Pressan


Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 7

Pressan - 16.09.1988, Qupperneq 7
Föstudagur 16. september 1988 fyrir hvern einasta mann og konu meö fullt vit.Ef þau vilja hegna ein- hverjum fyrir aö barniö fæðist eiga þau að hegna sjálfum sér. Og það gera þau ekki, þegar þau eru búin að eiga barnið í eina viku. En að þessi fámenna þjóð skuli hafa eytt á áttunda þúsund dásam- legum börnum síðan þetta var sam- þykkt á þingi fyrir nokkrum ár- um... það er svoleiðis að ég á engin orð. Og það var í fyrsta sinn, sem konur voru margar á þinginu, sem þetta var samþykkt. Ég hef alltaf treyst konum betur en karlmönnum þar til þá. Síðan hef ég ekki getað það. Þær vita ekki hvað þær eru að gera.“ — Hvað með glasabörn? „Fyrir þá, sem alls ekki geta eign- ast barn, finnst mér ekkert á móti því. Ekki neitt. Glasabörn hafa ekki hugmynd frekar en hin hvernig þau urðu til, þau miða bara við það, sem er. Og þau geta orðið ennþá meira virði fyrir foreldrana, eins og mörg tökubörn í gamla daga. Það er leiðinlegt að þurfa þess, en það er betra að eiga glasabarn en ekkert barn.“ BANNAD AÐ TAKA AD MÉR PRESTVERK — Fólk hefur alltaf gelað hringt í þig hvenær sem er, liefur ekki preststarfið verið vinna allan sól- arhringinn? „Preststarfið hérna í Reykjavík var vinna allan sólarhringinn. Þeg- ar ég lít til baka get ég ekki skilið hvernig hægt var að koma því af. Ég hef aldrei skipt ntér óbeðinn af neinu. AIdrei.“ — Hefur ekki fylgt þessu mikið ónæði? „Þetta var vissulega ónæði. Það eimir enn ótrúlega mikið eftir af því starfi enn í dag. Það er hringt í mig mörgum sinnum sumar nætur." — Hefurðu þá ekki þurft að fórna ýmsu öðru sem þú hefðir vilj- að gera? „Ég veit það ekki. Nei, nei. Það var helst á meðan ég var að skrifa, en ég hef aldrei þurft mikið að sofa.“ — Hvað er eftirminnilegast úr prestskapnum? „Mér er kærust minningin um stofnun AA-deildarinnar. Annars er vandi að svara þessu. Ef ég miða við hópa eru sumar fermingarund- irbúningsstundir mér eftirminni- legar. Það sem er ógleymanlegast er hins vegar þegar fólk hefur komið til mín og þakkað mér fyrir jarðar- för, sem gefið hefur því nýja rósemi og styrk. Þá hefur verið yfir mér þessi handleiðsla, sem ég var að tala um. Ég hef fundið réttu orðin, rétta framkomu og aðstöðu, eftir því sem hægt er. Slíkt hefur afskaplega oft verið þakkað, upp á síðkastið hefur þetta þó orðið mér ákaflega sárt, þvi það hefur bókstaflega verið heimtað af prestum og á prestastefnum að ég taki aldrei að mér nein prestverk. Ef ég tek að mér giftingar en þó aðallega jarðarfarir er ég að gera aðför að starfsréttindum annarra! Ég á meira að segja bréf frá biskupi, þar sem hann segir að tekið hat’i verið fram á prestastefnu að ef prestur tekur að sér jarðaför eigi hann að bjóða sóknarpresti hins Iátna að vera viðstöddum. Sá á að kasta rekunum og taka við greiðslu! Ég er ákaflega særður, þegar fólk kemur og biður mig um það sem því er helgast og ég hef orðið að segja nei. Sérstaklega vegna þess að ég hef ekki haft nokkra ástæðu til að neita, því ég hefði svo gjarnan vilj- að gera það sem ég hef getað," segir séra Árelíus Níelsson, fyrrverandi sóknarprestur, sem þrátt fyrir aldur sinn er enn boðinn og búinn að rétta hjálparhönd, þar sem þess er óskað. ■ 7 PRESSU MCL&R IMISSAIM SUNNY NISSAN SUNNY ER FAANLEGUR: SUNNY 3JA DYRA - SUNNY 4RA DYRA, BKÐI FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓLADRIFINÍ SUlfNIY 5 DYRA - SUNNY COUPÉ, SPORTBÍLL, OG SUNNY SKlTBÍLL, BÆÐI FRAMHJÓLA- OG FJÓRHJÓÍADRIFINN VER FRA KR. 517. GETUt AFGREITT STRAX - JAFNVEL Á MEÐAN ÞÚ BÍÐUR 3JA ÁRA ÁBYRGÐ KOMDU OGlPJALLAÐU VIÐ OKKUR ÞVl KJÖRIN ERU HREINT fENDANLEG BÍLASÝMNG LAUGARDAG OG SUNNUDAíi KL. 2-5 Ingvar | Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði Q) 91-3 35 60 I Lögbirtingablaðinu er mikið greint frá gjaldþrotum um þessar mundir. Flest gjaldþrotin eru hjá einstaklingum, en mýmörg hjá smærri fyrirtækjum. En margt smátt gerir eitt stórt. í 31. tölublaði frá 1. jú.lí til 6. september er greint frá því að alls 68 fyrirtæki hafi verið úrskurðuð til gjaldþrotaskipta eða að skiptum sé lokið. Hjá þeim 30 fyrirtækjum þar sem skiptum lauk var greint frá alls 67 milljóna króna kröfum, fyrir utan vexti og kostnað. Viðkvæðið var almennt það sama — að engar eignir hefðu fundist í búinu á móti kröfunum. Aðeins 600 þúsund fengust upp í 61 milljónar króna kröfur gegn 29 fyrirtækjum, en Hólel Búöardalur skar sig úr og gat lagt fram yfir 2 milljónir upp í 6 milljóna kröfur... €1 Palreksfiröi er ástandið verra en í elstu manna minnum. Að minnsta kosti 2 fyrirtæki eru i gjaldþrotamálum, Malvælavinnsl- an og Iðnver. Sjálfur er Patreks- hreppur í standandi vandræðum og hafa nú verið auglýst nauðungar- uppboð á þremur fasteignum hreppsins vegna vanskila við meðal annarra Skeljung, en fyrr á árinu var gert fjárnám í áhaldahúsi hreppsins við Mýratorg vegna tæp- lega 600 þúsund króna skuldar við olíufélagið... þ ær fréttir berast Irá Nes- kaupstaö að viðskiptavinir Spari- sjóðsins, sem gerðist sekur um kyn- ferðislegt misrétti við ráðningu útibússtjóra fyrir skemmstu, séu óánægðir mjög. Munu margir þeirra m.a.s. hafa flutt viðskipti sín annað, sem er auðvitað versta refs- ing sem hægt er að veita banka- stofnun. |i ngt og hugmyndaríkt íólk er um þessar mundir að taka við stjórn veitingahússins Lækjartungls og verður lormleg opnun eftir fyrir- hugaðar breytingar þann 23. sept- ember. Það eru þau Anna Þorláks- dóttir Bylgjukona og Þorsteinn Högni Gunnarsson, plötusnúður á Casablanca, sem ætla að takast á við þetta verkefni og eru þau með margar nýstárlegar hugmyndir. T.d. ætla þau að fá einn listamann I mánuði til að hengja verk sín upp i salarkynnunum og heyrst hefur ac þarna muni litlu heimilislausu leikklúbbarnir geta fengið inni meu sýningar sínar. íílýr skrifstofustjóri er að tr \ við hjá Landsbankanum á Nes- kaupstað. Sá er Jóhann Kjæi ;u, sem hefur unnið hjá bankanum í Reykjavík um nokkurra ára skeið.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.