Pressan - 02.09.1988, Síða 12
12
Föstudagur 2. september 1988
Hefurðu tekið eftir því?
Finnst þér nýstúdentarnir alltaf vera að yngjast? Gef-
urðu nytsamar gjafir? Hættirðu við að fara í Leikhús-
kjallarann, ef það er löng biðröð fyrir utan? Finnst þér
öll lögin á vinsældalistunum svipuð? Gætirðu kannski
ekki nefnt þrjú vinsælustu lögin í dag, þó þú ættir líf þitt
að leysa? Þá er alveg greinilegt hvað er að gerast með þig.
samleg viðbrögð, en í gamla daga
hefði þig nú ekki munað um að
drekka nokkra bjóra, þó þú þyrftir
að vakna snemma.
ÞEGAR þú leiðir gamla konu
yfir umferðargötu án þess að líta
fyrst í kringum þig og athuga hvort
einhver, sem þú þekkir, sé nálægur.
ÞEGAR þú kýst frekar að snúa
heim á leið en fara í biðröðina fyrir
utan Leikhúskjallarann. Það er
engin afsökun þó fimmtíu manns
séu í röðinni fyrir, þú á þunnum
lakkskóm og úti sé hríð og sjö stiga
frost. Þú hefðir aldrei látið svona
nokkuð spyrjast um þig hér áður
fyrr.
um tvítugt, þegar þú varst á þeim
aldri!
ÞEGAR þú færð einhvern til að
útbúa ættartölu fyrir þig. Allur
áhugi á forfeðrunum er vafasamur,
en ef þú ferð sjálfur að setja saman
langfeðratal er þér ekki viðbjarg-
andi. Það rétt sleppur að Iáta sjá sig
á ættarmóti, en ekki meira en svo.
TEIKNING JÓN ÓSKAR
Okkur þykir það ef til vill hvorki.
skemmtilegt, spennandi né æski-
legt, en það er samt sem áður stað-
reynd að VIÐ ELDUMST.
Hjá því verður einfaldlega ekki
komist. Það er þó örlítil sárabót að
fleiri eru í sömu klípunni. Þetta á
nefnilega fyrir okkur öllum að
liggja — þ.e.a.s. ef eitthvað enn
verrakemurekkiívegfyrirþað. Við
skulum hins vegar ekkert fara út í
þá sálma núna. Ellin er víst nógu
alvarlegt mál, þó maður fari ekki að
velta sér upp úr dauðanum lika...
En hvenær færist aldurinn yfir
fólk? Hvenær verður maður gam-
all? Þeirri spurningu er auðvitað
ekki hægt að svara með einni setn-
ingu. Það eru hins vegar ákveðnar
vörður á leiðinni til ellinnar, sern
öllum er hollt að þekkja.
Það er ótvírætt ellimerki:
ÞEGAR þú gerir þér ferð í hljóm-
plötuverslun gagngert til þess að
kaupa klassíska plötu. Hér í den-tíð
hefðirðu frekar leitt mömmu þína
úti á götu en hlustað á eitthvert sin-
fóníugaul!
ÞEGAR þú hættir að spá í það
hvaða víntegund sé ódýrust miðað
við áfengismagn. Sértu Iíka farinn
að prófa þig áfram með mismun-
andi léttvínstegundir og jafnvel
kokteila, þá þarf ekki lengur vitn-
anna við.
ÞEGAR þú tekur það upp hjá
sjálfum þér að heimsækja ömmu
gömlu á elliheimilið. Hér áður fyrr
hafðirðu alltaf afsakanir á færi-
bandi, ef reynt var að draga þig með
I sunnudagsheimsóknina.
ÞEGAR þú biður um að lækkað
verði í hljómlistargræjum heimilis-
ins. Við þau tímamót ertu óvefengj-
anlega búinn að skipta um hlut-
verk. Sú var a.m.k. tíðin að þú
stóðst í illdeilum við skilningslausa
foreldra, sem höfðu áhyggjur af því
að heyrn þín skaddaðist af hávaða-
mengun.
ÞEGAR þú afþakkar boð um að
drekka „tollinn" með kunningja
þínum vegna þess að erfið verkefni
bíða þín í vinnunni morguninn eft-
ir. Þetta eru náttúrulega afar skyn-
ÞEGAR þúhneykslast á nýjustu
hárgreiðslutískunni. Þetta er gífur-
lega mikilvægt atriði. Um leið og
þú hættir að elta hártískuna þarftu
að athuga þinn gang. Málið er síðan
komið á mjög alvarlegt stig, þegar
þú ert farinn að standa í vegi fyrir
því að aðrir fjölskyldumeðlimir
gangi með grænan topp eða raki
burt allt hár í vöngunum.
ÞEGAR þú þarft að biðja per-
sónu, sem er töluvert yngri en þú,
um aðstoð við eitthvað á tæknisvið-
inu. Það er kannski afsakanlegt að
átta sig ekki alveg á nýju heimilis-
tölvunni, en biddu fyrir þér ef þér
reynist um megn að fjarstýra mynd-
bandstækinu eða setja disk í geisla-
spilarann.
ÞEGAR þú gefur einhverjum
eldhúsáhöld, pott eða pönnu í af-
mælisgjöf. Það er kannski hægt að
líta framhjá spariglösum í stofu-
skápinn, en það er alltof langt geng-
ið að gefa nytsama afmælisgjöf til
hversdagsbrúks.
ÞEGAR þú dregur að láta gera
við útvarpið í bílnum, af því að þér
finnst bara notalegt að fá hvíld frá
masi og tónum. Það er m.a.s. svolí-
tið hættumerki, ef þú hefur ekki
fjárfest í stereóhátölurum í bílinn
heldur lætur þér nægja mónó.
ÞEGAR þér finnst nýstúdentarn-
ir farnir að yngjast ískyggilega og
fermingarbörnin bókstaflega ný-
skriðin úr eggjunum. Fólk var auð-
vitað orðið harðfullorðið og ábyrgt
ÞEGAR þú tekur til við að Iesa
ljóðabækurnar, sem þér voru gefn-
ar í fermingargjöf. Það er skömm-
inni skárra að fara sjálfur að yrkja.
ÞEGAR litli bróðir eða litla syst-
ir fær Iæknis-, tannlæknis- eða Iög-
fræðingsréttindi. Þú getur ekkert
gert til þess að stöðva þessa óheilla-
þróun, svo það er ekki um annað að
•gera en líta á björtu hliðina. Hún
hlýtur að vera þarna einhvers stað-
ar!
ÞEGAR þú stendur frammi fyrir
því að ferma á frumburðinn. Þetta
verður kannski ekki umflúið, en þú
sýndir góða tilburði ef þú harðneit-
aðir að láta mála og skipta um teppi
fyrir veisluna.
ÞEGAR þú ferð að lesa minning-
argreinarnar í blöðunum. Næsta
skref verður það, að þú rennir yfir
allar dánartilkynningarnar.
ÞEGAR þú treystir þér ekki til að
keyra bílaleigubíl í útlöndum og
ferð því í sólarlanda-pakkaferð í
stað þess að aka um Þýskaland.
Það má svo sem vel vera að þú viljir
ekki sitja undir stýri vegna þess að
þá getirðu ekki drukkið bjór á dag-
inn. Þá snýst vandamálið lika um
eitthvað allt annað en ellimörk.
(Síminn á Vogi er 681615.)
ÞEGAR þú áttar þig á því að ný-
kjörin fegurðardrottning er dóttir
bekkjarbróður þíns.
ÞEGAR þú ræður barnið, sem
þú passaðir í gamla daga, til að
gæta barnsins þíns. Þakkaðu bara
fyrir á meðan barnið þitt er ekki
farið að passa afkomanda gömlu
barnapíunnar sinnar — eða þannig.
ÞEGAR þú getur ekki nefnt þrjú
lög sem eru ofarlega á vinsælda-
listum útvarpsstöðvanna. Um svip-
að leyti og þetta gerist ertu kominn
á það stig að finnast allur vinsælda-
listinn hljóma eins og eitt og sama
lagið.
ÞEGAR þú kaupir þér sumarbú-
stað. Slíkum munaði hafa þeir einir
efni á, sem dvalið hafa lengi, lengi á
Hótel Jörð. Og það þýðir ekkert að
segjast hafa unnið bústaðinn í
happdrætti. Ef þú værir ungur
hefði hann umhugsunarlaust verið
seldur upp í skuldir!
ÞEGAR dimma tekur í íbúðinni
hjá þér, vegna þess hve trén í garðin-
um eru orðin há.
ÞEGAR þú sérð fyrsta bílinn,
sem þú eignaðist, á sýningu hjá
Fornbílaklúbbnum.
V* W0~' • •