Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 26
26
Föstudagur 2. september 1988
HrflHHHBMBÉMHHHIHI
Fjölbreytt úrval af sófasettum
og hornsófum
Nýjar gerðir, nýir litir.
Áklœði eða leður.
Ath. við getum útvegað flesta horn-sófa
f þeirri stœrð sem óskað er.
Lítið inn hjá okkur það borgar sig
B orgarhúsgögn
v/Grensásveg opið laugardaga kl.
s. 686070-689549 r 3 3
10-4
STRESSAÐIR sælkerar takið
eftir! Þau tíðindi berast frá þeirri
merku menntastofnun, Yale-há-
skóla, að á álagstímum sé betra að
narta í eftirlætisábætinn sinn en
taka róandi lyf. Þessu hafa menn-
irnir komist að eftir viðamiklar
rannsóknir, en við íslendingar höf-
um auðvitað vitað þetta lengi. Það
er engin tilviljun, þegar fólk hleyp-
ur út í sjoppu eftir kóki og prins-
póló (eða frændum þeirra), þegar
allt er á suðupunkti.
AMERÍSKAR auglýsingar
eru kapítuli út af fyrir sig. „Tökum
dæmi,“ eins og maðurinn sagði:
Heilsíðu-auglýsing frá póstfyrir-
tæki, sem selur alls kyns „töfraíyf".
Þeir bjóða upp á „orkugjafa“ í
mörgum styrkleikum, sem m.a. eiga
að tryggja mikið úthald, hvort sem
er í gráum hversdagsleikanum eða
þegar mála á bæinn rauðan. Sjálft
lyfið getur líka verið með ýmsu
móti. Fjólubláir belgir, bleikar
hjartalaga pillur, grænir belgir, blá-
ar pillur, doppóttar pillur, ílangar
pillur og kringlóttar pillur. Fullyrt
er í auglýsingunni að þeir sem taki
lyfið „líti alltaf vel út og verði í full-
komnu líkamlegu og andlegu
ástandi". Það er auðvitað ekki
amalegt, en hvaða töframeðal
skyldi þetta eiginlega vera? Jú, með
litlum stöfum stendur að innihald
hylkjanna sé koffín, þ.e. sama efni
og við fáum úr kaffi og tei!
í sömu auglýsingunni eru líka
kynntar pillur, sem gera fólk „sól-
brúnt“. Sérstaklega er tekið fram að
neytendur verði ekki appelsínugul-
ir, eins og af alræmdu lyfi einhvers
annars fyrirtækis. Einnig er boðið
upp á litla, ljósbrúna svefntöflu og
tvö mismunandi lyf, sem „tryggja
þér þann íturvaxna kropp, sem þig
hefur alltaf dreymt um“. Síðast en
ekki síst er það svo draumur
drykkjumannsins: pilla við timbur-
mönnum. Og hún er sögð virka á
innan við tuttugu mínútum —
hvorki meira né minna. Hins vegar
treystir fyrirtækið sér eingöngu til
að gefa upp samsetningu lyfsins, ef
menn skrifa sérstaklega og biðja
um þær upplýsingar.
KONUR eru í miklum vítahring
í baráttunni fyrir hærri launum.
Lágar tekjur þeirra í einu starfi hafa
nefnilega áhrif á það hve háa upp-
hæð næsti vinnuveitandi er tilbúinn
að greiða þeim. Svo segir spreng-
lærður sálfræðingur við Baltimore-
háskóla og þó þetta komi konum
kannski ekki svo mjög á óvart er
ekkert verra að fá þessi sannindi
framreidd á vísindalegan hátt.
Sálfræðingurinn fyllti út fjöld-
ann allan af starfsumsóknum, bæði
í nafni karla og kvenna, og lét þar
m.a. getið um menntun, starfs-
reynslu og núverandi laun viðkom-
andi aðila. Umsóknirnar fékk hann
síðan 80 viðskiptafræðinemum og
lét þá segja sér hvað þeim þætti
sanngjarnt að borga „fólkinu“ í
byrjunarlaun. Og hvað kom í ljós?
Þeir, sem voru með léleg laun fyrir,
fengu áfram mun lægri laun en hin-
ir — þótt þeir væru með nákvæm-
lega sömu menntun og starfs-
reynslu! Sem sagt: Einu sinni lág-
launakona alltaf láglaunakona.
Endum okkar vinsælu
SUMARÚTSÖLU
á Laugavegi 91, (áður Domus)
Sérstaklega hagstætt verð. ^HBBHIISHEBHk
Opíð 13—18, laugardag 10—14. Lauga»egi91,(áAurDomus).