Pressan - 16.09.1988, Side 5
t-ostudagur 16. september 1988
Séra Arelíus Níelsson fyrrverandi sóknarprestur
Hann er landsþekktur prestur og sáluhjálpari. Fyrir rúmlega 8 árum lét hann
af störfum sóknarprests, þá sjötugur, eftir 40 ára starf. Þar af 28 ár við Lang-
holtskirkju, sem hann hefði viljað kalla Hálogalandskirkju. Séra Árelíus Níels-
son hefur þótt um margt sérstæður og skoðanir manna á honum skiptar.
Fyrir 10 árum missti hann konu sína eftir 38 ára hjónaband og býr Árelíus nú
einn í lítilli íbúð á sjöundu hæð í háhýsi rét við hlið gömlu kirkjunnar sinnar.
Pressan spurði sóknarprestinn fyrrverandi fyrst að því hvernig hann verði deg-
inum núorðið?
,,Það er best að minnast ekki á það. Ég var ekki í neinum vandræðum fyrstu
árin. Þá var ég yfirleitt að skrifa, en nú
orðið er ég aðallega að lesa og geri
mikið af því. Svo hef ég messað í
Múlabæ og vestur á Grund, en annað
sem heitir starf fær maður ekki. Þegar
ég hætti að skrifa tók ég að mér að
dreifa Morgunblaðinu og líkar það vel,
svo langt sem það nær. Það er ótrúlega
einfalt og maður þarf ekki háskóla-
nám til þess, en þó getur það nú verið
dálítill vandi. Mér hefur aldrei verið
sagt að fara til...., nema í sambandi við
blaðadreifinguna. “
— Varslu alltaf ákveðinn i að
fara í guðfræði?
„Nei, ég kalla það handleiðslu,
eins og svo margt annað. Þ.e.a.s.
maður heldur að maður ráði, en
ræður ekki. Mig Iangaði ekki til að
verða prestur. Eiginlega hryllti mig
að ýmsu leyti við því, vegna þess að
strax sem barn komst ég á þá skoð-
un að margt, sem sagt var í gamla
testamentinu, væri svo fjarri krist-
indómnum að það væri bara
ómögulegt að samræma það.
Ég ætlaði til Kaupmannahafnar í
kennaraháskólann. Eftir að ég
hafði verið í kennaraskólanum hér
í tvö ár og tekið þaðan gott próf
langaði mig mest í uppeldisfræði.
Freysteinn Gunnarsson skólastjóri
sagði við mig að hægt væri að Ijúka
guðfræðinni á skömmum tinra og
einnig að hægt væri að taka á
fræðslunni á margvíslegan hátt.
Ha'nn var t.d. sjálfur guðfræðingur.
Ég fór því í guðfræði og lauk henni
á 3 árum. En þegar ég lauk prófi úr
guðfræðideildinni var stríðið byrj-
að og ég gat ekki komist neitt. Eg
fékk samt loforð um að fá háan
styrk hvenær sem ég gæti farið. En
vitimenn, þaðvarekki fyrren 1946.
Þá var ég giftur, átti fjögur lítil
börn og veika konu á Vífilsstaða-
spítala. Það var óvíst hvort hún
myndi nokkurn tíma koma heim
aftur. Því var sannarlega ekki spáð
Þegar hún var búin að vera í heilt ár
á Vífilsstaðaspítala var hún send
norður í svokallaða höggningu og
ég var tvisvar kallaður þangað að
„leiðinu“ hennar, en hún hafði
þetta allt saman af.
Þetta varð til þess, að ég fór
aldrei í það sem var óskadraumur-
inn minn, að verða uppeldisfröm-
uður. Það rættist aldrei. Ég fékk
nóg af kennslu. Ég kenndi líka eig-
inlega öll mín prestskaparár. Ég var
alltaf með annan fótinn við það að
starfa með börnum. Mér fannst það
svo gaman.“
JESÚS LAUSALEIKSBARN
En hvað um það. Ég reyndi að
sinna preststörfunum eins og ég
gat, en ég brást hvað eftir annað
þessu fólki sem var — skulum við
segja — trúaðast og taldi sjálft sig
frelsað. Ég var ekki nógu sannur
viðvíkjandi trúarjátningunni og
þess háttar. Það fór nú stundum
leiðinlega, en aldrei illa. Þetta
bjargaðist alltaf.
Á Eyrarbakka t.d. var fundið svo
mikið að einhverri jólaræðu að
meira að segja meðhjálparinn hætti
og kom aldrei inn í kirkjuna eftir
það. Fólkið skrifaði biskupi bréf og
biskup skrifaði mér og bað mig að
koma og sjá nöfn þeirra, sem skrif-
uðu undir bréfið. Það var, eins og
hann orðaði það, eitt af því Ijótasta
sem biskupsstofu hafði borist.
Ég var sagður hafa talað um
Jesúnr sem lausaleiksbarn. Sjálf-
sagt hef ég gert það, því mér hefur
aldrei dottið annað í hug. Hann var
ekki talinn skilgetinn og Jósef, af
því hann var vænn maður eins og
það er orðað, tók Maríu að sér.
Annars hefði hún getað verið grýtt
og fordænrd. Ég benti fólkinu á að
það skyldi bara lesa fyrstu biaðsíð-
una í nýja testamentinu, þá myndi
það komast að raun um það, að þó
hann hefði verið getinn af heilögum
anda, eins og það er orðað, hvernig
átti fólkið að hugsa sér það? Svo
var annað, sem mér fannst ástæða
til að benda á. Jesús sagði sjálfur:
„Þið eruð öll börn Guðs.“
Það geta ekki allir verið getnir af
Guði, eins og þar stendur, þó auð-
vitað sé það svo. Einhver kraftur,
sem við köllum Guð, kraftur kær-
leikans, snertir barnið, sem á að
verða til. Þá kviknar ljós og það er
lífið á jörðinni. Hvort lífið er lengra.
vitum við ekki. Við vitum ekkert
hvaðan við komum eða hvert við
förum.
Fólkið á Eyrarbakka sætti sig
ótrúlega fljótt við þetta svo ég varð
aldeilis undrandi. Sumir af þeim
sem næstum þvi Tyrirlitu mig
kvöddu mig með söknuði eftir tíu
ára starf.
Ég segi fyrir mig, að ég hefði orð-
ið þakklátur ef ég hefði getað orðið