Pressan


Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 6

Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 6
 io6r -ifjdmaíaaa .S mgsbuteiH Lýsingar sálfræöingsins voru ekkert uppörvandi. Hann taldi t.d. ákveðna hœttu áþvíað maður gœti ekki lifað fullnægjandi kynlífi eftir aðgerðina. hverju árinu sem líður. Maður fest- ist náttúrulega í viðjum vanans og það verður sífellt meira mál að snúa við blaðinu. Ég gæti t.d. ekki hugsað mér að skipta um kyn á fimmtugsaldri. Þá væri það ein- faldlega orðið of seint.“ ÝMSIR ÓVISSUÞÆTTIR Sú hugsun Iæðist óneitanlega að manni við að heyra sögu Jóns að það gæti orðið erfitt fyrir hann að fá viðurkenningu samfélagsins, þó svo hann kæmist í aðgerðina marg- umræddu. Hann hefur mikið hugs- að um þá hlið málsins. „Smæð þjóðarinnar setur vissu- lega ákveðið strik í reikninginn fyr- ir mann, sem vill skipta um kyn. Það er ekki ólíklegt að kynskipting- ur myndi lenda einhvern veginn á milli hópa í þessu yndislega þjóðfé- lagi okkar, þar sem hún Gróa gamla lifir enn góðu lífi. Maður væri bú- inn að útiloka sig frá hommum, en væri kannski samt ekki álitinn gjaldgengur af gagnkynhneigðum mönnum.“ Jón varð alvarlegur á svip. Næst- um sorgbitinn. En bjartsýnin, sem einkennir hann, náði aftur yfir- hendinni og hann hélt áfram. „Þó er ekkert sjálfgefið að þetta verði svona — sérstaklega miðað við þró- un undanfarinna ára. Það eru allir með öllum og fólk er svo forvitið, að það heldur alltaf að það sé að missa af einhverju óskaplega merkilegu í kynlífinu. Svo hver veit nema það myndi kitla hégómagirn- ina hjá einhverjum að geta sagt „Ég hef prófað að sofa hjá kynskipt- ingi!“. En vissulega eru ýmsir óvissuþættir í þessu öllu saman og þess vegna er ég innst inni mjög kvíðinn. Annað væri óeðlilegt, þar sem þetta er óskaplega stórt skref. Þau gerast tæpast stærri. Á móti kemur hins vegar sú sterka og al- gjörlega óviðráðanlega tilfinning að mér finnst ég vera kona. Auðvit- að veit ég, að ég er það ekki, en mér finnst ég vera það!“ Jón horfði rannsakandi augum á mig yfir brúnina á kaffibollanum. Kannski til að meta viðbröðin. Síðan yppti hann öxlum og sagði: „Fólk á ör- ugglega erfitt með að skilja þetta. Geðlæknirinn, sem ég fór til forð- um, myndi líklega flokka þetta undir geðklofa eða eitthvað þaðan af verra. En svona er þetta nú samt. Strax í barnæsku hafði ég mestan áhuga á brúðum, dúkkulísum og öðrum stelpuleikföngum. Og mig langaði alltaf meira í jólakjóla en þessi klassísku spariföt fyrir stráka.“ MÖMMU LIÐI KANNSI BETUR „Fjölskyldan veit af löngun minni til að skipta um kyn, en það mál hefur ekki verið rætt í mörg ár. Það tók móður mína u.þ.b. tvö ár að viðurkenna það fyrir sjálfri sér að ég væri hommi, svo ég veit ekki hversu langan tíma hún þarf til að taka því að eignast dóttur í stað son- ar! Þó hef ég trú á að henni hlyti að sumu leyti að líða betur. Hún þyrfti þá a.m.k. ekki að hafa jafnmiklar áhyggjurafþvíaðég fengialnæmi! Eyðni veldur hommum og að- standendum þeirra miklum áhyggj- um, enda full ástæða til. Þeir eru t.d. stórhættulegir þessir giftu menn, sem laumast til að gera eitt- hvað sem ekki þolir dagsins Ijós. Vesalings mönnunum líður auð- vitað illa og við alnæmishræðsluna bætist óttinn við að smita eiginkon- una. Þetta vandamál var nú ekki kom- ið til sögunnar, þegar ég kom úr fel- um sem hommi. En það voru ýmsir aðrir erfiðleikar, sem maður þurfti að glíma við. Ég varð t.d. að koma mér upp andlegri brynju í þeim til- gangi að þola allar augngoturnar, því ég ólst upp í mjög litlu samfélagi þar sem mikið var pískrað. Ég tók þetta óskaplega nærri mér í gamla daga. Ég flutti þó ekki að heiman fyrr en ég var kominn yfir tvítugt, en var mikið í burtu síðustu árin. Það er erfiðara að lifa sem hommi á lands- byggðinni en í bænum, því þar er mun betur fylgst með manni. Þar lifa kerlingarnar bókstaflega á sögum um það hver fer heim með hverjum eftir böllin. Og ef um er að ræða tvo karlmenn er það auðvitað ekki lítið hneyksli! Þrátt fyrir þetta fannst mér að mörgu leyti auðvelt að lifa kynlífi úti á landi. Það var ekkert meiri vandi en hér í Reykjavík. Feluleik- urinn verður bara svolítið flóknari. Á unglingsárunum prófaði ég reyndar að sofa hjá stelpu, en leið fremur illa á meðan á því stóð. Mér fannst ég vera að gera eitthvað „óeðlilegt“ og þvert á allar tilfinn- ingar mínar.“ FER STUNDUM í KVENMANNSFÖT Jón minntist í framhjáhlaupi á svokallaða klæðskiptinga, sem hann taldi eiga afskaplega erfitt í jafnlitlu þjóðfélagi og hér er. Klæð- skiptingar á íslandi? „Já, það eru svo sannarlega til klæðskiptingar hérna, eins og annars staðar. Ég kannast við slíka menn. Þeir eru líklega fleiri en marga grunar. Góð- látlegi maðurinn í næsta húsi gæti vel verið einn þeirra, því þetta er ekki nokkuð sem menn bera utan á sér. Margir eru kvæntir, því í flest- um tilvikum hafa þessir menn kyn- ferðislegar kenndir til kvenna. Það hlýtur að vera hræðilegt að laumast við að fara í kvenmannsföt fyrir luktum dyrum. Eflaust hafa einhverjir aðstöðu til að gera þetta á ferðalögum erlendis og láta sér það nægja. En hér heima er líf klæðskiptinga að minnsta kosti enginn dans á rósum. Sjálfur fer ég stundum í kven- mannsföt, en þá hef ég það líka alltaf á tilfinningunni að ég sé að gera ofboðslegan „skandal"!1 sagði Jón og hló. „Ég geng m.a.s. það langt að fara þannig klæddur út á götu! Eða þannig... Ég hef farið í kjól á böll hjá Samtökunum ’78 og einu sinni á skemmtistaðinn Abra-- cadabra. Það var óstjórnlega gam- an, enda leið mér alveg dæmalaust vel í þessunt klæðnaði! Sjálfsagt liafa einhverjir fengið algjört sjokk við að sjá mig, en ég fann eingöngu jákvæð viðbrögð. Sumir hafa líka örugglega ekki séð að ég var karlmaður. Það á t.d. við um mann nokkurn, sem reyndi mikið við mig þetta kvöld og kall- aði mig ,,fröken“ í annarri hverri setningu! Ég hef eignast töluvert af kven- fatnaði í gegnuin tíðina. Þetta er mest sparifatnaður, en ég nota hann ekki mikið. Einn daginn komst ég nefnilega að þeirri niðurstöðu, að ég þyrfti ekkert endilega að klæðast kjól eðapilsi. Tískan hefur jú breyst mikið á undanförnunt árum og konur eru svo mikið í síðbuxum. Ég kaupi mér alltaf kvensíðbux- ur vegna þess hve háar þær eru í mittið. Mjaðmabeinin á mér eru það ofarlega að kvensniðin henta mér betur. Afgreiðslukonur í eldri kantinum geta orðið svolítið hissa, þegar ég segist vilja fá að skoða k vennastærðirnar. “ Jón bætti því við — með glettnis- glampa í augunum — að hann færi aldrei „út á Iífið“ án þess að setja upp á sér andlitið. Hann notaði þá andlitsfarða, augnbrúnablýant, kinnalit, augnskugga, maskara og varalit. Þar að auki væri hann alltaf með franskt ilmvatn. „En fólk starir ekkert mikið, þó ég sé mál- aður á skemmtistöðum. Karlmenn eru líka farnir að nota snyrtivörur í síauknum mæli á undanförnum árum. Ég er ekki neitt einsdæmi. Það er bara verst hvað svona dót er dýrt. Maður fer með alltof háar upphæðir í þetta. Ég hef heldur ekki orðið var við að þessar vörur lækkuðu í verði, þrátt fyrir tolla- breytingarnar síðastliðinn vetur. Það er alveg á hreinu að hvorki Þor- steinn Pálsson né Jón Baldvin nota snyrtivörur, því þá væru þær ódýr- ari!“ HART AÐ LÁTA HREKJA SIG ÚR LANDI Maður, sem er svona ótrúlega óhefðbundinn, hlýtur að vekja eft- irtekt samborgara sinna. Ég spurði Jón hvort það ylli honum áhyggj- um. „Mörgum, sem þekkja mig, finnst ég alveg stórskrítinn og ég er víst heilmikið á milli tannanna á fólki. En það er svo sem allt í Iagi. Ef fólk hefur ekkert skemmtilegra að tala um má það alveg taka mig til umfjöllunar! En þegar sá dagur rennur upp að ég kemst í kynskiptaaðgerðina er ég ákveðinn í að dvelja erlendis um óákveðinn tíma. Það gætu verið nokkrar vikur eða jafnvel nokkur ár. Ég held nefnilega, að það væri undirstaða þess að maður næði fót- festu í lífinu sern kona. Móttökurn- ar á íslandi eftir heimkomuna myndu síðan ráða því hvort ég sett- ist hér að eða færi aftur út. Mér fyndist auðvitað andskoti hart að láta hrekja mig úr landi, en maður verður að horfast í augu við að það gæti gerst.“ Jón segir „þegar ég fer í aðgerð- ina“, ekki „ef“. Er hann svona viss? „Ég er fullviss um að eiga eftir að lifa sem kona. Þetta kemur hins vegar ekki til manns á silfurfati, frekar en annað. Það kostar baráttu að komast í svona róttæka aðgerð og því mun fylgja mikið andlegt álag. En það verður sífellt erfiðara fyrir mig að lifa lífinu eins og ég geri í dag og mér finnst það hræðileg til- hugsun að enda sem gamall, sköll- óttur maður í ruggustól á einhverju eiliheimili. Ég yrði eflaust mjög bit- urt gamalmenni við þær aðstæður. Það væri nú eitthvað ánnað að enda sem gömul silfurhærð „amma“, sem bakar pönnukökur, prjónar og heklar! En það er ekki einungis framtíð- arsýnin, sem er þungbær. í dag líð- ur mér eins og fanga í eigin líkama og það er síður en svo þægilegt. Ég reyni þó að hugsa ekki of mikið um þetta, vegna þess hve það dregur mig niður, og yfirleitt líður mér þess vegna mjög vel. En það er mín heit- asta ósk að verða kona.“ KYNSKIPTI hvað er nú það? Það þarf vart að taka það fram, að einungis örfáir ein- staklingar í heiminum hafa skipt um kyn. Sá fyrsti, sem hlaut verulegt umtal, var Bandaríkjamaðurinn Georg Jorgensen, sem árið 1951 varð Christine Jorgensen. Myndir af honum/henni birtust á for- síðum blaða, hann/hún skrif- aði bækur um líf sitt og lék í kvikmynd um þessa reynslu. Ekki er skipt um kyn á fólki nema eftir mjög viðamiklar rannsóknir og sálfræðilega meðferð. Þó eru vissulega til vafasamar stofnanir í ýmsum löndum, sem framkvæma slík- ar aðgeröir á hverjum sem er fyrir gífurlegar fjárfúlgur. Venjulega fer „sjúklingurinn" hins vegar fyrst í viðtalsmeð- ferð hjá sálfræðingi eða geð- lækni og getur hún staðið mánuðum eða jafnvel árum saman áður en nokkuð annað eraðhafst. Næstaskref erþað, að hormónagjöf hefst sam- hliða viðtölunum. Einstakling- urinn verður að fá hormónana í a.m.k. eitt ár, en oft er um mun lengri tlma að ræða. Þegar karlmaður hefur feng- iö kvenhormóna í nokkurn tíma fer llkami hans að taka ýmsum breytingum. Brjóst hans stækka, húðin verður sléttari, hárvöxtur minnkar og fitasestánýjastaði álíkaman- um, svo sem á mjaðmirnar. Þrátt fyrir þetta er þó ekki of seint fyrir manninn að skipta um skoðun, því líkaminn fer aftur í sama horf ef hormóna- gjöfinni er hætt. Þegar hér er komið sögu er viðkomandi einstaklingur orð- inn svolítil furðuvera. Eigin- lega mitt á milli þess að vera karl og kona. Slíkri persónu eru augljóslega ýmis takmörk sett. Hún getur t.d. tæpast lát- ið sjá sig í sundlaugunum! Og þá er komið að skurðaðgerð- inni. Hún fer þannig fram, að kynfæri karlmannsins eru skorin af og síðan er reynt að „búa til“ kvenkynfæri í stað- inn; m.a. með húðpoka, sem gengur inn í líkamann í stað legganga. En þetta er ekki endilegaallt gert ieinu, heldur getur maðurinn þurft að gang- ast undir nokkrar aðgerðir. Og áfram heldur sálfræðimeð- ferðin — stundum í mörg ár — þar til persónan er talin hafa náð góðu jafnvægi í sínu nýja lífi. Fólkid hefur undar- lega hugmynd um aðgerðina Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir um einstakl- ing, sem vill skipta um kyn, og þess vegna vita fæstir hvað býr þar að baki. Geðlæknar og sálfræðingar eru líklegastir til að hafa þekkingu á þessum málum og því hafði Pressan samband við Högna Óskars- son geðlækni. Högni sagði fólk, sem hefði þá trú að því liði betur ef það breytti um líkamsform, vera til á íslandi. Það væri hins vegar tekið ákaflega varlega á svona málum og enn hefði engin kyn- skiptaaðgerð verið fram- kvæmd hérna. Danir hefðu eitthvað gert af þessu, en sjúklingarnir þyrftu fyrst að vera í sálfræðimeðferð í tvö ár og hafa klætt sig og lifað sem „hitt“ kynið í a.m.k. eitt ár. „Margt af þessu fólki hefur því miður undarlegar hug- myndir um skurðaðgerðina. Það er nefnilega aldrei hægt að búa til fullkomna eftirlík- ingu kynfæra „hins“ kynsins. Karlmenn fá t.d. í besta falli einhvern poka inn I kviðinn á sér. Eftir það tekst þeim því sjaldnast að lifa fullnægjandi kynlífi og þessu fylgja yfirleitt vonbrigði. Ég held líka, að sjálfsmorðstíðnin sé frekar há hjá kynskiptingum." Það er maður mitt á meðal okkar hér á íslandi, sem á við vægast sagt óvenjuleg vanda- mál að stríða. Hann er á þrí- tugsaldri og lítur út eins og hver annar ungur maður, en í eigin hugaerhann — og hefur alltaf verið — kvenkyns. Sjálfs- ímynd hans er af konu, sem er fangi i llkama karlmanns. Pressan hafði einnig sam- band við Guðjón Magnússon aðstoðarlandlækni og spurði hann hvað kynskiptaaðgerð kostaði. Sagði hann að skurð- aðgerðin myndi flokkast undir lýtalækningarog sem slík yrði hún þá greidd af almanna- tryggingum. Guðjón taldi ólík- legt að svonaaðgerð hefði ver- ið framkvæmd á íslandi hing- að til og sagði að áður en hún fengist samþykkt þyrfti auðvit- að að liggjafyrir álit geðlækna og sálfræðinga þess efnis að hún væri sjúklingnum nauð- synleg.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.