Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 56

Morgunblaðið - 20.04.2004, Page 56
Farfuglum fjölgar með degi hverjum LÓAN er komin í Langadalinn, ekki beint til að kveða burt snjóinn heldur leiðindin sem hafa verið í veðrinu undanfarna daga. Fyrstu helsingjarnir sáust einnig í Langa- dalnum í gær þannig að vafinn er enginn á að vorið er á fleygiferð norður yfir heiðar og Stórasand. Grágæsir og álftir streyma líka norður og hefur gránað af grágæsum á túnum bænda og sumstaðar er alhvítt af álft. Þó að gangi á með éljum þessa stundina líta menn björtum augum til næstu daga því gott er í veðurkortum, lóan komin og sum- ardagurinn fyrsti innan seilingar. Blönduósi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ rann kalt vatn milli skinns og hörunds þátttakenda á kynningar- og öryggisnám- skeiði friðargæslunnar sem utanríkisráðu- neytið stóð fyrir um helgina þar sem sér- sveit lögreglunnar setti upp einhverjar þær erfiðustu aðstæður sem friðargæsluliðar gætu hugsanlega lent í. „Þó að búast megi við því að fæstir frið- argæsluliðar lendi í aðstæðum eins og þeim sem farið var yfir á þessu námskeiði, er nauðsynlegt að menn hafi ákveðna nasasjón af því hvað gæti gerst. Annað væri óábyrgt í ljósi reynslunnar,“ segir Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu. Hann segir að ástandið geti breyst snögg- lega á fyrrverandi átakasvæði sem talið sé nokkuð öruggt, eins og hafi sýnt sig í Kos- ovo á dögunum. Morgunblaðið/Nína Björk Viðbrögð æfð við hinu versta  Búin undir/12 RÍKISKAUP hafa auglýst forval á Evrópska efnahagssvæðinu vegna byggingar, reksturs og hönnunar tónlistar- og ráðstefnuhúss, sem og hótels, við höfnina í Reykjavík. Ráðgert er að verkefnislýsing verði afhent þeim sem valdir verða í forvali í byrjun ágúst. Austurhöfn-TR ehf., fyrirtækið sem stofnað hefur verið um verkefnið, veit af fleiri en einum aðila sem hafa áhuga á verkinu. Verkkaupi gerir ráð fyrir að sérleyfissamningur verði gerður við einn bjóð- anda og samningstíminn verði 25 ár. Jón H. Ásbjörnsson, deildarstjóri útboðs- deildar hjá Ríkiskaupum, segir að væntanlega verði byrjað að afhenda forvalsgögn næsta mánudag, en umsóknarfrestur er til 10. júní. Í forvalsgögnunum segir hvaða skilmála og kröf- ur verkkaupi gerir til þeirra sem bjóða í verkið. Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að ætlunin hafi ávallt verið að reisa og reka húsin í einkaframkvæmd. Ríki og Reykjavíkurborg muni standa straum af byggingarkostnaði vegna tónlistarhússins og ráðstefnumiðstöðvarinnar, en sá sem fái verkið í útboði muni fjármagna byggingu hótelsins og eiga það að samningstíma liðnum. Einnig eigi hann þess kost að taka þátt í uppbyggingu nær- liggjandi reita í eigin þágu. Áætlaður kostnaður við tónlistar- og ráðstefnumiðstöðina er 6,4 milljarðar og 6 milljarðar við hótelið. Ekki kveðið á um að fylgja verði verðlaunatillögu Stefán segir að þeir sem valdir verða til þátt- töku í samningskaupum muni leggja til hvernig svæðið og húsin muni líta út, en hönnun bygg- inganna verður innifalin í verkinu. Hugmynda- samkeppni um skipulag svæðisins fór fram 2001 og segir Stefán að ekki hafi allir verið á eitt sátt- ir um verðlaunatillöguna úr þeirri samkeppni, því sé ekki kveðið á um það í forvalsgögnum að taka verði mið af því útliti. Aðspurður hvort ekkert sé farið eftir verðlaunatillögunni segir Stefán að einn af höfundum hennar hafi starfað fyrir skipulagsyfirvöld í Reykjavík frá síðasta hausti, ásamt fleirum, við að þróa skipulag svæðisins áfram og gera rammaskipulagið. Þeir hópar sem valdir verða í forvalinu munu hver um sig velja arkitekta og vinna tillögur að útliti og hönnun. Rammaskipulagið mun fylgja verkefnislýsingu þegar til kemur, en enn er ekki ljóst hvað af því verður bindandi og hvað ekki. Stefán segir miðað við að veita sérleyfi til 25 ára til að reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Þá verður viðurkennd hótelkeðja fengin til að reka hótelið. Eignarhald tónlistar- og ráðstefnuhúss- ins í lok rekstrartíma hefur ekki verið ákveðið, en það verður skilgreint í verklýsingu. Stefán segir verkefnið þegar hafa verið kynnt meðal verktaka, fjárfesta og hótelrekenda og veit um fleiri en einn aðila sem hafa áhuga. „Þó nokkrar viðræður hafa átt sér stað við aðila sem hefur verið að kynna sér verkefnið. Við erum að vonast eftir tveimur til þremur, eða jafnvel fjór- um umsóknum í forvalinu,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að á seinni hluta 2006 geti framkvæmdir hafist og að þeim verði lokið fyrir árslok 2008. Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðin er áætluð um 15.000 fermetrar og gert ráð fyrir að hótelið verði allt að 250 herbergi. Forval vegna ráðstefnu- og tónlistarhúss auglýst á EES ÞAÐ hefur lengi verið til siðs í Eyjum að spranga, eins og það er kallað, en það er líka hægt að gera það í vesturbænum í Reykja- vík ef kaðall og digur trjágrein er fyrir hendi. Bjart veður og fal- legt, eins og verið hefur síðustu daga, spillir ekki fyrir þó svo að ýmsum finnist heldur kuldalegt. Morgunblaðið/Ásdís „Sprangað“ í Vesturbænum EITT af því sem komið hefur til skoðunar í viðræðum rík- isins og bænda um gerð nýs mjólkursamnings er að hluti af beinum stuðningi ríkisins við bændur verði greiddur sem styrkur við kornrækt. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að þetta hafi talsvert verið skoðað, en ekkert sé ákveðið. Málið verði þó skoð- að áfram í viðræðunum, en Þórólfur vonast eftir að þeim ljúki í vor. Þórólfur segir að viðræðu- nefndir ríkisins og bænda hafi leitast við að koma á móts við þau viðhorf sem eru uppi innan WTO með því að færa hluta af stuðningi ríkisins yfir í svokallaðar grænar greiðslur Styrkir til korn- ræktar í athugun  Færa hluta/29 ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir út- gjöld fyrirtækja vegna margskon- ar opinbers eftirlits of mikil og mikilvægt sé að samhæfa starf eft- irlitsstofnana og draga úr kostn- aðinum. Þórunn Sveinbjörnsdótt- ir, fyrsti varaformaður Eflingar stéttarfélags, segir fjölþætt eftirlit á vegum hins opinbera valda fyr- irtækjum miklum kostnaði og þörf sé á að einfalda framkvæmd eft- irlitsins eins og kostur er. Þórunn og Ari eiga bæði sæti í ráðgjaf- arnefnd um opinberar eftirlits- reglur. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu, sem unnin var fyrir for- sætisráðuneytið og kynnt var í gær, að heildarkostnaður sam- félagsins vegna opinberra eftirlits- reglna hér á landi hafi numið níu til tólf milljörðum króna árið 2002 miðað við verðlag síðasta árs. Árlegur kostnaður fyrirtækja er metinn á um 7,2 milljarða og kostnaður stjórnvalda um 1,5–5 milljarðar. Þar fyrir utan er óbeinn kostnaður samfélagsins, sem fellur einkum á fyrirtækin, en stofnunin leggur ekki mat á. Skýrsla Hagfræðistofnunar var kynnt í gær og að sögn Þóru Helgadóttur, starfsmanns Hag- fræðistofnunar, sem vann að gerð skýrslunnar, er erfitt að leggja ná- kvæmt mat á ábata samfélagsins af opinberum eftirlitsreglum. Ef litið sé til árlegrar athugunar sem gerð er í Bandaríkjunum og hún yfirfærð yfir á Ísland, megi ætla að ábatinn af opinberu eftirliti sé verulega hærri en kostnaðurinn. Í niðurstöðum sínum segir Þóra að yfirvöldum beri að tryggja ákveðna félagslega og efnahags- lega hagsmuni með opinberum eft- irlitsreglum þar sem ábati af þeim sé yfirleitt meiri en kostnaðurinn fyrir samfélagið í heild sinni. Hins vegar sé brýnt að reynt sé að ná markmiðum fram með sem skil- virkustum hætti. Kostnaður vegna opinberra eftirlitsreglna allt að 12 milljarðar á ári Mikilvægt að samhæfa og einfalda eftirlitið  Kostnaður/28 ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær- kvöldi mann um borð í þýskan togara sem staddur var 270 sjómílur suðvestur af land- inu á karfaslóð. Maðurinn hafði fengið hjartaáfall og var hann fluttur á sjúkrahús þegar í land var komið. Læknir var um borð í þyrlunni og fylgdi henni Fokker-vél gæslunnar. Sjúklingur sóttur á haf út ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.