Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 24

Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ U pphaflega planið hjá mér fólst í því að vera sjúkraliði á veturna og húsamálari á sumrin. Ég útskrifaðist sem sjúkraliði nítján ára gömul, en síðan eru liðin tuttugu ár og sé ég nú loks- ins fyrir endann á málaranáminu. Svo virðist sem planið sé að ganga upp,“ segir Ólafsfirðingurinn María Bára Hilmarsdóttir, sem stefnir að því að taka sveinspróf frá mál- aradeild Iðnskólans í Reykjavík um mánaðamótin maí/júní, en að hennar sögn eru um átta íslenskar konur nú starfandi sem lærðir húsamálarar. María Bára er nú búsett í Kópa- vogi ásamt eiginmanni, Sigurgeiri Baldurssyni, og tveimur dætrum, Kristrúnu 10 og Sylvíu 13 ára. Hún komst á samning hjá Gunnari Erni Guðmundssyni, málarameistara í Kópavogi, eftir ábendingar ná- granna og settist svo á skólabekk í málaradeildinni haustið 2003 ásamt annarri konu og 22 karlmönnum. „Ég var svakalega kvíðin fyrst, en sá ótti var ástæðulaus og það kom fljótt í ljós. Ég hélt nefnilega að ég yrði þarna alein í mínu horni, komin vel á fertugs- aldur með eintóm- um unglin- spiltum, en ég hef bara verið ein af strákunum frá byrj- un. Mórallinn í hópnum varð strax góður og við ræð- um saman um heima og geima. Fátt er okkur óviðkomandi og ég fæ stundum að heyra margar fjörugar djamm- og stefnu- mótasögur hjá ungu strákun- um.“ Magnaðar mömmur María Bára segir að áhuga sinn á húsamálun megi rekja til föður hennar, Hilmars Tryggvasonar, sem sé málarameistari á Ólafsfirði. „Á unglingsárunum vann ég með hon- um í fimm sumur þannig að ég vissi svo sem að hverju ég gekk. Líklega hafa karlagenin öll farið í mig, en ég á einn bróður, sem tekur helst ekki upp pensil ótilneyddur. Hann er hins vegar menntaður garðyrkjufræð- ingur og hefur sömuleiðis miklu meira gaman af heimilis- og eldhús- störfum en ég. Mér leiðast yfirleitt heimilisstörf sé baksturinn und- anskilin.“ Knattspyrnuáhugi hef- ur aftur á móti fylgt húsmóðurinni lengi og æfir hún nú knatt- spyrnu með mæðrum fótboltabarna í HK undir formerkjunum „Magnaðar mömmur“, en dæturnar tvær fengu sömuleiðis þessi fótboltagen móðurinnar. María Bára segist ekki í bili hafa hugsað sér að fara út í meistaranám í framhaldi af sveinsprófinu, heldur hyggst hún starfa áfram hjá meist- aranum sínum Gunnari Erni. „Meistaranám kitlar þó smávegis þó mig langi ekkert sérstaklega út í fyr- irtækjarekstur. Mér fyndist of ótryggt að reka eigið fyrirtæki, en vildi gjarnan geta staðið í tilboðs- gerð og slíku stússi.“ Fagvinna alla leið Spurð um hvaða viðtökur hún fái hjá kúnnunum sem kona, svarar hún því til að kynferðið vinni yfirleitt með sér fremur en hitt. „Fólk er frekar hissa þegar ég mæti í mál- aragallanum, en yfirleitt eru allir já- kvæðir í minn garð þó að vinnu- brögðin séu vandlega tekin út og skoðuð í upphafi verks. Ég man að- eins eftir einu tilviki, þar sem ég fékk neikvæðar athugasemdir, en þá var ég að mála í blokk fyrir eldri borgara. Það hnussaði eitthvað í gamalli konu þegar ég mætti og hún sagði við hinar: „Fá karlmennirnir nú orðið ekki einu sinni að halda þessu út af fyrir sig?““ María Bára segist núorðið sjá það mjög fljótt út hvort hús hafi verið máluð af fagmönnum eða ekki. Ósjálfrátt rúlli hún augunum upp í litasamskeyti og á skurði í kringum hurðir og glugga, komi hún inn í ný hús. „Það er ömurlegt þegar fólk hefur eytt miklum fjármunum í hönnun og arkitektavinnu, en tekur svo þann pólinn í hæðina að mála sjálft í stað þess að halda sig við fag- vinnuna alla leið.“ Spurð út í tískulitina í ár, svarar María Bára því til að tískustraum- arnir virðist kalla á ljósar línur. „Gráir tónar hafa verið inni að und- anförnu, en núna er grái liturinn að- eins að gulna og verða brúnleitari auk þess sem dempaðir litir í gráu, grænu og brúnum tónum eru að verða svolítið áberandi.“ Málarastarfið er, eins og gefur að skilja, mjög frábrugðið fyrri starfs- vettvangi Maríu Báru, en fyrir utan það að vinnufélagarnir eru nú orðnir karlar í stað kvenna áður, fagnar hún því sérstaklega að vera nú loks- ins laus við vaktavinnuna. „Og í stað þess að vera áður sífellt í sömu rút- ínunni, býður málarastarfið upp á talsverða fjölbreytni því ég er alltaf að fara á nýja staði til að sinna nýj- um verkefnum.“  MENNTUN |Sjúkraliðinn söðlaði um og fór að læra húsamálun Tekin sem ein af strákunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagmaður að verki: María Bára Hilmarsdóttir segir að málarastarfið sé fjölbreytt. María Bára Hilm- arsdóttir hafði verið sjúkraliði í sextán ár þegar hún ákvað að nú væri kominn tími til að láta gamlan draum ræt- ast um að gerast húsa- málari. join@mbl.is SAMKVÆMT nýrri rannsókn í Bretlandi hafa margir sjúklingar sem greinst hafa með ristilkrabba- mein beðið með það í nokkurn tíma að leita læknis eftir að þeir urðu fyrst varir við einkenni. Aðeins 28% fóru í skoðun innan við mánuði eftir að einkenna varð vart, en 17% biðu í hálft ár eða lengur áður en þeir leit- uðu til heimilislæknis. Í Bretlandi er nú í gangi átak til að efla vitund um ristilkrabbamein. Það er þriðja algengasta tegund krabbameina í Bretlandi, en þar greinast um 35 þúsund ný tilfelli ár hvert og um 16 þúsund látast af völdum sjúkdómsins. Oft er unnt að lækna rist- ilkrabbamein ef það greinist nógu fljótt, en margir átta sig hins vegar ekki á einkennunum fyrr en það er um seinan. Meðal einkenna eru blæðingar úr endaþarmi, breytingar á hægðum, magaverkir og sú tilfinn- ing að maður þurfi að hafa hægðir þó þær hafi nýlega verið losaðar. Læknar hvetja fólk til að fara í skoð- un ef það finnur fyrir þessum ein- kennum, þó þau geti vissulega stafað af öðrum og hættuminni sjúkdóm- um.  HEILSA|Ristilkrabbamein Margir bíða með að leita læknis Reuters Á FJÓRÐA deginum þínum baðaði ljósmóðirin þig í fyrsta sinn. Þetta var fyrsta baðið þitt og því nokkuð stór stund. Pabbi þinn tók mynd og bróðir þinn, föðuramma og ég fylgd- umst líka öll spennt með. Þú stóðst þig eins og hetja og hefur notið þess síðan þá að fara í heitt og notalegt bað á morgnana. En ljósmóðirin gerði líka annað sem fór alveg með hjartað í mér. Hún tók blóðprufur úr hælnum á þér og þú grést sáran all- an tíman. Ég held reyndar að ég hafi grátið jafnmikið, það runnu milljón tár við að horfa á þig og ég var fljót að grípa þig í fangið um leið og ljósmóðirin var búin. Ljós- móðirin huggaði mig reyndar með því að segja að þetta væri viðkvæm stund fyrir flestar mæður og sagði að þú færir ekki í sprautu fyrr en eftir þrjá mán- uði. Á þessum fjórða degi þínum fannst mér heil eilífð þar til þú yrðir þriggja mánaða. Þegar að þessu kom, velti ég því fyrir mér hvort ég ætti hugsanlega að reyna að fresta tímanum. Ég harkaði af mér, lét tímasetninguna standast og hringdi daginn áður í vinkonu mína. „Hvern- ig verða þau eftir fyrstu sprautuna?“ „Þau fá í mesta lagi einhvern hita og pirring en það gengur bara yfir um nóttina,“ svaraði hún, sem var reyndar nákvæmlega það sama og ég hafði lesið mér til um í bækl- ingnum um bólusetningar. Mamma sagði að ég hefði orðið rosalega veik eftir hverja sprautu, fengið hita og hitakrampa og hún vakað yfir mér alla nóttina og þessi veikindi mín hafi orðið til þess að þeir þorðu ekki að láta mig fá allar sprauturnar sem ég átti að fá. Þegar við vorum komn- ar í bólusetningarskoðunina sagði ég hjúkrunarfræðingnum frá þessari vökunótt minni með mömmu. Gæti þetta ekki þýtt að þar með færi sprautan eitthvað sérstaklega illa í þig? Við vorum búnar að taka prófið aftur og andleg líðan mín var greini- lega mun betri en þremur vikum áð- ur. Það eru náttúrlega rúmlega þrjá- tíu og þrjú ár síðan þetta var og lyfin hafa breyst og þróast svo mikið síð- an þá, sagði hjúkrunarfræðingurinn við mig til að sefa í mér óttann. Þeg- ar barnalæknirinn síðan sprautaði þig tók það svo fljótt af að hvorki ég né þú náðum að átta okkur á því þeg- ar hann stakk nálinni. „Hvorki móð- ir né dóttir fóru að gráta,“ sagði ég því við mömmu í símann um kvöldið. Til öryggis hafði ég keypt hitastill- andi stíla fyrir þig og mældi þig tvisvar eða þrisvar um kvöldið. Í eitt skiptið fannst mér eins og þú værir eitthvað aum eða lítil í þér, en sam- kvæmt mælinum varstu í góðu lagi og svafst líka eins og steinn alla nóttina.  DAGBÓK MÓÐUR Fyrsta sprautan Meira á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.