Lögreglan verður með leiðsögn um sýninguna og geta hópar skráð sig með dags fyrirvara í Gerðubergi í síma 5757700 eða á gerduberg@gerduberg.is. Sjá nánar um leiðsögn á www.gerduberg.is Sýningin stendur frá 17. apríl til 9. maí 2004. Heiti potturinn! Allir pottverjar á sundstöðum borgarinnar geta lesið ljóð Þórarins Eldjárns úr Óðhalaringlu í boði Eddu útgáfu. Lóðið Afhent í Viku bókarinnar Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta 2003. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru afhent. Sigurskáldið, ljóðakeppni Eddu og Fréttablaðsins Yfir 150 ljóð bárust í þessa vinsælu keppni sem mun verða áberandi á síðum Fréttablaðsins í Viku bókarinnar og ljúka með útnefningu sigurvegarans á degi bókarinnar 23. apríl. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eddu útgáfu á slóðinni www.edda.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.