Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 15 ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum hækkaði um 0,6% frá febrúar til mars en á sama tíma hækkaði vístitalan á Íslandi um 0,7%. Frá marsmánuði í fyrra til sama mánaðar í ár var verðbólgan 1,5% að meðaltali í EES-ríkjunum, 1,7% á evrusvæðinu og 1% á Íslandi, mælt með samræmdu vísitölunni, að því er kemur fram í frétt frá Hagstofu Ís- lands. Mest var 12 mánaða verðbólga á EES-svæðinu 2,9% í Grikklandi og 2,3% á Ítalíu. Verðhjöðnun um 0,4% mældist í Noregi og Finnlandi og 0,1% í Sviss. Þess utan mældist minni verðbólga en á Íslandi einungis í Danmörku og Svíþjóð, þ.e. 0,4% og engin verðbólga mældist í Japan. Verðbólgan hér minni en í EES-ríkjum ● DANMÖRK er það land í heiminum sem komið er lengst í rafrænum við- skiptum. Bretland er í öðru sæti og þar næst á eftir koma Svíþjóð, Nor- egur og Finnland. Þetta eru nið- urstöður athugunar rannsóknarfyr- irtækis breska blaðsins Economist, (e. Economist Intelligence Unit, EIU). Frá þessu er greint á vefsíðu BBC. Ísland er ekki á lista EIU en í frétt á vefsíðu danska viðskiptablaðsins Børsen segir að athugunin nái ein- ungis til 64 stærstu efna- hagskerfa heims- ins. Við niðurröðun á lista EIU er tekið mið af fjölmörgum þáttum er varða upplýsingatæknina, s.s. fjölda einka- tölva, nettenginga í heimahúsum og stefnu stjórnvalda í upplýsingatækni. Danmörk færist upp um eitt sæti á lista EIU yfir þau lönd sem lengst eru komin í rafrænum viðskiptum, var í öðru sæti á síðasta ári. Þá var Sví- þjóð hins vegar í fyrsta sætinu en er nú í því þriðja. Bretland færist einnig upp um eitt sæti, úr þriðja sæti í ann- að. Noregur hækkar hins vegar úr sjö- unda sæti í það fjórða og Finnland hækkar úr sjötta sæti í fimmta. Bandaríkin lækka hins vegar úr þriðja sæti í fyrra í sjötta sæti í ár. Þar á eftir koma Singapore, Holland, Hong Kong og Sviss. Danmörk fremst í raf- rænum viðskiptum ● ÞAÐ er engin deila um flutning símanúmera Íslandsbanka frá Og Vodafone til Símans, en viðræður hafa staðið yfir um hvernig ljúka eigi samningum milli Og Vodafone og Ís- landsbanka, segir Pétur Pétursson, forstöðumaður hjá Og Vodafone. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu um helgina ákvað Póst- og fjarskipta- stofnun á föstudag að beita Og Voda- fone 100.000 króna dagsektum ef ekki yrði búið að flytja númerin á há- degi í gær. Pétur segir að tillaga liggi á borðinu um það hvernig ljúka skuli viðskiptasambandi fyrirtækisins við Íslandsbanka og í þeirri trú að sú til- laga verði samþykkt hafi tilmæli verið gefin um það hjá Og Vodafone síðdeg- is í gær að flytja númerin. Pétur segir íhlutun Póst- og fjar- skiptastofnunar hafa verið sér- kennilega og með öllu ótímabæra, þar sem viðskiptasamband hafi verið milli þessara tveggja félaga. Hann segir þetta sérstaklega sérkennilegt þar sem sambærilegt mál frá Og Vodafone hafi legið hjá Póst- og fjar- skiptastofnun í hálft ár óafgreitt. Með hliðsjón af þessu sé um grófa mis- munun að ræða við afgreiðslu sam- bærilegra mála. Ekki deilt um númeraflutninginn EKKI liggur fyrir hvort danskir líf- eyrissjóðir muni fjárfesta á Íslandi í náinni framtíð, en ekkert er því til fyrirstöðu. Þetta segir Flemming Skov Jensen, forstjóri danska lífeyr- issjóðsins, Lønmodtagernes Dyr- tidsfond. Hann segir að meirihluti fjárfestinga flestra danskra lífeyris- sjóða verði að öllum líkindum erlend- is er fram líða stundir. „Hvort sjóðirnir munu fjárfesta á Íslandi ræðst af því hve öruggar slík- ar fjárfestingar eru og að sjálfsögðu af því hvað þær gefa af sér,“ segir Jensen. „En þetta kemur vel til greina og ég er kominn til Íslands vegna þess að ég hef áhuga, og ég veit að aðrir sjóðir hafa einnig sýnt áhuga. Ekkert liggur þó fyrir um fjárfestingar þess sjóðs sem ég veiti forstöðu á Íslandi á þessari stundu.“ Jensen flutti erindi um fjárfest- ingarstefnu Lønmodtagernes Dyr- tidsfond, með sérstaka áherslu á er- lendar fjárfestingar sjóðsins, á hádegisfundi Dansk-íslenska versl- unarráðsins í gær. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að lífeyrissjóðurinn hefði ver- ið stofnaður árið 1980 til þess að ávaxta verðbætur á laun á tímabilinu 1977–1979, sem hefðu verið frystar sem liður í aðhahaldsaðgerðum dönsku ríkisstjórnarinnar á þeim tíma. Sjóðurinn er nú sá stærsti í Danmörku með heildareignir upp á um 54 milljarða danskra króna, sem Ekkert því til fyrirstöðu að fjár- festa á Íslandi Forstjóri stærsta lífeyrissjóðs Dan- merkur segist vilja kynna sér mögu- legar fjárfestingar hér á landi svarar til um 630 milljarða íslenskra króna. Í upphafi hafði sjóðurinn um 7,7 milljarða danskra króna, segir Jensen, og til þessa hefur sjóðurinn greitt út til lífeyrisþega um 23,5 milljarða danskra króna. Norex-samstarfið gott Jensen sagði næsta víst að Norex- samstarfið, sem Kauphöll Íslands er aðili að, sé gott fyrir Ísland, sem þurfi á erlendum fjárfestingum að halda. Samstarfið gefi vissulega góða möguleika á því að erlendir fjárfestar fjárfesti á Íslandi, og vel sé hugsanlegt að danskir lífeyris- sjóðir verði þar á meðal. Jensen hefur áður kynnt sér hugs- anlegar fjárfestingar á Íslandi því hann var á meðal þeirra u.þ.b. eitt hundrað dönsku fjárfesta sem mættu á fjárfestingarráðstefnu um íslenska hlutabréfamarkaðinn, sem haldin var í Danmörku í október á síðasta ári að undirlagi Dansk-ís- lenska verslunarráðsins. Morgunblaðið/Sverrir Kemur til greina Fleming Skov Jensen, forstjóri stærsta lífeyris- sjóðs Danmerkur, segir vel koma til greina að fjárfesta á Íslandi. JIM Cantalupo, forstjóri og stjórn- arformaður McDonald’s, lést gær- morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var sextugur að aldri. Canta- lupo var staddur í Orlando á Flórída þar sem haldin er ráðstefna eigenda og stjórnenda McDonald’s-staða víðs vegar um heim. AP-fréttastofan greindi frá þessu. Reuters-fréttastofan greindi frá því í gær að Charlie Bell, rekstr- arstjóri fyrirtækisins, hefði verið ráðinn forstjóri í stað Cantalupo. Cantalupo tók við starfi forstjóra McDonald’s í janúar 2003 og hefur honum einkum verið þakkað að fyr- irtækið hefur breytt um ímynd og leggur meiri áherslu á heilsufæði auk þess sem fjármál keðjunnar hafa breyst til hins betra. Kom eins og reiðarslag Jón Garðar Ögmundsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Pizza Hut og Hard Rock Café, sem hefur gert kauptilboð í fyrirtækið Lyst ehf., sem rekur McDonald’s hér á landi, er staddur á ráðstefnunni í Orlando ásamt Birni Ingimarssyni, rekstr- arstjóra fyrirtækisins. Hann segir að andlát Cantalupo hafi komið eins og reiðarslag yfir þátttakendur á ráð- stefnunni og sett allt úr skorðum. Öllum dagskrárliðum ráðstefnunnar í gær hafi verið aflýst. Hún haldi þó áfram í dag en hún stendur til fimmtudags. Segir hann að þátttak- endur séu á bilinu 12 til 14 þúsund. Að sögn Jóns Garðars var Canta- lupo að koma úr baði í gærmorgun þegar hann fékk hjartaáfall, að því er talið er. Hann segir að allir séu hissa á því sem gerst hafi því að Cantalupo hafi verið kominn á lygn- an sjó eftir mikinn hamagang á síð- asta ári. Hann hafi verið að fá verð- laun fyrir framúrskarandi árangur í starfi enda hafi tekist að snúa fyr- irtækinu algjörlega við. „Nú hefði Cantalupo því átt að vera að upp- skera fyrir erfiði síðasta árs, en þá gerist þetta,“ segir Jón Garðar. Á ráðstefnu McDonald’s er verið að kynna helstu nýjungar hjá keðj- unni og fjalla um hvernig hægt er að fylgja eftir þeim viðsnúningi sem orðið hefur í rekstrinum. Um 30 þúsund veitingahús eru rekin í rúmlega 100 löndum undir merkjum McDonald’s og um 47 milljónir manna snæða þar á hverj- um degi. Forstjóri McDonald’s lést úr hjartaáfalli ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI FJÁRFESTINGARSTEFNA Burð- aráss, Kaldbaks og Straums er óljós, að mati greiningardeildar Íslands- banka, því ekki liggur fyrir í hvernig verkefni verður ráðist í erlendis, hvaða atvinnugreinar koma til greina eða í hvaða löndum. Deildin telur að of miklar væntingar séu bundnar við nýtingu handbærs fjár félaganna eftir sölu margra stórra eignarhluta síð- ustu misseri. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir þannig: „Að mati Greiningar ÍSB eru væntingar bundnar við nýtingu þess handbæra fjár umfram forsendur og hefur skapast óeðlilegt yfirverð á peningum í verðlagningu Straums, Kaldbaks og Burðaráss. Við slíkar að- stæður er hætta á að dragi úr vænt- ingum fjárfesta og gengi félaganna lækki ef bið verður á því að þau ráðist í stærri fjárfestingar. Einnig er hætta á að félögin ráðist í áhættumeiri verk- efni en ella til að bregðast við auknum væntingum til þeirra.“ Stefnan skilgreind vítt Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir fjár- festingarstefnu félagsins skilgreinda mjög vítt. Hann segir innlendan markað það lítinn að fjárfestingar- félögin geti tæplega skilgreint sig t.d. eftir atvinnugreinum. Hvað varðar erlendan markað seg- ir Eiríkur að Kaldbakur vilji ekki ein- skorða sig um of á meðan fyrstu skrefin eru tekin þar. Menn vilji skoða sig aðeins um til að byrja með en líkt og áður hafi komið fram sé fé- lagið að skoða fjárfestingartækifæri í Evrópu. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums Fjárfestingarbanka, segir greiningu ÍSB á fjárfestingarfélögum ekki eiga við um Straum. Straumur sé ekki lengur fjárfestingarfélag heldur fjárfestingarbanki sem veitir alhliða fjármálaþjónustu. Starfsemi Straums var breytt um síðustu áramót. Hann segir Straum vera annað fé- lag en það var og starfsemi bankans fjölþættari en áður. Starfseminni sé skipt í þrjú tekjusvið; verðbréfasvið, fyrirtækjasvið og lánasvið. „Starf- semi Straums er lík starfsemi ann- arra fjárfestingarbanka og fjárfest- ingarbankahluta viðskiptabankanna. Varðandi umræðu um yfirverð eigna þá er það mín skoðun að hún á við um fyrirtæki sem verið sé að leysa upp og ætla að hætta rekstri,“ segir Þórður. Friðrik Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Burðaráss, segist telja að félag- ið hafi gefið stóru myndina af því hvert það stefni. „Það þarf líka að hafa í huga að það er svolítið snúið fyrir fjárfestingarfyrirtæki að segja nákvæmlega hverjar áherslurnar eru, bæði vegna breytilegra markaðs- aðstæðna og vegna eðlis starfseminn- ar. Hvort eitthvað verður nánar gefið út varðandi stefnu félagsins leiðir tíminn í ljós,“ segir Friðrik. Greiningardeild Íslandsbanka um Straum, Kaldbak og Burðarás „Óljós fjárfest- ingarstefna“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.