Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 38

Morgunblaðið - 20.04.2004, Side 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Bubbi, okkur langar að senda þér okkar hinstu kveðju með þakklæti fyrir samfylgd- ina. Við sjáumst hinum megin. Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér, er ég skal fá Jesú auglit að sjá Það verður dýrð, verður dýrð handa mér. (Lárus Halldórsson.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín Linda, Gunnar Vagn og börn. HINSTA KVEÐJA ✝ Birgir Baldurs-son fæddist á Sveinsstöðum utan Ennis á Snæfellsnesi 2. ágúst 1926. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut páskadagsmorgun 11. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valgerður Guðbjörnsdóttir, f. á Sveinstöðum 12.12. 1902, d. 6.12. 1956, og Baldur Hjartar- son, f. á Hellissandi á Snæfellsnesi 4.9. 1910, d. 27.10. 1981. Hann ólst upp hjá móður sinni og móður- ömmu Helgu Jónsdóttur á Sveinsstöðum, f. 14.10. 1867, d. 25.8. 1957, og afa sínum Guð- birni Ó. Bjarnasyni, f. 25.1. 1862, d. 25.9. 1938. Birgir fluttist til Reykja- víkur 1942 og bjó þar með móður sinni og ömmu. Eft- ir andlát þeirra bjó hann einn þar til hann fór á Dvalar- heimili aldraðra á Hrafnistu í Reykja- vík 1992. Hann var ókvæntur og barn- laus. Eftir komuna til Reykjavíkur vann hann alla tíð hjá Skipaútgerð ríkisins eða þar til starfseminni var hætt. Útför Birgis fer fram frá Ás- kirkju í í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Frændi okkar og vinur Birgir Baldursson eða „Bubbi“ eins og hann hefur ætíð verið kallaður, er nú horfinn á vit feðra sinna. Hann fékk að kveðja þessa jarðvist á besta mögulegan máta, fór uppá- búinn til messu á upprisudegi Frelsarans, sem hann trúði einlæg- lega á, en ákvað eftir guðsorðið að ganga heim til Hrafnistu. Á þeirri göngu hneig hann niður, kallaður heim og víst er að móttökurnar hafa verið góðar og margir fram- liðnir ættingjar og vinir til að fagna og bjóða hann velkominn. Bubbi frændi er órjúfanlega tengd- ur inn í minningar æskunnar, móð- ir okkar Helga Guðmundsdóttir var honum ætíð mjög hlý og náin frænka og var Bubbi tíður gestur á heimilinu sem og í Birkinesi, sum- arbústaðnum í Grímsnesi. Það var honum sem okkur hinum mikið áfall þegar hún lést, langt um ald- ur fram árið 9́2. Móður okkar var mikið hjartans mál áður en hún dó, að Bubbi ætti öruggt athvarf á efri árum. Vann hún að því frá sjúkra- beði að hann fengi pláss á Hrafn- istu og þar átti hann hlýtt og gott heimili síðan. Lengi vel var Rúna frænka sem bjó á næstu hæð á Hrafnistu honum sem önnur móðir og syrgði Bubbi þessar tvær mik- ilvægu konur í lífi sínu þegar þær voru allar. Þá var Guðrún amma okkar honum mjög kær en hún var mágkona móður hans, Valgerðar, og kallaði Bubbi hana ætíð Guð- rúnu mágkonu. Sagði hann okkur oft hin síðari ár frá heimsóknum þessara góðu kvenna til sín í draumi og þeim hlýju uppörvunar- orðum, sem þær töluðu þá til hans. Var hann með myndir af þeim og fjölmörgum ættingjum upp um alla veggi í herbergi sínu, sem og myndir frá æskuslóðum. Víst var líf Birgis Baldurssonar fábrotnara og tilbreytingarminna en okkar flestra nútímamanna, sem sækjum í afþreyingu, ferðalög og skemmt- anir. Hann fæddist inn í góða og trausta fjölskyldu á Sveinsstöðum á Snæfellsnesi en hlaut þau örlög að eiga ekki sömu möguleika til náms og starfs sem flestir nú á dögum. Hann átti þó ætíð góða að og eftir lát móður sinnar og ömmu sinnar Helgu, sem hann bjó með, var frændi hans, Ríkarður Hann- esson, hans styrkur og stoð. Verð- ur umhyggja hans og fjölskyldu hans seint fullþökkuð. Um áratugi vann Bubbi við höfn- ina og mat mikils samfélagið við vinnufélagana þar og saknaði þess eftir starfslok. Var þó mjög ánægður með félagsskapinn á Hrafnistu, var alla daga uppábúinn í jakkaföt, jafnvel með hatt og hló dátt þegar maður spurði hann hvort hann væri ekki trúlofaður, svona glerfínn. Bauð ætíð tóbak í nefið, gekk með silfurbauk og úr í keðju að heldri manna sið. Bubbi hringdi oft til okkar bræðra, sér- lega þegar nálgaðist hátíðir eða af- mælisdaga, lét alltaf vel af sér þó ekki væri hann margorður. Bubba fannst gott að fá smávegis í glas og liðkaði það verulega um málbeinið. Áttum við margar góðar stundir í sumarbústaðnum, þar sem var sungið fram á nótt og dansaði hann við kvenfólkið á pallinum. Þá fór hann í ýmis ferðalög með foreldr- um okkar og ætíð með myndavél- ina á lofti. Viljum við trúa því að nú fái Bubbi mörg tækifæri til gleðistunda, laus við þau höft sem töfðu hann hér. Þó hann hafi ekki sóst eftir metorðum á veraldlegan mælikvarða má búast við að nú rætist loforðin úr Biblíunni: „Yfir litlu varstu trúr; yfir mikið mun ég setja þig.“ Við þökkum Bubba frænda sam- fylgdina og óskum honum gleði og velfarnaðar á vegum eilífðarinnar. Guðmundur og Ingi Gunnlaugssynir. Ég vil í nokkrum orðum minnast bróðursonar míns, Birgis Baldurs- sonar, sem lést síðastliðinn páska- dagsmorgun. Hann var öllum kær sem hann þekktu, hógvær maður og ljúfur, tryggur og barngóður. Birgir var einhleypur. Hann eignaðist snemma íbúð og nutu ýmsir ættingjar góðs af því. Þar sem Birgir var einn í góðri íbúð þótti honum gott að fá félagsskap og leyfði því gjarnan ungu fólki sem var að hefja búskap að búa hjá sér. Hann bjó lengi á Lang- holtsvegi í nágrenni við mig og for- eldra mína og kom þá stundum í heimsókn. Honum þótti mjög vænt um móður mína og Guðbjörgu systur mína, sem var honum eins og besta systir. Ég og Sigrún syst- ir mín fórum stundum með Guggu til hans og aðstoðuðum hann við að þrífa íbúðina. Hann var þrifinn og aldrei safnaðist hjá honum drasl þótt hann byggi einn. Birgir var afar þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann. Birgir vann alla tíð hjá Ríkis- skipum, við uppskipun og aðra hafnarvinnu. Hann var góður starfsmaður, stundvís og vel liðinn af samstarfsmönnum. Eftir að hann hætti að vinna og fluttist á Hrafnistu tóku tómstundastörfin við. Hann byrjaði að æfa og keppa í boccia. Hann náði góðum tökum á þeirri íþrótt og stundaði hana með ánægju og var stoltur þegar hann vann til verðlauna. Á sumrin fórum við stórfjöl- skyldan oft saman í ferðalög um Ísland. Í þessum ferðum var Birgir með og naut sín vel. Hann tók þátt í öllu, hvort sem var gönguferðir, leikir eða dans. En Birgir hafði sérlega gaman af að dansa. Ég minnist samverustunda okk- ar á Þorláksmessu en þá hittumst við alltaf og fórum saman og vitj- uðum um leiði Baldurs föður hans og að því loknu borðaði hann skötu hjá mér. Ávallt færði Birgir mér konfektkassa á þessum degi en það gladdi hann ekki síður að gefa en að þiggja. Þótt Birgir væri ávallt hægur og rólegur leyndi sér ekki að hann hafði gaman af því að hitta fjöl- skylduna. Það var honum einstök ánægja að hitta börnin mín og barnabörn og það var gagnkvæmt því þeim þótti öllum gott að hitta Birgi. Við sláturgerð á haustin átti Birgir sinn fasta sess. Þá var gjarnan margt um manninn hjá okkur og gleði og kátína ríkti. Birgir hafði sig yfirleitt lítt í frammi þar til honum þótti tími til kominn að taka mynd af hópnum. Þá fékk hann því til leiðar komið að allir hnöppuðust saman og hann smellti myndum af okkur. Nú er Birgir fallinn frá en í huga mínum og fjölskyldunnar geymist mynd hans og minning um góðan dreng. Alda Hjartardóttir. Þú hefur, elsku frændi, fylgt okkur í gegn um allt okkar líf og skilur eftir góðar minningar og kærar þegar þú nú hverfur svo skyndilega frá okkur. Einhvern- vegin er maður aldrei undir þetta búinn. Í æskuminningunni ert þú nán- ast hluti af fjölskyldunni enda dag- legur gestur á heimili okkar hér áður og fyrr. Þú varst góður leik- félagi þegar við vorum börn og þolinmæði þín virtist endalaus enda hændust börn mjög að þér. Seinna þegar við eltumst breyttist sambandið en gott var að finna að þú fylgdist með okkur og áttir á stundum góð ráð um hvað betur mætti fara. Það fór aldrei mikið fyrir þér Bubbi minn en ljúfar minningarnar úr jólaboðunum þar sem þú situr við sjónvarpið og fylgist með mess- unni sem alls ekki mátti missa af og svo auðvitað að reyna að fá möndluna í desertinum en það þurfti oft þó nokkra diska áður en árangur náðist. Okkur krökkunum þótti það stundum súrt í bragði hversu ótrúlega oft þú varst hepp- inn í þeirri leit. Þegar fram liðu stundir kepptir þú svo við börnin okkar í þessum leik Hver jól fórstu í kirkjugarðinn til mömmu þinnar og það er gott að vita til þess að þú munt nú fá að hvíla við hlið hennar aftur. Það var fallegt að fylgjast með sambandi þínu og pabba. Þið eruð nú búnir að fylgjast að í næstum hálfa öld og voruð að mörgu leyti eins og bræður. Við vitum að hans missir og mömmu er sár. Það var gott að sjá hversu vel fór um þig á Hrafnistu, hversu vel þér var tekið og hversu líflega þú tókst þátt í félagslífinu. Það var góð tilfinning að vita af þér í öruggum höndum starfsfólksins þar enda vel um þig hugsað og þú greiðvikinn á móti. Hvers manns hugljúfi enda ljúfur að eðlisfari. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja þig elsku frændi og þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Þínir frændur Ásmundur Ragnar, Hannes Rúnar og fjölskyldur. BIRGIR BALDURSSON ✝ Pétur Péturssonfæddist í Reykja- vík 19. júní 1929. Hann lést á Landa- kotsspítala 10. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sveinbjörg Sigfúsdóttir og Pét- ur Hoffmann Salóm- onsson, þau eru bæði látin. Pétur var eitt af tíu al- systkinum, tvö systkinanna dóu í æsku. Þau sem kom- ust til aldurs voru Ásta Margrét, f. 25. ágúst 1920, d. 30. nóvember 1993, Gunnar Salómon, f. 16. október 1921, d. 19. desember 2003, Elín, f. 4. nóvember 1926, d. 1987, Nanna Larensína, f. 1. júní 1928, Hörð- ur, f. 7. mars 1931, Margot, f. 3. júlí 1932, og Svava, f. 23. desember 1934. Pétur kvæntist 24. desember 1953 Lilju Hannesdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Val- gerður Björnsdóttir og Hannes Ólason. Bjuggu þau í Hnífs- dal. Þau eru bæði látin. Lilja ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, hjónunum Sesselíu Stefáns- dóttur og Jóni Hjaltalín Brands- syni á Kambi í Reykhólasveit. Þau eru bæði látin. Útför Péturs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Mínir vinir fara fjöld. Þessi ljóðlína eftir Bólu-Hjálmar kom mér í hug við andlát Péturs, eldri bróðir okkar, Gunnar, lést jú rétt fyrir síðastliðin jól. Pétur ólst upp í Reykjavík. Hann varð snemma óvenju sterkur strákur, og er mér minnisstætt þegar hann 12 ára gamall, sótti um vinnu hjá Guðjóni kaupmanni að Hverfisgötu 50 í Reykjavík sem sá þá um afgreiðslu flutningabíla austur fyrir fjall. Guðjóni fannst strákurinn of ungur, sagðist þurfa eldri strák. Pétur sagðist lofta engu síður en strákurinn sem áður hafði verið, sem þó var 15 ára. Þessu til sönnunar þreif hann kart- öflupoka og kjagaði með hann upp á verslunarhæðina, og þar með var hann ráðinn. Pétur vann ýmis störf á uppvaxtarárum sínum, eins og aðrir strákar á þessum árum, var í sveit á sumrin, lengst af hjá Ás- geiri bónda að Ási í Ásahreppi í Holtum. Eitt sumar vann hann við mæðiveikivarnir, síðan við fisk- vinnslustörf og almenna vinnu hér á Eyrinni og við höfnina. Þetta var á þeim árum þegar spurt var um getu, ekki ár eða aldur. Þegar „blessað stríðið“ skall á þá gerðu sumir bakarar út stráka – sölumenn til að selja snúða og vínarbrauð til hermanna. Einnig voru gefin út fréttablöð á ensku sem strákar voru fengnir til að selja. Í þessu fann Pétur sig fljótt og náði fljótt valdi í ensku, sem kom honum að gagni í gegnum öll ár. Eitt árið þegar óvenju lítið var um vinnu á Eyrinni réð hann sig á togara sem stundaði veiðar við Grænland og saltaði allan aflann um borð. Sagði hann síðar að það hefði verið mikil lífsreynsla, þriggja mánaða útilega. Allt frá unga aldri hafði Pétur fádæma áhuga á bílum. Þegar hann, sem krakki, fékk bíl, sem leikfang, byrjaði hann að taka hann í sundur, ef hægt var, til að athuga hvernig hann væri byggð- ur. Það var nú allavega hvernig hann kom bílunum saman aftur. En síðar þegar hann kynntist al- vöru bílum þá kom áráttan fyrst í ljós og þar kom að hann mátti helst ekki sjá bilaðan bíl öðruvísi en fara að athuga hvort hægt væri að koma honum af stað. Pétur tók bílpróf strax og hann hafði aldur til. Á fyrstu ferðalögum okkar um landið kom það fyrir ef bíll stóð í vegarkanti að Pétur stoppaði til að athuga hvort eitt- hvað væri að. Stundum kom það fyrir að fólk var í vandræðum og kunni ekki neitt á tækið, þá var Pétur viðbúinn að aðstoða ef hann gæti. Kom það stundum fyrir, þeg- ar hann taldi sig hafa komist fyrir meinið og hann sagði bílstjóranum að starta, að viðkomandi varð svo glaður að hann setti bara í gír og ók í burtu. Eftir stóð Pétur með sigurbros á vör en grútskítugur upp á axlir. Aldrei vildi hann taka neitt fyrir svona smá viðvik úti á vegum þó að stundum hafi það tek- ið 2-3 tíma. „Maður er jú í fríi hvort sem er.“ Hann hafði alltaf mikinn áhuga á gömlum bílum. Eitt sinn keypti hann Willys jeppa árgerð 1946 og gerði hann upp, þá með aðstoð annarra. Hann var félagi í Forn- bílaklúbbnum og fór í ferðalög á vegum klúbbsins. Á því herrans ári 1947 þá keypti Pétur vörubíl sem hann gerði út frá vörubílastöðinni Þrótti. Mikil lægð kom í starfs- greinina þannig að hann varð að selja vörubílinn fyrr en hann hafði ætlað. Árið 1953 hóf Pétur nám í renni- smíði hjá vélsmiðjunni Héðni og vann hann við þá iðn í nokkur ár eftir að námi lauk. Árið 1960 hlaut hann meistararéttindi í rennismíði og fljótlega upp úr því þá hóf Pét- ur aftur vörubílaakstur. Hann keypti MAN vörubíl frá Þýska- landi og gerði hann út í nokkur ár. Hann varð sér út um skurðgröfu og gerðist verktaki, gróf hús- grunna fyrir húsbyggendur, seldi jarðveg til uppfyllingar og gat þannig nýtt sér bæði tækin í tengslum við hvort annað. En þrátt fyrir allt þá var þetta stopul vinna, þannig að lokum seldi hann bæði gröfu og bíl og hóf aftur vinnu við rennismíðina í vélsmiðjunni Héðni. Var hann þar við vinnu allt fram að þeim tíma að fyrirtækið dró saman seglin í rennismíðinni. Pétur fór oft eftir eigin hyggju- viti, þó voru þau hjónin um margt samhent. Þau höfðu bæði ánægju af ferðalögum og ferðuðust víða. Þau fóru til Ameríku, tóku þar bílaleigubíl, og óku um mörg fylki og heimsóttu gamla íslenska vini. Þá sat Lilja með vegakortið og vís- aði veginn eins og leiðsögumaður. Eins var því farið þegar þau óku um Evrópu, austan tjalds sem vestan, hún vísaði veginn. Það urðu ekki mörg löndin útundan í álfunni og þau gleymdu ekki vinum sínum sem heima sátu. Þau voru ötul að senda kort heim og láta vita hvar þau voru niðurkomin hverju sinni. Þegar þau bárust í tal milli vina þá voru þau oftast nefnd bæði, Pétur og Lilja. Það fór ekki á milli mála við hverja var átt. Árið 1994 fékk Pétur blóðtappa í höfuðið og þrátt fyrir að hann næði sér nokkuð þá fór að bera á auknu heilsuleysi Péturs. Skömmu fyrir síðustu jól þá fékk hann vistun á Landakotsspítala. Þar naut hann fádæma aðhlynn- ingar starfsfólks, sem Lilja er af- skaplega þakklát fyrir, og er það hér með þakkað af hlýhug. Við hjónin vottum Lilju okkar innilegustu samúð á þessum tíma- mótum, og ég kveð bróður minn með söknuði. Hörður Pétursson. PÉTUR PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.