Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 20.04.2004, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára AKUREYRI kl. 8. B.i.12 ára EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 og 10. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortenson í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit!  Kvikmyndir.is „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l i ll l i Hann mun gera allt til að verða þú! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i tr ir í i lif f tt illt i i f r l . Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 10. B.i. 12 ára. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL Sýnd kl. 6. Með ísl taliSýnd kl. 10.Sýnd kl. 6 og 8. VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is F r u m s ý n d e f t i r 1 7 d a g a „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l f i ll l i Fyrsta stórmynd sumarssins SEINNI hluti hefndarsögu Quent- ins Tarantinos Kill Bill var frumsýnd fyrir helgi vestanhafs og fór beint á toppinn eins og við var búist. Myndin, sem almennt hefur fengið rífandi góða dóma og þykir betri en sú fyrri, halaði inn rúmlega 25 millj- ónir dala, aðeins meira en fyrri myndin gerði um fyrstu sýningar- helgina í fyrra. Áhuginn á þessum hefndaraðgerð- um Svörtu mömbunnar gegn Billa og gengi hans þýddi að Refsarinn (The Punisher) þurfti að sætta sig við ann- að sæti listans. Þar fer mynd sem byggist á samnefndum Marvel- myndasögum en er þó aldrei þessu vant ekki ofurhetjumynd, heldur fjallar hún um venjulegan mann sem tekur lögin í sínar hendur og fer í einsmanns herferð gegn glæpa- mönnum heimsins, eftir að fjölskylda hans er myrt köldu blóði. Myndin kostaði ekki eins mikið og aðrar byggðar á myndasögum, er fyrsta mynd handritshöfundarins Jonathan Hensleigh, og gerði því tiltölulega góða hluti. Það er líka ný mynd í þriðja sæti, gamanmyndin Johnson-fjölskyldan fer í frí (Johnson Family Vacation) með Cedric the Entertainer. Önnur gamanmynd byrjaði einnig fyrir helgi en hún heitir Connie og Carla og er með Toni Colette (Muriel’s Wedding) í aðalhlutverki. Píslasaga Krists féll töluvert eftir páskaörtröðina, eins og við var að búast. Myndin er nú orðin sjöunda tekjuhæsta mynd sögunnar með 360,9 milljónir dala og skiptist á sæt- um við Jurassic Park. Einn stærsti skellur í lengri tíma situr svo í tíunda sæti listans en það er vestrinn The Alamo. Myndin kost- aði 95 milljónir dala en hefur ekki halað inn nema ríflega 14 milljónir dala í tekjur og er því eins og stendur ansi langt frá því að svara kostnaði. Young Adam með Ewan McGreg- or var frumsýnd um helgina í völdum kvikmyndahúsum og er önnur myndin á árinu sem fékk aldurstak- markið NC-17, eða Stranglega bönn- uð börnum innan 17 ára, næsti bær við X-spimpilinn alræmda. Ástæðan fyrir þessu háa aldurstakmarki ku vera sú að það sést í lim McGregors. Nýja Tarantino-myndin á toppinn vestra Billa refsað Og þá mætti brúðurin Billa. Úr nýju Tarantino-myndinni Kill Bill Vol. 2.                                                                               !"  # $ %&  ''  $   ()          *+* ,-+. /+- *+0 *+- *+, -+/ -+- -+, -+. *+* ,-+. ,+- *.+- 10+/ 0 + 1/+/ ,1+2 1/.+3 ,/+1 USHER / Confessions „Yeah!“ er tvímælalaust einn af betri smellum það sem af er árinu 2004 en samt tók maður stóru plötunni með fyrirvara því fyrri plötur hans hafa einkennst af nokkrum sterkum lögum sem slógu í gegn auk nokk- urra til uppfyll- ingar. Og þótt Confessions hefði vissulega mátt vera 3–4 lögum styttri þá fær maður aldrei þá tilfinningu að ver- ið sé að rembast við að fylla disk- inn, bara með einhverju sótt- hreinsuðu uppfyllingarefni. Lögin eru hreint ekki öll góð og fjarri því. Ætli ein 5 þeirra séu ekki ná- lægt því besta sem Usher hefur sent frá sér og sumt af restinni líka með því versta. Eins og svo oft þegar R&B plötur eiga í hlut þá er einn helstu ljóður hennar stefnuleysi, hana vantar heild- arsvip, sem skrifast á að höfundar og upptökustjórar eru of margir. En mikið er maður samt til í að segja bara „Yeah!“ og vera ligeg- lad, hlusta á lagið aftur og aftur í góðum græjum og færa sig svo yf- ir í næsta mögulega smell, eins og ballöðuna fínu „Burn“ og hið kröftuga „Throwback“. Heilsteypt- asta plata Ushers, en samt eitt- hvað sundurleit og karakt- erlaus. CLAY AIKEN / Measure of A Man Hann vann hug og hjarta þjóðar sinnar og víðar í annarri Idol- Stjörnuleitinni sem haldin var í Bandaríkjunum og jafnvel þótt hann hafi lent í öðru sæti þá virð- ist sem hann ætli að standa uppi sem sigurvegari umræddrar leitar, sé mið tekið af hinum eiginlega vinsælda- mælikvarða, plötusölunni. En eins og hann er nú með fína rödd Clay bless- aður þá nær hann engan veginn að sýna á sér sínar bestu hliðar á sinni fyrstu sólóplötu, sem er ein- hver sú karakterlausasta, nið- ursoðnasta og sótthreinsaðasta poppplata sem sett hefur verið saman í lengri tíma. Nú er lag, kæri Clay, að sýna næst úr hverju þú ert gerður – þú sjálfur.  Skarphéðinn Guðmundsson Erlend tónlist ÞEGAR endurreist Todmobile hélt tónleika í Laugardalshöll ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands hinn 14. nóvember síðastliðinn var strax tekin ákvörðun um að mynd- og hljóðrita tónleikana. Geisladiskurinn Sinfónía er kom- inn út og nú er kominn út mynd- diskur undir sama nafni. Hér er á ferðinni veglegur pakki því ásamt tónleikunum í Laugardalshöll er hægt að sjá svipmyndir frá undirbúningi tón- leikanna og einnig heimild- armynd um sögu Todmobile sem gerð var árið 2000 í tengslum við safndisk sveitarinnar, Best. Þá eru hér 14 myndbönd með sveit- inni og jafnframt upptaka frá tónleikum Todmobile í Íslensku óperunni 19. nóvember 1993. Allt í allt tveir diskar og efnið um fjórir tímar að lengd. Gaman „Já, ég er nú barasta drullu- montinn af þessu,“ segir Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson og brosir þegar þessar upplýsingar eru rifj- aðar upp fyrir honum. „Mér finnst sjálfum t.d. mjög athyglisvert og skemmtilegt að bera saman þá Todmobile sem lék í Laugardalshöllinni við þá sem spilaði tíu ár- um fyrr í Óperunni.“ segir hann. „Manni fannst eins og þetta væri orðin gömul sveit árið 1993 og gaman að sjá hvernig tónlistarmenn- irnir hafa þróast síðan þá á þess- um árum.“ Þorvaldur glottir í kampinn þegar hann er spurður út í myndböndin. „Öll myndböndin eru þarna utan eitt eða tvö,“ upplýsir hann. „Það má kannski segja að þetta sé svona „comic relief“ hluti pakkans. Tvö eða þrjú myndbönd stand- ast vel tímans tönn en önnur síður (hlær). Það er kostulegt að sjá sum þeirra í dag.“ Þorvaldur segir að ekki hafi þurft að setja sig í neitt sérstakar stellingar í sambandi við vinnslu á mynddiskinum. „Hvað mér viðkom rann það dálítið saman að hljóðblanda sjálfan geisladiskinn og svo þenn- an myndisk. Meginmunurinn er sá að hér er hljómurinn settur í „5.1 dolby surround“.“ Veglegur mynddiskur frá Todmobile Um fjórir tímar af efni Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur og Andrea á sviði Laugardalshallarinnar 14. nóvember 2003. Mynd- og geisladiskurinn Sinfónía er komin út. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.