Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 37

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 37 ✝ Ingólfur Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 30. september 1916. Hann lést á heimili sínu 10. apríl síðast- liðinn. Hann var son- ur hjónanna Helgu Guðmundsdóttur, f. 1885, og Guðmundar Einarssonar, f. 1883. Systkini Ingólfs voru fjögur, tvö þeirra, Ragnheiður og Guð- mundur létust í bernsku, en hin voru Einar Axel, f. 1910, d. 1930, og Sig- urður, f. 1914, d. 1988. Hinn 2. mars 1946 gekk Ingólfur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ástu Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, f. 9. ágúst 1926. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Örn, f. 28. apríl 1946, maki Halla Hauksdóttir. Þeirra börn eru: Ásta Sóllilja, maki Kjart- an Örn Ólafsson, Ingólfur og Gyða Kristján Valsson. Þeirra dætur eru Júlía, Halla og Ellen. Ingólfur hóf að læra bifvélavirkj- un hjá fyrirtækinu Jóhanni Ólafs- syni og Co aðeins 14 ára að aldri og starfaði þar til ársins 1938 er hann fór til Þýskalands þar sem hann dvaldist á eyjunni Süderok hjá upp- alandanum Paulsen er rak ung- lingaheimili. Hjá honum dvöldu ýmsir Íslendingar við þýskunám jafnframt því að aðstoða við heim- ilisreksturinn. 1939 starfaði Ingólf- ur við bílaviðgerðir í Hamborg. Heimkominn í stríðsbyrjun stund- aði hann í nokkra mánuði nám við Verslunarskólann, en þá bauð Örn Johnson honum starf við Flugfélag Íslands er þá var að flytja frá Ak- ureyri. Árið 1943 fer Ingólfur til Bandaríkjanna studdur af Flug- félagi Íslands og Ólafi Johnson stórkaupmanni til flugvirkjanáms í Pensilvania. Alla tíð síðan vann hann fyrir Flugfélag Íslands, síðan Flugleiðir sem flugvirki og flugvél- stjóri á DC4, DC6 og Katalina flug- bátum og síðan sem starfsmaður innkaupadeildar. Útför Ingólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Valdís, sambýlismaður hennar Kjartan Ásgeir Maack. Barnabörn Guðmundar eru: Val- týr Örn og Elín Halla Kjartansbörn. 2) Þor- steinn, f. 19. febrúar 1950, maki Pálína Erna Ólafsdóttir. Þau skildu. Þeirra börn eru: Halla Dröfn, Ásta Ingibjörg, maki Ró- bert Grímur Grímsson og Sigurður Óli. Barnabörn Þorsteins eru: Erna Hörn Dav- íðsdóttir og Grímur Þór Róberts- son. Þorsteinn á einnig börnin Erlu Björk og Einar Björn, móðir þeirra er Guðný Bogadóttir. 3) Einar Axel, f. 26. apríl 1951, d. 29. september 1972. 4) Haraldur Már, f. 8. maí 1953, maki Sofia Björg Pétursdótt- ir. Þeirra dætur eru: Þóra Kristín og Helga Margrét. 5) Ástríður Helga, f. 16. febrúar 1962, maki Ingó tengdafaðir okkar lést laug- ardaginn 10. apríl síðastliðinn heima í faðmi stórfjölskyldunnar eins og hann hafði svo innilega óskað sér. Ekki var það síst fyrir góða hjálp hjúkrunarþjónustunnar Karítasar. Engum sem lifði þá stund mun líða hún nokkurn tíma úr minni. Við hljót- um að vera þakklát fyrir hversu stutt- an tíma hann þurfti að líða, en vissu- lega mun þessa hlýja, spaugsama manns verða sárt saknað. Hvenær sem við komum í heimsókn fagnaði hann okkur og gerði að gamni sínu. Hann gantaðist og stríddi barnabörn- unum en þeim þótti, eins og okkur hinum, innilega vænt um hann. Ingó fór víða í tengslum við starf sitt, kynntist mörgu fólki og upplifði margt. Fram til síðustu stundar sagði hann okkur sögur af fólki og viðburð- um á sinn skemmtilega hátt. Eins og hans var von og vísa skemmti hann hjúkrunarfólkinu í Fossvogi með grínsögum meðan hann lá þar. Ekki er hægt að minnast á Ingó án þess að Ástu sé getið í leiðinni, það var svo fallegt að sjá hvað þau gátu á stundum verið eins og ástfangnir unglingar. Eitt það síðasta sem hann sagði við hana í þessu lífi var: „Þú átt mig allan, lifandi og dauðan“ og lýsir það vel þeirra innilega sambandi. Við viljum með þessum fáu orðum þakka fyrir allt sem Ingó gaf okkur, hann sem var svo stór hluti af tilveru okkar. Hlýjar og góðar minningar verða okkur öllum styrkur. Tengdadæturnar Halla og Sofia. Í dag kveðjum við hann Ingó afa okkar. Margs er að minnast og margt ber að þakka fyrir. Hann afi var í einu orði sagt gullmoli. Við gætum auð- veldlega skrifað langa lofræðu um hann en það vildi hann alls ekki og því ætlum við aðeins að minnast á nokkra af hans einstöku eiginleikum. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar hugsað er um afa eru allar skemmtilegu sögurnar sem hann sagði okkur í gegnum árin. Hann hafði nefnilega ferðast mikið og kynnst mörgu fólki. Sumar sögurnar hafði maður heyrt oft og kom hann þá stundum með þær í nýjum og nýjum búningi eins og góðum sögumanni sæmir. Afi var líka alveg einstaklega stríð- inn og sérlega slunginn í að uppnefna fólk eða réttnefna eins og hann kallaði það. Nú það var hann Þráinn (Grím- ur) af því að hann þráaðist við að koma í heiminn, svo voru það hjúkr- unarfræðingarnir Droplaug (sú sem gaf honum augndropa) og Pillu- mamma (sem kom með pillurnar) og að lokum hann Lilli (sem var aðeins 203 cm á hæð). Gaman þótti afa að grípa í spil en þá varð nú alltaf að leggja eitthvað undir svo að heilu húsin, bílarnir og jafnvel sumarbústaðurinn gengu manna á milli. Afi bar velferð fjölskyldunnar alltaf fyrir brjósti. Hann var duglegur að hrósa manni ef vel gekk en líka dug- legur að benda manni á það sem betur mætti fara. Langar okkur aðeins að minnast á samband afa og móður okk- ar en eins og afi orðaði það sjálfur þá var það ást við fyrstu sýn. Afi bar mikið traust til mömmu bæði faglega og hvað snerti fjölskylduna. Mamma reyndist honum líka vel og viljum við nota tækifærið og þakka henni hér með fyrir það. Það fór ekki framhjá neinum hvað afi var skotinn í henni ömmu okkar sem staðið hefur honum við hlið í gegnum súrt og sætt, en þau voru gift í hvorki meira né minna en 57 ár og geri aðrir betur. Sambandi þeirra verður einna best lýst með einum af síðustu orðum afa til ömmu: „Þú átt mig allan, bæði lifandi og dauðan.“ Hinsta ósk afa var að fá að deyja heima og fékk hann þá ósk uppfyllta í faðmi fjölskyldunnar. Þetta var ynd- isleg stund en samt svo sárt að sjá á eftir honum afa Ingó sem verið hefur svo stór hluti af lífi okkar. En minn- ingin um góðan mann lifir. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Afastelpurnar, Þóra Kristín og Helga Margrét. Hann afi Ingó er látinn eftir snarpa baráttu við krabbamein. Við sitjum hinum megin við hafið og minning- arnar um afa fylla hugann. Minningar um pípu og gulan bronco, zippo- kveikjara, grænan tópas, bíltúra með afa niðrá höfn, upp í „hús“ og út á Reykjavíkurflugvöll og ferðir upp í sumarbústað þar sem baksað var með bát og veiðistöng. Það var alltaf jafn gaman að heimsækja ömmu og afa á Fornhagann og seinna í Mánatúnið, þiggja kaffi og kræsingar hjá ömmu og spjalla við afa um heima og geima. Afi átti óteljandi sögur í farteskinu sem hann þreyttist aldrei á að segja og við aldrei að hlusta; ævintýri og háskafarir úr fluginu og óteljandi sög- ur af öllum hrekkjunum og stríðninni sem hann var frægur fyrir og við barnabörnin fórum ekki varhluta af. Þrátt fyrir að afi væri stríðinn var hann einstaklega hlýr og umhyggju- samur og hafði mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Í símtali nokkrum dögum áður en hann dó eyddi hann allri umræðu um eigin líðan en vildi fullvissa sig um að við hefðum það gott. Það er sárt að geta ekki hitt afa, þó ekki nema einu sinni enn, til að kveðja en við huggum okkur við að dauða- stríðið var ekki langt og þegar kallið kom var hann þar sem hann vildi helst vera, heima, í faðmi fjölskyldunnar. Það eru forréttindi að hafa átt afa Ingó. Við munum sakna hans. Ásta S. Guðmundsdóttir, Boston, Ingólfur Guðmundsson, Berlín. INGÓLFUR GUÐMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Ing- ólf Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Einstakir legsteinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRIR B. EYJÓLFSSON, Starengi 100, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtu- daginn 8. apríl sl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 21. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Grafar- vogskirkju. Helga Pálsdóttir, Erna Þórisdóttir, Magnús Eiríkur Eyjólfsson, Guðrún Kristín Þórisdóttir, Aðalsteinn Heimir Jóhannsson, Helga Kristín Magnúsdóttir, Dóra Jóna og Þórný Edda Aðalsteinsdætur. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, BJARNI ÁSGEIRSSON Skálaheiði 9, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 8. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Ásgeir Rafn Bjarnason, Anna Steinsdóttir, Haraldur Jón Ásgeirsson, Þóra Ösp Magnúsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Margrét Árnadóttir, Ingþór Ásgeirsson, Ingibjörg Hauksdóttir, Steinn Árni Ásgeirsson, Kristín Svansdóttir, Anna Sigríður Ásgeirsdóttir, Bjarni Björnsson og systkinabörn. Kær vinkona okkar, ÞÓRA JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 29, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 11. apríl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. apríl kl. 15.00. Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurjónsdóttir, Bragi Ólafsson, Helga Ólafsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Guðríður Tómasdóttir, Stefán Jóhann Björnsson, Þórir Björnsson, Gunnar Björnsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HALLDÓRSSONAR, Breiðvangi 63, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á lyfjadeild St. Jósefsspítala og Hrafnistu í Hafnarfirði. Björg Ólafsdóttir, Sigurður Arnþórsson, Halldór M. Ólafsson, Eygló Hjaltadóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sálumessa verður sungin föður okkar, HARALDI BLÖNDAL hæstaréttarlögmanni, í Landakoti, Kristskirkju, föstudaginn 23. apríl kl. 10.30. Þórarinn Blöndal, Margrét H. Blöndal, Steinunn H. Blöndal, Sveinn H. Blöndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.