Pressan - 02.09.1988, Page 19
Föstudagur 2. september 1988
19
1|
ngliðahreyfingar stjórn-
málaflokkanna funda stíft þessa
dagana og hefur myndast sam-
keppni þeirra á milli um að hafa
dagskrána sem frumlegasta. Sam-
band ungra framsóknarmanna
heldur þing sitt á Laugarvatni um
þessa helgi og brá á það ráð að
bjóða fyrrum leiðtoga þýskra græn-
ingja, Petru nokkurri Kelly, á þing-
ið til að hressa upp á mannskapinn.
En nú hyggjast ungkratar bæta um
betur. Samband ungra jafnaðar-
manna heldur 39. þing sitt í Kefla-
vík dagana 17.—18. september nk.
og hefur nú lagt snörur fyrir þá al-
ræmdu ítölsku þingkonu Ciccio-
linu i því skyni að bjóða henni á
þingið. Cicciolina varð heimsfræg
fyrir að bjóða sig fram og boða ást-
arleiki í stað hernaðar og átaka og
hefur verið fús til að fletta sig klæð-
um á torgum og hefur oftsinnis ver-
ið fjarlægð fyrir ósiðsamlega hegð-
an á almannafæri. Það er víst að
ítalska þingkonan léttlynda myndi
draga fleiri en ungkrata til Keflavík-
ur ef bragð þeirra heppnast....
y
J msa hefur fýst mjög að
bregða sér til Viðeyjar, skoða breyt-
ingarnar á Viðeyjarstofu og kirkj-
unni og fá sér kaffi og með því í
veitingastofunni. Flestum hefur þó
brugðið illilega í brún þegar reikn-
ingarnir fyrir veitingarnar eru lagð-
ir á borðið. Kaffibolli með þunnri
púðursykurstertusneið kostar rúm-
lega 700 krónur og ein lítil eplakaka
með kúluskafís tæplega 500 krón-
ur. Farið yfir er hins vegar ódýrara
en eplakakan eða 300 krónur. Sam-
anlagt er þó skreppið um þúsund-
kall. Það er að segja ef maður lítur
inn í veitingastofuna í Viðeyjar-
stofu...
Ítalandi um ungkrata: Erlingur
Kristensen, formaður SUJ, mun
ekki gefa kost á sér aftur. Heitustu
nöfnin í formannsstólinn munu
vera Kristján Þorvaldsson, frétta-
stjóri Alþýðublaðsins, Elín Alma
Arthúrsdóttir, viðskiptafræðingur
og einn frambjóðenda krata í Suð-
urlandskjördæmi við síðustu al-
þingiskosningar, Tryggvi Arthúrs-
son, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og
Vilhjálmur Þorsteinsson, tölvu-
fræðingur og framkvæmdastjóri...
b
andaríkjamönnum er mikið
í mun að halda sem bestum tengsl-
um við íslendinga. Ekki síst á
menningarsviðinu. Starf forstjóra
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna á Islandi er því vel feitt emb-
S Viðútvegumþériðnaðarmenn,.
til allra verka og sérhæföa
viðgerðarmenn á öllum svlðum.
s Gula línan erekki „bllskúrsfyrir-
tæki“. Hjá Gulu línunni vinna
reyndir fagmenn sem veita þér
persónulega þjónustu um allt milll
himins og jarðar.
Varahlutir, viðgerðir, sæta-
áklæði, ökukennarar, umboð ■
allt fyrir bílinn,
S Sólstofuivnéllur, nuddpottar,
arkitektar, umboðsaðilar.
S Ritvélar, tölvur, diskettur,
húsgögn, þýðingar, bókhalds-'
þjónusta...
S Gluggar, gler, gluggatjöld,
þjófavarnarkerfj^glyggaþvottur,
allt áskrá hjáGulultnpnni.
rðyrkgimenn, landslagsarki-
tekttfr, gróður, ábtgður, bilaplðn,
' . hltalagnir, snjómokstur, hleðslu-
menn, vinnuvélar, leiktæki,
garðhúsgögn; allt fyrix-.garðinn og
umhverfið.
;=--’'ötilýsing, innilýsing, raflagnir
'og rafmagnsviðgerðir. Við
. útvegum vana menn á stundinni.
'3-i‘éppi, dúkar, stólar og borð,
- ' ískápar, eldavélar.
Vörur og þjónusta
með einu símtali
Hvað er Gula línan?
Gula línan er upplýsingabanki um þjónustu,
vörur og umboð, Dæmin hér að ofan eru aðeins
brotabrot af því sem við bjóðum upp á.
Hvernig notar þú Gulu línuna?
Þú hringir bara í síma 62 33 88 og við gefum þér
án tafar traustar upplýsingar um hverjir geti
veitt þér þá þjónustu sem þú þarft á að halda,
hvar þú fáir þær vörur sem þig vanhagar um og
hverjir hafi umboð fyrir. tiltekna vöru, vöru-
flokk eða vörumerki.
Hverjir eru á skrá hjá
Gulu línunni?
Upplýsingabrunnur Gulu línunnar er nánast
óþrjótandi. Uppflettiorðin á skránni okkar eru
nú 7665 talsins og þeim fjölgar stöðugt. Þar á
meðal eru hundruðir vöruflokka, einstaklinga,
fyrirtækja og þjónustuaðila sem bíða eftir því að
greiða götu þína hratt og örugglega, vinna fyrir
þig stór og smá verkefni af öllum toga og selja
þér eða leigja þá hluti sem þörfin kallar á hverju
sinni.
Tímasparnaður - nútímaleg
þjónusta - hlýleg afgreiðsla
Þú átt vitaskuld um fleiri leiðir að velja en Gulu
línuna til að afla upplýsinga. Þú getur flett
símaskránni, leitað í auglýsingum, ráðfært þig
við kunningjana o. s. frv. En Gula línan gefur
þér svarið strax; eitt símtal og vandinn er leyst-
ur. Þú notfærir þér háþróaða tölvutækni nútím-
ans en færð samt hlýleg og persónulega þjón-
ustu. Hjá Gulu línunni vinnur nefnilega vinur-
inn þinn sem veit allt.
Traust fyrirtæki - fagþekking
- gæðaeftirlit
Gula linan ér rekin af Miðlun hf., traustu
fyrirtæki sem hefur margra ára reynslu af upp-
lýsingaöflun og upplýsingavinnslu. Bakhjarlinn
er því traustur, starfsmennirnir vanir og vinnan
vönduð. Við höldum t. d. uppi ströngu gæða-
eftirliti með öllum þeim þjónustuaðilum sem
við beinum viðskiptum til. Þeir sem ekki
standa sig eru afskráðir.
Ókeypis þjónusta
Þjónusta Gulu línunnar kostar þig ekki neitt.
Þú bara hringir í síma 62 33 88 og við afgreiðum
málið. Einfaldara og þægilegra getur það ekki
verið.
Opnunartími
Gula línan er opin virka daga frá kl. 8 til 20 og
laugardaga kl. 10-16.
Geymdu símanúmerið
á góðum stað
Við ráðleggjum þér að klippa út þennan gula
miða og varðveita hann á öruggum stað þar sem
auðvelt er að grípa til hans. T. d. í dagbókinni,
á skrifborðinu eða við símtólið. Það gæti enn
frekar sparað þér tíma.
X---
62 33 88
-X
GULA LÍNAN GEFUR ÞÉR RÉTT
SVAR, ÓKEYPIS 0G ÁN TAFAR
ætti, ekki síður en staða sendiherra.
Hugh Ivory, sá sem gegnt hefur for-
stjóraembættinu síðustu ár, hefur
nú hins vegar Iátið af störfum hér á
landi og snúið aftur til heimahag-
anna. Nýi forstjórinn er þegar kom-
inn til Iandsins. Hann heitir Willi-
am Crowell og starfaði síðast við
menningartengsl í Kína. Crowell
þessi er sagður tala reiprennandi
kínversku og leggur sig nú í líma við
að tala íslensku. Starfsmenn menn-
ingarstofnunarinnar líta nú björt-
um augum til þess að tengslin eflist
enn við „íslenskumælandi" for-
stjóra stofnunarinnar...
jög bagalegt ástand hefur
skapast í húsnæðismálum háskól-
ans og er svo komið að ekki fæst
skrifstofuaðstaða fyrir fasta há-
skólakennara. Nú munu vera um 40
fastir háskólakennarar á biðlista
við háskólann sem sækjast eftir ein-
hverri vinnuaðstöðu. Þar á meðal
eru nokkrir lektorar og dósentar.
Hefur háskólinn gripið til þess ráðs
að borga kennurum sínum sérstak-
lega fyrir að sjá sjálfir um að útvega
sér skrifstofuaðstöðu úti í bæ eða
fyrir að færa öll verkefni með sér
heim og sinna rannsóknum þar...
b»,- „
ari og listamaður, opnar sýningu í
Mílanó4. september næstkomandi.
Björgvin sýnir ljósmyndir unnar
nteð svokallaðri gumbichromat-að-
ferð, sem gefur myndum hans sér-
stakt yfirbragð. Sýningin í Mílanó
mun vera hluti af listamannaskipt-
um sem Friðrik Brekkan, formaður
Ítalíufélagsins, stendur fyrir. Fyrir
milligöngu Friðriks hafa nokkrir
ítalskir listamenn sýnt hér á landi
og er von til að einkaframtak hans
eigi eftir að skila sér i enn frekari
samskiptum milli landanna á
menningarsviðinu...
arson stjórnmálafræðingur hafi
orðið undir þegar ráðherra skipaði
Hannes Hólmstein Gissurarson í
stöðu Iektors við félagsvísindadeild
er hann þó ekki aldeilis á förum úr
deildinni. Fyrir nokkru ákvað
deildarfundur að ráða Ólaf í stöðu
aðjúnkts i stjórnmálafræði og hef-
ur háskólaráð lagt blessun sína yfir
ráðninguna. Ekki er þó talið víst að
Ólafur kæri sig um að gegna
aðjúnktsstöðunni til langframa þar
sem hún er heldur illa launuð, en
nemendur munu þó njóta óbreyttr-
ar kennslu Ólafs því deildin hefur
samþykkt að hann kenni öll þau
námskeið sem hann hefur haft við
deildina á undanförnum árum.
Hannes Hólmsteinn mun hins veg-
ar ekki kenna nein skyldunámskeið
við deildina í vetur. Sumsé óbreytt
ástand í stjórnmálafræðinni þrátt
fyrir ráðningu Hannesar...
H^Éeira af Hannesi Hólm-
steini: Eftir að félagsvísindadeild
ákvað að Hannes ætti ekki að
kenna nein skyldunámskeið í vetur,
þar sem hann væri óhæfur til þess
að mati dómnefndar, kom sá
möguleiki upp að hann kenndi val-
fög við deildina. Samkvæmt nýj-
ustu fregnum úr háskólanum hafa
engir nemendur skráð sig á þau
námskeið. Námsnefnd í félagsfræði
samþykkti hins vegar að Hannes
gæti kennt á almennu námskeiði
deildarinnar, sem fjallar um heim-
speki félagsvísinda. Er þó talið að
mótmæli komi fram í deildarráði
með tilvísun til þess að Hannes var
dæmdur óhæfur til að kenna þekk-
ingarfræði þegar hann sótti um
stöðu við heimspekideild árið 1986.
Þykir því næsta víst að Hannes
muni ekki annast neina kennslu í
vetur og þar sem ekki hefur fengist
skrifstofuaðstaða handa Hannesi í
deildinni fer líkast til lítið fyrir nýja
stjórnmálafræðilektornum innan
háskólans næsta árið...