Pressan - 02.09.1988, Page 31
Sjónvarpið — Föstudag kl. 22.00
ATLANTIC CITY
ððPt r
Stöð 2 — Sunnudag kl. 21.30
ATLANTIC CITY ★ ★ ★ ★
Kanadísk/frönsk 1980. Leikstjóri:
Luis Malle. Aðalhlutverk: Burt
Lancaster, Susan Sarandon, Kate
Reid, Michael Piccoli og fl.
Snilldarverk franska leikstjórans
Malle um borg fjárhættuspilanna,
Atlantic City, og breytingaskeið
hennar þar sem gamlir staðnaðir
refir blandast nýjum bjartsýnum
aðkomumönnum. Kvikmynd sem
er full af stórkostlegum mannlýs-
ingum og undarleg blanda evr-
ópskrar og amerískrar kvikmynda-
gerðar. Lancaster, í besta hlutverki
kvikmyndaferils síns, leikur aldrað-
an töffara sem er heigull innst inni.
Stöð 2 — Laugardag kl. 21.40
HRAÐLEST VON RYANS
★ ★ ★
(Von Ryans Express)
Bandarísk 1965. Leikstjóri: Mark
Robson. Aðalhlutverk: Frank
Sinatra, Trevor Howard, Sergio
Fantoni, Edward Mulhare, Raffa-
ella Carra, Brad Dexter og fl.
Spennandi og vel gerð mynd úr
síðari heimsstyrjöldinni. Banda-
rískur ofursti (Sinatra) lendir í her-
búðum á Ítalíu. Hann stjórnar
flóttatilraun með því að ná flutn-
ingalest á vald fanganna. Úrvals-
leikarar í aukahlutverkum.
BRÆÐUR MUNU
BERJAST
★ ★ ★
(House of Strangers)
Bandarísk 1949. Leikstjórn: Joseph
L. Mankiewicz. Aðalhlutverk:
Edward G. Robinson, Susan Hay-
ward, Richard Conte, Luther Adler.
Spennuhlaðið drama um mis-
kunnarlausan fésýslumann (Robin-
son) sem notfærir sér syni sína fjóra
til að ná markmiðum sínum. Ein-
stakur söguþráður sem síðar var
oftsinnis notaður í kvikmyndum
með misjöfnum árangri. Með betri
kvikmyndum hins fjölhæfa leik-
stjóra Mankiewicz. (M.a. The Quiet
American, Suddenly Last Summer
og Cleopatra.)
Wh-o
RtCHRRD VtnDMRf
„Ég hef aldrei þurft að labba um sviðið í 7 mínúfur og gera ekki neitt,“ segir
Bjarni Dagur Jonsson.
I sumarskapi í Sjallanum
HREINRÆKTAÐUR
NORÐANÞÁTTUR
er eiginlega allt saman norðanfólk
sem stendur að þættinum. Ég og
Saga erum bæði Norðlendingar og
Gunnlaugur Jónasson dagskrár-
gerðarmaður er frá Siglufirði, einn-
ig er allt tækniliðið frá Akureyri."
— Hafa komið upp einhver
neyðarleg atvik í sumar í beinni út-
sendingu?
„Nei, við höfum verið svo rosa-
lega heppin, að þetta tæknilið á
Stöð 2 og frá Samverki á Akureyri
er alveg einvalalið, og ekki síst mjög
góð stjórn Gunnlaugs Jónassonar
hefur gert það að verkum að þetta
hefur gengið hnökralaust. Að vísu
komu fyrir smálitamistök í fyrstu
útsendingunni sem ég var í, þannig
að við þurftum að byrja upp á nýtt,
en það voru smávægileg mistök.
Dagskrárlega séð hafa engin mistök
orðið. Ég hef aldrei þurft að labba
um sviðið í 7 mínútur og gera ekki
neitt.“
— Þú ert þá ánægður með sum-
arið?
„Ég er ánægður með sumarið, en
þetta hefur verið alveg ofboðslega
mikil vinna, miklu meiri vinna en
fólk getur ímyndað sér,“ segir
Bjarni Dagur í sumarskapi.
Sjónvarpið — Laugardag kl. 23.00
MADIGAN
★ ★ ★
Bandarísk 1968. Leikstjóri: Donald
Siegel. Aðalhlutverk: Richard Wid-
mark, Henry Fonda, Harry Guard-
ino, Inger Stevens, James Whit-
more og fl.
Vel gerð og raunsæ löggumynd
um dagleg vandamál Madigans lög-
regluforingja (Widmark) sem ýmist
eltist við glæpamenn, á í stríði við
grjótharðan yfirmann sinn (Fonda)
eða eiginkonu sína (Stevens) — allt
með misjöfnum árangri. Myndin er
tekin í New York með úrvalsleikur-
um og hefur yfir sér skemmtilegan
blæ sjöunda áratugarins þegar
spæjararnir voru í dökkum að-
skornum jakkafötum með litla
hatta og lakkrísbindi.
Þátturinn I sumarskapi verður á
dagskrá Stöðvar 2 föstudagskvöld-
ið 2. september. Hann verður að
þessu sinni sendur út frá Sjallanum
á Akureyri og verða skemmtikraft-
ar allir norðanmenn. Stjórnendur
þáttarins verða samkvæmt venju
þau Saga Jónsdóttir og Bjarni Dag-
ur Jónsson.
Pressan hafði samband við
Bjarna Dag og spurði hvort hann
ætlaði að vera miklu lengur í sum-
arskapi?
„Það eru tveir þættir eftir. Það er
þátturinn á Akureyri, sem sendur
verður út frá Sjallanum, og síðan er
það lokaþátturinn, sem verður 9.
september og verður hlaðinn spenn-
andi söngatriðum og gríni, nokkurs
konar uppskera sumarsins. Hann
verður á Hótel íslandi og ég býst við
að það verði jafnvel lengri þáttur en
hinir.“
— Hverjir koma fram í þættin-
um frá Akureyri?
„Það verða eingöngu norðlensk
atriði sem koma fram í Akureyrar-
þættinum. Það verða t.d. Skrið-
jöklarnir, Herramenn frá Sauðár-
króki og ýmsir söngvarar og grínar-
ar. Það er svo einkennilegt, að það
LÍF OG STARF
NATALIE WOOD
Sunnudaginn 4. september verð-
ur á dagskrá Ríkissjónvarpsins
heimildamynd um Hollywood-leik-
konuna Natalie Wood, sem lést á
dularfullan hátt fyrir nokkrum ár-
um.
Þýðandi myndarinnar, Kristrún
Þórðardóttir, sagði í samtali við
Pressuna að í henni væri fjallað um
leikferil Natalie Wood frá barn-
æsku. Rætt væri við ýmsa þá er
þekktu hana, leikara og eiginmenn,
auk þess sem sýndir verða kaflar úr
viðtölum við hana sjálfa.
Myndinni lýkur á dauða Ieikkon-
unnar, en hún féll fyrir borð á skútu
sinni, að því er talið er. Var hún þá
á siglingu með eiginmanni sínum,
leikaranum Robert Wagner, og
meðleikara úr síðustu mynd sinni
Brainstorm, Christopher Walken.
Þótti ýmislegt óljóst við þann
dauðdaga.
Stöð 2 — Föstudag
kl. 21.50
MAÐURINN
ÍGRÁU
FÖTUNUM
★ ★ ★
(The Man in the Gray Flannel Suit)
Bandarísk 1956. Leikstjóri:
Nunnally Johnson. Aðalhlutverk:
Gregory Peck, Frederich March,'
Jennifer Jones, Lee J. Cobb, Ann
Harding og fl.
Ritara (Gregory Peck) hjá stóru
fjölmiðlafyrirtæki i New York
býðst starfsframi en hann verður
samtímis að Iáta fjölskyldulíf sitt
ganga upp. Góð mynd með af-
bragðs leikurum með ádeilubroddi
á ameríska drauminn, gerð eftir
metsölubók Sloans Wilson.