Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SPÆNSKI kylfingurinn José Maria Olazábal leik- ur á fyrsta móti sínu í Evrópu á þessu ári þegar hann hefur leik á opna Kanaríeyjamótinu sem hefst á Kanaríeyjum næsta fimmtudag. Mótið fer fram á Fuertevent- ura-vellinum og þar mun íslenski kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ vera í eldlínunni. Heiðar Davíð er áhugamaður og er þetta í fyrsta sinn á hans ferli sem tekur þátt á móti á Evrópu- mótaröðinni. Olazábal verður þekktasti kylfingurinn á þessu móti en hann hefur sigraði tvívegis á Mastersmótinu á Aug- usta-vellinum, en hann hefur sigrað á þremur at- vinnumannamótum á Kanaríeyjum á sínum ferli 1989, 1992 og 1997. Fuerteventura- völlurinn var hannaður af Juan Catarineu og var opnaður fyrir 12 árum eða árið 1992. Sigurvegari mótsins fær rúmlega 24 millj. kr. í sinn hlut en heildarverðlaunafé mótsins nemur um 145 millj. kr. Heiðar Davíð Bragason getur hins vegar ekki tekið á móti verð- launafé nái hann slíku sæti á þessu móti þar sem hann er áhugamaður í íþróttinni. Olazábal og Heiðar Davíð etja kappi á Kanaríeyjum Heiðar Davíð Öldungar blaka á Akranesi ÖLDUNGAMÓT Blakssam- bands Íslands, það 29. í röð- inni, fer fram á Akranesi 22. til 24. apríl. Þar mæta 80 lið til leiks, 50 kvennalið og 30 karlalið og verður leikið í báðum íþróttahúsum staðar- ins í sjö deildum kvenna og fjórum karla. Búist er við að keppendur verði á bilinu 650–700. Leikið verður frá klukkan 8.45 til 21.30 á fimmtudag og föstudag en á laugardag á leikjum að vera lokið klukkan 15. Þá verður verðlaunaafhending og um kvöldið er lokahófið í íþrótta- húsinu á Jaðarsbökkum. Á fimmtudagskvöldið verður árlegt öldungaþing þar sem málefni eldri blak- ara verða rædd. KATRÍN Jónsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við bikarmeistara Vals í knattspyrnu og leika með þeim í úrvalsdeildinni í sumar. Katrín hef- ur leikið með Kolbotn í Noregi í rúm sex ár en fram að því spilaði hún lengst af með Breiðabliki, reyndar eitt tímabil með Stjörnunni. Katrín er 26 ára og er þriðja leikjahæsta landsliðskona Íslands með 48 A- landsleiki að baki. Hún kemur ekki til landsins fyrr en 18. júní, þar sem hún er að ljúka lokaprófum í lækn- isfræði í Ósló, og missir því af fyrstu fjórum umferðum Íslandsmótsins. „Ég var búin að vera lengi í sam- bandi við bæði Val og Breiðablik í nokkurn tíma og þetta var mjög erfið ákvörðun. Bæði félögin eru með frá- bæra hópa en að lokum langaði mig meira til að spila með Val og það varð því niðurstaðan. Ég hlakka til að spila á Íslandi á ný eftir þessa löngu fjarveru, en reyndar þarf ég fyrst að ná þessum lokaprófum, því ef það tekst ekki, verð ég að vera áfram í Noregi í sumar og þá væri þetta úr sögunni,“ sagði Katrín við Morgunblaðið í gær. Katrín verður Valsliðinu góður liðsauki en það hefur verið nær ósigrandi í vetur og er mjög líklegt til afreka í sumar. Hún varð norskur meistari með Kolbotn árið 2002 en félagið vann þá titilinn í fyrsta sinn. Katrín skoraði 43 mörk í 97 deilda- leikjum með Kolbotn en áður en hún hélt utan skoraði hún 25 mörk í 79 deildaleikjum með Breiðabliki og Stjörnunni. Katrín valdi að leika með Val  KRISTJÁN Uni Óskarsson skíða- kappi varð í 20. sæti í stórsvigi á FIS-móti í Aal í Noregi á laugardag- inn. Hann fékk 19,51 FIS-stig fyrir árangurinn. Kristinn Ingi Valsson og Ari Berg luku ekki við fyrri ferð- ina í þessu móti. Daginn eftir féllu þeir allir úr keppni.  GUÐRÚN Arinbjarnardóttir varð í 30. sæti í mótinu á laugardaginn og fékk 68,61 FIS-stig fyrir það. Hrefna Dagbjartsdóttir fékk 95,05 stig fyrir 40. sætið og Elín Arnars- dóttir 107,38 stig fyrir 45. sætið. Ás- laug Eva Björnsdóttir féll úr leik í síðari ferðinni. Þær féllu allar úr keppni í mótinu sem var daginn eftir.  RUUD van Nistelrooy kemur inn í lið Manchester United í kvöld þegar það tekur á móti Hermanni Hreið- arssyni og samherjum í Charlton á Old Trafford. Van Nistelrooy hefur ekki leikið fjóra síðustu leiki með lið- inu vegna meiðsla í hné.  ÞÁ er talið að Roy Keane verði með Manchester United í leiknum en hann hefur verið meiddur.  KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Hauka hélt lokahóf sitt sl. föstudag, þar sem Sævar Haraldsson og Hel- ena Sverrisdóttir voru útnefnd bestu leikmenn í meistaraflokkum karla og kvenna. Þórður Gunnþórs- son fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í meistaraflokki karla og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir í meistaraflokki kvenna. Að auki fékk Marel Guðlaugsson viðurkenningu fyrir 150 leiki með meistaraflokki karla.  BANDARÍKJAMAÐURINN Phil Mickelson, nýkrýndur sigurvegari á Mastersmótinu í golfi sem fram fór á Augusta-vellinum, hefur boðað komu sína á Opna skoska mótið sem fram fer á Loch Lomond-vellinum 8.–11. júlí nk. Ernie Els frá Suður- Afríku mun einnig taka þátt á þessu móti en hann varð annar á Masters- mótinu, en hann sigraði á Opna skoska meistaramótinu á síðasta ári. „Ég mun taka þátt í þessu móti og hef í hyggju að halda því áfram á næstu árum. Staðurinn er yndisleg- ur og völlurinn er stórkostleg áskor- un,“ sagði Mickelson sem er í fimmta sæti á heimslistanum þessa stundina og í efsta sæti á peningalista PGA- mótaraðarinnar.  KJELL Inge Olsen, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Viking, sagði í gær starfi sínu lausu. Olsen hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins, 4:0, á útivelli gegn Tromsö. Félagið boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem Olsen tilkynnti um ákvörð- un sína og gaf hann þá skýringu að hann hefði ekki áhuga á starfinu. Bjarne Berntsen mun stýra liðinu um einhvern tíma þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn. FÓLK BLAK Úrslitarimma kvenna, annar leikur: Neskaups.: Þróttur N. – Þróttur R. ....20.30  Þróttur R. er yfir 1:0 og verður Íslands- meistari með sigri. KNATTSPYRNA Deildabikar karla, efri deild A-riðill: Leiknisvöllur: KR – Grindavík..................20 Deildabikar kvenna, neðri deild: Egilshöll: HK/Víkingur - Fjölnir .........21.30 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Svíþjóð Elfsborg – Malmö FF .............................. 1:5 Helsingborg – Djurgården...................... 1:1 Gautaborg – Halmstad ............................ 0:0 Staðan: Malmö 3 2 1 0 10:2 7 Halmstad 3 2 1 0 6:2 7 Gautaborg 3 1 2 0 3:0 5 Djurgården 3 1 2 0 6:4 5 Örgryte 3 1 2 0 3:2 5 Kalmar 2 1 1 0 2:1 4 AIK 3 1 1 1 2:3 4 Örebro 3 1 0 2 4:10 3 Hammarby 2 0 2 0 0:0 2 Helsingborg 3 0 2 1 3:4 2 Trelleborg 3 0 2 1 2:3 2 Landskrona 3 0 2 1 1:2 2 Sundsvall 3 0 2 1 1:2 2 Elfsborg 3 0 0 3 2:10 0 Noregur Lyn – Vålerenga ....................................... 1:1 Deildabikar karla Leiðrétting á stöðum sem voru rangar í blaðinu í gær: Neðri deild, B-riðill: Breiðablik 4 3 0 1 20:3 9 Númi 4 2 1 1 4:6 7 ÍR 4 2 0 2 10:9 6 Reynir S. 4 1 2 1 11:11 5 KFS 4 1 1 2 8:18 4 Selfoss 4 1 0 3 7:13 3 Neðri deild, D-riðill: Völsungur 4 3 1 0 18:6 10 Fjarðabyggð 4 3 1 0 11:6 10 Leiftur/Dalvík 4 2 0 2 14:11 6 Tindastóll 4 1 0 3 11:12 3 Magni 4 1 0 3 12:17 3 Höttur 4 1 0 3 6:20 3 PGA-MÓTARÖÐIN Heritage Classic, Hilton Head, par 71: Stewart Cink, Bandaríkjunum.......274 (-10)  62 millj. kr. 72-69-69-64 Ted Purdy, Bandaríkjunum ...........274 (-10)  37 millj. kr. 69-67-65-73  Cink vann á fimmtu holu í bráðabana. Carl Pettersson, Svíþjóð..........................276  18 millj. kr. 72-71-66-67 Ernie Els, Suður-Afríku..........................276  18 millj. kr. 69-70-68-69 Patrick Sheehan, Bandaríkj....................276  18 millj. kr. 71-66-69-70 Fred Funk, Bandaríkjunum ...................277 69-69-69-70 SKOTFIMI Sport-skammbyssa, skotið af 25 metrum: Carl J. Eiríksson, SIB .............................546 Sigurgeir Guðmundsson, SFK................538 Guðjón Freyr Eiðsson, SFK ...................536 Eiríkur Ó. Jónsson, ÍFL..........................530 Karl Kristinsson, SR................................528  Carl J. varð Íslandsmeistari. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 16-liða úrslit, fyrstu leikir: Minnesota – Denver ........................... 106:92 Miami – Charlotte ................................ 81:79 ÚRSLIT HERBERT Arnarson tekur að öllu óbreyttu við þjálfun úrvalsdeildar- liðs KR en Böðvar Guðjónsson, stjórnarmaður í körfuknattleiks- deild KR, staðfesti við Morgun- blaðið í gærkvöld að samningar við hann væru á lokastigi. „Það er ekk- ert leyndarmál að við höfum átt í viðræðum við Herbert og vonandi verður hægt að tilkynna um ráðn- ingu hans innan skamms,“ sagði Böðvar. Herbert, sem er 34 ára, hefur verið í röðum KR frá árinu 2001 en hann gat ekkert leikið með liðinu á nýloknu tímabili vegna meiðsla. Hann spilaði um árabil í Bandaríkj- unum en lék einnig sem atvinnu- maður um skeið í Hollandi og Belg- íu. Til ársins 1997 lék hann með ÍR þegar hann var heima en eftir það spilaði Herbert eitt tímabil með Grindavík og eitt með Val áður en hann gekk til liðs við KR-inga. Hann á að baki 146 leiki í úrvals- deildinni og skoraði að meðaltali 19 stig í leik en mest 43 stig í leik með ÍR gegn Val fyrir tíu árum. Herbert er áttundi leikjahæsti landsliðs- maður Íslands með 111 A-landsleiki að baki. Ingi Þór Steinþórsson hefur þjálfað KR-inga undanfarin fimm ár en hann tilkynnti í síðustu viku að hann sæktist ekki eftir end- urráðningu fyrir næsta tímabil. KR-ingar höfnuðu í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og töp- uðu síðan fyrir Grindavík í oddaleik í 8-liða úrslitunum. Samningar KR-inga við Herbert eru á lokastigi Herbert Arnarson Maradona kvefaðist á laugardagþegar hann spilaði golf fram á kvöld, og síðan veiktist hann alvar- lega á sunnudaginn eftir að hann hafði fylgst með Boca Juniors leika gegn Nueva Chicago. Hann var flutt- ur á sjúkrahúsið með óreglulegan hjartslátt og hefur átt erfitt með öndun. Í yfirlýsingu frá sjúkrahús- inu í gærkvöld var sagt að hann væri með sýkingu í lungum. Alfredo Cahe, einkalæknir Mara- dona, vísaði á bug sögusögnum um að neysla eiturlyfja hefði leitt til veikindanna. „Ég hef miklar áhyggj- ur af allri þeirri vitleysu sem sumir fréttamenn hafa látið frá sér fara. Það er hreint ótrúlegt, veikindin hafa ekkert með fíkn hans að gera,“ sagði Cahe en Maradona hefur um árabil átt við fíkniefnavanda að stríða. Argentínska þjóðin hefur haldið niðri í sér andanum eftir að veikindi hetjunnar spurðust út og fjöldi fólks hefur haldið til fyrir utan sjúkrahús- ið þar sem Maradona liggur. Maradona er 43 ára gamall og hef- ur verið þjóðhetja í Argentínu frá því hann skipaði sér í hóp bestu knatt- spyrnumanna heims frá upphafi í byrjun níunda áratugarins. Hann var í fararbroddi þegar Argentína varð heimsmeistari árið 1986 og aft- ur þegar liðið komst í úrslitaleik HM fjórum árum síðar. En frá árinu 1991 og þar til hann lagði skóna endan- lega á hilluna árið 1997 settu fíkni- efnin svip á ferilinn. Hann fékk 16 mánaða bann árið 1991 og aftur árið 1994 þegar hann var sendur heim frá lokakeppni HM í Bandaríkjunum fyrir að falla á lyfjaprófi. Maradona á batavegi Reuters Diego Maradona tekur í hönd aðdáanda á sunnudag meðan hann fylgist með leik Boca Juniors og Nueva Chicago. Eftir leikinn var hann fluttur á sjúkrahús. DIEGO Maradona, einhver frægasti knattspyrnumaður sögunnar, er í stöðugu ástandi og á batavegi á sjúkrahúsi í Buenos Aires í Argentínu, sam- kvæmt upplýsingum frá lækn- um í gærkvöld. Hann var fluttur þangað síðdegis á sunnudag og hefur legið á gjörgæslu, tengd- ur við öndunarvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.