Pressan


Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 9

Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 9
<*f p ; _a i 9 33Gr toameiqee .£ uipabjtaöl Föstudagur 2. september 1988 w v» % tv .v .-wi ! r Islenskir aðalverktakar íslenskir aðalverktakar sf. hafa verið umluktir þagn- arhjúpi allt frá stofnun fyrirtækisins. Engu að síður eru aðalverktakar að verða eitt stærsta fyrirtæki landsins. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa slegið skjaldborg um einokunarframkvæmdir fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli; gullkistu sem tryggir aðstandendum aðalverktaka svimandi hagnað og einstökum hluthöf- um stjarnfræðilegan arð fyrir litla fyrirhöfn. Dæmi: Tekjur aðalverktaka voru 2 milljarðar og 750 milljónir í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins er 2 milljarðar og 813 milljónir kr. Innstæður aðalverktaka á bankareikn- ingum og sparisjóðum eru 3 milljarðar og 523 milljónir kr. Vextirnir einir af þessum inneignum eru 1 milljón króna á dag! í þessari grein rekur Pressan feril aðalverktaka — hverjir eiga fyrirtækið og peningana, hvernig dollara- gróðinn streymir um íslenskt þjóðfélag og tryggir ein- stökum hluthöfum völd og pólitísk ítök. Og hvernig kol- krabbinn berst um á hæl og hnakka við að halda öllum ítökum sínum. Ekkert bendir til þess að starf „verktökunefndar" utanríkisráð- herra muni á nokkurn hátt leiða til afnáms einokunar íslenskra aðal- verktaka (ÍA) á framkvæmdum fyr- ir varnarliðið. Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra hefur ótvírætt látið í ljós það mat sitt, að óbreytt ástand sé besti kosturinn, en hefur bent á að möguleiki sé að ÍA verði breytt í almenningshlutafélag eða að ÍA feli fleiri aðilum en nú undirverktöku. í fyrrnefndu hug- myndinni er gert ráð fyrir að núver- andi eigendur sitji enn í fyrirrúmi og að nýir aðilar geti einungis eign- ast mjög takmarkaðan hlut í IA. Allt bendir því til þess að fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli verði enn um árabil í höndum ríkisins, SÍS og Reykjavíkuraðalsins í Sam- einuðum verktökum. VAXTATEKJURNAR MILLJÓN Á DAG! íslenskir aðalverktakar eru á góðri leið með að verða eitthvert allra stærsta fyrirtæki landsins. Árið 1986 var fyrirtækið, eftir stór- sókn, orðið 19. stærsta fyrirtæki landsins eftir veltil að dæma. Tekjur ÍA af verktakastarfseminni voru í fyrra um 2.750 milljónir króna og fjármagnstekjur námu 365 milljónum — eða 1 milljón upp á hvern einasta dag. Hagnaður fyr- irtækisins er ævintýralegur; var rúmlega hálfur milljarður króna í fyrra, eftir skatta. Hagnaður fyrir- tækisins í fyrra var enda umtalsvert hærri en árin á undan, þrjú ár þar á undan var hann alls 420 milljónir á verðlagi hvers árs. í skýrslu „verk- tökunefndar" eru aðeins taldar upp eignir sem tengjast beint verktaka- starfseminni, upp á 1,5 milljarða króna, en vitað er að ÍA á eignir sem ekki tengjast beint starfsem- inni, t.d. Flughótelið í Keflavík og Höfðabakkahöllina. Eigið fé þessa risa nam í árslok 1987 alls 2.813 milljónum króna og hljóðuðu inn- stæður í bönkum ásamt viðskipta- kröfum og spariskírteinum alls upp á 3.523 milljónir króna. Verktakasamband íslands og ein- stakir verktakar á Suðurnesjum hafa knúið mjög á um að komast í þá gullkistu sem framkvæmdir fyrir varnarliðið eru. í gegnum árin hafa Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur barist hart gegn því að hróflað væri við núverandi helmingaskiptakerfi. Eftir því sem sjálfstæðir verktakar hafa eflst og hagsmunatengsl Sjálfstæðisflokks- ins í þeirri atvinnugrein orðið flóknari hefur afstaða flokksins verið að linast. Geir Hallgrímsson varð ráðherra fyrstur til að hefja opinberar umræður um breytt kerfi, en Matthías Á. Mathiesen stöðvaði þær. Þorsteinn Pálsson er ötull talsmaður óbreytts ástands. Hann mun aldrei taka til greina minnkandi tök Regins hf./SÍS inn- an ÍA og heldur ekki brotthvarf rík- isins úr ÍA. Hann bendir því á Sam- einaða verktaka, ef einhver á að fórna ítökum sínum. íslenskir aðalverktakar eru í eigu Sameinaðra verktaka (SV), sem eiga alls 46,27%, Regins hf./SÍS, 28,73%, og ríkisins, 25%. Þessi „bróðurlega“ skipting hefur haldist um áratugaskeið og ekkert hefur hróflað við kerfinu. Aðeins Kefla- víkurverktakar hf. hafa fengið hlut- deild á Keflavíkurflugvelli — við- haldsverkefni — og við stærri fram- Höfuðstöðvar íslenskra aðajverktaka sf. á Höfðabakka 9: Kolkrabbi Sameinaðra verktaka (46,27%), Regins hf./SÍS (28,73%), og rikisins (25%). Aðalverktakar hafa skilað sömu fyrirtækjum og einstökum hluthöfum milljarðagróða gegnum árin; svimandi hagnaður sem byggist á einokunarframkvæmdum i þágu bandariska varnarliðsins á Islandi. Einokunin á Keflavíkurflugvelli hefur tryggt eignar- aðilum aðalverktaka svimandi hagnað gegnum árin og tryggt einstökum hluthöfum völd og aðstöðu kvæmdir hafa IA leitað til undir- verktaka. Milljarðarnir hafa runnið til þessara sömu aðila öll árin. Nú hefur verið upplýst að ÍA hafi ákveðið að útdeila uppsöfnuðum arði til eigenda sinna, alls 500 milljónum króna. Ríkið hefur þar af fengið 125 milljónir, Reginn hf./SÍS um 144 milljónir og Sam- einaðir verktakar um 270 milljónir. Hverjir eru nánar tiltekið þeir heppnu, viðtakendur þessara hundraða milljóna. Jón Baldvin Hannibalsson tekur væntanlega fegins hendi við hlut ríkisins í göt- óttan ríkissjóð. Reginn hf. notar sinn hlut vafalaust til að auka veg- semd samvinnuhreyfingarinnar. En hverjir eru Sameinaðir verktakar? Samsafn iðnaðarmanna á Suður- nesjum? Nei. HVERJIR FÁ MILLJÓNAARÐ? Sameinaðir verktakar eru hluta- félag yfir 140 aðila. Félagið var stofnað 1951 en gert að hlutafélagi 1957 (annar fundarstjóra var Geir Hallgrímsson og annar fundarrit- ara var Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs). Víst er að meðal stofn- enda hlutafélagsins voru margir iðnaðarmenn og þeir eru þar margir enn. Stærsti hluthafinn nú er hins vegar Reginn hf. með 7,46%, aðrir stórir eru Félag vatnsvirkja (7%), Brú hf. (4,48%), Stoð hf. (4,48%), Goði hf. (4,48%), Þorkell Ingi- bergsson byggingameistari og fjöl- skylda (3,73%), Byggingamiðstöð- in/Trésmiðja Borgarfjarðar (Hall- dór H. Jónsson og fjölskylda) (3,7%), Rafvirkjadeildin hf. (3,6%) og Iðnsamtök hf. (2,98%). Brú hf., Stoð hf. og Goði hf. eru öll „sof- andi byggingafélög, sem aðeins eru til á pappírunum. Þar af var Brú hf., fyrirtæki Þorbjörns Jóhannes- sonar í Borg, úrskurðað gjaldþrota 1967. Sameinaðir verktakar eiga rúm 2% sjálfir og forstjórinn, Thor Ó. Thors, á 0,9%. Um 98% af hlutafé SV eru í eigu fólks og fyrir-, tækja á höfuðborgarsvæðinu, ein- ungis um 2% eru af Suðurnesjum. Hlutaféð hefur að litlu sem engu leyti gengið til nýrra aðila öll þessi ár. Þannig eru alls um 17% hluta- fjár í höndum eiginkvenna/ekkna stofnenda og um 6% í eigu óskiptra dánarbúa. Af þessari skiptingu er ljóst hvert 270 milljóna króna arður SV renn- ur. T.d. fær Halldór H. Jónsson í sínar hendur að minnsta kosti 10 milljónir króna, Thor Ó. Thors 2,4 milljónir, ekkjur og dánarbú ýmissa stofnenda taka við alls um 62 milljónum króna og þannig mætti lengi telja. Þetta er væntan- lega væn búbót fyrir aðstandendur SV, sem auk þess útdeilir arði á eig- in vegum, alls um 24 milljónum króna, i vor. í vor var hlutafé SV hækkað úr 180 milljónum króna í 270 milljónir, sem verður að teljast umtalsverð fjárhæð í Iokuðu eign- arfélagi útvalinna fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu, iðnaðar- manna, ekkna og misjafnlega sof- andi fyrirtækja. Allar hugmyndir um mögulegar breytingar, sem til greina þykja koma, ganga út frá því að núver- andi eigendur ÍA haldi lykilstöðu sinni. Helst er talað um minnkandi hlutdeild ríkisins, en þó er væn þátttaka þess talin nauðsynleg. Helst er að sjá að það eigi að lenda í verkahring ekkna og dánarbúa að missa sinn spón úr askinum! HÖFÐARAKKAHÖLLIN GREIDD Á BORÐIÐ! Til marks um vaxandi veldi og velgengni ÍA má nefna að i árslok 1982 nam eigið fé fyrirtækisins um 820 milljónum króna, miðað við lánskjaravísitölu í árslok 1987, en við þau tímamót var eigið fé ÍA orðið 2.813 milljónir, hafði vaxið að raunvirði um tæpa 2 milljarða eða um 243%. Félagið er svo ríkt að það

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.