Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.04.2004, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 49 PÉTUR Hafliði Marteins- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, slasaðist á hendi á æfingu með liði sínu, Hammarby í Sví- þjóð, um helgina. Pétur fékk þrumuskot frá sam- herja sínum í höndina með þeim afleiðingum að bein í úlnliðnum brotn- aði. Þrátt fyrir þetta hyggst Pétur leika með Hammarby gegn Kalmar í úrvalsdeildinni í kvöld og með íslenska landsliðinu gegn Lettum í Ríga í næstu viku. „Þetta var óhapp, ég var ekki viðbúinn og fékk boltann beint í höndina. Ég fékk strax gifs og gat æft með það í gær og dag, svo það er ekkert því til fyr- irstöðu að ég spili gegn Kalmar. Reyndar skilst mér að dómarinn hafi lokaorðið um það, en þetta er mjög pent gifs og það eru mörg for- dæmi fyrir því að menn spili með svona umbúð- ir,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Pétur hefur leikið mjög vel með Hammarby að undanförnu og verið einn besti leikmaður liðsins. Hamm- arby er spáð góðu gengi í ár en liðið hefur gert markalaus jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum í úr- valsdeildinni og þarf því á öllum stigunum að halda í Kalmar í kvöld. Pétur handarbrotinn en heldur áfram að spila WALESBÚAR hafa enn ekki gefið upp alla von um að þeir komist í lokakeppni Evrópu- móts landsliða í Portúgal í sumar með því að fá Rússa dæmda úr keppni. Igor Titov, miðjumaður Rússa, féll á lyfjaprófi eftir fyrri úrslitaleik þjóðanna um EM-sæti í nóvember 2003. Þá var hann varamaður og lék ekki með en spilaði síðan síð- ari leikinn í Cardiff sem Rússar unnu, 1:0, og komust þar með á EM. Walesbúar kröfðust þess að Rússum yrði refsað fyrir að tefla Titov fram í leiknum í Cardiff. Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, vís- aði kæru þeirra frá á þeirri forsendu að liði yrði ekki refsað fyrir brot einstakl- ings. Áfrýjun Walesbúa fór sömu leið hjá UEFA. Þeir telja að UEFA hafi ekki tekið á veigamiklum atriðum í málflutningi þeirra og hafa því skotið málinu til íþrótta- dómstóls sem hefur aðsetur í Sviss, Walesbúar reyna enn við EM-sæti MATT Garnar, tvítugur enskur knattspyrnumaður frá Crewe Alexandra, er genginn til liðs við ÍBV og kemur til félagsins í næstu viku ásamt Ian Jeffs, sem spilar áfram með ÍBV eins og í fyrra. Garner hefur aðallega leik- ið sem vinstri bakvörður og leysir því væntanlega af hólmi Hjalta Jóhannesson sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Garner hefur verið hjá Crewe frá 17 ára aldri en áður spilaði hann með utandeildaliðinu Witton Albion. Hann hefur ekki leikið með aðalliði Crewe en hann missti nánast alveg af tímabilinu 2002–3 vegna slæmra bakmeiðsla. Garner gerði eins árs samning við Crewe en hann fær sig lausan frá félaginu áður en hann kemur til ÍBV. „Garner leikur með okkur allt tímabilið, það er frágengið. Nú er leikmannahópurinn fullmótaður enda eru sex leikmenn komnir í stað þeirra sex sem eru farnir frá síðasta tímabili,“ sagði Gísli Hjartarson hjá knattspyrnuráði ÍBV við Morgunblaðið í gærkvöld. Auk Garners hefur ÍBV fengið Einar Þór Daníelsson frá KR, Mark Schulte frá Minnesota Thunder, Jón Skaftason frá Vík- ingi, Hrafn Davíðsson frá Fylki og Magnús Má Lúðvíksson frá Drangi. Frá síðasta tímabili eru fjórir hættir, Hjalti Jóhannesson, Hjalti Jónsson, Ingi Sigurðsson og Unnar Hólm Ólafsson, Tom Betts fór aftur til Crewe og Ígor Bjarni Kostic til Skála í Færeyjum. ÍBV fær bakvörð frá Crewe Já, ég á svona frekar von á aðþetta verði spennandi leikir. Valur er með miklu reyndara lið og stelpurnar þar eru miklu vanari að takast á við þá spennu sem fylgir leikjum á þessu stigi. Valsstelpur unnu síðasta leikinn við Stjörnuna og fengu þar með heimaleikjarétt- inn sem er mikilvægur,“ sagði Ragnar Hermannsson sem þjálfaði Haukastúlkur í vetur, þegar hann var spurður um hvort að um spenn- andi viðureign um að ræða. „Stjarnan er með mjög vel skip- að og áhugavert lið sem er með góða leikmenn í öllum stöðum og jafnvel tvo í hverri stöðu. Helsti óvinur þeirra í þessu einvígi er ald- urinn og reynslan. Það getur skipt miklu fyrir Stjörnuna hvort Svan- hildur Þengilsdóttir verður dregin á flot í þessa leiki. Hún styrkir vörnina mikið og hefur gríðarlega reynslu af þessu stigi keppninnar. Valsliðið er mjög reynt, er með frábæran markmann og ef vörn og markvarsla er í lagi þá fá þær allt- af nokkur mörk úr hraðaupphlaup- um. Þær eru í nokkrum vandræð- um í sókninni þar sem þær hafa ekki neina skyttu, fyrir utan Gerði Betu. Þær þurfa því að treysta nokkuð á að spila sig í gegn, nota línuna, þar sem þær eru mjög sterkar, og nýta hornin vel. Það skiptir líka miklu máli hvort Drífa verður komin inn eða ekki því hún er mikill slúttari. Starnan er líka með frábæran markvörð sem getur unnið leiki upp á sitt eindæmi ef hún dettur í gang. Ég held að það sé stór spurning hvort Stjörnustelpur hafi trú á að þær geti þetta. Mér finnst Stjarnan á margan hátt með fjöl- breyttara lið, hafa fleiri valkosti og meiri breidd. Aldurinn hefur hins vegar gríðarlega mikið að segja og Valsliðið er með meiri reynslu og keppnisþroska. Ætli ég spái þessu ekki í odda- leik og hallast frekar að því að Val- ur hafi betur en ég er ekki tilbúinn að leggja mikið undir þá spá. Von- andi verða þetta jafnir og skemmtilegir leikir, það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt á vor- in,“ sagði Ragnar. Morgunblaðið/Þorkell Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sækir að marki Vals í leik liðanna á Íslands- mótinu fyrr í vetur, þar sem Valsmaðurinn Anna Guðmundsdóttir er til varnar. Ragnar Hermannsson, þjálfari Haukaliðsins, spáir í undanúrslit kvenna Hallast að sigri Vals FYRSTI leikurinn í undanúrslitum kvenna í handknattleik fer fram í kvöld – þegar Valsstúlkur taka á móti Stjörnunni að Hlíðarenda. Það lið sem fyrr sigrar í tveimur leikjum kemst í úrslit og mætir þar ann- aðhvort ÍBV eða FH, en fyrsti leikur þessara liða verður eftir viku.  HJÁLMAR Jónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, lék allan leik- inn með Gautaborg í gær þegar lið hans gerði markalaust jafntefli við Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Gautaborg hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur umferðunum en tveir leikir liðsins hafa endað 0:0.  LETTAR tilkynntu í gær 26 manna landsliðshóp fyrir vináttu- landsleikinn í knattspyrnu gegn Ís- lendingum sem fram fer í Ríga 28. apríl. Í hópnum eru 12 leikmenn er- lendra liða en átta af hinum fjórtán leika með öflugasta félagsliði Lett- lands, Skonto Riga.  LETTAR komust mjög óvænt í úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Portúgal í sumar. Þeir skákuðu Pólverjum og Ung- verjum í riðlakeppninni og sigruðu síðan Tyrki í úrslitaleikjum um EM- sæti.  KUNNUSTU leikmennirnir í hópi Letta eru Marian Pahars, sóknar- maður frá enska liðinu Southampt- on, Igors Stepanovs, varnarmaður hjá Beveren í Belgíu sem lék um skeið með Arsenal og Maris Verpa- kovskis, sóknarmaður frá Dynamo Kiev í Úkraínu sem skoraði mikil- vægustu mörk Letta á lokaspretti undankeppninnar. Verpakovskis skoraði ennfremur sigurmarkið í úti- sigri Letta á Slóvenum, 1:0, um síð- ustu mánaðamót.  ANDREJS Stolcers leikur með Fulham í Englandi en aðrir í lettn- eska hópnum sem spila erlendis eru á mála hjá liðum í Rússlandi, Úkr- aínu og Danmörku. Fyrirliðinn, Vitalis Astafjevs, sem spilar með Admira í Austurríki, lék sinn 100. landsleik á dögunum, gegn Slóven- um.  CRAIG Bellamy, leikmaður New- castle, verður ekki með þegar liðið mætir Marseille í undanúrslitum UEFA-bikarsins í knattspyrnu á fimmtudaginn. Bellamy tognaði í læri í leik Newcastle gegn Aston Villa og óttast er að hann leiki ekki meira á tímabilinu. Bellamy er hins- vegar bjartsýnn á að hann nái að taka þátt í lokaleikjum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.  HOLLENSKI knattspyrnumaður- inn Ronald de Boer fer að öllum lík- indum til Katar en hann er ákveðinn í að hætta hjá Glasgow Rangers eft- ir þetta tímabil. De Boer sagði í gær að ef hann legði ekki skóna á hilluna í vor myndi hann spila í Katar næsta vetur. „Aðstæður í Katar eru full- komnar, aðeins 26 deildaleikir og alltaf hlýtt í veðri. Það hentar mínum líkama vel. Ég veit ekki með hvaða liði ég kem til með að spila, maður semur við deildina sjálfa og fer síðan í eitthvert liðanna sem eru öll frá höfuðborginni Doha,“ sagði de Boer, sem er 33 ára. FÓLK Pétur Marteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.