Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 17

Pressan - 16.09.1988, Blaðsíða 17
Föstudagur 16. september 1988 17 PRESSII s ^^álarástandið á stjórnarheimil- inu hefur verið mjög trekkt að und- anförnu. Einna verst mun andleg heilsa sjálfstæðismanna vera og ríkjandi ofsóknarbrjálsemi í hverju horni, ekki aðeins gagnvart sam- starfsflokkunum í ríkisstjórn, held- ur einnig inn á við í Sjálfstæðis- flokknum. Til að mynda eru margir þingmenn þingflokks Sjálfstæðis- flokksins mjög óánægðir með að fá ekki nákvæmar eða réttar upplýs- ingar um ástand mála frá formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni, og öðrum forystumönnum flokksins. Töluverð upplausn er komin á þing- flokkinn og einstaka menn sem vel þekkja til mála telja jafnvel að ákveðið hættuástand sé farið að myndast í Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn Pálsson situr stífa fundi hjá ráðgjöfum sínum í flokknum og hefur nærvera Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra að sögn aukist mjög síðustu daga. Aðrir helstu ráðjyafar Þorsteins munu vera þingmennirnir Halldór Blöndal og Guðmundur Garðarsson... M ^■ð margra dómi getur verið stutt í að ríkisstjórnin springi. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður AI- þýðubandalagsins, mufi vera meira en reiðubúinn að koma í stjórn með Alþýðuflokki og Framsóknar- flokki ef Þorsteinn Pálsson skilar umboðinu af sér. Með því móti hyggst Ólafur Ragnar styrkja stöðu sína innan eigin flokks, en þar eru enn væringar milli Ólafsarmsins og Svavarsklíkunnar, þótt þeir félagar hafi reynt að sættast út á við gegn- um síður Þjóðviljans. Með aðild að ríkisstjórn kemst Ólafur Ragnar á þing og hreppir ráðherrastól í leið- inni. Ekki slærn skipti. Þá er einnig talið víst að Ólafur Ragnar hygði á lengri setu í ríkisstjórn fremur en styttri... c ^Vvavar Gestsson, tyrrum for- maður Alþýðubandalagsins, er ekki heldur mótfallinn hugmynd- um um ríkisstjórn Framsóknar, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Svavar mun þó hins vegar líta á slíka stjórnarþátttöku allaballa sem lausn í skamman tíma, og að slík stjórn skilaði af sér þegar verstu efnahagserfiðleikarnir væru að baki... þ egar hugmyndtr um nyja ríkisstjórn Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags hafa verið ræddar i hornum AI- þingis síðustu daga nefur marga hryllt við þeirri tilhugsun að eiga allt undir hlutleysi Stefáns Valgeirs- sonar, uppreisnarmanns i Fram- sóknarflokknum. Margir úr þing- liði ofangreindra flokka hafa þess vegna rætt um aðild Borgaraflokks- ins til viðbótar, bara til að vera lausir við Stefán... 9». _................ stjórn með Borgaraflokknum el stjórnin springur? Þorsteinn Páls- son mun stundum hafa viðrað þessa hugmynd, en Davíð Oddsson borgarstjóri er hugmyndinni gjör- samlega fráhverfur. Og hingað til nrun Davíð hafa átt siðasta orðið i þvi máli... Alþýöubankinn hf Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Blönduósi og Húsavík. urþú ' hlutlig í góðum banka Nýir hluthafar Forkaupsréttur núverandi hluthafa til kaupa úr hlutafjárútboði ársins 1988 rann út í ágúst s.l. Takmörkuð fjárhæð er enn óseld og nú gefst nýjum aðilum kostur á að eignast hlutabréf í bankanum. Ávinningur Eigendur Alþýðubankans eru launafólk, félög þess og stofnanir, um 900 talsins. Bankinn hefur vaxið og eflst á síðustu árum og verður æ betur búinn til að sinna því megin verkefni sínu að þjóna launafólki í landinu. Auk þess halda hlutabréf í Alþýðu- bankanum verðgildi sínu vel, þau njóta skattfríðinda og gefa arð - eru því góð fjárfesting. Hægt er að skrifa sig fyrir hlut í öllum afgreiðslum bankans. Nánari upplýsingar veitir aðalbókari í síma 91-621188. Notaðu þetta tækifæri. Taktu þátt í eflingu eigin banka - það er þinn hagur. L H Heitasta frétt vikunnar var að margra rnati listinn yfir auðugustu menn íslands. Það kom hins vegar mörgum á óvart að Stöð 2 skyldi ,,stela“ fréttinni frá tímaritinu Frjálsri vcrslun, sem lét vinna list- ann yfir tíu auðugustu mennina. En ísland er lítið Iand og víða liggja þræðir milli manna og vina. Frjálst framtak gefur út Frjálsa verslun. Frjálst framtak gefur einnig út Sjónvarpsvísinn fyrir Stöð 2. Rit- stjórar Sjónvarpsvísis eru þeir Steinar J. Lúðvíksson og Sighvatur Blöndal, fjármálastjóri Stöðvar 2. Sighvatur var áður ristjóri Frjálsrar verslunar. Glöggir sjónvarpsáhorf- endur hafa reyndar að undanförnu klórað sér í hausunum yfir sumum fréttum Stöðvar 2, sem unnar eru upp úr tímaritsgreinum sem Frjálst framtak gefur út. Meðal annars gerði fréttastofa Stöðvarinnar „barnavernd í kreppu“ itarleg skil en efnið birtist í Mannlífi, einu tímarita Frjáls framtaks. Og svo birtist auðmannalistinn á skjá Stöðvar 2 áður en hann kom út í Frjálsri verslun. Suntir spyrja nú hvort áhrif Magnúsar Hreggviðs- sonar, blaðakóngs Frjáls framtaks, séu ekki orðinn fullmikil á Stöð 2 eftir að hann tók að sér að gefa út Sjónvarpsvísinn fyrir stöðina.... L HHertar innheimtuaðgerðir standa fyrir dyrum hjá Pósti og síma á næstunni. Þær munu þó ekki beinast gegn borgurum þessa lands, sem staðið hafa heiðarlega í skilum við stofnunina, heldur verð- ur þeim beint gegn nokkrum stór- um skuldunautum. í þeim hópi er Ríkissjónvarpið, sent skuldar Pósti og síma verulegar upphæðir, m.a. í línuleigu. Þessi skuld sjónvarpsins hefur verið nánast óbreytt allt þetta ár. Borgað hefur verið upp í hana, en hún hefur jafnóðum myndast á ný. Og nú virðist því sem langlund- argeð Pósts og sinta sé þrotið og harðar verði gengið fram í inn- heimtunni. b ókaútgefendur hafa verið óvenjutregir að láta nokkuð uppi um trompin sín á jólamarkaðinum og virðast ætla að bíða fram á síð- asta dag með ákvarðanir. Ekki mun þó öllunt bókum sem út koma í haust endilega ætlað að lenda í jólapappír. Mál og menning mun t.d. senda frá sér litla kilju nú í mán- uðinum sem heitir „Hremming“ með undirtitlinum: „Viðtöl um nauðgun“. Sigrún Júlíusdóttir fé- lagsráðgjafi skrifar og byggir á rannsóknum sínum og viðtölum við konur sem hefur verið nauðgað. Sigrún ræddi við 24 konur, sem lýsa hremmingunum og eftirmálum nauðgunar. Bókin er talin eiga eftir að vekja upp umræðu um meðferð nauðgunarmála hér á landi. orsvarsmenn verðbréfasjóða gera að sjálfsögðu sitt besta til að forðast vafasama pappíra. Það getur hins vegar reynst ansi erfitt á stundum, þar sem íslenskir „krimmar“ þykja allsérstæðir og hugmyndaríkir. Þannig hefur t.d. gerst að einstaklingur, sem reyndar situr nú inni fyrir skjalafals og fjár- drátt, hafi selt sama samninginn þrisvar á gráa markaðnum, hjá sama fyrirtækinu. Ekki fylgdi sög- unni hvort eigendur innstæðna í verðbréfasjóði fyrirtækisins hefðu borið skellinn. Forsvarsmenn sjóðs- ins hafa varla slíkt í flimtingum... U pplagseftirlit Verslunarráðs hefur ætíð verið umdeilt meðal blaðaútgefenda, enda eru aðeins örfá blöð og tímarit með í upplags- eftirlitinu, þar á meðal Morgun- blaóið og Dagur á Akureyri. En nú bætist eitt tímarit við, þar sem Heimsmynd, sem Herdís Þorgeirs- dóttir ritstýrir og gefur út, hefur ákveðið að sækja um aðild að upp- lagseftirlitinu...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.