Pressan - 02.09.1988, Page 29

Pressan - 02.09.1988, Page 29
Ríkissjóður íslcmds hefur treyst Fjórfestingarfélaginu fyrir sðlu spariskírteina sinna i i; Treystir ekki Elsta 09 reyndasta verðbréfafyrir- tækí landsins Fjárfestingarfélag íslands hf var stofnað árið 1971. Félagið er því elsta hlutafélag sinnar tegundar hérlendis. Hluthafar Fjárfestingarfélagsins eru rúmlega 400 talsins. Auk fjöl- margra einstaklinga og samtaka eru Lífeyrissjóður verslun- armanna, stærsti lífeyrissjóður fólksins í landinu, Eimskipa- félag íslands hf, Tryggingamiðstöðin hf og Verzlunarbanki íslands hf, hluthafar í Fjárfestingarfélaginu. Það dettur fáum í hug að slík fyrirtæki og samtök standi að rekstri verðbréfa- fyrirtækis sem ekki sé hægt að treysta. Ábyrg verðbrétaviðskipti Fjárfestingarfélagið er einn af stofnendum Verðbréfaþings íslands, ásamt Seðlabankanum og fleiri aðilum m.a. ríkis- banka. Verðbréfasjóðirnir sem eru í umsjá Fjárfestingarfé- lagsins eru allir sjálfstæð hlutafélög, sem hvert um sig hefur sýnt umtalsverðan árangur. Fjárhagur sjóðanna er því ekki hluti af fjárhag Fjárfestingar- félagsins. Þannig hefiir afkoma eða starfsemi félagsins engin áhrif á ávöxtun sjóðanna. Á hinn bóginn er það vissulega styrkur fyrir sjóðina að hafa trausta bakhjarla. 1 ar þú okkur líka? Strangar starfsreglur Fjárfestingarfélagið er stofnaðili að Samstarfsnefhd íslenskra verðbréfasjóða. Samstarfsnefndin, eins ogVerð- bréfaþingið, gerir strangari kröfiar til aðildarfyrirtækja sinna en almennt er gert í lögum um verðbréfamiðlum, auk þess sem gerðar eru miklar kröfiir til sjóða samtakanna um fjár- festingar, upplýsingamiðlun og eftirlit. Dreifing óhættu og gagnkvæmt traust Fjárfestingarfélagið hefur umsjón með sparifé rúmlega 15 þúsund einstaklinga. Milli ráðgjafa félagsins og eigenda Kjarabréfa, Markbréfa og Tekjubréfa, ríkir gagnkvæmt traust, enda hafa verðbréf félagsins skilað eigendum sínum umtalsverðri ávöxtun. Verðbréfasjóðirnir ávaxta fjármuni sparifjáreigenda með fjárfestingu í fjölmörgum og ólíkum verðbréfiim. Til þess að tryggja ávöxtun og dreifa áhættunni sem mest er ákveð- ið hámark sett varðandi kaup á skuldabréfum á einstaka aðila og einungis keyptar skuldaviðurkenningar með traustum tryggingum. Þess vegna er áhættudreifing í kaup- um sjóða í umsjá félagsins að jafhaði þeim mun meiri eftir því sem sjóðurinn stækkar. í dag er Verðbréfasjóðurinn hf, útgefandi Kjarabréfanna, stærsti verðbréfasjóður landsins að verðmæti 2,7 miljarðar króna. Sérþekking starfsfólks Fjárfestíngarfélagsins á fjármála markaðinum kemur því þúsundum landsmanna tíl géða! FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti - Kringlunni - Akureyri Aðili að Verðbréfaþingi íslands Hluthafar: Verzlunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstöðin, Lifeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. f jarmal þín - sergrein okkar OsarSslA

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.