Pressan - 02.09.1988, Side 32
PRESSU
Bttiklar vangaveltur eru
sagðar uppi um framtíð viðskipta-
ráðuneytisins og kemur jafnvel til
greina að leggja það niður. Ýmsir
telja að það eigi ekki rétt á sér
lengur eftir að mikilvæg verkefni
voru flutt yfir í sérstaka viðskipta-
deild í utanríkisráðuneytinu. Ráðu-
neytið þykir sem sagt fulllítið af-
greiðslubatterí. Til greina kemur að
gera það að sérstöku bankamála-
ráðuneyti, með því að færa ýmis
verkefni frá Seðlabankanum yfir í
ráðuneytið. Ef sá kostur verður
valinn yrðu verðlagsmál og láns-
heimildir flutt yfir í iðnaðarráðu-
neytið, en víða erlendis þykir eðli-
legt að iðnaður og verslun tilheyri
sama ráðuneytinu...
þ
|— rátt fyrir harðærið láta Sam-
bandsmenn engan bilbug á sér
finna. I mánuðinum mun fyrir-
hugaður stofnfundur nýs fyrirtækis
á sviði krítarkorta, sem manna í
millum er farið að kalla SAM-kort.
Halldór Guðbjarnason, fyrrum
bankastjóri Útvegsbankans, hefur
síðustu misseri unnið að undirbún-
ingi og fram að þessu hefur hann
þótt líklegasjur í forstjórastólinn.
Guðjón B. Ólafsson er hins vegar
sagður ætla Halldóri önnur störf
hjá SÍS, því hann er sagður beita sér
mjög fyrir þvi að annar fyrrum
bankastjóri fái starfið. Kandídat
Guðjóns mun vera góðvinur hans
og skólabróðir, Stefán Gunnars-
son, fyrrum bankastjóri Alþýðu-
bankans...
|ón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra lagði fram fjárlaga-
gerð fyrir árið 1989 á ríkisstjórnar-
fundi í gær. Ljóst er að verði ekki
gripið til aukinnar tekjuöflunar og
niðurskurðar í útgjöldum ríkis-
sjóðs verður hallinn á ríkissjóði
hátt á fjórða milljarð króna. Til-
lögur fjármálaráðherra um tekju-
aukningu og þó aðallega niður-
skurð munu hafa lagst mjög þung-
lega í samráðherra hans, sem finnst
ráðherra fulldjarfur í hugmyndum.
Drögin að fjárlagagerðinni eru
þessa dagana til kynningar í stjórn-
arflokkunum og hermir sagan að
þingmennirnir séu felmtri slegnir
og sumir hálfhugsjúkir vegna
plaggsins...
o
af hugmyndum Jóns
Baldvins mun vera sú, að mötuneyti
opinberra starfsmanna verði lagt
niður en tekið upp svonefnt kerfi
matarmiða. Þessi hugmynd er upp-
haflega sænsk og er opinberum
starfsmönnum úthlutað mánaðar-
lega ákveðnum skammti af matar-
miðum, sem þeir geta notað á hvaða
veitingahúsi sem er. Veitingahúsin
fá aftur miðana endurgreidda hjá
ríkinu. Við sjáum fyrir okkur
virðulegan embættismann með
frúnni úti að borða á glæsilegum
veitingastað gera upp reikninginn
með elegans; afhenda þvælda
skömmtunarmiða Jóns Baldvins....
D
|— amela Brement, fyrrum
sendiherrafrú Bandaríkjanna á ís-
landi, er stödd á landinu þessa
dagana. Svo miklar voru vinsældir
Brement-hjónanna á sínum tíma,
að íslenskum stjórnvöldum þótti
þjóðráð að bjóða til mikillar veislu
fyrir sendiherrafrúna fyrrverandi.
Fór veislan fram í ráðherrabústaðn-
um og mun hafa tekist vel, enda á
kostnað hins opinbera...
v/cpnmjM 'DQ
Ragnhildur Gísladóttir og Jakob
Magnússon eru smekkfólk á
fleira en tónlist, það er greinilegt.
Á sýningunni VERÖLDIN 88
hafa þau innréttað 230 fermetra
íbúð eftir eigin höfði.
Valið húsmuni, liti og alla
umgjörð; jafnvel vegghallann!!
íbúð sína kalla þau dvalarheimili sitt.
Árangurinn kemur svo sannar-
lega á óvart; smekklegur og
frumlegur í senn.
Á sýningunni VERÖLDIN 88 er
fjöldi nýjunga.
Allskonar kynning á vöru og
þjónustu.
Auk allskonar skemmtiatriða.
Athugið að Ragnhildur og Jakob
verða sjálf í dvalarheimili sínu á
virkum dögum kl. 18 og 20, en
um helgar kl. 15,17,20 og 21.
Opið virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.
V/CDHI niM'QQ
V%>l \ WWII1
INNAN VEGGJA OG UTAN