Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 29 sem til einstak- . Á sama tlað er að hagsmuni nnar leik- tekið við. fylgt for- na þjóða fyrir op- em hefur úr skrif- mskiptum klinga og afnema irlitsregl- yggja að ngi ekki fsemi fyr- kjölfarið ð gerðar breyting- slandi og samþætta ssu sviði sem áður óánægju irtækja á di áhrifa erju leyti breyttra en með um hafa æfni fyr- r leitt til glna eru þess hafa að taka na til að ES-samn- amþykktu erfitt að reglna.“ að freista u á óbein- rgu gerða ráð fyrir að eftirlitsreglur drægju úr fram- leiðni fyrirtækja og þar með framleiðslu hagkerfisins. Þetta framleiðslutap gæti hafa verið 400–4.000 milljónir kr. á árinu 2002 og núvirt framleiðslutap framtíðarinnar yrði skv. þessu allt frá 8 til 77 milljarðar kr. Ábati af matvælaeftirliti meiri en kostnaðurinn „Ekki var lagt mat á heildar- ábata af eftirlitsreglum fyrir sam- félagið þar sem erfitt reyndist að fá gögn til að meta slíkt og meta ábatann til fjár. Í umfangsmikilli bandarískri rannsókn reyndist hins vegar heildarábati af eftir- litsreglum vera meiri en heild- arkostnaður og telja má líklegt að hið sama gildi um Ísland. Til að fá einhverja mynd af nettóábata af eftirlitsreglum var ákveðið að skoða matvælaeftirlit og bera ávinning af því saman við kostn- að. Ábati af matvælaeftirliti árið 2002 var metinn á 350–10.400 milljónir kr. en kostnaður á 600– 2.600 milljónir kr. Sterkar vís- bendingar eru því um að ábati af matvælaeftirliti sé umtalsvert meiri en kostnaðurinn, þótt dæm- ið geti snúist við ef notast er við lágt mat á áætluðum ábata og kostnaði. Í þessum samanburði er ekki tekið mið af þeim neikvæðu áhrifum sem slæmt matvælaeft- irlit getur haft í för með sér, til dæmis ef upp kemur víðtæk mat- arsýking eða aðrir sjúkdómar sem rekja má til lélegs eftirlits, og má í því sambandi nefna fugla- fárið í Asíu. Í skýrslunni voru einnig skoðuð áhrif þess að samþætta enn frek- ar matvælaeftirlit á Íslandi og byggt á tillögum um framtíðar- skipan opinbers matvælaeftirlits úr skýrslu ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur. Líklegt má telja að ávinningurinn af auk- inni samþættingu verði meiri en kostnaðurinn, sérstaklega til lengri tíma litið. Niðurstöður skýrslunnar gefa því til kynna að yfirvöldum beri að tryggja ákveðna félagslega og efnahags- lega hagsmuni með opinberum eftirlitsreglum þar sem ábati af þeim er yfirleitt meiri en kostn- aðurinn fyrir samfélagið í heild sinni. Hins vegar er brýnt að reynt sé að ná markmiðum eft- irlitsins fram á skilvirkan hátt þannig að hin neikvæðu áhrif eft- irlitsins á starfsemi hagkerfisins verði sem minnst,“ segir í nið- urlagsorðum skýrslu Hagfræði- stofnunar. á kostnaði og arfseminnar Morgunblaðið/Ásdís m í gær þar sem skýrsla Hagfræðistofnunar var ri Edwald, Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Hall- rbertsson og Þóra Helgadóttir. $%      & '       "$  '    45467 45847 45967 45647   ,5       !!" :;< =;6 8$;<; :$;==             !!            "     $  "    omfr@mbl.is Viðræður bænda og ríkis-ins um gerð nýs mjólk-ursamnings eru komnarþað langt að eðlilegt er að reyna að ljúka gerð samningsins fyrir vorið. Þetta segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssam- bands kúabænda. Hann segir að í viðræðunum hafi verið rætt um að færa hluta af stuðningi ríkisins við bændur í svokallaðar grænar greiðslur. Hann segir þetta m.a. gert vegna breytinga sem séu að verða hjá Alþjóðaviðskiptastofnun- inni (WTO). Viðræður ríkisins og mjólkur- framleiðenda voru eitt af helstu málum á aðalfundi Landssambands kúabænda sem lauk á Akureyri um helgina. Á fundinum var tekið undir þá tillögu sem fram kemur í skýrslu um Stöðumat og stefnumótun í mjólkurframleiðslu: „að næsti mjólkursamningur verði gerður á sömu grundvallarforsendum og gildandi samningur“. Fundurinn lagði einnig mikla áherslu á að samningurinn raskaði sem „minnst núverandi starfsumhverfi mjólkur- framleiðenda og að hann virki hvetjandi á áframhaldandi hagræð- ingu í greininni“. Þórólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að bændur hefðu í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því að sett yrðu í samninginn ákvæði sem drægju úr hvatningu til hagræðing- ar. Með þessari samþykkt hefði fundurinn verið að benda á að ekki mætti ganga of langt í því að setja hömlur á stuðning ríkisins með til- liti til stærðar búanna, en í vetur kom fram hjá landbúnaðarráðherra að hann teldi ekki eðlilegt að stuðn- ingur ríkisins væri ótakmarkaður við mjög stór bú. Hann sagðist ekki telja að erfitt yrði fyrir samningsað- ila að finna lendingu í þessu máli. Í svokallaðri mjólkurskýrslu, en að henni stóðu fulltrúar bænda, landbúnaðarráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins, var lýst stuðn- ingi við að næsti búvörusamningur byggðist á sama kerfi og núverandi samningur. Ekki er annað að heyra en samstaða sé milli stjórnarflokk- anna um að byggja í meginatriðum á sama kerfi. Landbúnaðarráð- herra hefur þó sagt að gamli samn- ingurinn verði ekki ljósritaður. Stuðningur ekki beint tengdur við framleiðslu Þórólfur sagði að talsverð um- ræða hefði farið fram í viðræðu- nefnd ríkisins og bænda að flytja hluta af stuðningi ríkisins við mjólk- urframleiðendur í svokallaðan grænan stuðning, þ.e. stuðningur sem ekki er beint tengdur við fram- leiðslu. Með þessu væru menn að taka mið af þeirri umræðu sem ætti sér stað á vettvangi WTO. Þórólfur sagði ekki ákveðið hversu langt yrði gengið í þessu efni, „en það hefur verið til skoðunar að flytja eitthvað smávegis yfir í þessar grænu greiðslu á samningstímanum. Við erum að skoða þetta í fullri alvöru“. Þessi græni stuðningur getur verið af ýmsu tagi. Í dag er tekið af bændum gjald samkvæmt lögum fyrir kúasæðingar. Þórólfur sagði að rætt hefði verið um að breyta gjaldinu þannig að það flokkaðist undir grænan stuðning, þ.e. stuðn- ing ríkisins við ræktunarstarf í mjólkurframleiðslu. Þetta myndi leiða til þess að beingreiðslurnar (sem skilgreindar eru sem gular greiðslur) lækkuðu samsvarandi. „Við höfum einnig velt heilmikið fyrir okkur hvort það sé hægt að koma einhverju af stuðningnum yfir á kornrækt. Við munum skoða það áfram, en það má ekki gleyma því að það eiga ekki allir möguleika á aðrækta korn. Það verður að hafa í huga að stuðningur ríkisins er að langstærstum hluta stuðningur sem menn eru búnir að kaupa og menn vilja síður taka stuðning sem menn eru búnir að kaupa og láta einhvern annan hafa hann fyrir ekki neitt,“ sagði Þórólfur. Landbúnaðarráðherra ræddi nokkuð um hátt verð á mjólkur- kvóta á fundi kúabænda og sagði nauðsynlegt að reyna að lækka það. Þórólfur sagði að samninganefndin væri með þetta til skoðunar en það yrði að segjast að erfitt væri að stjórna verðinu. Það segði sig þó sjálft að ef hluti af stuðningi ríkisins yrði færður yfir í grænar greiðslur ætti það að leiða til einhverrar lækkunar á kvótaverði. Þórólfur minnti á að bændur hefðu á sínum tíma verið tilbúnir til að koma á fót kvótamarkaði, en Alþingi hefði hafnað þeirri leið. Þórólfur sagði að góður gangur væri í viðræðunum og ekki væru nein stór vandamál sem strandaði á. „Þetta er komið það langt núna að það væri óskynsamlegt annað en að klára þetta fyrir vorið.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði á fundi kúabænda að opinber verðlagning mjólkurafurða hefði verið til heilla fyrir neytendur í gegnum tíðina. Hann sagði jafn- framt að afurðastöðvar í mjólkur- iðnaði væru miðstöðvar þróunar- og markaðsstarfseminnar og þeim mætti ekki sundra. Samstaða væri um það í ríkisstjórninni að verja mjólkuriðnaðinn. Guðni tók ákvörðun um það á síð- asta ári að fresta því til 30. júní í ár að afnema opinbera verðlagningu á mjólk, en nú eru horfur á að þessu verði frestað enn um sinn og raunar talar Guðni núna eins og hann vilji viðhalda þessu fyrirkomulagi. Þór- ólfur Sveinsson segist einnig vilja viðhalda þessu fyrirkomulagi. Þetta mál er búið að vera lengi á dagskrá. Í tengslum við gerð bú- vörusamnings milli ríkisins og bænda árið 1997 var samið um að opinber verðlagning á heildsölustigi félli niður eigi síðar en 30. júní 2001. Þessi breyting kom hins vegar ekki til framkvæmda því að árið 2001 gerðu landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra samkomulag við Bændasamtökin þess efnis að op- inber verðlagning í heildsölu héldi áfram til 30. júní 2004. Samtök verslunar og þjónustu voru óánægð með þessa framleng- ingu og vísuðu málinu til samkeppn- isráðs sem beindi þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að „heildsölu- verðlagning á búvörum verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en 30. júní 2004“. Samtökin hafa síðan barist fyrir því að staðið verði við þessa dagsetningu en þau telja opinbera verðlagningu löngu úrelta. Lögfræðileg óvissa Landbúnaðarráðuneytið er nú að láta vinna lögfræðilega álitsgerð um þetta mál, en nokkur réttaró- vissa ríkir í því. Ástæðan er sú að samkvæmt samkeppnislögum á að ríkja samkeppni og frelsi í verð- lagningu á vöru og þjónustu, en hins vegar er í búvörulögum að finna heimild til verðtilfærslu á mjólkur- vörum með tilteknum skilyrðum. Einnig heimila búvörulög mjólkur- samlögum að gera með sér sam- komulag um verkaskiptingu um framleiðslu mjólkurvara. Mjólkur- samlögin hafa nýtt sér þessa heim- ild til verðtilfærslu og til verka- skiptingar. Samningar um verkaskiptingu ganga í stórum dráttum út á að dag- vörur, þ.e. neyslumjólk og aðrar mjólkurvörur sem hafa takmarkað geymsluþol, eru framleiddar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Mjólkursamlögin fyrir norðan framleiða hins vegar osta og aðrar vörur sem hafa mikið geymsluþol. Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir að talsverðar sveiflur séu í mjólkurframleiðslu milli mánaða og mjólkuriðnaðurinn hafi sameiginlega séð um að jafna þessar sveiflur með því að stýra framleiðslu á mjólkurvörum. Þessi stýring verði erfiðari ef verkaskipt- ingin verði bönnuð, en hann segir að það hljóti að gerast ef opinber verð- lagning verði afnumin. Að auki kalli afnám verðmiðlunar milli vöru- flokka á breytingar á verðlagningu mjólkurvara. Ljóst er að mjólkuriðnaðurinn hefur miklu sterkari stöðu en ýmsir aðrir birgjar gagnvart smásölu- versluninni. Verslunin hefur t.d. getað gert kröfur til þeirra sem framleiða kjöt um mikla afslætti. Mjólkuriðnaðurinn hefur getað svarað kaupmönnum, sem sækja á um afslætti, með því að vísa í að það sé opinber verðlagning á mjólkur- vörum og þeir einfaldlega geti ekki hreyft sig frá þessu verði. Mjólk- uriðnaðurinn varð hins vegar að svara kröfu stórra verslana um magnafslátt og það var gert með því að settar voru fyrir fimm árum regl- ur um magnafslætti. Samkeppnis- yfirvöld samþykktu þessar reglur. Fróðlegt er að skoða í þessu sam- hengi það sem Samkeppnisstofnun segir um afslætti í skýrslu sinni um matvörumarkaðinn sem út kom í apríl 2001. „Sá afsláttur sem tíðkast í viðskiptum matvöruverslana og matvörubirgja er margbreytilegur og í flestum tilvikum ógagnsær. Það er einkum í viðskiptum þar sem matvörubirgjar hafa mjög sterka stöðu sem afsláttur er kerfisbund- inn, gagnsær og hlutlægur, þ.e. af- sláttur tengist með beinum hætti meintu hagræði af umfangi við- skipta og er öllum aðgengilegur. Má sem dæmi nefna mjólkurvörur. Það vekur óneitanlega eftirtekt að fyr- irtæki birgja þurfi nánast að vera í einokunarstöðu til að geta starfað með kerfisbundið og hlutlægt af- sláttarkerfi.“ Gerð nýs mjólkursamnings milli bænda og ríkisins er langt komin Færa hluta stuðnings- ins í grænar greiðslur Fréttaskýring | Meðal þess sem rætt er um í viðræðum bænda og ríkisins um gerð nýs mjólkursamnings er að færa hluta af beinum stuðningi ríkisins við bændur í form svokall- aðra grænna greiðslna. Í samantekt Egils Ólafssonar kemur fram að til skoðunar er að hluti stuðningsins verði greiddur vegna rækt- unar á korni. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Áma frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum mjólkaði mest allra á síðasta ári, 11.842 kíló. Með henni er Aldís Jónsdóttir, heimasæta á Miðhjáleigu. Landbúnaðarsamningur WTO gerir greinarmun á mismunandi tegundum opinberra styrkja og stuðningsaðgerða við landbún- aðinn. Til hægðarauka er ýmist talað um grænar, bláar og gular greiðslur. Grænar greiðslur kallast stuðn- ingsaðgerðir sem ekki tengjast framleiðslu búvara og hafa lítil eða engin markaðstruflandi áhrif. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, t.d. almennan stuðning við þjón- ustu við landbúnaðinn, ótengdan tekjustuðning, byggðastuðning, stuðningsáætlanir í þágu umhverf- isins og fleira. Þess má geta að íslensk stjórn- völd hafa skilgreint allan stuðning við sauðfjárrækt á Íslandi sem grænar greiðslur með þeim rökum að um sé að ræða byggðastuðning. Óverulegur hluti stuðnings við mjólkurframleiðsluna hefur hins vegar verið flokkaður undir græn- ar greiðslur. Bláar greiðslur falla undir það sem kalla má framleiðslutakmark- andi áætlanir. Gular greiðslur eru annar stuðningur, m.a. framleiðslu- tengdar og markaðstruflandi stuðningsaðgerðir, sem WTO vill að dregið verði úr. Beingreiðslur ríkisins til mjólkurframleiðenda á Íslandi falla undir þennan flokk, en þær nema tæpum 4 milljörðum á þessu ári. Grænar, bláar og gular greiðslur egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.