Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 6

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 6
8861 tödöí>io .M TUQBbtJleö^ «;r 'Mf ;i V. á« /í iéf endur þess — geti hist og stutt hvert annað. Þetta hefur ekki enn komist í framkvæmd nema að litlu leyti, en við erum þegar komin með síma- tíma einu sinni í viku, sem hefur gefist mjög vel. Það er hins vegar mjög mikilvægt að koma þessum stuðningshópum á laggirnar, því slík starfsemi hefur gefist afar vel erlendis. Við vorum vankunnandi hvað þetta varðár og þess vegna vorum við, ég og for- maður félagsins, beðin að taka það að okkur að fara til Bristol Cancer Help Centre í Englandi og kynnast starfseminni þar. Það endaði þó með því að ég fór einn og heim- sóknin varð bókstaflega hrein opin- berun, sem ég vil endilega miðla öðrum af. Raunar hef ég þegar haldið fyrirlestur um þetta í félag- inu, en það er bara byrjunin! Þetta var nokkurs konar nám- skeið, sem stóð í rúma viku. Þarna var mikil áhersla lög á mataræði, án þess þó að settar væru of strangar reglur. Manni var bent á hið æski- legasta í þessum efnum og síðan varð hver og einn að finna „sinn eig- in stíl“, ef svo má að orði komast. ,,Samt var vissulega lögð áhersla á íhvaða fæðutegundir maður ætti helst að forðast. Þátttakendurnir vour undir eftir- íiti læknis, hjúkrunarfræðings og félagsráðgjafa allan tímann, en „prógrammið" stóð frá hálfníu á morgnana til sjö á kvöldin.. Það var mjög mikið um umræður, en einnig kynntist ég þarna hlutum, sem ég hef aldrei áður komist í tæri við. Ég þurfti m.a. að tjá mig með því að teikna hjá sérstökum leiðbeinanda í listmeðferð (art-therapy). Eiginlega var ég dauðhræddur við þetta. Eg hef aldrei nokkurn tímann teiknað eða málað, en var skyndilega kom- j inn með stórt blað og liti í hendurn- . ar. Þetta varð hins vegar mikil upp- : jlifun. Einnig kynntist ég þarna slökun- : jartækni og hugleiðslu til að hreinsa hugann, fá betra jafnvægi og beina j hugsununum að því bjarta og já- kvæöa við þessa lífsreynslu. Þetta léttióskaplegamikiðáokkur. Enég ,vil taka það fram, að þetta eru alls .ekki nein trúarbrögð og ekki heldur i„hómópatía“. Öll starfsemin er í ' samráði við lækna og samhliða jlæknismeðferð. 1 I Ég kynntist fólkinu þarna óskap- lega vel og það mynduðust alveg .sérstök tengsl á milli okkar. Við ivorum jú að ræða saman allan dag- . jinn og opna okkur hvert fyrir öðru. Ú>að komst aldrei nein feimni að og við urðum nátengd á þessum fáu idögum. Svo það voru náttúrulega ,'allir grátandi, þegar við þurftum að ikveðjast. Sumir voru iíka mjög veikir og nú er t.d. einn úr hópnum . j dáinn.“ — Er það draumurinn að koma upp sambærilegri stofnun hér á landi og þeirri, sem þú heimsóttir í I Bretlandi? „Auðvitað væri það dásamlegt, en það er langt í land. Við höfum Iátið okkur dreyma um endurhæf- pngardeild í hinu nýja húsi Krabba- jmeinsfélagsins. Nokkurs konar j. „opið hús“ þar sem fólk gæti kom- ið inn af götunni og fengið ráðlegg- ingar. Félagið ætlar líka bráðlega |að standa fyrir sýnikennslu í mat- feiðslu og námskeiðum í slökun og hugleiðslu. ÍKIR VIST GOTT EF MEINIÐ JEFUR" í FIMM ÁR Kannast þú við þá tilfinningu að ýera svolítið í lausu lofti eftir að meðferð lýkur? „Já, ég kannast við þetta. Þó fannst mér mjög gott að læknir og hjúkrunarfræðingur skyldu leggja á ráðin um áframhaldið, þegar ég var búinn í meðferðinni. Maður kemur aftur eftir svolítinn tíma og er þess vegna ekki algjörlega úr tengslum við læknana. Við erum ákaflega vel í stakk búin hvað það varðar hér á íslandi. Auðvitað er maður þakklátur fyrir það og fleira, en það vantar mikið upp á varðandi andlegu og félagslegu hliðina. Það er brýn þörf á því að opna umræðuna og minnka óttann við að tala um krabbamein. Það er svo óþægilegt að hitta fólk, sem maður veit að langar að segja eitthvað, en segir ekki neitt. Þetta finnur sjúklingur- inn miklu betur en aðrir, vegna þess að innra með okkur er ógurlegur kvíði og hræðsla, þó við séum ekki alltaf að tala um það. Við vitum ekkert hvenær sjúkdómurinn tekur sig upp aftur. Við vitum ekki fyrir víst hvort búið er að ráða niðurlög- um allra sýktu frumanna í okkur. Um leið og krabbamein grípur um sig í manni missir maður alla örygg- iskennd, því hvorki geislar né lyf geta „drepið“ það. Hið eina, sem hægt er að gera, er að „svæfa“ krabbameinsfrumurnar. Og enginn veit hve langt verður þar til ein fruma „vaknar“ á ný, berst um lík- amann og byrjar að fjölga sér! Raunar höfðum við hjónin hald- ið að krabbameinsmeðferð væri í því fólgin að drepa sýktar frumur, svo við urðum fyrir töluverðu áfalli við þessar fréttir. Það þykir víst gott, ef hægt er að svæfa mein- semdina í fimm ár... Hitt er síðan annað mál, að sjúkl- ingarnir geta eflaust haft einhver áhrif á það hversu fljótt frumurnar „vakna“ — m.a. með mataræði og lifnaðarháttum. Krabbameins- frumur sækjast t.d. ekki eftir græn- meti og ávöxtum, en fara frekar af stað ef mikið er um sykur í líkaman- um. Og þannig getur maður hjálp- að til við að halda þeim í skefjum. „Svo sannarlega. Maður veit, að hjartað þjónar ákaflega mikilvægu hlutverki og ég varð auðvitað hræddur, þegar ég vissi hvað amaði að mér. En um leið og aðgerðin var yfirstaðin varð líðan mín mun betri og mér fannst þetta búið mál. Þegar ég var greindur með krabbamein fannst mér hins vegar fyrst um al- gjöran dauðadóm að ræða. Sú hugsun varð allsráðandi að þetta myndi ég aldrei losna við. Þetta breyttist ekkert, þó með- ferðinni lyki. Mér fannst ég enn ekki „læknaður“. Óttinn var áfram til staðar. Ótti og kvíði, sem komu stundum fram á furðulegan hátt. Ég hagaði mér á marga lund öðru- vísi en ég hafði nokkru sinni á ævinni gert. Stundum reyndi ég að sýnast eitthvað meiri maður en ég var. Og ég fór mikjð einförum. Fannst langbest að vera einn. Lok- aði mig af og annað eftir því. Þetta var mjög erfitt tímabil... Það er allt önnur tilfinning að vera með krabbamein en hjarta- sjúkdóm. Hið síðarnefnda er „bara“ einhver tæknibilun, en krabbamein er eins og svartur blett- ur á manni, sem ekki er hægt að fjarlægja. Til skamms tíma hefur fólk líka verið hrætt við svo mikið sem að segja orðið upphátt. Því stendur ógn af orðinu einu saman. Líklega eru kvalirnar stór þáttur í 99 Það er svo sem maður veit að lanpar að seda eítt- hvað, en segir ekki neitt. 99 í Bristol var vítamínum heilmik- ið haldið að okkur og hver sjúkling- ur fékk einstaklingsbundnar ráð- leggingar i þeim efnum. Einnig var okkur ráðlagt að drekka töluvert magn af vatni og jurtatei til að hreinsa líkamann og borða ávexti á hverjum degi. Þarna voru fullar skálar af möndlum, döðlum, grá- fíkjum, rúsínum og sveskjum, sem við vorum hvött til að ganga í að vild. “ — Nú voru þátttakendurnir á námskeiöinu í Bristol frá mörgum þjóðlöndum. Höfðuð þig öll lent í því að fólk forðaðist ykkur og varð vandræðalcgt í umgengni, eftir að Ijóst varð að þið voruð með krabba- mein? „Já, það uppgötvuðum við fljótt. Það var sama úr hvers lags þjóðfélagi maður kom. Allir höfðu þessa reynslu.“ ALLTÖNNUR TILFINNING AD VERA MED KRARDAMEIN EN HJARTVEIKUR — Þú hefur cinnig verið hjart- veikur og gengist undir hjartaupp- skurð í London. Var það öðruvísi að fá úrskurð um krabbamein en um hjartasjúkdóm? þessu. Maður hræðist kannski ekki sjálfan dauðann. Það er t.d. nokk- uð, sem ég er búinn að sætta mig við, því öll eigum við eftir að deyja. Óttinn við kvalirnar er hins vegar sterkur. Maður veit að það er al- gengt að fólk þurfi að kveljast í töluverðan tíma áður en það deyr úr krabbameini. Það kom mér líka á óvart hve óþægindin af krabbameinsmeð- ferðinni voru mikil. Sérstaklega af lyfjameðferðinni. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því. Auðvitað eiga læknarnir lyf við þessu öllu saman, en ég notaði þau líklega ekki nóg. Ég var ákveðinn í að taka sem minnst af lyfjunum. Það var eflaust asnaskapur. Maður á líka að vera betri við sjálfan sig en ég var. Ég var að rembast við að komast af stað, bjarga mér sjálfur og byrja að vinna. Þau mistök gerði ég bæði eftir hjartauppskurðinn og krabba- meinsmeðferðina. Meðalhófið er að sjálfsögu vandratað, en það er engin sjálfsvorkunn að gefa sér nægan tíma.“ — Það er óvanalegt að hitta krabbameinssjúkling, sem talar jafnóþvingað um þessa reynslu og þú gerir. Hvað kemur til? „Ég er orðinn miklu opnari eftir ferðina til Bristol en ég var áður. í 99 lainra með okkurer ógurlegur kvíði og hræðsla, pó maður sé ekki alltaf að tala um það. 99 kjölfar þess leið mér mun betur, þó ég héldi áfram að vilja oft vera einn. Eg á enn þessar góðu stundir með sjálfum mér. Ég fæ mikið út úr því að setjast bara upp í bílinn og keyra eitthvað, ganga eða horfa á sólar- lagið í ró og næði. Mér finnst ég eiginlega þurfa meira á því að halda en fyrr. Samskipti við annað fólk geta líka verið erfið fyrir mann, sem margir vita að er haldinn krabba- meini. Ég byrja aldrei sjálfur að tala um sjúkdóminn, en ég kapp- kosta alltaf að vera jákvæður, ef hann berst í tal. Reyni að minna menn á að þetta sé ekkert meira en hvað annað. Annars er það ein- kennandi að flestir láta eins og þeir viti ekki neitt, þó ég viti mætavel að þeir séu með á nótunum. Margir virðast einnig hreinlega forðast að tala við mig! Það er alveg greinilegt. Ekki af því að þeir vilja það ekki. Þeir eru bara feimnir. Vita ekki hvort þeir eiga að láta eins og ekkert sé, tala um sjúkdóminn eða þykjast ekkert vita. Þess vegna upplifir maður stundum vandræðaleg augnablik...“ — Hvernig lifir þú lífinu núna? „Ég er náttúrulega löngu kominn inn á þá „línu“ að lifa fyrir hvern dag, sem mér er gefinn. Þakka fyrir hvern þann sólarhring, sem ég fæ að vera við sæmilega líðan. Verð- mætamatið verður einfaldlega allt annað hjá fólki í minni aðstöðu. Ég nenni t.d. alls ekki að eyða tímanum i þras og leiðindi. Það kemur ekki til mála. Og ég legg minna upp úr þessum veraldlegu hlutum en áður, þó ég haldi að sjálfsögðu áfram að umgangast fólk og gera mér daga- mun af og til. Ég er líka alltaf fullur þakklætis. Það fyllir hug minn meira en nokk- uð annað og þess vegna nýt ég lífs- ins betur en áður. Hver dagur er mikils virði, þó það sé ekki endilega eitthvað stórmerkilegt að gerast. Eg get glaðst innilega yfir jafneinföld- um hlut og að fá að vera í rólegheit- um heima hjá mér eitt kvöld. Við Unnur (Arngrímsdóttir, eiginkona Hermanns) erum svo heppin að eiga alveg dásamleg börn og sjö barnabörn. Það er alveg sér- stök gæfa. Barnabörnin sækja í að koma til okkar og fá að sofa hérna og það finnst mér stórkostlegt. Ég fæ mikið út úr því að hafa þau í kringum mig, enda læt ég allt ann- að til hliðar, ef krakkarnir kaila. Raunar kemst ég aldrei yfir allt, sem mig langar að gera eða fylgjast með. En ég sit ekkert heima í fýlu yfir því. Ég geri mér grein fyrir að ég get ekki allt. Ég raða hlutunum bara í forgangsröð og legg áherslu á það mikilvægasta. Og að fenginni þessari lífsreynslu á ég þá ósk heit- asta að geta helgað félaginu okkar, Styrk, starfskrafta mina í framtíð- inni.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.