Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 21

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 21 • SMÁTRAKTORAR ásamt úrvali tengitækja • SLÁTTUTRAKTORAR • ÁSETUSLÁTTUVÉLAR REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 • AKUREYRI: Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi - Sími 461-1070 Grindavík | Grindavíkurbær og Grindavíkurhöfn færðu forseta Ís- lands málverk að gjöf þegar for- setahjónin heimsóttu hafnar- skrifstofuna í opinberri heimsókn til bæjarins síðastliðinn laugardag, í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því Grindavík fékk kaupstaðar- réttindi. Málverkið sýnir sjóbúðir við Gömlubryggju í Grindavík eins og þar var umhorfs um 1934 og báta eins og þá voru. Verkið málaði Linda Oddsdóttir eigandi hand- verkshússins Sjólistar í Grindavík. Fram kom í máli Sverris Vil- bergssonar hafnarstjóra við þetta tækifæri að saga hafnargerðar í Grindavík hefði hafist 1931 þegar fyrsta bryggjan var byggð. Upphaf hafnargerðar hefði síðan verið þeg- ar grafið var inn í Hópið og sagði Sverrir að enn væri unnið að hafn- argerðinni. Nú eru 67 skip af ýms- um stærðum og gerðum skráð með heimahöfn í Grindavík. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kvaðst ánægður með að fá málverkið. Því yrði fundinn staður á Bessastöðum enda hefði einmitt vantað þar mynd frá þessum tíma í sögu íslenskra sjávarplássa til að sýna gestum. Forseti Íslands kom við á hafnarskrifstofunum í Grindavík Fært málverk af sjóbúðum við Gömlubryggju Morgunblaðið/Sverrir Á hafnarskrifstofunni: Ólafur Ragnar Grímsson þakkar fyrir málverkið. Á bak við hann er listamaðurinn, Linda Oddsdóttir, þá Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri, Ólafur Örn Ólafsson og Dorrit Moussaieff. BOTNFISKAFLI báta frá Grinda- vík og Sandgerði er heldur meiri á vertíðinni í vetur, heldur en var í fyrra. Einkanlega á þetta við um línubátana. Bátarnir mega leggja að nýju klukkan 10 á morgun, miðviku- dag að loknu hrygningarstoppi. Heildarafli á land í Sandgerðis- höfn frá áramótum nemur nú rúmum 8.600 tonnum, þar af eru ríflega 1.300 tonn af ýsu komin á land og rúm 4.500 tonn af þorski. Heildarafli miðað við sama tíma í fyrra er ívið betri, en þá var hann 6.660 tonn. Að sögn Árna Sigurpálssonar, hafnar- varðar í Sandgerðishöfn, hefur ver- tíðin í vetur gengið ágætlega, eink- um hjá línubátunum. Um 40 smábátar gera út frá Sand- gerði á línu og einn stór 200 tonna línubátur, Kristinn Lárusson, sem hefur fiskað vel í allan vetur að sögn Árna. Þá hafa smábátarnir verið að koma með allt að 8 tonn að landi eftir hverja veiðiferð. Frá 1. apríl, eða þegar þorskveiðibann vegna hrygn- ingar hófst hefur hins vegar verið ró- legt yfir veiðum, en þó kom heima- togarinn Sóley Sigurjónsdóttir með fullfermi að landi í gær. Í Grindavík er þokkalegt hljóð í sjómönnum að sögn Sverris Vil- bergssonar hafnarstjóra, en rólegt er yfir veiðum í þorskstoppinu. Þó hafa stærri línubátar farið út fyrir lokuðu svæðin og fiskað ágætlega. Sverrir segir netavertíðina í vetur hafa gengið afleitlega þangað til rétt fyrir þorskstoppið, en línubátarnir hafa hins vegar veitt vel í allan vetur. Frá áramótum er búið að landa 46 þúsund tonnum af afla, þar af 8.100 tonnum af þorski. „Uppsjávaraflinn er mun minni en í fyrra en botnfisk- aflinn er ívið meiri og það virðist vera dálítil aukning í þorski,“ segir Sverrir, en ríflega 6.200 tonnum af þorski var landað á sama tíma í fyrra. Uppsjávarafli jókst töluvert eftir að innsiglingunni til Grindavíkur var breytt árið 1999 og segir Sverrir að menn hafi verið að sjá löndunartölur upp í 157 þúsund yfir árið, þar af uppundir 100 þúsund tonn af upp- sjávarafla. „Það er ekki hægt að segja annað en að þessi breyting hafi skilað sér eins og til var ætlast. Bát- unum fjölgaði reyndar ekki en frysti- togarar sem áttu hér heimahöfn en höfðu ekki landað hér, komu og hafa verið afgreiddir hér síðan. Þá hafa stóru uppsjávarskipin komið hingað til hafnar.“ Góð vertíð hjá línubátum Höfnin tapaði 164 milljónum | Liðlega 164 milljóna króna tap varð af rekstri Reykjaneshafnar á árinu 2003. Kemur það fram í reikn- ingum hafnarinnar sem staðfestir hafa verið í atvinnu- og hafnarráði. Samkvæmt reikningunum eru rekstrartekjur tæplega 80 milljónir og rekstrargjöld tæpar 77 millj- ónir. Til viðbótar rekstrargjöldum koma til frádráttar afskriftir upp á 34 milljónir, önnur gjöld upp á 22 milljónir og fjármagnsgjöld upp á 92 milljónir. Tap ársins er því 164 milljónir.    Handteknir með fíkniefni | Lögreglan í Keflavík handtók tvo menn rétt fyrir klukkan eitt að- faranótt sunnudags þar sem þeir óku í bíl á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg. Reyndust þeir hafa 42 ætlaðar e-pillur og sjö grömm af ætluðu amfetamíni í fór- um sínum. Lögregla lagði hald á efnið og handtók mennina. Þeir voru yfir- heyrðir á sunnudag og látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ráða Brynju Árnadóttur kennara sem skólastjóra Myllubakkaskóla í Keflavík. Staðan var auglýst í vet- ur og sóttu sjö um. Auk Brynju voru það Björgvin Þór Þórhalls- son, Björn Víkingur Skúlason, Daði V. Ingimundarson, Leifur Ís- aksson, Sigurður Þ. Ingimundar- son og Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir. Ráðning Brynju var ákveðin með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði en tveir fulltrúar Sam- fylkingarinnar vildu ráða Björn Víking Skúlason. Brynja hefur starfaði við Myllu- bakkaskóla frá árinu 1963 og gegnt stöðu skólastjóra ásamt Sig- urði Ingimundarsyni liðinn vetur eftir fráfall Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra.    Ráðin skólastjóri Myllubakkaskóla Reykjanesbær | Handverkssýning verður haldin í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík dagana 15. og 16. maí næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Er þetta þriðja handverkssýningin sem Reykjanes- bær stendur fyrir. Ætlunin er að fá alla þá sem vinna við listir og handverk á Reykjanesi, íbúa í Reykjanesbæ, einstaklinga og félagasamtök, Vogabúa, Grindvíkinga, Sandgerð- inga, Garðbúa og einnig nágranna okkar á Keflavíkurflugvelli til að sameinast um eina stóra sölusýn- ingu áðurnefnda helgi, segir í frétt á vef Reykjanesbæjar. Sýnendur annars staðar af landinu eru vel- komnir svo framarlega sem nægt rými er, en heimamenn verða látnir ganga fyrir. Framkvæmd sýning- arinnar verður á svipaðan hátt og áður og áhersla lögð á að gera þetta á sem ódýrastan hátt til að greiða fyrir aðkomu sem flestra. Menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar óskar eftir að áhugafólk skrái sig til þátttöku fyrir 23. apríl. Sýning á handverki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.