Pressan - 02.09.1988, Síða 15
Föstudagur 2. september 1988
15
spqm
vikuna3. — 9. september
(21. mars — 20. aprílj
Þú ættir að reyna eftir fremsta megni
að hætta að þvinga skoðunum þinum
upþ á annaö fólk. Hlustaðu frekar á það,
sem aórir hafa til málanna að leggja, og
gerðu tilraun til þess að skilja sjónarmið
þeirra. Þér finnst freistandi að slíta
ákveóin tengsl, en gleymdu ekki þeim
skyldum, sem tengjast þessu sambandi.
(21. apríl — 20. maí)
Ákveðnir atburðir hafa farió i taugarn-
ar á þér að undanförnu. Reyndu fyrir alla
muni að halda þessu í nægilegri fjar-
lægð, svoþú verðiraftureinsog þú átt að
þér að vera. Hvernig væri aó takasvolítið
nýstárlegan pól í hæðina til tilbreyting-
ar?
'"i (21. maí— 21. júni)
Það litur út fyrir að miklar breytingar
standi fyrir dyrum i llfi þínu. Þess vegna
áttu von á ýmsum uppákomum, sem
tengjast tilfinningamálum. Oftast kem-
urðu til dyranna eins og þú ert klæddur
og leynir engu, en hvernig væri að þegja
meira og hlusta á það, sem aðrir hafa til
málanna að leggja?
WW (22. jiíní — 22. júli)
Þú átt stundum erfitt með að tjá til-
finningar þínar, sérstaklega þegar um
mjög þersónulega hluti er aö ræóa. Þess
vegna finnurðu oft fyrir einangrun og
skorti á djúþstæðum tengslum við ann-
að fólk. Reyndu að breyta þessu, þó það
geti verið dálítiöerfitt til að byrjameð.
(23. jiilí — 22. ágúst)
Gatan verður greið þessa vikuna, þar
sem þú hefur sýnt mikla fyrirhyggju. Þú
munt verða fyrir áhugaverðri reynslu, en
hugsaðu gaumgæfilega um afleiðing-
arnar áðuren þú tekurákvarðanir. Þú ger-.
ir aldrei of miklar öryggisráðstafanir.
3$
(23. úgúst — 23. sept.)
Þessi vika verður mikill reynslutími
fyrir tilfinningar þínar. Þá er um að gera
að hugsa skýrt, þó það sé auðvitað erfitt.
Þér finnst einhvervisvitandi vera að gera
þér erfitt fyrir og það kynni að leiða til
árekstra. Gættu þess vegna vel að því
hvað þú segir við annað fólk og geymdu
mikilvæga ákvarðanatöku þar til síðar.
(24. sept. — 23. okt.)
Það mun koma til uþpgjörs á milli þín
og annarrar manneskju, sem þú um-
gengst daglega. Farðu afarvarlega, ef þú
vilt koma i veg fyrir óbætanlegan skaöa
i þessum samskiptum, og mundu að það
geta verió fleiri en tvær hliöar á hverju
máli.
qC
WÍU'
(24. okt. — 22. nóv.)
Láttu ekki smávægilegan misskilning
eyöileggja gamalgróinn vinskap. Þú ætt-
ir að horfa á málið af eins miklu raunsæi
og þér er unnt og þá gengur allt betur.
Það gerist eitthvaö jákvætt I fjármálun-
um hjá þér — annaðhvort gjöf eða vinn-
ingur af einhverju tagi.
(23. nóv. — 21. des.)
Þú virðist þjást af óstjórnlegri tor-
tryggni og afbrýðisemi þessa dagana.
Geróu allt, sem i þinu valdi stendur, til að
berjast á móti þvílíkum kenndum. Það er
nefnilega engin ástæða til annars en að
þú treystir þlnum nánustu fullkomlega.
(22. des. — 20. janúar)
Eftir öllum sólarmerkjum að dæma
veróur þetta mjög viðburðarík vika hjá
þér. Það getur ýmislegt gerst, bæði sem
ruglar þig i ríminu og kemur verulega á
óvart. Viðákveðnar kringumstæðurverð-
ur þú að taka mikilvæga ákvörðun, sem
þú mátt til að ígrunda vel.
(21. janúar — 19. febrúar)
Ef þú hefur verið að reyna að lagfæra
eitt og annað i einkalífinu skaltu ekki
hafa áhyggjur af nánustu framtíð. Þetta
verður þægileg vika, ef þú hættir við öll
áform um að hafa uppi áákveðnum aöila,
sem einu sinni var nátengdur þér. Hann
mun nefnilega ekki færa þér þá ró og
þann frið, sem þú þarft áað halda.
(20. febrúar — 20. mars)
Þróun málaánæstunni verðurjákvæð,
þrátt fyrir smávægilega erfiðleika. Það,
sem miður fer, er hægt að leiörétta með
lítilli fyrirhöfn. Þú hefur að undanförnu
lagt þig fram viö að byggja upp og hefur
af því nokkrar áhyggjur, að allt muni
hrynja yfir þig. Slíkar hugsanir eru hins
vegar algjörlega óþarfar.
létfalestur
Viltu vita svolítið meira um
sjálfart þig? Hin eftirsótta spá-
kona Amy Engilberts mun lesa úr
lófa eins lesanda Pressunnar I
viku hverri.
Flestir hafa heyrt getið um spá-
konuna Amy Engilberts, dóttur
Jóns Engilberts listmálara. Ung
að aldri fór hún til Frakklands,
þar sem hún stundaði nám í lófa-
lestri og rithandargreiningu og
vann síðar fyrir sér með því að spá
fyrir fólki.
Síðastliðin ár hefur Amy búið í
Reykjavík og starfað sem spákona
— án efa sú þekktasta hér á landi.
Fólk leitar mjög mikið til hennar
og suntir fara jafnvel aftur og
aftur. En aðstaða manna til að
láta Amy Engilberts spá fyrir sér
er misjöfn, því það búa nefnilega
ekki allir Islendingar á höfuð-
borgarsvæðinu, eins og glöggir
menn hafa tekið eftir. Nú er þetta
hins vegar svolítið að breytast því
Amy mun vikulega lesa úr lófa
eins lesenda Pressunnar. En við-
komandi þarf ekki að mæta í eig-
in persónu, því þetta gerist á eftir-
farandi hátt:
Þú svertir hægri lófa þinn og
fingur, t.d. með stimpilpúða. (Ef
þú er örvhentur er það vinstri
höndin!)
Þú þrykkir lófafarinu á hvítt
blað. (Gættu þess að breiða svo-
lítið úr fingrununt. Þeir mega
ekki vera of þétt saman.)
Þú lætur þrykkintyndina þorna
og skrifar eitthvert lykilorð aftan
á blaðið. (Svo þú vitir að um þína
hönd er að ræða, ef húnbirtistí
Pressunni.)
Þú póstar „lófann þinn“ til
okkar og ef þú ert heppinn sérðu
í næstu Pressu hvað Amy Engil-
berts les úr honum.
Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur
Ármúla 38,
108 Reykjavík.
AMY
ENGILBERTS
pressupennar
Josef „der Mann with Redhjol“
Jósef, „der Mann with Redhjol"
sem hefur fimm sumur ferðast um
ísland þvert og endilangt á reið-
hjóli.
Jósef kynntist ég í sumar sem leið,
á Hólum í Hjaltadal, þar sem ég
sýndi honum gamla torfbæinn á
Hólum. Litli gráskeggjaði maður-
inn hlustaði ákafur á orð leiðsögu-
mannsins, spurði margra spurn-
inga, teygaði að sér angan hússins,
strauk gróna innviði þess með til-
finningu og sagði: „I þessum bæ
vildi ég eiga heima.“
Ég brosti með sjálfri mér. Hæg-
ara sagt en gert, losa sig við öll nú-
tímaþægindin sem nútímamaður-
inn er orðinn samgróinn, og hvers
vegna? En honum var full alvara.
„Heima í Austurríki bý ég í húsi
sem þessuý sagði hann ogdrófram
mynd af gömlu timburhúsi í Ölpun-
um, máli sínu til staðfestingar. „Ég
er raffræðingurý sagði hann og
brosti í kampinn, þegar mér tókst
ekki að leyna undrun minni. „Þér
finnst skritið til þess að hugsa að ég
hafi svona nútímastarf með hönd-
um, ja?“ Svo varð hann alvarlegur.
„En þannig starf er ekki gott fyrir
sálina. Þess vegna tek ég mér góða
hvíld frá því yfir sumarið og ferðast
um náttúruna á reiðhjólinu. Ég hef
verið á íslandi fimm sumur, núna
fjögur í röð, og er hér þrjá mánuði
í senn til að hvíla sálina. Þegar ég
kem heim fer ég í vikutíma út í skóg
að höggva við til vetrarins, því ég
hef látið fjarlægja allt rafmagn úr
húsinu og elda og kyndi með
timbri.“
Jósef ætlaði að gista eina nótt á
Hólum en var svo hrifinn af kyrrð
og fegurð staðarins að hann fram-
lengdi dvölina. Þar reikaði hann
um skógræktina og upp á fjöll, en
þegar ég, tjaldstæðisvörðurinn, leit
til hans á kvöldin, sat hann á tjald-
skörinni og horfði á sólarlagið í
kyrrð sem aðeins var rofin af og til
af hljóðum náttúrunnar.
Hann hlaut brátt viðurnefnið
„Maðurinn á hjólinu" af staðar-
fólki, en hann hafði allan sinn bún-
að á reiðhjólinu og ferðaðist um á
því. Hann sýndi mér íslandskort
þar sem hann hafði merkt inn á
hvar hann hafði verið og hvenær.
Hann hafði farið um nær allt ís-
land.
„Ferðastu um allt á reiðhjólinu?“
spurði ég og átti erfitt með að
skilja þolinmæði hans, að skrölta á
þeim hraða um landsbyggðina.
„Nei. Þá færi ég of hratt. Helst
hjóla ég í um klukkustund og geng
svo í þrjár. Þá kynnist ég landinu
betur!‘
Við ræddum um ísland, Austur-
ríki, ferðalög, lífið og tilveruna og
var ekki laust við söknuð þegar
hann kvaddi, skildi eftir miða á
tjaldstæðinu með teikningu af
Hólastað og þessum orðum:
Herzlichen Dank fur diesen
wunderbaren Campingplatz. Ich
hatte zwei wunderbare Tage hier in
Hólar. Auf wiedersehen!
Jósef der Mann with Redhjolf'
Josef var hingað kominn til að
njóta þess sem ísland hefur best
upp á að bjóða, hinnar íslensku
náttúru, og lét ekkert trufla ánægju
sína, hvorki leiðinlegt veður né hátt
verðlag. Hann vissi hvers hann leit-
aði og var viðbúinn aðstæðum,
naut án þess að krefjast og sætti sig
við erfiðleikana.
Útlendingarnir heillast af ein-
stakri fegurð hinnar stórbrotnu og
hrjóstrugu íslensku náttúru, en
kvarta helst yfir háu verðlagi og
slæmu veðurfari, enda gefin nokk-
uð röng mynd af landinu við land-
kynninguna. Litprentaðir bækling-
ar með myndum af Geysisgosi í sól
og blíðu og berbrjósta fegurðardís-
um á bökkum Laugardalslaugar-
innar eru ekki vænleg aðferð til að
seiða ferðamenn til lands elds og
ísa. Hvernig væri að auglýsa t.d. á
þennan hátt: Ömurlegasta sumar-
veður sunnan heimskautsbaugs!
Ótrúlega hátt verðlag — á sér enga
hliðstæðu í hinum siðmenntaða
heimi!
Með því að gera sem mest úr öllu
því sem er sérstakt við landið snú-
um við vörn í sókn, gerum landið
enn forvitnilegra og einstakara í
augum útlendinganna. A endanum
verður hver sá sem vill telja sig
mann með mönnum að hafa a.m.k.
einu sinni á lífsleiðinni komið til ís-
lands, og koma hingað helst einu
sinni á ári eða oftar.
í stað þess að sitja uppi með hálf-
sofandi rútuferðalanga í hópferð-
um um rykuga þjóðvegina getuni
við skipulagt æsispennandi hóp- og
einstaklingsferðir um ísland þar
sem boðið er upp á hörmungarveð-
ur, kulda og vosbúð, óheyrilega háti
verðlag og sérstakar ferðir um
óbyggðir íslands þar sem ábyrgst er
að hver ferðamaður verði fyrir
a.m.k. einu alvarlegu óhappi á lcið-
inni, t.d. verði nær úti í aftakaveðri,
detti niður í jökulsprungu, verði
rænt af útilegumönnum, eyði
heilum degi í að ná bíl sínum upp úr
eðju eða á, tjaldið rifni og fjúki
o.s.frv. — allt eftir óskum viðkont-
andi.
Við erum sífellt að afsaka okkur
og landið fyrir ferðamönnum, þá
sérstaklega veðurfar og \erðlag.
Okkur hættir til að vera of auð
mjúk. Við verðum að lialda okkar
íslenska stolti og sýna frani á kosti
alls þess sem ísland hefur upp á að
bjóða.
Þá komum við aftur að auglýs-
ingabæklingunum. Burt mcð faL
legu stúlkurnar á súndbolunum! I
stað þeirra koma myndir af nátt-
úrulegum brussum og \eðurbörð-
um þéttholda svolum í norðan-
gaddi, roki og rigningu.
Hm, já, annars var það bara
hugsunin um Jóscf á reiöhjóiinu
sem kom öllu þessu af staö. Skyldi
honum Iíka hugmyndin?