Pressan - 02.09.1988, Side 24
24»
G8G!" i9dmsíqsg TUDubJÍsöG
bridqe
Það hefði ekki átt að vefjast fyrir
vörninni að hnekkja spili vikunnar,
en vestur var með ákveðna stöðu í
huganum og missti því af einfaldri
leið.
Allir eru utan hættu, norður er
gjafari og opnar á l-tígli. Suður
svarar á 1-hjarta og vestur stekkur í
3-lauf. Eftir tvö pöss koma 3-hjörtu
frá suðri og norður hækkar í
fjögur:
♦ 85
V K43
♦ ÁKDG9
763
♦ ÁD7
V 95
♦ 86
4» ÁKG985
N
V A
S
♦ G9642
V 106
♦ 7532
4» D2
* K103
V ÁDG872
♦ 104
4» 104
Vestur spilaði eðlilega út laufás
og fékk í slaginn þrist, tvist og
fjarka. Eltir nokkra yfirlegu ákvað
vestur að reikna með einspili á
hendi félaga síns og lagði næst
niður laufkóng. Þegar allir fylgdu
lit var enginn vegur lengur að koma
félaga inn og fella samninginn.
Vestur var sleginn blindu. Félagi
hefði fylgt hátt-lágt í Iauli með tvö
smáspil, svo það voru 3 hugsan-
legar stöður eftir lauf-2 frá austri:
Ef austur á 3 laul' er engin vörn í
spilinu, cn ef austur áeinspil eða D2
er vissara að tryggja sig fyrir báðum
tilfellum og spila lágu laufi i 2. slag.
Austur kemst inn og spaði í gegn
færir vörninni tvo slagi í viðbót.
skqk
Þættir úr sögu skákarinnar
Þjóðsagan og
skákin
Fáir þeirra Ieikja er maðurinn
hefur haft sér til dægradvalar eru
eldri en manntaflið. Uppruni þess
og rætur eru löngu horfin í móðu
tímans og verða ekki þaðan aftur
heimt.
Nútímamanni þykir líklegast að
skákin i núverandi mynd hafi þró-
ast úr frumstæðari leikjum, en
margar eru þær sögur og sagnir þar
sem manntaflið sprettur skyndilega
alskapað úr höndum einhvers snill-
ings eins og Aþena úr höfði Seifs
forðum.
Til er kínversk þjóðsaga sem seg-
ir frá því hvernig herforingi sem sat
um borg á annarri öld fyrir Krist
fann manntaflið upp til þess að
stytta hermönnum sínum stundir í
vetrarkuldum meðan þeir biðu þess
Skák á miðöldum. Burtreiðarnar
gætu verið á næstu grösum.
að borgarbúar gæfust upp. Naum-
ast þarf að geta þess að væri þessi
saga sönn væri manntaflið enn
eldra en almennt er talið að það sé.
í frægu ljóði eftir persneska
skáldið Fírdásí á elleftu öld (eftir
Krist!) segir frá því hvernig ungur
prins fann upp taflið til þess að
hugga drottninguna móður sína er
var harmi lostin eftir að hafa misst
annan son sinn í orustu. Báðar
benda þessar sögur til skyldleika
skákarinnar við stríð.
En skemmtilegust þessara gömlu
sagna um uppruna skákarinnar
finnst mér indverska sagan um
vitringinn sem fann upp manntaflið
og færði konungi sínum að gjöf.
Konungurinn kunni vel að meta
gjöfina og taldi sig nógu ríkan til
þess að geta launað hana vel, bauð
því gamla manninum að óska sér
GUÐMUNDUR
ARNLAUGSSON
hvers sem hann vildi. Flann fór
fram á að fá eitt hveitikorn á fyrsta
reit skákborðsins, tvö korn á þann
næsta, fjögur á þann þriðja og
þannig áfram: ávallt tvöfalt fleiri á
hvern reit en þann næsta á undan.
Allur þingheimur undraðist hóg-
værð vitringsins, en þegar til átti að
taka reyndist hvergi nærri nóg hveiti
í kornhlöðum ríkisins til þess að
verða við óskinni. Tvöföldunarröð-
in óx geigvænlega hratt, miklu
hraðar en menn hafði órað fyrir.
Kannski er rétt að staldra ögn við
þessa röð, fyrstu Iiðirnir eru:
1 2 4 8 16 32 64
1 2 3 4 5 6 7
128 256 512 1.024
8 9 10 11
Ellefti liðurinn er rúmlega þús-
undfaldur sá fyrsti. Röðin heldur
áfram að vaxa á sama hátt, og verð-
ur þá 21. liðurinn rúmlega þúsund-
falt stærri en sá 11., hann verður
með öðrum orðum rúmlega
milljón. í 31. lið hefur stærðin enn
þúsundfaldast (og raunar rúmlega
það!) og er orðin þúsund milljónir
Fertugasti og fyrsti liðurinn er orð-
inn ríflega milljón milljónir.
Þannig heldur þetta áfram að vaxa
og kornafjöldinn á sextugasta og
fyrsta reitnum er orðinn tuttugu
stafa tala. Það er ekki auðvelt að
gera sér grein fyrir stærð þessarar
tölu, en við getum gert tilraun til
þess. Ég veit ekki hve mikið fer fyrir
einu hveitikorni, en það ætti að
rúmast vel í öskju sem er 1 cm3 að
stærð, 1 cm á hvern veg. Nú getum
við velt því fyrir okkur hvernig þess-
ar öskjur með hveitikornunum
rúmast á íslandi. ísland er talið
rúmir 100.000 ferkm að flatarmáli.
Við skulum hugsa okkur sléttað úr
landinu þannig að það yrði marflatt
og öskjunum síðan raðað á það.
100.000 eða 105 ferkm jafngilda 10'
15 fercm sem er 16 stafa tala. Þessir
lauslegu reikningar benda til þess
að öskjustaflinn yrði um km á
þykkt yfir öllu landinu!
Þessi gamla saga bendir þannig
rakleitt til eins helsta einkennis
skákarinnar sjálfrar: fjölbreytileika
hennar sem er nærri ótæmandi.
krossgátan
7W
frj'/Uff)
/iirfoi
ÁM t*k
TkWT
Purfí
’-V
Mtn.i y
TA'JS
kfett-
Yi-cum
Zl
GFHdOPI
Plkft
£
UPKijZ
f-kD'
UR.lrtrl
//ÆjCig
uTAp/
p.oLT
Sj %0R-to6i
m
Ir
23
dRÍtf-
Þ'iK'Tl
Kófit-Q-
iv
7’flt
Murllg
fffHV&l
GuílfífiL
FfíM-
Ko AiA
)3
7
í Im
n
2i>
frtirtr/
ÍF-itd
A4J 0 Gc
A)u00
Hf-LLufí
ll
SUtift
y
Mtria
BUí
ÐtKft
mukTt
T
Li rf(r
S'JfikKfi
L
61'ftrtK/
f/í-Otk
P> oArt
fíGFrttf
þf-Gftt
)2
U ftrtft
Ff Grífí
DltiGuk
GAfíi
X>T/ím
5 rnt>~
irfítuR
PUo,T
SM
ÍZ/öfi
flUÚST
*T
WiOR-
M>t
n
gjflffle.
)¥
p/TLft
þílllf.
Hm
n—
Hfks-
)8
StGfiO
STfiZf
kfyf/
TtlufLHfi
r/Lí-ct-
Kím
SpiL.
Pfiftl
1?
'ftítífrft
kfrM'w1?
TrHLk
Kvtk
Hfif
->
Tft-KiS
22
PtZfi
spn
Tty/LTij
SK'iMia
E/ríti ic.
'b Kuyit-
iii
rP/Pjfi
UKKflt
!S
$
17
(jkJlAhut
Koríu-
Hfit-rf
STfittQ
Nefnum lítið dæmi: Þegar komið er
fram úr byrjunarleikjunum á hvor
teflandi að jafnaði um 30—40 leiki
að velja í hvert sinn sem hann á leik.
Ýmsir þessara leikja koma alls ekki
til greina, en við skulum ekki fást
um það, þeir eru mögulegir. Setjum
svo að ég eigi leik og geti valið milli
32 mismunandi möguleika og and-
stæðingur minn eigi líka 32 mis-
munandi möguleika á svari við
hverjum þessara leikja. Eftir einn
leik okkar beggja: leik minn og svar
hans, geta þá komið upp 32 sinnum
32 eða 1.024 mismunandi taflstöð-
ur. Eftir tvo leiki er fjöldinn orðinn
rúmlega milljón, og þannig heldur
þetta áfram á svipaðan hátt og í
dæminu um hveitikornin: Mögu-
leikarnir þúsundfaldast við hvern
leik. Það er því auðvelt að taka
undir með Piet Hein er hann segir:
Mod skakkens problemer er menn-
esker smá.
Ljóð vikunnar
Ari Gísli Bragason
Á LEIÐ
Á leið okkar
um undirheima vitundarinnar
spyrjum við tímann til vegar.
Án tillits eða íhlutunar
svarar hann eftir lögmálum augnabliksins:
ástin er snertanleg.
Ljóðskáldum verðureftirleiðis gefinn kosturáað sendaljóð til birtingar áþess-
um vettvangi.