Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 28
28
Föstudagur 2. september 1988
dagbókin
hennar
Kœra dagbók
Égeralvegstjörl'af hræðslu! Get
ekki borðað, er með króníska
magapínu, glamrandi tennur og ís-
kaldar hendur. Skólinn byrjar
nefnilega í þessari viku. En ekki
bara „skólinn“, eins og venjulega,
heldur MENNTÓ! Mig fer sko að
svima, þegar ég hugsa urn það.
Þetta hefði þó kannski verið allt í
lagi, ef ég hefði ekki sótt um i MR
til að þóknast pabba og mömmu.
Skólastjórinn (æ, hann er víst
kallaður rektör) er sagður ógeðs-
lega strangur og flestir kennararnir
líka. Þeir eru svo hræddir við rekt-
örinn og hann skipar þeim fyrir eins
og herforingi. Síðan láta kennar-
arnir þetta bitna á aumingja börn-
unum, af því þeir þora aldrei að rífa
kjaft við skólastjórann. Pabbi segir
reyndar að þetta séu bölvaðar ýkj-
ur, en það eru nú hundrað ár frá því
hann var í MR svo livað ætli hann
viti. Það var ekki einu sinni byrjað
að pína krakkana til að hlaupa
hringinn í kringum Tjörnina í leik-
fimitímum, þegar hann var þarna!
(Það segir pabbi vera af því að
kroppatemjarar í gamla daga hafi
unnið fyrir kaupinu sínu. Þessir ný-
móðins kennarar sendi bekkina út
að hlaupa í hvaða óveðri sem er, en
fái sér sjálfir kal'fi og smók inni á
kennarastofu.)
Einhver sagði mér að maður væri
alltaf látinn skrifa ritgerð um
stjórnmálaástandið í fyrsta ís-
lenskutímanum í MR, svo ég hef
soldið verið að reyna að fylgjast
með fréttunum. (Þó það sé leiðin-
legra en að hreinsa ofninn í eldavél-
inni fyrir mömmu — og þá er nú
mikið sagt.) Ég skil nú ekki mikið í
þessu, en mér fannst samt ferlega
skrýtið að sjálfstæðiskallarnir
skyldu alit i einu ekki geta andað
nema spyrja verkalýðskallana hvort
þeir mættu það. Hvenær urðu þeir
eiginlega vinir? Ég hélt alltaf að
það væru kommarnir, sem ættu
verkalýðskallana. Það er alveg
greinilegt að ég næ ekki upp í
þetta... (Mamma sagði að „bossa-
bandalagið" hefði sigrað í efna-
hagsaðgerðunum. Kallarnir geri
hvað sem er til að halda rössunum á
sér í ráðherrastólunum. En maður
getur ekki skrifað svoleiðis í ritgerð
í elsta og virðulegasta skóla lands-
ins!)
Bless I bili, Diílla.
siúkdómar og fólk
Sagan af offitu Jóns S.
EINSKONAR INNGANGUR
Ég hef á liðnunt árum starfað
sem læknir á mörgum stöðum,
bæði hér heima og erlendis. Á
læknastofum og kontórum koma
upp margvísleg vandamál fólks,
vandamál sem stundum eru stór-
vægileg en oft ekki en valda samt
miklum áhyggjum og erfiðleikum.
Stundum vantar fólk ákveðnar
upplýsingar og oft veldur fáfræði
um eigin líkama því að smávægileg-
ustu verkir geta valdið miklu hugar-
angri.
Ég ætla í þessum þáttum að fjalla
lítillega um ýmis einkenni og kvart-
anir sem oftsinnis skjóta upp koll-
inum, ræða þau lítillega og spjalla
um aðgerðir. Ef lesendur vilja fá
einhverjar upplýsingar um einkenn-
in sín, eða sjúkdóminn sinn, þá er
auðvítað best að láta frá sér heyra,
skrifa mér línu eða koma til mm
boðum á annan hátt.
OFFITA
Við Jón S. höfðum verið saman í
skóla í Gaggó Aust. Á þeim árum
var Jón mikill leikfimimaður, hann
stökk léttilega yfir hestinn þegar ég
festist á honum miðjum. Hann
sveif upp kaðlana ens og lipur apa-
köttur en ég komst vart frá jörðu af
ýmsum ástæðum. Ég öfundaði allt-
al' Jón S., hann var svo lipur og lið-
lega vaxinn. Svo liðu árin og ég
missti sjónar á Jóni S., ég frétti af
honum í bissness, að hann hefði
kvænst og skilið og gengið i það
heilaga aftur og sumir sögðu, að
hann væri farinn að drekka of ntik-
ið. Einhvern tímann sá ég mynd af
Jóni þar sem hann var að afhenda
einhverju líknarfélagi peningaupp-
hæð í hópi nokkurra glaðlegra
Lionsmanna. Mér fannst Jón
breyttur á myndinni, hann var ekki
lengur eins og áður, hann var tekinn
að fitna rnjög verulega.
Leiðir okkar lágu svo saman í
einhverjum bankanum þar sem við
vorum að greiða mikinn reikninga-
fjölda og við vorum hvor í sinni bið-
röðinni en hlið við hlið. Við heils-
uðumst kumpánlega og virtum
hvor annan fyrir okkur. Sannast
sagna brá mér þegar ég nú leit Jón
S. augunt eftir öll þessi ár. Hann
hafði fitnað og það mikið að
buxnastrengurinn virtist vera að
springa og jakkinn sýndist vera
tveimur númerum of lítill. Jón var
sveittur í öngþveiti bankans, rauður
í andliti og honum leið ekkert of
vel. Þegar við höfðum blaðrað sntá-
stund unt ekki neitt sagði hann:
Heyrðu Óttar, ég verð að koma ein-
hvern tímann og tala við þig, ég er
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
orðinn alltof feitur. Komdu á morg-
un, sagði ég, og Jón kom.
Skoóun: Jón mældist 180 sm á
hæð og þyngdin var 102 kg. Lækn-
ar hafa stundum ákveðna þumal-
fingurreglu þegar þyngd manna er
metin. Líkamshæð mínus 105 er
svokölluð kjörþyngd, og stefnt skal
að því að fólk sé í kjörþyngd eða í
hæsta lagi 10% yfir henni. Sam-
kvæmt þessu ætti Jón S. að vera 75
kg að þyngd og mætti vera í hæsta
lagi í kringum 85 kg. Jón er því að
minnsta kosti 25 kg of þungur. Jón
sagðist hafa byrjað að þyngjast upp
úr tvítugu, hann fór þá að borða
mikið og hreyfa sig minna, hætti í
íþróttum og fór að drekka meira en
góðu hófi gegndi.
Við skoðun var Jón S. kominn
með ýmsa þá kvilla sem rekja má til
offitu, blóðþrýstingurinn var 160/
102, fastandi blóðsykur var fullhár
og hann varð móður við minnstu
áreynslu.
MEGRUNARKÚR? VÍRAR
Á KJÁLKANA?
Við komum okkur saman um að
vandamál Jóns væri fyrst og fremst
offitan. Hann yrði að ná sér niður í
85—90 kg í fyrstu lotu með ein-
hverjum ráðunt. Ætti ég kannski að
fara á einhvern megrunarkúr með
gulrótasafa eða kálsúpu? spurði
Jón, en ég sagði honum eins og var,
að ég hefði enga trú á slíkum að-
ferðum, ekki frekar en hann færi til
einhvers læknis og léti víra saman á
sér skoltana. Þú verður að breyta
mörgu í þínu lífi, en aðalatriðið er
að þú getir lifað með þeim breyting-
um, sem þú gerir. Það nennir eng-
inn að éta kálsúpu eða gulrótasafa
nema stuttan tíma í einu og skolta-
vírun dugir ekki nema þann tíma
sem skoltarnir eru víraðir saman og
enginn nennir að ganga um á Lions-
fundum til langframa með skoltana
víraða saman. Sérðu þig fyrir þér á
kúttmagakvöldinu? Jón hló, nei
hann gat ekki séð sjálfan sig fyrir
sér með víraðan munninn til lang-
t'rama eða étandi kálsúpu þegar all-
ir aðrir væru að hárna í sig steik
með bökuðum kartöflum.
ÁÆTLUN
Hvað á ég þá að gera? Við leggj-
um upp einhverja áætlun fyrir þig,
sagði ég. Þú verður að borða minna
og brenna meiru. Ég geri á þér ein-
falda rannsókn, mæli starfsemi
skjaldkirtils og hvernig nýrun starfa
og reyni að meta hvort þú mátt ekki
reyna á þig. Síðan breytum við mat-
aræðinu. Þú verður að borða meira
á morgnana og fyrir klukkan 10
áttu að vera búinn að borða 1/3 alls
þess sem þú kemur til með að
snæða yfir daginn og fyrir klukkan
2 áttu að vera búinn með 2/3. Þeim
ntun meira sem þú borðar á morgn-
ana, þeim mun minna þarftu að
láta í þig á kvöldin. Því sem þú
borðar eftir klukkan 6 á kvöldin
„ Við skoðun var
Jón S. kominn
með ýmsa þá
kvilla sem rekja
má til offitu, blóð-
þrýstingurinn var
160/102, fastandi
blóðsykur var full-
hár og hann varð
móður við
minnstu áreyns/u“
TEIKNING JÓN ÓSKAR
brennirðu ekki þar sem þú hreyfir
þig lítið eftir það, svo þú hættir öllu
kvöldáti. Hættu með allt sælgæti,
liættu að setja sykur í kaffið, forð-
astu fitu og rjómasósur. Passaðu
þig vel um helgar þar sem þá er
manni oft hætt við að éta alltof
mikið og safna á sig.
Ef þú verður svangur drekktu
vatn og forðastu áfengi eins og þú
getur.
LÍKAMSRÆKT
Svo verðurðu að fara að hreyfa
þig og gera hreyfinguna að ein-
hverju sem þú vilt ekki vera án.
Byrjaðu á gönguferðum á hverjum
degi í u.þ.b. hálftíma og farðu síðan
að hlaupa eftir svona 2 mánuði og
hlauptu þá 2,5-5 km ekki sjaldnar
en annanhvorn dag. Byrjaðu með
því að ganga og hlaupa til skiptis.
Sund er ekki sérstaklega góð Iík-
amsæfing þegar menn ætla að
megra sig.
Ef þú gerir þetta — breytir mat-
aræðinu lítilsháttar en reynir fyrst
og fremst að borða aldrei milli mála
og ekkert á kvöldin og borðar meira
á morgnana og fyrir klukkan 2 og
minnkar áfengisneyslu og gerir lík-
amsæfingar að góðri venju þá efast
ég ekki um það, Jón minn, að þér
tekst að léttast um u.þ.b. 15—20 kg
á nokkrum vikum.
Hann horfði á mig vantrúaður á
svip. Ætlarðu sem ég sé ekki að
reyna að koma mér á einhvern
strangan megrunarkúr? Nei, megr-
unarkúrar eru svo leiðinlegir og líf-
ið á að vera skemmtilegt. Reyndu
þetta og komdu til mín vikulega og
við vigtunt þig og spjöllum sarnan
um þetta.
kvikmyndir
BIOBORGIN
Foxtrot * ★. íslenskur þriller gerð-
ur af fagmennsku en vantar sál.
Sýnd 5, 7, 9 og 11. Bönnuð: 12 ára.
Örvænting (Frantic) ★ ★★.
Polanski-spennumynd í anda
Hitchcocks og gerist í Parls. Slapp-
ur endir. Sýnd 5 7, 9 og 11.10.
Rambo III S S . Staljone gerir sig að
flfli í Afganistan. Sýnd 7, 9 og 11.
Beetlejuice ★★. Enn ein drauga-
gamanmyndin. Sýnd 5.
BÍÓHÖLLIN
Góðan daginn Víetnam ★ ★ ★ Grát-
fyndin mynd um útvarpsmann sem
sendur er til Vletnam til að hressa
upp á dátana með fyndnu Ijósvaka-
efni. Vitlaus maður á vitlausum
stað. Sýnd 4.30, 6.45, 9 og 11.10.
Frantic. Sýnd 5 og 9.
Skær Ijós stórborgar ★ ★. Sýnd 7, 9
og 11.
í fullu fjöri ★★. Unglingagaman-
mynd. Sýnd 7, 9 og 11.
Rambo III. Sýnd 7, 10 og 11.10.
Beetlejuice. Sýnd 5.
Hættuförin (Shoot to Kill). Góö
spennumynd. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn 5 ★★. Fimmta
myndin í gamanmyndasyrpunni um
lögguskólaliðið. Sýnd 5.
HÁKÓLABÍO
Á ferö og flugi ★★★. Fyndin
Hughes-gamanmynd um tvo ferða-
félaga (Steve Martin og John
Candy) í helgarfríi I flugvélum, lest-
um og bílum. Sýnd 5, 7, 9 og 11.
LAUGARÁSBÍÓ
Stefnumót á Two Moon Junction
★ ★. Nakin spennumynd. Sýnd 5, 7,
9 og 11.05. Bönnuð: 14 ára.
Sá illgjarni ★★★. Hryllingsmynd.
Sýnd 5, 7, 9 og 11. Bönnuð: 16 ára.
Skyndikynni ★★★. Stórfyndin
kvennamynd um erfiðleika kynlífs-
ins á tímum alnæmis. Sýnd 5, 7, 9
og 11.
REGNBOGINN:
Hamagangur i heimavist ★ ★ Grln-
mynd I unglingastíl, upplögð fyrir
þá sem eru að byrja I menntó. Sýnd
5, 7, 9 og 11.15.
Helsinki — Napóli. Spennandi farsi
um heimsborgina Berlín. Eddie
gamli Constantine dúkkar upp á
tjaldinu eftir langt hlé. Sýnd 5, 7, 9
og 11.15. Bönnuð: 12 ára.
Montenegro ★★★. Stórfyndin og
djörf sænsk mynd gerð af Júgóslav-
anum Dusan Nakajev. Sænsk hús-
móðir gefst upp á stöðluðu
heimilisllfi og flýr með júgóslavn-
eskum innflytjendum. Sýnd 9 og
11.15. Bönnuð: 14 ára.
Leiðsogumaourinn ★★. Norsk/
samísk spennumynd um lappagoð-
sögn, gerð i skugga Hrafns Gunn-
laugssonar. Sýnd 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð: 14 ára.
í skugga páfuglsins ★. Sýnd 5 og 7.
Krókódila-Dundee ★★★. Fyndið
framhald af krókódílatöffaranum frá
Ástralíu. Sýnd 5, 7, 9.10 og 11.15.
STJÖRNUBÍO:
Morð að yfirlögðu ráði ★ ★. Ohugn-
anleg og blóðug eltingamynd um
hálfbræður og glæpamenn sem
draga þriðja bróöurinn með sér inn
í vafasamar gerðir. Byggð á sann-
sögulegum atburðum. Sýnd 5, 7, 9
og 11. Bönnuð: 16 ára.
Von og vegsemd *★★. Úrvals-
mynd frá Bretlandi styrjaldarár-
anna. Sýnd 5, 7 og 9.
Nikita litli ★★. Spennumynd fyrir
unglinga í kalda stríðs-anda. Sýnd
11.05.
★ ★★★= FRÁBÆR, SÍGILD
★ ★ ★ = MJÖG GÓÐ
★ ★ = GÓÐ
★ = SÆMILEG
í = AFLEIT
I
ARANGURINN
Jón S. fór og kom svo aftur eftir
viku og hafði þá lést um 2 kg. Hann
var ánægður með árangurinn og
næstu vikurnar breyttist margt hjá
Jóni S. Hann fór að taka megrunina
alvarlegar, hann fór að hreyfa sig
meira og eftir 4 vikur mátti sjá hann
hlaupa reglulega á götum borgar-
innar í litskrúðugum æfingagalla
frá Hugo Boss. Smátt og smátt
hætti hann að koma en um daginn
hitti ég Jón í Vesturbæjarlauginni,
hann var orðinn 89 kg og allur ann-
ar. Ég ætla að hlaupa skemmti-
skokkið í Reykjavíkurmaraþoninu í
ár og sennilega hálft maraþon á
næsta ári. Þetta er allt annað, mér
líður betur, blóðþrýstingurinn er
kominn í lag og konunni finnst ég
hafa breyst ótrúlega mikið, bæði í
útliti og á öðrum sviðum, og nú er
ég aftur farinn að passa í jakkaföt
númer 54.
Við þögnuðum um stund og virt-
um fyrir okkur tvær fallegar stúlk-
ur í aðskornum sundbolum, svo
horfðumst við í augu og brostum.
Báðir vissu hvað hinn var að hugsa
og Jón S. virtist vera að fá aftur sitt
gamla sjálfstraust og öryggi.