Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 26

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til- vitnun er. Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar. Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10 þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina Perlur í skáldskap Laxness. Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax- ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira. Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Getraunaleikur - Halldór Laxness - Kringlan 1, 103 Reykjavík „Yfirleitt orkaði nútímaskáldskapur á okkur einsog væri verið að klóra striga.“ GETRAUNALEIKUR - Halldór Laxness 1. tilvitnun: VIKA bókarinnar hefst í dag og stendur til mánudagsins 26. apríl. Yfirskrift vikunnar er að þessu sinni Íslenska skáldsagan en áfram er þemanu Börn og bækur veitt sérstök eftirtekt. Þetta er sjötta árið í röð sem Félag ís- lenskra bókaútgefenda hefur frumkvæði að skipulagn- ingu Viku bókarinnar en aðildarfélög Bókasambandsins hafa sameinast um Dag bókarinnar frá árinu 1996. Þungamiðja dagskrárinnar verður á Alþjóðadegi bók- arinnar og höfundarréttar, föstudaginn 23. apríl, sem einnig er fæðingardagur Halldórs Kiljans Laxness. Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur semur ávarp Dags bókarinnar og verður það flutt 23. apríl. Einnig verður efnt til Bókaþings í Iðnó á Degi bókarinnar. Dagskrá á Viku bókarinnar fer víða fram, m.a. í bóka- söfnum, bókabúðum, skólum, kaffihúsum. Félag ís- lenskra bókaútgefenda gefur út bókina Tuttugasta og þriðja apríl sem er smásagnasafn eftir ellefu rithöfunda og verður bókin gefin í bókabúðum til 26. apríl. Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin Lóð á vogarskál íslenskra bókmennta 2003. Þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru afhent. Allir pottverjar á sund- stöðum borgarinnar geta lesið ljóð Þórarins Eldjárn úr Óðhalaringlu í boði Eddu – útgáfu. Í Bókabúðum Máls og menningar og Pennanum- Eymundsson verður glæpasögumarkaður með íslensk- um og erlendum glæpasögum. Myndskreytingar úr bók- um Sigrúnar Eldjárn verða sýndar á Laugavegi, í Aust- urstræti, Kringlunni og Smáralind. Einnig verða tilboð á íslenskum skáldsögum, glæpasögum og bókum Sigrúnar Eldjárn. Íslenskar skáldsögur verða í brennidepli í öllum söfnum Borgarbókasafns og verða mismunandi áherslur milli safna. Einnig verður boðið upp á ráðgjöf um val á lesefni fyrir börn í öllum söfnunum út vikuna. Dagskráin í dag Aðalsafn, Tryggvagötu 15 Hvað les ungt fólk? Ung- lingar velja uppáhaldsbækurnar sínar. Gestum á öllum aldri verður einnig boðið að stilla út sínum uppáhalds- sögum frá bernsku- og unglingsárunum. Ársafn, Hraunbæ 119 Vakin er athygli á fjölhæfum kvenrithöfundum. Borgarbókasafn, Gerðubergi Íslenskum rithöfundum og verðlaunabókum þeirra verður sérstakur sómi sýndur þessa vikuna. Foldasafn í Grafarvogskirkju Skáldsögur höfunda sem fæddir eru fyrir lýðveldisstofnun. Útstillingar á bókum ásamt kynningum á völdum höfundum. Boðið er upp á „blint“ útlán á skáldsögum höfunda þessarar kyn- slóðar. Sólheimasafn, Sólheimum 27 Sjónum beint að ís- lenskum skáldsögum sem hafa verið kvikmyndaðar. Einnig gefst gestum kostur á að velja þá íslensku skáld- sögu sem þeir vildu helst sjá kvikmyndaða. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Skyggnst inn í glæpaveröld Arnaldar Indriðasonar á sýningu í sam- starfi við Lögregluna í Reykjavík. Sýning um bækur Arnaldar sem og yfirlit yfir ævi hans og störf. Lögreglan verður með leiðsögn um sýninguna og geta hópar skráð sig með dags fyrirvara í Gerðubergi í síma 5757700 eða á gerduberg@gerduberg.is. Jón forseti kl. 20 Í tilefni af viku bókarinnar efnir Skáldaspíran til smásagnaveislu á Jóni forseta, Að- alstræti. Höfundar smásagnasafnsins Tuttugasta og þriðja apríl lesa úr verkum sínum. Sólon kl. 20 Bókaútgáfan Salka stendur fyrir útgáfu- gleði í tilefni af útkomu bókarinnar Ótuktarinnar eftir Önnu Pálínu Árnadóttur. Anna Pálína les úr bókinni og spallar við áheyrendur. Vika bókarinnar Morgunblaðið/Þorkell REUMERT-verðlaunin, mikilvæg- ustu sviðslistaverðlaun Dana, voru afhent í fyrrakvöld en íslenski leik- arinn Kristján Ingimarsson var til- nefndur í tveimur flokkum. Kristján hlaut ekki verðlaunin að þessu sinni. Leikskáldið Astrid Saalbach hlaut verðlaunin fyrir besta leikritið fyrir Verdens ende, en hún hlýtur einnig Leikskáldaverðlaun Norðurlanda 2004 fyrir það leikrit. Danska leik- konan Charlotte Böving var tilnefnd fyrir túlkun sína á hlutverki í Ver- dens ende en hlaut ekki verðlaunin. Kristján var tilnefndur sem besti karlleikari í aukahlutverki fyrir túlk- un sína á Kalíban í Ofviðrinu eftir Shakespeare og sýningin Kunsten at dø (Listin að deyja) var tilnefnd sem athyglisverðasta leiksýning ársins, en Kristján samdi, leikstýrði og lék í henni ásamt Paolo Nani. Verkið Zir- kus Nemo – nu med neon, eftir Sør- en Østergaard, fékk verðlaunin. Kristján vann ekki til verðlauna Í SALNUM í kvöld kl. 20 verða tón- leikar í tónleikaröð Tónlistarskóla Kópavogs. Þetta eru fimmtu og síð- ustu tónleikarnir í tónleikaröðinni starfsárið 2003–2004 og er þetta fjórða árið sem kennarar skólans halda tónleika í Salnum í samvinnu við Kópavogsbæ. Er þess að vænta að framhald verði á starfseminni sem hefur mælst vel fyrir og orðið kennurum hvatning til dáða. Tón- leikar þessir hafa verið fernir til fimm ár hvert og á þessum vett- vangi hefur nemendum og aðstand- endum þeirra gefist kostur á að hlusta á kennara skólans og kynn- ast þeim betur sem listamönnum, en tónleikarnir eru annars opnir öllum. Í kvöld koma fram Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Arne Jørgen Fæø píanóleikari. Á tónleikunum verða flutt tvö af vin- sælustu verkum flautubók- menntanna, Sónata í D-dúr op. 94 eftir Prokofiev og Fantaisie eftir Gabriel. Einnig verða flutt tvö verk eftir tónskáld úr framvarðarsveit íslenskra tónskálda og sjö verk eft- ir nemendur í Tónveri Tónlistar- skóla Kópavogs: Þrjár andrár eftir Atla Ingólfsson, Sononymus fyrir flautu og tölvu eftir Hilmar Þórð- arson og verk eftir Alex Macneil, Bjargeyju Ólafsdóttur, Hrein Elías- son, Pál Ragnar Pálsson, Áslaugu Einarsdóttur, Tinnu Bjarnadóttur og Hauk Davíð Magnússon sem öll eru nemendur í Tónveri Tónlistar- skóla Kópavogs. Morgunblaðið/Ásdís Þau leika í kvöld: Berglind María Tómasdóttir og Arne Jørgen Fæø. Úr tónleikaröð kennara Á tónleikum í Hjallakirkju í Kópavogi í kvöld kl. 20.30 flytur kór kirkj- unnar Hátíðar- messu í A dúr op. 12 eftir Cés- ar Franck. Ein- söngvarar eru Kristín R. Sig- urðardóttir sópran, Gréta Jónsdóttir mezzo- sópran, Snorri Wium tenór og Gunnar Jónsson bassi. Lenka Mátéová leikur á orgelið, Elísabet Waage á hörpu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Stjórnadi er organisti kirkjunnar Jón Ólafur Sigurðsson. Franck samdi elsta hluta mess- unnar árið 1860 ári eftir að hann var ráðinn organisti og kórstjóri við hina þá tveggja ára gömlu St. Clotilde kirkju í París. Messan var frumflutt í kirkjunni 2. apríl 1861 undir stjórn höfundar og þá fyrir sópran, tenór og bassa ásamt stórri hljómsveit. Höfund- urinn umritaði síðan og endur- skoðaði mess- una mörgum sinnum. Kyrie, Gloria og Sanc- tus eru elstu hlutarnir. Árið 1872 frumflutti hann messuna i umritun þar sem orgel, harpa og selló og kontrabassi komu í stað hljómsveitarinnar. Í þessari gerð birtist í fyrsta sinn hin alþekkta og rómaða altaris- göngumótetta Panis angelicus sem upphaflega var orgelspuni við altarisgönguna í St Clotilde á jólanótt 1861. Á tónleikunum í Hjallakirkju verður flutt síðari breyting á verkinu þar sem búið er að bæta altrödd í kórinn. Altröddin er að hluta unnin úr tvískiptum tenór og sópran í upphaflegu gerðinni svo og úr hljóm orgelsins. Ekki er vitað til þess að messan hafi áður verið flutt í heild sinni hér á landi. Hátíðarmessa Césars Franck í Hjallakirkju Kristín R. Sigurðardóttir Snorri Wium 23. apríl nefnist bók sem gefin er út í tilefni af Degi bókarinnar. Í bók- inni eru birtar 11 nýjar sögur eftir jafnmarga ís- lenska höfunda. Það sem sögurnar eiga sammerkt er dagsetningin 23. apríl, auk þess sem höfundum var úthlutað ártali með það fyrir augum að bókin spannaði heila öld. Þannig hefst fyrsta sagan 1904 og sú síðasta tekur mið af 2004. Les- endum er látið eftir að greina fleiri þræði. Höfundar sagnanna eru: Krist- ín Helga Gunnarsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Gerður Kristný, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir, Ágúst Borg- þór Sverrisson, Hlín Agnarsdóttir, Ein- ar Örn Gunnarsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason. Útgefandi er Félag íslenskra bóka- útgefenda. Smásögur ♦♦♦ VÍNARKVÖLD í hádeginu er yf- irskrift síðustu hádegistónleika Óp- erunnar á vormisseri, sem haldnir verða í dag kl. 12.15. Á tónleik- unum flytja söngvararnir Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan Sig- urðarson baríton og Davíð Ólafsson bassi tónlist úr óperettum, m.a. Leðurblökunni, Sardasfurstynjunni og Kátu ekkjunni. Kurt Kopecky leikur á píanó. Hádegistónleikarnir standa í um 40 mínútur. Morgunblaðið/Ásdís Kurt Kopecky, Hulda Björk Garðarsdóttir og Snorri Wium. Vínarkvöld í hádeginu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.