Pressan - 14.10.1988, Page 18

Pressan - 14.10.1988, Page 18
Föstudagur14. október1988 18 ____________________ siúkdómqr og fólk Hœkkaður blóðþrýstingur hjá Jónu B. Um snobb: Sjúklingar líta oft upp til læknanna sinna og oft er snobbað meira fyrir sumum þeirra en þeir hafa gott af. Margt ræður því, hvort snobbað er eða ekki, en menntun, hæfni og ætterni skipta mestu máli. Þannig þykir fínna, að læknirinn hafi verið í sérnámi í Ameríku en Svíþjóð, og ófínast að hafa aldrei farið til framhaldsnáms í útlöndum. Slíkir læknar hafa „bara verið hér heima“. Þegar hæfni lækni er metin er farið eftir lífsreynslusögum annarra sjúklinga sem kynnst hafa viðkomandi lækni. Stundum er snobbað fyrir ætterni læknisins. Þá skiptir mestu að læknirinn sé annaðhvort af ein- hverri þekktri ætt eða af virtri læknaætt þar sem mikið er um far- sæla lækna. Þá er sagt: Hann er jú ansi fær með hnífinn alveg eins og hann afi hans. Frú í pels: Jóna B. hafði ákveðna reynslu af læknum og hélt því á lofti. Hún var kona á fimmtugs- aldri, hárið vel greitt og snyrt, í ljós- bleikum lit, hún var klædd í hvít- leitan pels, vel máluð um augu og varir, neglurnar lakkaðar í rauðum lit. Hún skar sig úr á biðstofunni, enda voru engir aðrir í pels þennan þriðjudagsmorgun í rigningar- sudda og suðvestanátt. Við heilsuð- umst og hún fór úr pelsinum og lagði hann frá sér þannig að merkið innan á sást greinilega. Hún var í mosagrænni prjónadrakt sem var fullþröng, enda virtist Jóna alltof þung miðað við hæð. Jæja, hvað er að? spurði ég. Jóna andvarpaði og virtist eiga erfitt með að koma hugsunum sínum í orð en sagði svo: Jú, ég var í boði hjá bandaríska sendiherranum með manninum mínum og þar hitti ég hann BB lækni, en hann er skyldur mannin- um mínum, og ég sagði honum að ég hefði mælst með of háan blóð- þrýsting og hann sagði að ég ætti að láta tékka á þessu. Hann hefði auð- vitað gert þetta sjálfur en hann var bara á förum til Japans á eitthvert þing um hjartaflutninga og hann doktor LL yfirlæknir var ekki við, en hann er giftur frænku mannsins míns, svo ég ákvað að koma til þín. Annars förum við hjónin voða sjaldan til lækis. Heilsufarssaga: Ég fór nú að spyrja Jónu út í heilsufarið og komst að raun um að hún hafði mælst með hækkaðan þrýsting á meðgöngum en síðan hafði hún ekki skeytt um neinar mælingar. Á einhverju þingi sem hún fór á með manninum sínum til Kóreu í sam- bandi við tölvutækni í fiskiðnaði hafði hún stungið handleggnum inn í einhverja blóðþrýstingsmæl- ingarvél og mælst með of háan þrýsting. Móðir hennar hafði dáið úr heilablóðfalli rétt liðlega sextug og sennilega haft hækkaðan þrýst- ing, en annars vissi hún ekki um neina sjúkdóma í ættunum. Hún reykti hálfan pakka af sígarettum á dag, drakk lítið áfengi. Hún hafði eiginlega engin einkenni sem rekja mætti til hás blóðþrýstings, engan höfuðverk, engin einkenni frá hjarta og blóðrásarkerfi. Líkamleg skoðun: Hún klæddi sig síðan úr að ofan og lagðist upp á skoðunarbekkinn. Hlustun á hjarta og lungum var eðlileg, kvið- þreifing var eðlileg, litarháttur á húð eðlilegur, hún var ekki með neinn bjúg. Ég lét hana síðan stíga á vigtina og hún reyndist vera 78 kg og 165 á hæð. Blóðþrýstingurinn mældist of hár bæði í sitjandi og liggjandi stöðu, efri mörkin voru í kringum 180 og þau neðri fóru ekki niður fyrir 105. Ég skoðaði síðan í augnbotnana á henni og greindi þar breytingar á æðunum sem oft sjást hjá sjúklingum með of háan blóð- þrýsting. Jæja, sagði ég, þú ert greinilega með hækkaðan þrýsting, en við verðum að athuga þetta bet- ur. Ég vil gera á þér blóðrannsókn, mæla sykurinn í blóðinu, blóðsölt- in og sjá hvernig nýrun starfa. Svo vil ég rannsaka þvagið, taka hjarta- línurit og lungnamynd. En ég finn ekkert fyrir þessu, sagþi Jóna, er það eðlilegt? Já, það stendur heima, stór hluti þeirra sem hafa of háan blóðþrýsting hefur engin einkenni sem hægt er að henda reiður á. Blóóþrýstingur í heimboðum: Svo verð ég að fá að mæla þig tvisv- ar, þrisvar í viðbót til að vita með vissu að þú sért með hækkandi þrýsting. Ég vil ekki setja þig á lyf svona í fyrstu lotu. Já, það er allt í lagi, sagði Jóna, en annars gæti hann prófessor LL mælt þrýsting- inn fyrir mig, við erum nefnilega boðin til þeirra hjónanna um helg- ina. Nei, nei láttu mig um þetta, sagði ég og brosti mínu fallegasta fermingarmyndarbrosi. Jóna kvaddi og fór svo í blóðrannsókn nokkrum dögum seinna og þar kom í ljós að allt var eðlilegt nema blóðsykurinn, sem var í hærra lagi. Lungnamyndin var eðlileg, svo og hjartalínuritið. Þegar Jóna kom aftur til mælingar lét ég hana hvíla sig um tíma áður en ég mældi hana aftur en allt var við það sama, neðri blóðþrýstingsmörkin voru áfram of há, eða í kringum 105, en efri mörkin höfðu nú lækkað niður í 150. Eftir þriðju mælinguna, sem var enn of há, settumst við niður og ræddum saman. Þolinmæðin þrautir vinnur: Þú er greinilega með hækkaðan blóð- þrýsting, sagði ég. Já, heyrðu, hann sagði það líka hann BB læknir, að ég ætti sennilegast að fara á einhver lyf, sagði Jóna, ég hitti hann í boði um helgina og sagði honum frá þessum rannsóknum og honum fannst alveg rétt að setja mig á ein- hver lyf. Ég tók á þolinmæðinni og sagði: Já, við verðum að ráðast á vandamálið frá nokkrum hliðum. í fyrsta lagi verðurðu að léttast um u.þ.b. 8—10 kg, hætta að borða sykur og sætindi, hætta í sætum kökum og spara við þig rjómasósur og feitan mat. Hún sagði: Jæja og hvað meir? Svo vil ég að þú minnkir við þig salt, farir að hreyfa þig meira og svo ætla ég að setja þig á lyf sem heitir Hydramil eða Moduretic. Þetta er svona þvag- ræsilyf, eða bjúgtöflur, sem minnka vökvann í líkamanum og lækka blóðþrýstinginn. Þú átt að taka eina svona töflu á dag. Síðan vil ég að þú komir til eftirlits til mín nokkrum sinnum og við verðum að 'stilla inn þessa meðferð. Ef þetta dugar ekki þurfum við kannski að bæta við þig öðru lyfi sem virkar á hjartað og lækkar þrýstinginn og heitir betta-blokkari, eða Atenoloi (Tenormin) eða Metoprolol (Seloken). Þetta verður sennilega nóg en kannski þarf að bæta enn á þig lyfi, en við skulum ekki mála skrattann á vegginn heldur vona að þetta verði nægilegt. Ef þér tekst að grenna þig verulega og minnka salt- ið þarftu kannski ekki nein lyf. En við verðum bara að spila þetta eftir eyranu. Hún horfði á mig og sagði svo allt í lagi, stóð á fætur, tók lyf- seðilinn og við tókumst í hendur og hún fór. Hún kom til mín í eftirlit nokkrum sinnum og þrýstingurinn lækkaði en það gekk illa með auka- kílóin. I hvert skipti sem hún kom sagði hún mér einhverjar sögur af merkum læknum, lifandi og dauð- um, en smátt og smátt vandist ég þessu. Síðast þegar hún kom var þrýstingurinn bara ágætur og ég sagðist vera ánægður með þetta. Já, sagði hún, hann er líka ánægður með mig, hann BB prófessor, en ég fer líka til hans í mælingar, skil- urðu, maður getur aldrei verið of viss, hún hló glettnislega. Ég and- varpaði mæðulega en sagði síðan spekingslega: Allt er gott þá endir- inn allra bestur verður. ■ leikhús Angan samvinnu og vinnugleði Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu Ef ég vœri þú eftir Þorvarð Helgason. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Tónlist: Hilrnar Örn Hilmarsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Sýningin Ef ég væri þú er þrír þættir, sjálfstæðir og þó ekki, flétt- aðir saman af þeim fjórða, Morg- unleikfimi, og er sá jafnframt for- leikur og eftirleikur. Þetta er leik- sýning, sem af ásettu ráði lætur áhorfandanum það eftir að skilja sig, dálítið eins og ljóð getur gert. Það er ekki lítils virði. Skilningur minn á því sem fór fram á sviðinu kann því vel að stangast gjörsam- lega á við þinn, lesandi góður, en það er nú einmitt það sem gerir skáldskap oft svo skemmtilegan. Sýningin byrjaði með hljóðlist Hilmars Arnar Hilmarssonar, sem minnti mig á fæðingarhríðir og tók langan tíma, en undir lokin rofar til á sviðinu. Þar fer að móta fyrir kynjaverum, sem síðan fara að tal- ast við eða kannski öllu fremur að kallast á, og hafa yfir setningar, sem oft virðast ekki hafa neitt sam- hengi við það sem á undan fór eða á eftir kemur. Af þessu hafði ég mjög gaman; að fæðingunni lok- inni byrja persónur að fóta sig í til- verunni rétt eins og með morgun- leikfimi má liðka limina fyrir átök dagsins. Margt af því sem verurnar segja kemur fyrir aftur í verkinu, oft sagt af öðrum, í allt annarri röð. Samhengi æfinganna í morgunleik- MAGDALENA SCHRAM fiminni lýsist þegar á líður og áður óræð orð verða til að dýpka per- sónumyndirnar, sem dregnar eru upp þá. Jafnframt-koma þessar ver- ur til sögunnar í hinum raunsærri þáttum sýningarinnar sem einhvers konar árur — e.t.v. innri maður, samviska eða frumbyrjun persónu- leika — með því að standa að baki sinni úthverfu mynd, þ.e. hinum „raunverulegu" persónum. Morg- unleikfimi tengir á þennan hátt hiná þættina og gefur þá hugmynd, að um sé að ræða sömu persónurn- ar í sögu sem ekki líður áfram í þeirri tímaskynjan sem maðurinn hefur, heldur þess vegna í hringi eða jafnvel þvers og kruss. Ekkert er fyrst og síðast í beinni röð, heldur bara er! Morgunleikfimin fléttast sem sagt inn og út úr öðrum þremur raunsæjum köflum. í þeim öllum koma mæðgur við sögu. í Mors et Vita (dauði og líf) liggur móðir á banabeði en tvær ólíkar dætur hennar takast á. Mér þótti þessi kafli einna sístur, líklega vegna þess að þau ólíku viðhorf, sem dæturnar kynna, eru mjög einskorðuð og ótrúleg nú orðið — öfgarnar of miklar. Það sem mér þótti vera kjarni málsins — að líf getur af sér líf og eins manns dauði er annars fæðing, varð fyrir vikið útundan. Þarna var þó margt skemmtilegt gert. Þurrt yfirbragð eldri dóttur- innar, Þórunn Magnea Magnús- dóttir lék hana, andspænis flæð- andi leikmáta Guðrúnar Lilju Þorvaldsdóttur var skemmtilega undirstrikað í litavali búninga þeirra og ummæli um dauða og líf úr forlejknum fengu innihald við banabeðinn. Annar þáttur heitir Tvítal eftir náttmál. Þar segir frá eldri frú, sem rekur kvenfataverslun með áherslu á nærklæði, og frá dóttur hennar, mannfræðingi, með allt önnur við- horf til lífsins og hlutverks kvenna en mamman. Þóra Friðriksdóttir fer með hlutverk móðurinnar. E.t.v. var óþarfi að skopgera frúna, jafn- vel fannst mér Þóra gera hana aumkunarverðari en efni stóðu til. María Ellingsen leikur dótturina. í síðasta þættinum, Geirmundur Hrafn Karlsson, situr Bríet Héðins- dóttir við sauma í hlutverki móður og dóttirin kemur í heimsókn, leik- in af Þórdísi Arnljótsdóttur, bæði til að inna mömmuna eftir frekari saumaskap og hitta hana að máli. Það fer vel á með þeim, en móðirin miðlar dóttur sinni af biturri reynslu og sú yngri hverfur á braut önnur en hún kom. Sú breyting sem á sér stað er m.a. skemmtilega ítrek- uð með því að láta Þórdísi fara úr næstum fáránlega barnalegum föt- um í kjól þroskaðrar konu á meðan „... að sjá þessar sex leikkonur spreyta sig af svo mikilli leikni, það angaði af þeim samvinna og vinnu- gleði, sem ekki er alltaf sýnileg í leikhúsi.“ á samtali þeirra mæðgnanna stend- ur. Það koma engir karlmenn fram í leiknum. Þó fara þeir með mikils- verð hlutverk sem örlagavaldar kvennanna. Þeir eru bara dánir, farnir, látnir eiga sig eða svíkjast um að koma eins og gengur. En saga þessara kvenna er ekki síst saga samskipta þeirra við karlana. Einu sinni heyrði ég cnætan karl- mann segja um ævisögu kvenna, að „þær gætu aldrei orðið annað og meira en saga karlanna, sem þær hefðu sofið hjá“, og átti að gera við- staddar konur ákaflega reiðar. Mig reitti þetta ekki til reiði. Sú ábyrgð og samviska, sem konum er tamar en körlum að leggja í tilfinninga- sambönd við aðra, hlýtur að vera fremur til eftirbreytni en háðungar, því hvað erum við svo sem þegar upp er staðið annað en það sem við sköpum með öðrum? Slíkan skiln- ing þótti mér Þorvarður Helgason og Andrés Sigurvinsson leggja í tengsl kvenna sinna við tilveruna og vera fallegur skilningur. Það er þráðurinn sjálfur, sá sem heldur perlunum saman, tengir þær og býr til perlufestina og án hans erum við alein og minni. Það sem umfram annað gerði þessa sýningu einkar ánægjulega var að sjá þessar sex leikkonur spreyta sig áf svo mikilli leikni, það angaði af þeim samvinna og vinnu- gleði, sem ekki er alltaf sýnileg í leikhúsi. Sex ólíkar leikkonur, sem hver um sig á það skilið að fá að takast á við viðameiri hlutverk, hlutverk sem gefa þeim tækifæri til að dýpka svipmyndir á borð við þær sem Ef ég væri þú býður upp á. í örstuttum þáttum er sjaldan færi til annars en lýsa upp eina hlið og vekja grunsemdir um það sem snýr annað en út í sal. En slíkar grun- semdir tókst glettilega vel að vekja þarna. Nýliðarnir, þær María Ellingsen og Þórdís Arnljótsdóttir, báru þess lítil merki að þær væru að leika við hlið sér reyndari og færari leikara sem hinar eru. Vonandi þurfa þær ekki að bíða lengi bak- sviðs eftir reglulega bitastæðum rullum. Og leikhússtjórar ættu auðvitað að elta alveg sérstaklega uppi leikrit, sem láta okkur eftir þann munað að njóta krafta á borð við Þóru og Bríetar, svo ég nefni nú bara tvö nöfn. Takk fyrir skemmt- unina. — - ■

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.