Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 47 Opna-Ölgerðar Grolsch Fimmtudaginn 22.apríl Sumardaginn fyrsta - Spilað á sumarflötum. VERÐLAUN Sæti 1.-5. m/forgj. Sæti 1. án forgj. Nándarverðl. á 3. og 16. braut. Punktamót Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28. Ræst út frá kl. 9:00-14:00 Skráning á golf.is og í síma 421 4100 Keppnisgjald kr. 2.500 ÞRÍR íslenskir ólympíufarar sátu fyrir helgi námskeið til að takast á við andlegt álag sem því fylgir að taka þátt í ólympíuleikum. Þetta voru þau Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari, Örn Arnarson sundkappi og Guðmundur Guðmundsson, þjálfari handknattleikslandsliðsins. Námskeiðið var haldið í Osló á vegum Visa Europe, sem er einn aðalstyrktaraðili ólympíuleikanna í Aþenu í sumar. Íþrótta- fólk frá fimm löndum sat námskeiðið, frá Finnlandi, Noregi, Tyrklandi og Svíþjóð auk Íslendinganna þriggja. Meðal þeirra sem ræddu málin við íþróttafólkið voru portúgalska hlaupadrottningin Rosa Mota, sem hefur bæði unnið til gullverðlauna og bronsverðlauna á ólympíuleikum, og breski ræðarinn Steve Redgrave sem hefur fimm sinnum unnið til gullverðlauna á ólympíu- leikum. Tekist á við andlegt álag KYLFINGURINN Stewart Cink setti met á PGA-mótaröð atvinnumanna í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags er hann sigraði á Heritage Classic- mótinu. Cink lék á sjö höggum undir pari á fjórða og síðasta keppnisdeg- inum og vann þar með upp níu högg sem Ted Purdy hafði forskot á Cink þegar keppni hófst á sunnudag. Purdy lék hins vegar á 73 höggum á loka- deginum og voru þeir báðir 10 högg- um undir pari þegar keppni lauk og sigraði Cink á fimmtu holu í bráða- bana, með því að setja niður pútt fyrir fugli. Mesta sveifla á lokadegi atvinnu- mannamóts átti sér stað árið 1999 er Skotinn Paul Lawrie sigraði á Opna breska meistaramótinu en hann var 10 höggum á eftir Frakkanum Jean Van de Velde er síðasti keppnisdagurinn hófst. Lawrie hafði síðan betur í bráðabana gegn de Velde. Fyrir sigurinn fékk Cink rúmar 62 millj. kr. en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hann vinnur PGA-mót en hann hefur ekki unnið mót í rúm fjögur ár, en hann er sem stendur í hópi tíu efstu á peningalista PGA á yfirstandandi keppnistímabili, með rúmlega 110 milj. kr. í verðlaunafé það sem af er. „Þessi sigur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir mig sem kylfing. Ég hef lagt hart að mér við æfingar eftir mikla lægð undanfarin ár, þar sem ég hef gengið í gegnum mikla erfiðleika. Um stund var ég á botninum en núna er ég á flugi á ný,“ sagði Cink eftir sigurinn í Suður-Karólínu. Cink með ótrúlega endur- komu í Suður-Karólínu Reuters Stewart Cink fagnar sigrinum óvænta. ENRIQUE Sobrino, sem sækist eft- ir forsetastólnum hjá spænska knattspyrnustórveldinu Real Madr- id, segist ætla að losa félagið við David Beckham, Luis Figo og Ro- berto Carlos takist honum að velta núverandi forseta, Florentino Per- eez, úr sessi en forsetakosningar eru framundan hjá spænsku meist- urunum. Í staðinn segist Sobrino ætla að kaupa Ronaldinho frá Barcelona. Þegar Pereez tók við forseta- starfinu fyrir nokkrum árum hafði hann það efst á stefnuskrá sinni að klófesta Figo frá erkifjendunum í Barcelona og það tókst. Síðan hefur hann verið óspar á að kaupa stjörnur til liðsins en nú þykir mörgum sem þreytu sé farið að gæta í störfum Pereez eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Sobrino segir að Beckham verði að róa á önnur mið og senni- legt sé að félagið geti fengið gott verð fyrir hann. Beckham er að mati Sobrino ekki nógu mikið í spænska höfuðstaðnum og sé með hugann við margt annað en að leggja sig fram á knattspyrnuvell- inum. Figo er á síðasta snúningi sem knattspyrnumaður að mati Sobrino sem segir að ekki komi til greina að endurnýja samninginn við Portúgalann. Sömu sögu sé að segja um Carlos, hann hafi ekki löngun til að vera áfram í her- búðum Madrídar-liðsins og því sé rétt að leyfa honum að taka hatt sinn og staf. „Carlos leitar logandi ljósi að vænum samningi og fái ég einhverju ráðið þá fær hann ekki þann samning hjá Real Madrid,“ segir Sobrino. Vill selja Beckham, Figo og Carlos frá Real David Beckham Garnett hefur leikið með Timber-wolves frá árinu 1995 og er af flestum talinn mikilvægasti leikmað- ur NBA-deildarinnar, MVP, á keppnistímabilinu, en lið hans náði besta árangri allra liða á Vestur- ströndinni. Í úrslitakeppninni hefur Timberwolves tapað 22 leikjum og aðeins unnið 7 leiki, og aldrei komist í undanúrslit Vesturstrandarinnar. Cassell sagði eftir leikinn að ekki væri hægt að stöðva liðið ef hann héldi áfram að skora líkt og í fyrsta leiknum. „Ef þeir tvídekka mig þá fá aðrir leikmenn boltann frá mér og skora í staðinn. Ef þeir tvídekka mig ekki þá mun ég halda áfram að gera þeim lífið leitt,“ sagði Cassell sem varð NBA-meistari sem nýliði hjá Houston Rockets árið 1994. Hann hefur komið víða við síðasta áratug og leikið með Dallas, Nets, Phoenix og Milwaukee. „Cassell kann best við sig í svona leikjum og þegar mest á reynir er hann einfaldlega bestur,“ sagði Flip Saunders, þjálfari Minnesota, sem ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppn- inni. Webber stóð undir væntingum Það voru margir sem fylgdust með fyrsta leik Sacramento Kings og Dallas Mavericks sem fram fór í Sacramento á sunnudag. Eins og við var búist áttu leikmenn beggja liða ekki í vandræðum með að skora, en Kings náði yfirhöndinni í fjórða leik- hluta og landaði sigri, 116:105. Stað- an var 86:85 fyrir Kings í upphafi fjórða leikhluta. Chris Webber fundaði með leikmönnum Kings fyrir leikinn og hvatti þá til dáða eftir slakt gengi í lok leiktíðar þar sem liðið missti af efsta sæti Vesturstrandar- innar. Don Nelson, þjálfari Maver- icks, var vongóður um framhaldið þrátt fyrir tapið. „Þeir leika ekki bet- ur en þeir gerðu í þessum leik. Eftir að Webber fór að leika með þeim á ný hafa þeir ekki leikið betur, og ég tel möguleika okkar enn vera mjög góða,“ sagði Nelson. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Mavericks og tók 13 fráköst en í liði Kings bar mest á Peja Stojakovic sem skoraði 28 stig og Webber var með 26 stig og 12 fráköst. Á Austurströndinni áttust við Miami Heat og New Orleans Hor- nets en liðin enduðu í 4. og 5. sæti í deildarkeppninni. Lítt þekktur nýliði Miami, Dwayne Wade, tryggði liðinu sigur með því að skora sigurkörfuna 1,7 sek. fyrir leikslok, lokastaða 81:79. „Þetta eru skotin sem ég elska að taka, og alla tíð hef ég beðið um að fá að taka síðasta skotið ef mjótt er á mununum,“ sagði Wade eftir leikinn en hann skoraði alls 21 stig í leiknum. Cassell fór á kostum SAM Cassell, leikstjórnandi NBA-liðsins Minnesota Timberwolves, fór fyrir sínum mönnum gegn Denver Nuggets í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Vesturstrandarinnar í fyrrinótt, en Cassell skoraði alls 40 stig, sem er persónulegt met hjá hinum 34 ára gamla bak- verði. Kevin Garnett skoraði 30 stig og tók 20 fráköst og er greini- legt að leikmenn Timberwolves ætla sér eitthvað annað en að falla úr keppni í fyrstu umferð líkt og undanfarin ár. Reuters Sam Cassell, leikmaður Minnesota Timberwolves, setti per- sónulegt met er hann skoraði 40 stig gegn Denver Nuggets.  HJÖRVAR Hafliðason, knatt- spyrnumarkvörður, gekk í gær til liðs við Íslandsmeistara KR en hann hefur leikið með Val undanfarin ár. Hjörvar kom til Vals frá HK árið 1999 og hefur verið í herbúðum Hlíð- arendaliðsins síðan en hann missti nær alveg af tímabilunum 2001 og 2003 vegna alvarlegra hnjámeiðsla.  SÍÐASTA föstudag héldu meist- araflokkar KR í körfuknattleik sitt lokahóf og fengu eftirtaldir leikmenn verðlaun: Besti leikmaður kvenna: Hildur Sigurðardóttir. Besti leik- maður karla: Steinar Kaldal. Mestu framfarir kvenna: Hólmfríður B. Sigurðardóttir. Mestu framfarir karla: Steinar Páll Magnússon. Birgi Hákonarsyni, sem nú lætur af störfum sem formaður körfuknatt- leiksdeildar KR, var sérstaklega þakkað fyrir vel unnin störf, sem og Inga Þór Steinþórssyni sem lætur af störfum sem þjálfari karlaliðsins.  HANS Meyer hættir þjálfun þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlín í vor, en hann tók við þjálfun þess í janúar þegar Huub Stevens var leystur frá störfum. Falko Götz og Ralf Rangnick hafa verið nefndir sem líklegir eftirmenn Meyers, en Götz var sagt upp hjá 1860 München um helgina í kjölfar slaks árangurs.  HOLLENDINGURINN Gerald Vanenburg hefur tekið við þjálfara- starfi hjá 1860 München – af Falko Götz, sem var látinn taka poka sinn eftir tap fyrir Hamburger SV um helgina. Vanenburg, 40 ára, fyrrum landsliðsmaður Hollands, lék með liðinu 1998 og 1999. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.