Pressan


Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 18

Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 18
18 Föstudagur 2. september 1988 sfjórnmálamaður um stiórnmálamann HALLDÓR ER ENGINN DURTUR Halldór er krónprinsinn í Framsókn. EFTIR GUÐMUND EINARSSON Sviðið er framboðsfundur á Djúpavogi. Halldór Ásgrímsson er í ræðustól. Hann heldur með hvít- um hnúum í púltið, stígur eitt skref aftur á bak, hallar sér fram og segir með ógnarþunga: „Það verður að stjórna." Það fer ljúfsár hrollur um fram- sóknarmennina í salnum og maður ímyndar sér að fjallið fyrir ofan bæinn, Búlandstindur, hneigi sig. Hnúarnir hvítna enn og ég hugsa: „Skyldi hann taka púltið með sér í sætið?“ Næstvinsælasti stjórnmála- maður þjóðarinnar er á heimavelli. Aðrir frambjóðendur burðast við að Iofa hundrað umbótum í þúsund liðum en Halldór Ásgrímsson lofar aðeins að halda áfram að vera Hall- dór. Traustur. Duglegur. Fram- sóknarmaður. Framganga Halldórs er föst og full ábyrgðar. Sumir segja að hann hafi tamið sér framsóknargöngu- lag; samræmt, fornt. Það er erfitt að lýsa því. Ef útlendingar sæju þá Ólaf Þ. Þórðarson, Guðna Ágústs- son og Halldór Ásgrímsson ganga frakkaklædda yfir Austurvöll að Alþingishúsinu myndu þeir telja að þar væru höfuðstöðvar öryggislög- reglunnar. Þannig er frantsóknar- göngulag; samræmt, fornt. Hluti þessarar arfleifðar er ræðustíllinn, sem ber glöggan svip, sem sumir kenna við Ólaf heitinn Jóhannesson. Helsta einkennið er að áherslan er ekki á fyrsta atkvæði orða, eins og venja er í íslensku. Þannig er orðið sjávarútvegsráðu- neytið bitið í sundur og verður sjáv- ar-útvegs-ráðu-neytið. Framkoma Halldórs er stundum á þyngri kantinum. Hann er oft þegjandalegur og óárennilegur og ýmsir telja hann durt. Á fyrstu viku þingvistar minnar spurði ung blaðakona hvort við Halldór værum frændur því við værum svo líkir. Ég neitaði, spurði einskis frekar, en kvaldist lengi í óvissunni um það hvort þetta væri til lofs eða lasts. ’ En Halldór er enginn durtur. Um það bera þeir vitni, sem hafa um- gengist hann. Á stuttri viðkynningu hefur hann sagt mér fleiri gaman- sögur úr þingflokki Framsóknar en vænta mætti á heilli ævi. Ég spái því að með kunningjum sé hann glaður á góðri stund, ef Steingrímur hefur ekki blaðrað í kvöldfréttunum. Halldór er krónprinsinn í Fram- sókn. Hann hlýtur að taka við af Steingrími og hann hlýtur einhvern tíma að verða forsætisráðherra. En það liggur ekki í augum uppi hverjum tökum Halldór tekur flokkinn sem formaður. Ef vin- sældir Framsóknar byggjast á með- og-móti-aðferðinni, já-en-tilsvör- unum og í stjórn úr stjórn-stefn- unni, sem Steingrímur framfylgir, þá mun Halldór ekki eiga sjö dag- ana sæla í formennskunni. En ef vinsældir Frantsóknar byggjast á „kletturinn-í-hafinu“ ímynd Steingríms, þá bið ég Guð að hjálpa okkur andstæðingunum þegar sjávarguðinn stígur upp úr hafinu og sest á klettinn. Hann skil- ur það hiutverk betur en leikstjór- inn. Vinsældir sínar á Halldór trúlega talsvert að þakka hvalamálinu. Það er eins í stjórnmálunum og hand- boltanum að þjóðin skiptist upp í ótal brot þegar liðin keppa á íslandsmótinu, en þegar lið fer til útlanda standa allir saman. Þegar Halldór var á fundum Al- þjóðahvalveiðiráðsins bárust okkur fréttir af því að okkar maður stæði sig frábærlega og skoraði hjá Grænfriðungum. Þjóðin fylltist líka stolti, þegar Halldór var á fundum með amer- íska heimsveldinu og beygði keisar- ann þar til samninga. Okkar maður. Þetta sýnir auðvitað að fram- sóknaraðferðin; samræmd, forn, virkar líka á ensku. Til að teljast fullnuma í pólitíska háskólanum á Halldór aðeins eitt námskeið eftir, þ.e. að vera óbreytt- ur þingmaður í stjórnarandstöðu. Það reynir á þolrifin á allt annan hátt en stjórnarsetan. Til að láta heyra í sér í meintu þagnarsamsæri fjölmiðla verða þingmenn í stjórn- arandstöðu að vera vakandi og yfir- lýsingafúsir. Til að lifa af drepandi tilbreytingarleysi í stjórnarand- stöðu á miðjum vetri reyna þing- menn að koma með falleg mál, nýja vinkla, eins og það heitir, og sýna að þeir séu fundvísir og skapandi í pólitík. I þessari rullu hefur enginn séð Halldór Ásgrímsson. En ntikið vildi ég gefa til að sjá hann standa um miðja nótt í tómum þingsal í stjórnarandstöðu í bullandi, inni- haldslausu málþófi. Á Austfjörðum er elsta, fastasta og traustasta berg á íslandi. Á með- an Halldór Ásgrímsson nennir í framboð verður þar elsta, fastasta og traustasta fylgi á íslandi. Þá verður líka mikið á brattann fyrir hina. Síðan ég tapaði þar í kosningum með 7 atkvæðum vakna ég öðru hvoru af þungri martröð. Þádreym- ir mig að ég sé kjósandi á Austur- Iandi og sé að koma út úr kjör- klefanum eftir að hafa krossað við Halldór Ásgrímsson. Vió þekkjum stjórnmálamenn best þegar þeir agnúast og skammast út í andstæðinga sina. Samt þykjumst við vita aó innst inni þekki stjórnmálamenn pólitiskaandstæðingasinabeturen þeir láta uppi oplnberlega. PRESSAN ákvaö að fá stjórnmála- menn til að gera persónulega úttekt á kollegum sinum ur andstæðum flokkum — okkur hinum til fróðleiks og skemmt- unar. Guómundur Einarsson, fyrrum al- þingismaður, ríöurávaöið með palladóm um Halldór Ásgrimsson sjávarútvegs- ráðherra. ásviði og utan Nýr tími enn Það er enginn friður í þessari ver- öld. Ekki eru menn fyrr búnir að átta sig á nýjum tíma en hann er floginn hjá og kominn annar, enn- þá nýrri, oft gersantlega óskiljan- legur útfrá þeim forsendum sem við höfðum áður náð að átta okkur á og þekkja. Manni verður iðulega á að spyrja: Til hvers er öll þessi þekkingarleit, öll þessi viðleitni til að skilja samtímann, öll þessi skrif og útvarpsmas sem fólk iðkar i því skyni að hjálpa hvert öðru við þá skilningsleit? Nýir tímar koma í sí- fellu og ævinlega undir einhverjum alls óvæntum formerkjum, án rök- réttrar framvindu frá því sem á und- an fór. Þar veldur kannski mestu þetta merkilega eðli barna að þau nenna ekki að leggja sig eftir þeim hlutum sem foreldrar þeirra hafa þegar skilið og kunna tök á. Það er eins og það sé innbyggt í sjálfar frumurnar að sérhvert nýtt líf fæð- ist og elst upp í forakt á því lífi sent á undan því er gengið, — foreldri sínu. Miklu frekar sækja menn fróðleik og fyrirmyndir aftur i ald- ir, eða kannski, það næst þeir kom- ast sjálfum sér, til afa sinna eða langafa. En fyrst og fremst vilja ntenn afla eigin lífsreynslu. Við þetta hamast þeir uns alltíeinu þeir hrökkva upp við það að líf þeirra er á enda runn- ið og sosum ekkert við þessa lífs- reynslu alla að gera. Og mér skilst að hún hjálpi ekki mikið í helvíti heldur. Það er útaffyrirsig kominn nýr tími hér á þessu blaði. Raunar nýtt blað sem ekki er alveg fyrirfram vit- að hvern svip muni bera eða hvaða nýjung innleiða í mannlífið. Enn á ný verða þeir sem það skrifa að setja sig i nýjar stellingar, fara í einhvers- konar andlega endurhæfingu eins og nú tíðkast að segja og gera. Það eitt að stytta skrif sín um helming, eins og hér stendur til, heimtar ein- hvern allt annan hugsunarhátt, aðra hrynjandi og aðra miðun á verkefnið. Það er einsog að fara alltíeinu að stökkva hástökk í stað- inn fyrir að hlaupa fimmtánhundr- uðmetrana. Það þarf hinsvegar hvorki að vera neitt betra — né verra. Það er þó Ijóst og því má lofa, að ég held, að í þessum hérna dálkum, undir titlinum Á sviði og utan eða Leiklist, verður haldið áfram að fjalla fremur almennt um lífið og listirnar (allar) og enda þótt hér verði skoðaðar og nefndar á nafn flestar þær leiksýningar sem uppi verða í Reykjavík og nágrenni þá verður ekki um að ræða neina beina úttekt á þeim hverri fyrir sig, ekki á þann veg sem menn eru vanastir — að tíundaðir séu allir aðstandendur og þeiní gefnar einkunnir fyrir frammistöðu sína. í fyrsta lagi hefi ég ekki mikla trú á að sú aðferð skili listinni eða lesaranum miklu gagni: sé sýning ekki ljós og skýr eftir ára- langa yfirlegu höfundar og mán- aðalangar æfingar leikara, þá er til þess harla veik von að ein lítil blaðagrein, skrifuð í hvelli á einni nóttu, eins og oft þarf að gera til þess að hún nái í prentsmiðjuna á réttum tíma, breyti miklu þar um. í annan stað ber þess að gæta að allir þeir sem við leiklistargyðjuna fást eru ýmist félagar og vinir þess sem hér skrifar eða þá hatursmenn, nema hvorttveggja sé. Ég verð að tala um þá og við þá ósköp varlega því hvort sem þeir taka á mér eitt- hvert mark eða ekki þá er hitt víst að þeir láta mig oft særa sig. lðu- lega hefur ntér orðið á að gera menn rúmliggjandi og/eða snælduvit- lausa með því sem mér sjálfum finnst ekki annað en létt spaug fyrir byrjendur, hvað þá ef ég færi nú að benda á einhverja galla eða skamm- sýni í vinnu þessa fullkomnunar- gjarna og viðkvæma fólks. Þetta er ósköp trist, einkum fyrir listina sjálfa. Miklu farsælla væri ef þess gæfist kostur að kryfja hvert unnið verk alvarlega að verkalok- um og skoða af kunnáttu og rétt- sýni galla þess og kosti í Ijósi þess hvað er að gerast í andlegu lífi landsins og heimsins. Með því móti væri von um stöðuga framför. Með því móti yrði von um listir sem næðu lengra en svo að vera „skemmtilegt, sniðugt, skrýtið, skondið, Iaglegt, þrungið og djúp- sætt og gert af næmum skilningi“. Með ákveðinni viti borinni gagn- rýni sem ekki væri gert skylt að hlífa sífellt þeim sem ekki mega við henni væri kannski von til þess að fá fram list sem væri í raun og veru verðmæt, — hvorki meira né minna. Því miður skilur fólk hina svo- kölluðu gagnrýni ekki þeim skiln- ingi, almenningur á eg við. Hún er lesin til þess fyrst og fremst að gá „hvort maður ætti kannski að sjá þetta“, hvort þessi eða hinn er góður eða lélegur". Gleymum ekki að við Iifum í þjóðfélagi hinnar heilögu samkeppni. Ekki einu sinni lista- mönnunt gefst kostur á að grúfa sig í einlægni yfir verkefni sitt. Þeir eru rétt sem aðrir uppteknir af því að standa sig — bera hinn efra skjöld yfir keppinautana. Eitt af því sem til slíks þarf er „góð krítikk“ að hefta inn í möppu og senda heim til mömmu. Ein helsta aðferðin til þess að fá góða krítikk er einfald- lega sú að heimta hana og þá að skapa sér þá aðstöðu i mannfélag- inu að geta beitt slíkri kröfu með árangri. Slíkt er ekki ógerlegt hér í kunningjaþjóðfélaginu. Við vitum um leikhúsmenn sem hafa beitt hnefunum vegna þess, að nú ekki sé talað um algengasta vopnið; ævi- Ianga geðvonsku og heift. Þess eru einnig dæmi að einstaka leikarar hafi fengið mæta menn rekna af blöðunum. Nú kannski að verðleik- um. En það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er það að þarna er bardagagleðin og krafturinn að verki en ekki listfengið. Leiðinlegast við þetta allt er þó það að gagnrýni, vond eða góð, hjálpar hvorki leikaranum né skað- ar hann. Heiður sá sem hann kann að hafa innunnið sér i gær hjálpar ekkert við verkefni morgundagsins. Bardaginn því ekki til mikils: — vegna þess að óaflátanlega dynur y fir okkur nýr tími með nýjar viðmiðanir og þó, einkum og sér í lagi, áhugaleysi um allan liðinn tíma. Fyrir því er öruggur meiri- hluti. "Gleymum eklci að við lifum i þjóðfélagi hinnar heilöau samkeppni. Ekki einu sinni listamönnum aefst kostur á að grúfa sig í einlægni yfir verkefni sitt"

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.