Pressan - 02.09.1988, Side 14
14
Föstudagur 2. september 1988
Hugsaðu málið! Ef þú ert í bílahugleiðingum, ættir þú að lesa þessa
auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA-
bílanna og vinsælustu greiðslukjörin. Afgreiðslutíminn er enginn.
Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla.
Beinir símar: Nýir bílar, sími 31236. Notaðir bílar, sími 84060
Opið laugardaga frá kl.10-16
oorm Lada bílar Tökum vel
ZoUU seidir ’87 meðfarna bila
uppi.
Armúla 13 108 Reykjavík, sími 681 200
LADA STATIONSG
LADA LUXSG
1600, KR. 316.
LADA 1200
LADA SAFIR
... M m
EÍI%#P : s i RM|| í I
i. * m ; fVdHgw / f I
) ■ i jjPjPlf :
I | /;.
fll
HEFUR þú tekið eftir því hve
langar biðraðir myndast stundum
fyrir framan klósett ætluð konum?
Þetta er mun sjaldgæfari sjón á
karlasaiernum og nú hefur verk-
fræðinemi við Cornell-háskóla í
Bandaríkjunum kannað málið vís-
indalega. Komst hann að því —
með vísindalegum mælingum — að
konur dvelja að meðaltali í 79 sek-
úndur inni á salerninu, en karlar
einungis í 45 sekúndur. Lausnina á
þessu biðraðamáli taldi stúdentinn
vera þá, að við hönnun bygginga
væri þess gætt að hafa þrjú kvenna-
salerni fyrir hver tvö klósett, sem
ætluð væru körlum.
TÆPLEGA þrítug hjón, sem
gift hafa verið í fjögur ár og eiga
''ekkert eða eitt barn, verða heldur
betur að passa sig! En það verða svo
sem fleiri að gera. Mannfræðingur
nokkur segist nefnilega hafa komist
að því að helstu áhættutímabilin í
hjónabandinu séu þessi: Þegar hjón
hafa verið gift í fjögur ár. Þegar
hjónin eru 25 til 29 ára gömul. Þeg-
ar hjón eru barnlaus eða eiga ein-
ungis eitt barn, sem (enn) býr
heima.
Engilsaxneska orðatiltækið um
sjö ára kláðann (the seven year itch)
fer því kannski að breytast í „fjög-
urra ára fiðringinn"!
RAUÐVÍN getur orsakað höf-
uðverk! „Þetta eru nú ekki
splunkuný sannindi," gæti einhver
sagt, en sú er þó einmitt raunin. Vís-
indamenn við Charing Cross-spít-
alann í London segjast hafa sannað
það með rannsóknum, að líkurnar
á því að mígren-sjúklingar fái
„kast“ stóraukist, ef þeir drekka
rauðvín.
GÆTIRÐU hugsað þér að
kyssa sálfræðinginn þinn? Hver
veit nema hann sé til í tuskið —
a.m.k. ef niðurstöður erlendrar
könnunar eiga við hér á landi. í rit-
inu American Psychologist hefur
verið sagt frá niðurstöðunum: 90%
sálfræðinganna sögðust hafa laðast
að sjúklingi. 20% gengu svo langt
að segja sjúklingnum frá tilfinning-
um sínum. Og þrír af hverjum tíu
höfðu kysst sjúkling, sem var í með-
ferð hjá þeim. En þetta var nú líka
í henni Ameríku.
HÆTTIR ÞÉR tii að „fá í
bakið,,? Þá ættirðu kannski að fara
að ráðum bresks læknis, sem gefið
hefur út bók með leiðbeiningum
fyrir bakveikt fólk. Hann mælir
með því að menn kaupi sér þykkan
slopp úr frotté-efni og fari í hann
um leið og stigið er upp úr baðker-
inu. Síðan á viðkomandi að leggjast
út af í hlýju herbergi í svo sem hálf-
tíma, eða þar til hann er orðinn
þurr. Læknirinn segir nefnilega, að
fólk eyðileggi oft hin góðu áhrif
heita baðsins með því að teygja ill-
þyrmilega á vöðvunum, þegar það
þurrkar sér með handklæði á eftir.
/MMDEUS