Pressan - 16.09.1988, Side 22

Pressan - 16.09.1988, Side 22
22 Föstudagur 16. september 1988 sjálfur og bera það saman við þessa kappa sérðu hvað þú stendur þeim fangt að baki. Þetta varð til þess að ég hætti að reyna að vera fulíkom- inn blúsgítarleikari. “ — Réð þetta ákvörðun þinni um að hætta í hljómsveit Johns Mayall? „Það má ekki gleymast að ég var aðeins 21 árs þarna og var eiginlega klofinn í tvennt, annarsvegar vildi ég verða góður blúsgítarleikari og hinsvegar langaði mig til þess að sletta svolítið úr klaufunum og skoða heiminn í kringum mig. Það var svo ntikið af hlutum að brjótast um í mér og fyrir mér var þetta Mayall-dæmi að verða eins og gata sem endar í botnlanga. Á þessum tíma varð Cream líka æði freistandi kostur.“ — Jack Bruce sagði eitt sinn að þegar þið spiluðuð í fyrsta sinn í Filmore-klúbbnum í San Francisco hefði það verið einskonar tónlistar- leg opinberun, því áhorfendum var svo til sama hvernig og hvað þið spiluðuð! „Við sem vorum í Cream vorum þeim kostum búnir að geta spilað óstuddir í góðan tima. Og fyrir framan áhorfendur sem voru til í allt vorum við til i allt. Það var kannski það versta við þetta, því þetta voru of mikil forréttindi, og ég held að Cream hafi þegar verið byrjuð að brenna upp þarna.“ — Þú sagðir eitt sinn að þú hefðir alltaf litið á þig sem leiðtoga í blús- tríói. Heldurðu að Cream hefði „lifað það af“ ef þú hefðir verið ákveðnari? „Það var, að ég held, ekki mögu- leiki á því vegna þess að ég hef ekki og vil ekki hafa^Vald til að halda mönnum á sínum ^tað! Cream var samansett af mar^breytilegum ein- staklingum og var eiginlega eins og 'sirkus. Og þegar við byrjúðum að brenna upp þá varð ekki aftur snúið.“ — Næsta hljómsveit þín, Blind Faith, hafði mjög viðeigandi nafn. Voruð þið viðbúnir þeim ofboðs- legu væntingum sem ykkur mættu? „Ég hcld að Steve (Winwood) hafi ekki verið undir þctta búinn. Hinsvegar var þetta ckki svo mikið mál lyrir mig, því ég var nýhættur í Cream. Þegar við vorum að fara í tónleikaferðir vorum við einfald- lega ekki undirbúnir og það var meinið. Þessvegna héldum við þetta ekki út.“ — Hvernig l’innst þér Blind Faith-platan? „Mér l'innst hún alveg yndisleg og líka hvað hún cr laus i reip- unum." — Lagið Presence of the Lord á plötunni var fyrsta alvörulagasmíð þín, hversvegna söngst þú það ekki en Winwood í staðinn? .„Einfaldlega vegna þess að ég náði ekki svona hátt. Ég santdi lagið í c-dúr, sem er mjög hátt fyrir mig. Mér fannst Winwood líka betri söngvari en ég.“ — Fyrsta plata þín með Derek and the Dominos, smáskífan Tell the Truth, var innkölluð stuttu eftir að hún kom út. Hversvegna var það? „Ég ntan það ekki, en hún seldist ekki vel.“ — Hún var ekki á boðstólum nógu lengi! „Það má vel vera, en ég hef aldrei haft tök á þessum bransa, ég bara skil hann alls ekki. Til dæmis heyrðist lagið Layla ekki mjög mikið fyrst eftir að það kom út og það skil ég ekki heldur.“ — Þegar maður heyrir lög eins og Layla er erfitt að trúa því að á sama tíma hafir þú verið djúpt sokkinn í eiturlyf. „Við vorum ágætlega haldnir, stunduðum gufuböð, fórunt í sól- bað og sund á daginn en á kvöldin fórum við í hljóðver og fengum okkur í nösina. Það hafði ekki mjög niikil áhrif á meðan við vor- um að taka upp, en eftirköstin komu síðar.“ — Var mikið um eiturlyfjaneyslu hjá hljómsveitinni á tónleikaferða- lögum? „Alveg lifandis hellingur, bæði kókaín og heróín. Ég veit ekki hvernig maður gat innbyrt allt þetta magn, ég myndi deyja núna af sömu neyslu. Við vorum orðnir svo flæktir i dóp, peninga og kvenfólk að við gátum ekki átt eðlileg sam- skipti lengur. Þetta leystist síðan allt saman upp.“ — En snúum okkur að sólóplöt- um þínum. Varstu ekki eins hrifinn af gítarnum á sjöunda áratugnum og þú varst á þeim sjötta? Manni virðist áherslurnar á plötum eins og 461 Ocean Boulevard og Slowhand liggja meira í nettum Iaglínum en villtum gítarsólóum? „Á þessum tíma var ég staðráð- inn í að slappa af og gera hlutina mcð eins litilli áreynslu og hægt var. Ég var líka orðinn svo þreyttur á þessari endalausu fingraleikfimi á gítarinn." — Svo sýndirðu líka að þú hefur smekk fyrir rómantískum ballöð- um og á ég þá sérstaklcga við lagið Wonderful Tonight. Var þetta ein- hver hulin ástríða hjá þér? „Mér fannst það mikil áskorun að semja lag sem ekki væri gegn- sósa af væmni. Það er lika svolitil kaldhæðni i laginu og ég var alls ekki i góðu skapi þegar ég samdi það, þvi það fjallar um seinagang- inn á konunni minni einu sinni þegar við vorum að fara út. Það gerði mig geðvondan." — Hvað finnst þér um plöturnar sem þú gerðir á þessum tíma? „Ég get náttúrulega ekki Iitið á þær frá hlutlausum sjónarhóli, en ef ég væri að gera þær aftur núna hreinn og klár í kollinum yrðu þær sennilega betri. En þegar ég lít á þær og mig eins og ástandið var á mér á þessum tíma þá fæ ég ekki séð að þær hefðu getað or^ð neitt betri. Ég stóð mig held ég bara ágætlega.“ — Er eitthvað sem þú átt ólært sem blúsgítarleikari? „Einfaldleiki! Það sem mig langar síst til að vera er „flókinn" gítarleikari. “ — Hvaða hlutverk leikurgítarinn hjá þér í dag. Er hann eins mikið aðalhljóðfæri og hjá Cream og Derek and the Dominos? „Hann er ennþá mín rödd sem tónlistarmanns. Þegar ég heyri lag hlusta ég fyrst og fremst á gítarinn. Þegar ég er að semja nota ég gítar- inn til þess að skreyta röddina með og ég reyni alltaf að spila á hann með tilfinningu.“ — Crossroads er mjög ítarlegt yfirlit yfir feril þinn. Hvað hefurðu lært um sjálfan þig við að hlusta á hana? „Aðallega það að mér hefur næstum því tekist að gera það sem mig langaði til að gera og Iíka hvað ég er fær um að gera en hefur aldrei tekist almennilega.“ ■ IFOTSPOR NIEISTARANNA Júnkers í Bíókjallaranum Það var fámennt en góðmennt í Bíókjallaranum fimmtudagskvöld- ið 8. september, en þar stóðu fyrir dyrum tónleikar með hljómsveit- inni Nýdönsk. Þegar til kom hét sveitin hinsvegar Júnkers (væntan- , lega í höfuðið á þýskri sprengjuvél- artegund úr heimsstyrjöld nr. 2). Málið er nefnilega það að sömu meðlimirnir eru í báðum hljóm- sveitunum, en Nýdönsk flytur ein- göngu frumsamið efni en Júnkers gamla og þekkta „standarda“ (hvernig á maður að þýða svona orð. á íslensku!) eftir „gamla“ og þekkta rokkara. Liðskipan Júnkers/Nýdönsk er á þá leið að söngvari er Daníel Har- aldsson, bassaleikari er Björn Frið- björnsson, trommurnar lemur Ólafur Einarsson, um gítarleik sér Valdimar Bragason og hljómborðs- leikarar eru tveir; Bergur Bernburg og Einar Sigurðsson. Júnkers byrjuðu á laginu I Shot the Sheriff eftir Marley heitinn og var flutningur þess alveg ágætur, töluvert rokkaðri en upprun^jega útgáfan; samt hugsa ég að Marley karlinn hafi ekki snúið sér við í gröfinni. Það sást og heyrðist strax í fyrsta lagi að söngvari Júnkers er hinn frískasti, bæði hvað varðar sviðs- framkomu og söng. Hafði hann ágætis vald yfir lögum eins og Sorrow og Jean Genie eftir David Bowie. Hann kom hinsvegar ekki alveg eins vel út í gamla Bachman Turner Overdrive-laginu You Ain’t Seen Nothing Yet, þar sem Bergur hljómborðsleikari var hinsvegar vel með á nótunum og fór fimum höndum um þær svörtu og hvítu. Ekki spillti Hammond-„sándið“ á hljómborðinu fyrir svo og hippa- taktarnir hjá honum, með hárið i nasaholunum eða þannig sko! Aðr- ir hljómsveitarmeðlimir komu einnig nokkuð vel út, en bassaleik- arinn ætti að sleppa því að syngja bakraddir (rödd!) og gítarleikarinn mætti vera ögn villtari, spinna meira, það er alltaf gaman að heyra í þannig gítarleikurum svo lengi sem það er innan smekklegra marka. Júnkers náðu upp ágætis stemmningu með flutningi sínum og fyrir utan lög eftir meistara Marley, B.T.O. og Bowie tóku þeir m.a. lög eftir Eric Clapton, J.J. Cale og Rolling Stones, en í Stones- lögunum var hinn hljómborðsleik- arinn (Einar) tekinn við og spilaði í þeim lögum sem píanó var í. Um miðbik dagskrárinnar varð bassistinn fyrir þvi óhappi að slíta streng i hljóðfærinu og kom það nokkuð niður á einbeitingu áhorf- enda, sem margir brugðu á það ráð að skreppa á barinn, enda lítið um aðra afþreyingu á stöðum sem þess- um. Eftir um hálftíma byrjuðu Júnkers aftur að spila og tóku nokkur lög í viðbót. Énduðu þeir á hinu klassíska Sitting on the Dock of the Bay eftir Otis Redding. Var þeim klappað lof í lófa að því loknu, enda áttu þeir það alveg-tídl- ið. Júnkers er hljómsveit hugsuð sem hvíld frá Nýdönsk og vilja drengirnir með flutningi þessara laga hvíla sig á eigin tónsmíðum um stund og reyna við gömlu meistar- ana. Það er hverri hljómsveit hollt að gera. J ■

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.